Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-. *//,0- ))1,0+ *2,3)+ *),.1- )-,302 )*),2+ ),3-32 )1-,/3 )0)  456  4 *0"  5 *//1 )*.,/. */),3. )*/,* *2,30. *),-23 )-,23+ )*),-1 ),3--2 )1-,.* )0),+) *32,+/3- %  78 )*.,3. */),0+ )*/,++ *2,2+- *),0/- )-,20. )**,)3 ),30)2 )10,*) )0*,/* Heitast -1°C | Kaldast -16°C  N 8-15 og él, hvass- ast með SA-ströndinni. Skýjað S- og SV-lands. Dregur heldur úr vindi í kvöld. Mildast syðst. »10 Í bókinni Allir í leik má finna fræðilega úttekt á söngvaleikj- um barna á Íslandi og ítarefni um upp- runa þeirra. »35 BÓKMENNTIR» Þróun söngvaleikja TÓNLIST» Vetrarsól Gunna Þórðar fær fjórar stjörnur. »37 Mannasiðir Gillz á fyrst og fremst að vera skemmtilesn- ing en þó hefði ýmsu mátt sleppa, t.d. strípistöðum. »40 AF LISTUM» Í ýmsu ábótavant FÓLK» Sheen kemst enn og aft- ur í kast við lögin. »42 BYGGINGARLIST» Deilt um fyrirhugaðan glerpíramída. »35 Menning VEÐUR» 1. Andlát: Anna Snorradóttir 2. 117 milljóna skuld – 296 þús. tekjur 3. Óttast stórslys við Grænland 4. Sprenging varð í flugeldaverði  Íslenska krónan styrktist um 0,1% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Íslenski lands- liðsmaðurinn Kári Árnason opnaði markareikning sinn í ensku knatt- spyrnunni í gær- kvöldi þegar hann skoraði eitt marka Plymouth í 4:1 sigri liðsins gegn Reading. Þrír Íslendingar leika með Read- ing en þeir fengu ekki rönd við reist frekar en aðrir liðsmenn Reading. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þó mark Reading. Kári hefur leikið í Danmörku en gekk til liðs við Plymouth í haust. KNATTSPYRNA Kári Árnason skoraði sitt fyrsta mark á Englandi  Stefnumótaþátt- urinn Djúpa laug- in hefur göngu sína á ný á Skjá- Einum12. febrúar með nýjum þáttarstjórn- endum, Ragn- hildi Tómasdóttur og Þorbjörgu Marinósdóttur. Djúpa laugin verð- ur með svipuðu sniði og hún var en þó ætla þær stöllur að gera eitt- hvað nýtt og sniðugt, að sögn Ragnhildar. Hún hefur starfað við dagskrárgerð í útvarpi og kvik- myndagerð. Þorbjörg hefur starf- að sem blaðamaður hjá Birtíngi. SJÓNVARP Djúpa laugin hefur göngu sína á SkjáEinum 12. feb.  Það verður brjál- að að gera hjá helstu dans- hljómsveitum landsins um þessi áramót, enda ber þau upp á helgi að þessu sinni. Sálin með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar skríður úr híði sínu og spil- ar á áramótadansleik á Broadway. Á laugardagskvöld verða Sálarmenn svo á ferðinni í Officeraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli. Á þeim dansleik verður Logi Geirsson handbolta- kappi heiðursgestur og mun jafn- framt stjórna fjöldadansi. ÁRAMÓTIN Mikið annríki framundan hjá hljómlistarmönnum Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Á Ísafirði Jónas Gunnlaugsson hjá Eymundsson á Ísafirði segir Ísfirðinga kaupa mikið af bókum um sveitunga sína. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is HIÐ árlega jólabókaflóð er nú um garð gengið og liggur nú fyrir hvaða bækur hafa selst best og ratað í jólapakka bókaþjóðarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Eymunds- son er bókin Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar mest selda bók desembermánaðar og Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar fylgir fast á hennar hæla. Listinn endurspeglar þó ekki endilega bóksölu á hverjum stað. „Metsölulistinn er samantekt úr öllum búðunum og þær eru jafn- misjafnar og þær eru margar,“ seg- ir Jónas Gunnlaugsson, verslunar- stjóri Eymundssonar á Ísafirði, og kveður að bækur sem hafa tengsl við lesendur á Ísafirði og nágrenni seljist jafnan vel fyrir jólin og séu meðal mest seldu bóka í versluninni. „Þetta er mjög staðbundið, þær bækur sem hægt er að heimfæra á þetta svæði seljast meira en aðrar, það er ekkert flóknara en það,“ seg- ir Jónas. Þegar sölutölur fyrir Ísa- fjörð annars vegar og landið allt hins vegar eru bornar saman er ekki um að villast. Bjargmaður á toppnum Af fimm mest seldu bókunum á Ísafirði eru tvær sem ekki er að finna á lista yfir söluhæstu bækur landsins. Niðri á sextugu, ævisaga Kjartans Sigmundssonar bjarg- manns og Hornstrendings, trónir á toppi ísfirska listans en nær aðeins 83. sæti á landsvísu. Allar þrjár bækurnar hafa sterk tengsl við Ísa- fjörð og svæðið í kring. Auk Niðri á sextugu eru það bækurnar Rak- arinn minn þagði eftir Samúel Ein- arsson, rakara á Ísafirði, í öðru sæti og Veislurnar í Neðsta í því fjórða, matreiðslubók sem inniheldur einn- ig sögu saltfiskverkunar á Ísafirði. Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar nær hæst þeirra bóka sem best selj- ast á landsvísu á ísfirska listanum. Hún situr í þriðja sæti listans. „En hún náði því sæti nú bara á að- fangadag,“ segir Jónas. Fram á að- fangadag hafði bókin Veislurnar í Neðsta vermt það sæti. Lesa helst um sveitunga sína Bækur um og eftir nærsveitamenn vinsælar á Ísafirði Bóksala fyrir jól 1 Niðri á sextugu Eftir Finnboga Hermannsson. Ævisaga Kjartans Sigmundssonar, bjargmanns og sjó- manns frá Hælavík á Hornströndum. • 83. sæti á landsvísu. 2 Rakarinn minn þagði Eftir Samúel Einarsson, rakara á Ísafirði. Safn sagna af þekktum viðskiptavinum höfundar. 3 Svörtuloft Eftir Arnald Indriðason. • 2. sæti á lista Eymundsson fyrir allt landið. 4 Veislurnar í Neðsta Matreiðslubók með fjölda salt- fisksuppskrifta og sögu salt- fisksverkunar á Ísafirði. Geisladiskur með Saltfiskssveit Villa Valla fylgir með. 5 Karls- vagninn Eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur. • 6. sæti á landsvísu. LOGI Geirsson hefur ákveðið að yf- irgefa þýska handknattleiksliðið Lemgo eftir leiktíðina en Logi hefur verið á mála hjá félaginu í sex ár. Núgildandi samningur Loga við Lemgo rennur út næsta sumar og á fundi sem hann átti með forráða- mönnum félagsins í gær greindi hann frá því að hann ætlaði ekki að gera nýjan samning sem honum stóð til boða að gera fyrir nokkru. „Ég átti viðræður við Lemgo fyrir um þremur mánuðum um nýjan samning. Ég bað þá að bíða eftir EM og sjá hvort ég kæmist þangað og hvernig öxlin á mér væri. Nú svo í morgun (í gær) átti ég annan fund með þeim. Ég vildi heyra frá þeim varðandi EM því þjálfarinn og fram- kvæmdastjórinn vildu að ég sleppti því að fara á EM og notaði tímann til að koma mér í toppstand fyrir síðari hluta tímabilsins. Ég sagði þeim að ég setti landsliðið í forgang og tjáði þeim jafnframt að ég vildi prófa eitt- hvað nýtt og ætlaði þar af leiðandi að hverfa frá félaginu eftir tímabil- ið. Ég er búinn að vera hér í sex ár og finnst ég þurfa að fá nýja áskor- un,“ sagði Logi í gær. | ÍþróttirMorgunblaðið/Ómar Logi ætlar að yfirgefa Lemgo eftir leiktíðina KVIKMYNDIN Bjarnfreðarson fór vel af stað frumsýningarhelgina 26. – 27. desember. Ellefu þúsund miðar seldust á hana þessa tvo daga og námu tekjur af miðasölu um 13 millj- ónum króna, að því er fram kemur á lista SMÁÍS, Samtaka myndrétt- hafa á Íslandi, yfir tekjuhæstu kvik- myndir helgarinnar. Kvikmyndin Avatar er sú næsttekjuhæsta að lið- inni helgi. Hún var frumsýnd 18. desember en hefur verið sýnd í sjö daga. Tekjur af miðasölu á þá mynd nema rúmum 36 milljónum króna frá frumsýningardegi. | 41 11.000 sáu Georg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.