Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 ✝ Kristján Jón Jón-atansson fæddist í Súðavík 25. febrúar 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 17. des- ember sl. Foreldrar Kristjáns voru hjónin Sigurjón Jónatan Sigurðsson frá Furu- firði, f. 8.10. 1892, d. 8.5. 1978, og Ingi- björg Kristjánsdóttir frá Álftafirði, f. 28.11. 1891, d. 1.1. 1975. Kristján var elstur í röð fjögurra systkina. Hin eru Elín Valgerður Jónatansdóttir, f. 16.6. 1926, d. 20.10. 1995, Krist- jana Magnea Jónatansdóttir, f. 23.12. 1927, og Steinunn María Jónatansdóttir, f. 30.4. 1931, d. 16.2. 1990. Kristján ólst upp í Súðavík og bjó þar alla tíð. Kristján var vélstjóri að mennt og stundaði sjómennsku lengst af sinni starfsævi eða þar til hann varð fyr- ir alvarlegu slysi um borð í Valnum ÍS ár- ið 1972, en þá missti hann annan fótinn við hné. Upp frá því starfaði hann við fiskvinnslu í Súðavík. Útför Kristjáns fer fram frá Súðavíkurkirkju í dag, þriðjudag- inn 29. desember, og hefst athöfn- in kl. 14. Á sinn hægláta hátt var Stjáni frændi okkar áberandi í mannlífi Súðavíkur. Þeir sem þekkja til í Súðavík sjá fyrir sér Stjána gamla á rúntinum. Áður en heilsa hans brast tók hann dag hvern bíltúrinn um þorpið, út að Djúpagili á Súðavíkur- hlíð og inn að Langeyri. Hringinn tók hann í mestu makindum og tók stöðuna á veðrinu, færðinni og mannlífinu og fékk nýjustu aflatölur af bryggjunni. Síðan kom hann við í búðinni og hitti hina gárungana þar sem þeir drukku kaffi og skiptust á sögum. „Ég veit það ekki, en þetta segja þeir … það er nú svona,“ sagði hann svo þegar hann sagði fréttirn- ar. Á okkar heimili var Stjáni fastur punktur. Hann stal oft senunni yfir borðhaldinu, gjarnan með óvæntu innskoti, og gaman þótti honum að vekja hlátur krakkanna með laumu- legri stríðni. Um leið og við kveðjum Stjána frænda okkar viljum við þakka fyrir samfylgdina sem einkenndist af hlýju viðmóti og velvild í okkar garð. Þakka vil ég kynni kær, kveðju mína skrifa. Kæri vinur með mér fær minning þín að lifa. (S.M.J.) Kveðja frá frændfólki frá Súðavík, Sædís María, Steinunn Björk og Kristján Jón. Kristján Jón Jónatansson ✝ Kristrún JóhannaÁsgeirsdóttir (Hanna) fæddist 4. ágúst 1930 í Skógum í Arnarfirði. Hún lést 20. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Bjarna- son frá Stapadal í Arnarfirði, f. 27.9. 1900, d. 6.4. 1970, og Guðný Guðmunda Þorvaldsdóttir frá Rauðsstöðum í Arn- arfirði, f. 28.3. 1908, d. 4.11. 1985. Hún var önnur í röð fimm systkina en hin eru: Margrét Kristjana, f. 21. ágúst 1928 í Skóg- um í Arnarfirði. Bjarni Þorvaldur, f. 1. október 1935 í Skógum í Arn- arfirði. Helga Þórunn, f. 4. mars 1942 á Siglufirði. Haraldur, f. 6. apríl 1945, d. 31. janúar 1986. Hinn 6. júní 1954 giftist Hanna Sigurði Þorkelssyni, f. 22. febrúar 1924, d. 28. febrúar 2007. For- börn og tvö fósturbarnabörn. 5) Gunar, f. 4.5. 1956, maki Guðrún Margrét Einarsdóttir, þau eiga eina dóttur og fyrir á Guðrún þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Hörður, f. 6.6. 1958, maki Ingibjörg Jó- hannesdóttir, þau eiga þrjú börn. 7) Sigurður Þór, f. 16.7. 1959, maki Sigrún Inga Magnúsdóttir, þau eiga fjögur börn. 8) Hallfríður Steinunn, f. 1.5. 1963, maki Ómar Elíasson, þau eiga þrjú börn. 9) Elías Sigurðsson, f. 23.5. 1964, maki Emilía Bergljót Ólafsdóttir, þau eiga tvö börn og fyrir á Emilía einn son og eitt barnabarn. 10) Jó- hanna Sigríður, f. 2.12. 1966, sam- býlismaður er Finnur Einarsson, þau eiga þrjú börn og fyrir á Finn- ur eina dóttur. 11) Ásgeir, f. 2.8. 1970, sambýliskona hans er Svala Steina Ásbjörnsdóttir, þau eiga tvo syni. Hanna var að mestu heimavinn- andi húsmóðir, en þegar börnin fóru að stálpast fór hún út á vinnu- markaðinn og vann við ýmis störf, en lengst af vann hún á saumastof- unni Tinnu í Kópavogi og gegndi m.a. starfi trúnaðarmanns þar. Útför Kristrúnar Jóhönnu fer fram frá Digraneskirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember, og hefst athöfnin kl. 13. eldrar hans voru Þorkell Kristinn Sig- urðsson Svarfdal, fæddur á Hreiðars- stöum í Svarfaðardal 8. apríl 1881, d. 20. desember 1940, og Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir, fædd í Aðalvík 6. janúar 1892, d. 11.12. 1986. Hanna og Siggi eign- uðust ellefu börn, þau eru: 1) Guðný Ásgerður, f. 16.1. 1949, fyrrverandi maki Graham Grundy, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. 2) Þorkell Jóhann, f. 4.8. 1950, maki Gróa Halldórsdóttir, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Hrönn, f. 1.2. 1952, maki Ægir Björgvinsson, þau eiga fjögur börn, fimm barna- börn og fjögur fósturbarnabörn. 4) Brynja, f. 31.5. 1953, fyrrverandi maki Nói Jóhann Benediktsson, þau eiga fjögur börn, sjö barna- Það er margs að minnast og margs að sakna. Við systkinin teljum það ótrúlegt afrek hjá foreldrum okkar að hafa alið upp allan þennan stóra barnahóp. Það hlýtur að hafa verið mikil vinna enda fylgir stórum barnahópi stór vinahópur, en alltaf stóð heimilið opið fyrir öllum og plássleysi var ekki til í orðabók mömmu. Heimilið var félagsmiðstöð okkar barnanna og vina okkar. Það var ótrúleg þolinmæði sem hún sýndi okkur og aldrei kvartaði hún þegar allur vinaskarinn var í heimsókn jafnvel langt fram á kvöld. Mamma var mjög gestrisin og heimilið stóð alltaf opið fyrir gestum og gangandi og alltaf var heitt á könnunni. Margir ættingjar komu utan af landi og fengu að gista, þrátt fyrir að öll rúm væru full var alltaf fundið pláss. Fólk kom líka til að fá fréttir, einnig um framtíðina. Hún var ótrúlega glögg að spá í bolla og rættust spádómarnir oft. Margar peysurnar, vettlingana og sokkana prjónaði hún á okkur börnin og barnabörnin og var hún að prjóna fram á síðustu viku. Mamma var mikil jólakona og árlega bauð hún barnabörnunum að koma og mála piparkökur á meðan foreldr- arnir fóru í jólaverslunina. Hún elsk- aði að ráða krossgátur og myndagát- ur og beið eftir þeim þegar þær komu í blöðin. Mamma sagði okkur oft sög- ur frá því í gamla daga, henni var mjög minnisstæð fyrsta ferðin sín suður með Catalínu-flugbát en hún hafði unnið fyrir ferðinni með vinnu í síldinni á Siglufirði og margar sögur hafði hún að segja frá síldarævintýr- inu. Mamma hafði mjög gaman af að ferðast og munum við eftir mörgum ferðum þegar við vorum lítil t.d. í Borgarnes, á Siglufjörð og til Akur- eyrar til að heimsækja ættingja. Margar góðar minningar eigum við úr ferðunum sem farnar voru í prent- arabústaðina og útilegurnar á prent- aralandið á Laugarvatni. Seinustu árin höfum við systkinin oft litið inn í Kjarrhólmann og alltaf tíndi mamma það besta sem til var í kotinu og lagði á borð fyrir okkur. Hún var klettur- inn í lífi okkar og hélt okkur saman. Ekki bara okkur heldur allri ættinni, það var ótrúlegt hvað hún fylgdist vel með og gat sagt fréttir af stórfjöl- skyldunni. Hún var manneskja sem aldrei kvartaði og hélt sínu striki, sama hvað gekk á í lífinu. Þegar hún greindist með krabbamein núna í sumar ákvað hún að berjast við mein- ið og gerði það fram á síðasta dag. Það lýsir henni vel þegar hún var á spítalanum hvað henni fannst gott að hafa mikið af fólki í kringum sig, því þegar við spurðum hana hvort hún vildi ekki fá frið fyrir gestaganginum svaraði hún: „Nei, ég vil engan frið, ég vil bara heimsfrið.“ En þannig var mamma, hún vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, guð geymi þig elsku mamma. Minning þín er ljós í lífi okkar. Dætur og synir. Mamma kvaddi okkur á sunnu- dagsmorgun, hinn 20. des. Við héld- um að við fengjum meiri tíma með henni og vorum sannfærð um að hún kæmist yfir þessi veikindi sem hrjáðu hana síðustu dagana, en hún fór eins og hún vildi fara. Ég minnist þess þegar ég var lítill og fram á unglingsár þá var umgang- urinn mikill á okkar heimili. Vinir mínir voru oft í heimsókn og ekki munaði um þótt einn þeirra eða fleiri bættust við matarborðið en þá var bara diski bætt við. Veit ég vel að vin- ir mínir kunnu vel að meta mömmu og það umburðarlyndi sem hún sýndi okkur, en samt var hún ekkert lin við okkur, ótrúlegur hæfileiki sem vænt- anlega lærist á því að ala upp 11 börn. Nú síðustu ár var fastur liður á daginn að líta inn í Kjarrhólmann í hádeginu og fá kaffi og brauð eða eitthvað sem var til. Þar hittumst við systkinin oft að spjalla um daginn og veginn. Seinnipartinn þegar við vorum bú- in að sækja Róbert í leikskólann og langaði að kíkja eitthvað í heimsókn var tilvalið að kíkja aðeins til mömmu og var alltaf gott að koma þangað. Þetta tómarúm sem er að myndast núna verður vandfyllt. Ég kveð þig með söknuði. Þinn sonur, Ásgeir. Kveðja frá tengdadóttur Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir✝Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTINN HANSEN kennari, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 11.00. Ingibjörg Júlíusdóttir, Kristín Jónsdóttir, Pálmi Erlendsson, Hildur Jónsdóttir, Steindór S. Guðmundsson, Gerður Jónsdóttir, Hannes Helgason og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 13.00. Margrét S. Jónsdóttir, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Reynir Garðarsson, Jón S. Guðlaugsson, Þórkatla Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR ÓSKARSSON frá Brú í Biskupstungum, Fremri-Brekku, Dalabyggð, sem lést mánudaginn 21. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. desember kl. 13.00. Valgerður Lárusdóttir, Sigrún Þorleifsdóttir, Oliver Robl, Ómar Þorleifsson, Hafdís Dögg Birkisdóttir, Baldur Þorleifsson, Gyða Steinsdóttir, Guðrún Þorleifsdóttir, Sæmundur Grétarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGEBORG GRIMM JÓNSSON, Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi eða Sjúkrahús Akraness. Hugheilar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og vinarhug. Guðmundur Jónsson, Úlfar Guðmundsson, Joan Andersen, Sverrir og Guðmundur Úlfarssynir, Kristófer Þór, Michael Van Eric, Timothy Manfred, Melinda og Christie. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SVEINBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Norðfirði, Fellsmúla 5. Guð gefi ykkur öllum gæfuríkt ár. Sesselja G. Ingjaldsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, Birgir Árnason, Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, Auðbjörg Stefánsdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.