Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 ÞRÁLÁTUR orðrómur hefur verið uppi um að Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé jafnvel að hætta í embætti um áramótin og muni tilkynna það á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á gamlársdag. Samstarfsmenn Jóhönnu sögðu við Morgunblaðið í gær að ekkert væri hæft í þessum orðrómi, og hið sama sagði hún sjálf í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Jafnframt er það talið mjög ólíklegt að nokkrar hrókeringar aðrar verði á ráðherraembættum um áramótin en miðað við áform ríkisstjórnarinnar um frekari sameiningar ráðuneyta og tilflutning verk- efna þeirra gæti ráðherrum átt eftir að fækka á komandi ári. Til stóð að leggja fram frumvarp á Al- þingi fyrir áramót um sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins annars vegar og iðnað- arráðuneytisins hins vegar í eitt atvinnuvega- ráðuneyti, en af því verður ekki fyrr en eftir áramót. Andstaða við nýtt atvinnuvegaráðuneyti Frumvarpið hefur verið í smíðum í forsætisráðu- neytinu en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hefur það m.a. mætt nokkurri andstöðu hjá nú- verandi ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar- mála, Jóni Bjarnasyni, og einnig meðal umræddra atvinnugreina sem hafa talið það óráð að hrófla við þessum ráðuneytum á meðan viðræður um aðild að Evrópusambandinu eru að fara í gang. Er engu að síður stefnt að því að atvinnuvegaráðuneytið taki til starfa um mitt árið 2010. Ríkisstjórnin hefur áður boðað að fækka beri ráðuneytum úr 12 í 9. Auk sameiningar í atvinnu- vegaráðuneyti stendur til að sameina félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið í nýtt velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti verði til við samruna dóms- og mannréttindaráðu- neytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis en tvö þau síðast töldu fengu þessi heiti nýverið með flutningi verkefna milli ráðuneyta. bjb@mbl.is Hrókeringar um áramótin ólíklegar Morgunblaðið/Golli Stjórnin Jóhanna og Steingrímur J. hafa leitt ríkisstjórnina til þessa.  Talið að engar breytingar verði á ríkisstjórninni um áramót  Frumvarp vænt- anlegt eftir áramót um sameiningu þriggja ráðuneyta í eitt atvinnuvegaráðuneyti ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu eru loksins búnir að fá jólamjöllina sína og þurfa ekki lengur að öfunda Norðlendinga – nú eða hafa samúð með þeim. Veðurstofan spáði einhverri snjókomu á svæðinu í nótt en norðanátt í dag, allt að 13 metrum á sekúndu og léttskýjuðu. Gæti þá sums staðar farið að skafa vegna þess hve snjórinn er léttur og best fyrir ökumenn að vera við öllu búnir og ana ekki af stað á vanbúnum bílum. Morgunblaðið/Kristinn LÉTT AÐ SKAFA LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur ákveðið að lækka svokallaða þjónustutryggingu, greiðslu til foreldra barna yngri en 36 mánaða sem nýta sér ekki aðra þjónustu, úr 35 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur. Breyt- ingin tekur gildi 1. janúar nk. en frá og með 1. ágúst lækka greiðslurnar ennfrekar eða í 20 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt reglum um þjón- ustutryggingu er hún greidd þar til leikskólapláss býðst eða önnur þjón- usta, s.s. hjá dagforeldri eða sjálf- stætt starfandi leikskóla. Þjón- ustutryggingu er ætlað að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í leikskóla. For- eldrar geta valið um að nýta greiðsl- urnar eftir þörfum og aðstæðum. Lækka greiðslur til barna utan leikskóla Lækkun Heimgreiðslur lækka. TÆPLEGA 1.500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Ís- lands. Þar af leituðu 50 fjölskyldur eftir neyðaraðstoð þ.e. eftir að formlegri úthlutun lauk. Áberandi er hversu margt ungt fólk leitaði aðstoðar. Einnig leituðu margir öryrkjar eftir aðstoð í fyrsta sinn. Fjörutíu sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi Fjölskylduhjálp- arinnar. Úthlutun hefst að nýju miðvikudaginn 13. janúar næst- komandi kl. 15. 1.500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð 57 kaupsamn- ingum var þinglýst á höfuðborgar- svæðinu 18. desember til og með 24. desem- ber. Heildar- veltan var 1.506 milljónir króna og með- alupphæð á samning 26,4 milljónir króna. Tvær eignir voru seldar á Suð- urnesjum en sex á Akureyri. Heildarveltan nyrðra var 181 milljón króna og meðalupphæð á samning 30,2 milljónir króna. Á sama tíma var 2 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Heildarveltan var 23 milljónir króna. 57 kaupsamningar í vikunni fyrir jól www.noatun.is Opið til kl. 20.00 í kvöld Hafðu það gott um áramótin TUC PAPRIKUKEX KR./PK. 119 VÍNBER RAUÐ KR./KG 949 MELBA TOAST KEX, 2 TEGUNDIR KR./PK. 239 ALLT FYRIR ÁRAMÓTAP ARTÝIÐ OSTAR ÓMÓTSTÆÐ ILEGA GÓÐ IR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.