Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 Heljarstökk Þegar snjórinn hefur lagst yfir allt finnst ungviðinu gaman að bregða á leik úti við. Þessi ungi maður á Akureyri gerði sér lítið fyrir og fór heljarstökk. Lendingin var mjúk enda dúnmjúkur og djúpur snjór á jörðu. Skapti ÞAÐ ERU öll rök sem hníga að því að ís- lenska ríkið eigi ekki að veita ríkisábyrgð á Ice- save-skuldbindingum Íslands gagnvart Bret- um og Hollendingum. Þegar lög nr. 98/1999 um innistæðutrygg- ingasjóðinn voru sam- þykkt (lögleiðing á til- skipun 94/19/EB) var sérstaklega tekið fram í frumvarpinu að bankarnir sem þá störfuðu væru ekki lengur ríkisbankar og að inn- stæðutryggingasjóðurinn skyldi vera sjálfseignarstofnun og ekki rík- isstofnun. Í nýju frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi Íslendinga sem er lögleiðing breytingartilskipunar Evr- ópusambandsins um sama efni, sem tók gildi 11. mars 2009 í Evrópusam- bandinu, er sérstaklega tekið fram að ekki sé gerð tillaga um að lántökur tryggingarsjóðsins njóti rík- isábyrgðar. Í ljósi ágreinings Íslend- inga Breta og Hollendinga um ábyrgð samkvæmt tilskipuninni nokkrum mánuðum fyrir gildistöku hennar hefði mátt búast við að inn- stæðutryggingar nytu ríkisábyrgðar með skýrum og ótvíræðum hætti í breytingatilskipuninni. Svo er ekki sem bendir til hins gagnstæða. Væri slík skylda fólgin í tilskipuninni væri einnig skylt að lögleiða hana nú með breytingalögunum. Tryggingaverndin sem sett er upp hér á landi er að lágmarki 1% af öllum innstæðutryggingum. Þetta þýðir með öðrum orðum að tryggingakerfið er einungis hannað til þess að mæta einstökum tjónum þegar ein fjár- málastofnun fellur til þess að koma í veg fyrir að aðrar „heilbrigðar“ fjár- málastofnanir falli með henni. Þessu má líkja við það þegar brunatjón á sér stað. Brenni eitt hús bætist það úr sjóðnum en brenni flestöll húsin á sama tíma (kerfishrun) þá er ljóst að bótasjóðirnir tæmast. Mikilvægt er fjármálastofnana á evrópska efna- hagssvæðinu væri í einu vetfangi skipt út fyrir ríkisstyrkta fjármála- starfsemi væri slík ábyrgð talin felast í óljósum markmiðslýsingum Evr- óputilskipunar um innstæðutrygg- ingar. Þá er ljóst að gera þyrfti ráð fyrir slíkri ábyrgð í ríkisreikningum aðildarríkja. Það er því niðurstaða hafin yfir vafa að ríkisábyrgð á Ice- save-skuldbindingum sjálfseigna- stofnunar á ekki við rök að styðjast. Hollendingar og Bretar hafa ekki fært fram rök opinberlega fyrir gagn- stæðri niðurstöðu. Það eru nokkur at- riði í viðbót sem orka tvímælis í fyr- irliggjandi Icesave-samningum sem til meðferðar er hjá Alþingi Íslend- inga. Vaxtakjör eru líklega andstæð Evrópureglum, reynt er að fjár- magna vernd innstæðueiganda í Bretlandi og Hollandi með eignum Landsbankans þegar ljóst er að slíka vernd beri að fjármagna af skatt- tekjum þessara ríkja og þau neyð- arréttarsjónarmið (Brussel-viðmið) sem áður voru grundvöllur samninga- viðræðna ríkjanna eru felld niður. Að síðustu ber að nefna að þjóð- réttarstaða Íslands hefur verið færð í búning einkaréttarlegs samnings og undir bresk lög sem gerir Bretum og Hollendingum kleift að útiloka ís- lensk lög og stjórnarskrá og fella meðal annars gengisáhættu vegna samninganna á íslenska ríkið. Allt eru þetta veigamikil grundvallaratriði sem unnt er að semja um upp á nýtt eða óhikað að fela dómstólum að fjalla um. að slökkva eldinn strax til þess að hann breiðist ekki út í önnur hús. Þá er ljóst að við þessar að- stæður að tjón allra húseigenda (innstæðu- eigenda) verður ekki bætt. Færð hafa verið fram veigamikil rök fyr- ir því að tilskipun 94/19/ EB eigi ekki við um kerfishrun og að ábyrgð ríkisins takmarkist ein- göngu við að koma inn- stæðutryggingakerfinu á. Innstæðutryggingasjóðurinn er fjármagnaður af fjármálastofnunum en ekki ríkjum. Fjallað er um lána- stofnanir í eintölu í tilskipuninni. Þá er viðurkennt í skýrslu franska Seðla- bankans frá árinu 2000 (bls. 179-180) að evrópska tryggingakerfið sé hvorki hugsað til né ætlað að taka á kerfishruni. Í þeim tilvikum þurfi að leita annarra úrræða í öryggisneti samfélagsins til þess að taka á málum svo sem til eftirlitsaðila, seðlabanka og ríkisstjórnar. Tjón sem hlýst af kerfishruni heils fjármálakerfis verð- ur svo yfirgripsmikið að það setur fjárhagslegt fullveldi hverrar þjóðar í hættu sé því velt yfir á hana. Slík skuldbinding ristir einnig nærri ýms- um stjórnarskrárbundnum ákvæðum eðli máls samkvæmt. Svo viðamikil skuldbinding þarf því að byggjast á skýrri lagaheimild sem hún gerir ekki hvort sem litið er til laga hér á landi eða Evrópulöggjafar. Samkeppnislög Evrópuréttarins koma í veg fyrir ríkisábyrgð Ríkisábyrgð á innstæðutrygg- ingum er í eðli sínu brot á samkeppn- isrétti þar sem hún felur í sér ríkisað- stoð til einkarekinna fjármálastofnana. Væri slík ábyrgð almennt viðurkennd myndu inn- stæðueigendur leggja innstæður sín- ar hjá fjármálastofnun sem ætti heimilisfesti þar sem ríki stæðu best að vígi – væru efnuðust – og hefðu minnsta fjármálakerfið til þess að bera ábyrgð á. Frjálsri samkeppni Eftir Magnús Inga Erlingsson » Fjallað er um að rík- isábyrgð á Icesave- skuldbindingum stand- ist ekki íslenska eða evrópska löggjöf. Magnús Ingi Erlingsson Höfundur er héraðsdómslögmaður með meistarapróf í Evrópurétti. Hann starfar hjá Seðlabanka Íslands en skrifar þessa grein í eigin nafni og lýsir ekki áliti Seðlabankans á málinu. Ríkisábyrgð á rakalausum skuldbindingum EF AÐ líkum lætur verða í dag greidd atkvæði á Alþingi um rík- isábyrgð á Icesave-lánunum ill- ræmdu. Þingið skiptist í tvær fylk- ingar í málinu – í meginatriðum í stjórn og stjórnarandstöðu. Und- antekning frá þessu eru nokkrir þingmenn VG og hugsanlega Þrá- inn Bertelsson. Í fljótu bragði gæti mönnum virst að hér væri um hefðbundinn mótþróa stjórn- arandstöðu í umdeildu máli að ræða – að stjórnarandstaðan leyfi sér þann munað að vera á móti í erfiðu máli sem enginn vill með raun og sanni styðja. Svo er þó alls ekki. En um hvað snýst þá málið í raun? Það er mat mitt að enginn kjósi með rík- isábyrgðinni af sannfæringu. Menn líta einfald- lega þannig á málið að þessu verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti – það séu ábyrg stjórn- völd sem leiði málið til lykta. Þegar Icesave- málið sé frá sé hægt að snúa sér að endurreisn- inni af fullum þunga. Þá eru einhverjir þing- menn sem trúa því að ef Ísland gangi í Evrópusambandið með undirritaðan samning, muni sambandið létta bagganum af Íslendingum ef hann reynist of þungur og því felist óveruleg efnahagsleg áhætta í að samþykkja hann. Þetta er grundvallarmisskilningur og ef einhverjir þingmenn láta slíka draumóra ráða atkvæði sínu er illa komið. Af hverju kveð ég svo fast að orði? Eitt erfiðasta verkefni ríkjanna sem mynda Evrópusambandið er að halda aftur af freistni aðildarríkja til að yfir skuldsetja sig. Við upp- töku evrunnar fyrir um áratug voru því settar sameiginlegar reglur um fjárlagahalla og skuldasöfnun aðildarríkjanna. Bann var lagt við því að sambandið kæmi ríkjum sem safnað hefðu of miklum skuldum til bjargar. Þessar reglur virkuðu ekki sem skyldi þrátt fyrir að háar sekt- ir væru lagðar á þau ríki sem brutu reglurnar. Þá trúðu leikendur á fjármálamarkaði því að sambandið myndi koma ríkjum til bjargar ef illa færi þrátt fyrir bannið. Þeir gerðu því lítinn greinarmun á áhættu ríkisskulda t.a.m. Þýska- lands og Grikklands og end- urspeglaðist það í skuldatrygg- ingarálagi landanna. Rétt eins og Angela Merkel benti á þá væru það hagsmunir allra að forða einu ríki sambandsins frá gjaldþroti. Gjaldþrot eins ríkis myndi grafa undan sameiginlegum gjaldmiðli. Þetta var viðtekin skoðun allt fram að fjármálakreppunni sem nú geisar. Vandamálið við áðurnefndar reglur felst í því að hegðun ríkis innan sambands breytist frá því sem var þegar ríki stóð utan þess þar sem nú treysta menn á að hin aðildarríkin komi til hjálp- ar ef illa fer. Þetta er nákvæmlega sama vanda- mál og þjóðir heims standa frammi fyrir vegna flugrána. Ef samið er við einn flugræningja fjölgar flugránum. Til að fækka flugránum fylgja þjóðir þeirri meginreglu að semja ekki við flug- ræningja. Til að eyða freistnivandamálinu þarf reglufestu. Ef ríkjum er bjargað af sambandinu fjölgar þeim ríkjum sem haga sér á ábyrð- arlausan hátt í fjármálum – þú semur ekki við flugræningja og þú borgar ekki skuldir gjald- þrota ríkja. Þetta er í grunninn vandamálið sem Grikkland stendur frammi fyrir núna. Ef sam- bandið kemur til hjálpar geta ríki eins og Spánn, Írland og Ítalía breytt hegðun sinni með af- drifaríkum afleiðingum fyrir myntsamstarfið í Evrópu. Þróun á skuldatryggingarálagi mismun- andi ríkja innan sambandsins bendir eindregið til að á þessu séu markaðsaðilar nú óðum að átta sig. Munur á skuldatryggingaálagi Grikklands og Þýskalands endurspeglar í dag að fyrrnefnda landið er mun ótryggari skuldari en það síð- arnefnda – það borgar enginn skuldir Grikkja nema Grikkir. En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir Icesave- samninginn? Jú, það er óskhyggja að halda að Evrópusambandið muni koma Íslendingum til hjálpar ef við ráðum ekki við að greiða Icesave í framtíðinni. Staða okkar verður því sennilega verri að þessu leyti innan sambands en utan. Sambandið verður að sýna reglufestu og því er það röng forsenda sem þingmenn gefa sér þegar þeir halda að Evrópusambandið muni reynast okkar hálmstrá ef illa fer – þvert á móti. Sam- bandið getur ekki komið til hjálpar þar sem það þarf að sýna reglufestu. Að fórna Íslandi er óverulegur kostnaður miðað við þann kostnað sem hlytist af því að aðildaríkin breyttu hegðun sinni – að fórna einni flugvél fyrir margar er ásættanlegt. Þetta kom berlega í ljós þegar Ís- landi var fórnað síðasta haust í þágu innláns- tryggingakerfis Evrópu. En hvað um að samþykkt ríkisábyrgðarinnar flýti endurreisninni og því sé rétt að afgreiða málið hið snarasta? Í þessari skoðun felst einnig grundvallarmisskilningur. Vissulega væri einu vandamálinu færra í dag ef Icesave væri frá og aðilar á fjármálamarkaðir gætu með meiri vissu metið hvort lána bæri Íslandi til endurreisn- arinnar eður ei. En þar með er ekki öll sagan sögð. Nægilega margar vísbendingar hafa komið fram sem benda í þá átt að lífskjörum muni hraka mjög á næstu árum ef landið þarf að standa undir skuldabyrðinni sem Icesave fylgir. Fáir efast um að Ísland geti staðið við skuldbind- inguna en það verður þá á kostnað einhvers ann- ars – hér gilda hin augljósu sannindi að sömu krónunni verður ekki eytt oftar en einu sinni. Hrakandi lífskjörum fylgir fólksflótti og landið getur þannig hæglega fest í vítahring versnandi lífskjara og landflótta. Um þetta orsakasamband eru nægjanlega mörg dæmi úr efnahagssögu heimsins til hægt sé að líta framhjá því. En hvað um að hafna samningnum? Nokkuð augljóst er að það mun gera endurreisnina erf- iðari í bráð. Óvissan sem fylgir höfnun fælir frá erlenda fjárfestingu og viðheldur vantrú á Ís- landi á fjármálamörkuð erlendis. Ísland yrði að byggjast upp á því sem aflað er í landinu. Til lengri tíma litið munu lífskjör þó verða mun betri þar sem ekki þyrfti að standa undir skulda- byrðinni vegna Icesave. Krónunni sem annars hefði verið eytt í Icesave verður varið í fjárfest- ingu innanlands og þar með hagvöxt og bætt lífs- kjör. Af ofangreindu má sjá að samþykkt felur í sér skammtíma ábata en verri lífskjör til lengri tíma litið. Höfnun felur í sér að kreppan lengist eitt- hvað en framtíðarhorfurnar batna til muna. Valið snýst því milli skammtíma- og langtíma- sjónarmiða. Í því felst sennilega ástæðan fyrir því að stjórnaflokkarnir vilja almennt sam- þykkja ríkisábyrgðina. Meginhugsun þeirra virðist byggð á skammtímasjónarmiðum – að halda völdum. Hér hafa ólík sjónarmið verið reifuð á nokkuð einfaldaðan hátt. Forsendan sem hér hefur verið gefin er að ef samningnum verði hafnað muni Icesave ekki lenda á Íslendingum. En auðvitað er það mikil einföldun. Fáir ef nokkur þeirra þingmanna sem vilja hafna samningnum eru þeirrar skoðunar að við eigum alfarið að hafna kröfunni um að borga. Andstaðan beinist fyrst og fremst að sjálfum samningnum. Bretar og Hollendingar nýttu sér veika stöðu Íslendinga síðasta haust á óbilgjarnan hátt. Því á að hafna samningnum og semja upp á nýtt með aðild allra stjórnmálaafla þrátt fyrir að það hafi kostnað í för með sér til skamms tíma. Ef ekki semst þá á að fara með málið fyrir dómstóla eins og sið- uðum mönnum sæmir. Stjórnmálaöflin verða öll að bera ábyrð á nýjum samningum því annars myndast óbrúanleg gjá til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Þetta mál er stærra en hagsmunir einstakra stjórnmálaafla. Þetta mál varðar efna- hagslega framtíð íslenskar þjóðar. Því er það skylda allra þingmanna að hafna ríkisábyrgðinni þrátt fyrir að völdin séu sæt. Eftir Tryggva Þór Herbertsson »Ef að líkum lætur verða í dag greidd atkvæði á Al- þingi um ríkisábyrgð á Ice- save-lánunum illræmdu. Tryggvi Þór Herbertsson Um ábyrgð Alþingis Höfundur er prófessor í hagfræði og alþingismaður. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.