Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 36
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
SÖLVI Tryggvason og Inga Lind Karlsdóttir
munu stýra sérstökum áramótaþætti á SkjáEin-
um kl. 16 á Gamlársdag, Árið okkar. Í þættinum
hyggjast þau gera upp árið með góðum gestum
úr ýmsum áttum; stjórnmálamönnum, fjölmiðla-
fólki og listamönnum m.a.
Af gestum má nefna Þorvald Þorsteinsson,
Magnús Geir Þórðarson, Eddu Björgvinsdóttur,
Birgittu Haukdal, Ingó í Veðurguðunum, Svövu
Johansen, Hermann Guðmundsson, Jón Yngva
Jóhannsson, Þorbjörgu Marinósdóttur, Stein-
grím Ólafsson, Bjarna Benediktsson, Sigmund
Davíð Gunnlaugsson, Margréti Tryggvadóttir,
Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur.
Halda góðum dampi
Sölvi hefur marga fjöruna sopið í sjónvarpi og
segir þau Ingu Lind ætla að hafa þáttinn á léttu
nótunum. Ætlunin sé að halda góðum dampi og
bjóða upp á þétta yfirferð yfir atburði ársins.
„Það verða engar stórar lífsgátur leystar þarna,
þetta gengur meira út á að heyra í fólki,“ segir
Sölvi um þáttinn. Þá mun útlitsgúrúinn Karl
Berndsen miðla af visku sinni, Siggi „Stormur“
bjóða upp á veðurannál, Hrefna Sætran galdra
fram girnilega rétti og Katrín Fjeldsted vera
með innslag að hætti hússins. Þátturinn mun
standa yfir í um tvær klukkustundir.
„Engar stórar lífsgátur leystar“
36 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009
Engar koma tónlistarstórstjörn-
urnar til Íslands lengur en kreppan,
góða kreppan, stöðvar í engu gras-
rótina. Og ef eitthvað er þá er ódýr-
ara nú fyrir „örsveitir“ sem koma
hingað jafnan á eigin vegum að
mæta á svæðið, enda allt uppihald
léttara í vöfum. Þannig er hin bráð-
efnilega harðkjarnasveit The Carr-
ier hingað komin en hún gefur út á
gæðamerkinu Deathwish Inc. líkt
og Pulling Teeth og Converge. Hún
lék á Gamla bókasafninu í Hafnar-
firði í gær og mun leika á Sódómu í
kvöld. Í kvöld spilar og hin ógur-
lega Muck og svo Gavin Portland
en ný plata hennar, Hand in hand
with traitors back to back with
whores, kemur út í febrúar.
Nú er lag að hafa það
ofsalegt um jólin
Fólk
Ef það er eitthvað sem á eftir að
koma þessari blessuðu þjóð í gegn-
um hið ömurlega árferði þá eru það
þeir eiginleikar sem við búum yfir –
eiginleikar sem bæði geta greini-
lega steypt okkur í glötun á undra-
skjótum tíma en um leið komið á
kraftaverkum á jafn skömmum
tíma. Hin óbilandi bjartsýni og trú,
sem dansar á mörkum naívisma eða
barnaskapar – hið víðfræga „þetta
reddast“ viðhorf virðist ætla að
standa af sér allan brotsjó, a.m.k. ef
eitthvað er að marka nýstofnaðan
hóp á Fésbókinni er nefnist „Við
viljum íþróttahús fyrir aksturs-
íþróttamenn á Íslandi !“
Hópurinn var stofnsettur af
áhugamönnum um akstursíþróttir
sem vilja geta stundað þá list árið
um kring. Bjartsýni á krepputím-
um? Tja … 6.000 manns hafa þegar
skráð sig í hópinn. Og ósköpin öll
ættu nú að vera til af ónýttu hús-
næði nú um stundir. Spurning um
að stefna hópnum í Bauhaus-höllina
til dæmis …
Í kappakstrinum er
sko engin kreppa!
Stuðsveitirnar FM Belfast og
Retro Stefson verða með tónleika
á Nasa á morgun, 30. desember, en
tónleikar þessara hljómsveita sam-
an á Réttum, Airwaves og Slátrinu
vöktu mikla lukku og óhætt að
segja að stemning hafi verið engu
lík og að þakið hafi bókstaflega ætl-
að að rifna af húsinu. Allt er að ger-
ast hjá þessum mektarsveitum um
þessar mundir, FM Belfast hefur
ferðast talsvert um Evrópu, spilaði
t.d. á tónlistarhátíðinni Trans Mus-
icales við góðan orðstír og Retro-
liðar eru með nýja plötu í bígerð
sem kemur í kjölfar hinnar bráðvel
heppnuðu Montana sem út kom í
fyrra.
Retro Stefson og FM
Belfast á Nasa
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SKÖMMU eftir að Hafdís Bjarna-
dóttir útskrifaðist frá FÍH árið 2002
gaf hún út plötuna Nú, þar sem ægði
saman hinum og þessum stílum;
djassi, rokki, poppi, nútímatónlist,
þjóðlagatónlist og jafnvel miðalda-
tónlist. Allt hljómaði þetta þó mjög
eðlilega í meðförum hins unga og
efnilega hljómlistarmanns og platan
ein af eftirminnilegri plötum þess
árs. Tónlistarunnendur hafa því
margir hverjir beðið spenntir eftir
framhaldi og það leit loks dagsins ljós
rétt fyrir jólin þegar platan Jæja
hoppaði inn í búðir.
Krumpuð
„Já, loksins kom ég þessu í verk!“
segir Hafdís glaðhlakkaleg og út-
skýrir að upptökur hafi farið fram
fyrir tveimur árum, í ágúst 2007.
Hafdís hugðist svo klára þetta með-
fram námí í Danmörku en hún lauk
mastersgráðu við konunglegu
dönsku tónlistarakademíuna nú í ár.
Tími hafi þó verið naumur – þar til nú
– eftir að námi lauk.
„Ég skoðaði upptökurnar og
klippti þetta aðeins til. En sumu
leyfði ég bara að standa, sum lögin
voru krúttlega krumpuð einhvern
veginn (hlær).“
Hafdís vann síðan rafhljóma og
-tóna sem hún skeytti við upptök-
urnar.
„Þau hljóð dansa á mörkum þess
að vera hljóðfærahljóð. Eru á grens-
unni. Fólkið sem spilaði með mér
hváði þegar það heyrði sum hljóðin
og vissi ekki hvort þetta var föndrið
mitt eða eitthvað sem var tekið upp.“
Aðspurð um muninn á þessari
plötu og þeirri síðustu telur Hafdís
að meiri „nördaskapur“ leiki líkast til
um þessa.
„Og það er einfaldlega af því að ég
er búin að læra miklu meira. Það fer
inn í smíðarnar. En ég passaði mig
þó á því að halda í Hafdísarkarakter-
inn. Það er minna um djass núna og
ég fer lengra út í nútímatónlist. Það
eru verk þarna sem ég samdi sem
„klassík“ en svo kryddaði ég þau með
því að útsetja þau fyrir hljómsveit.
Það setti meira fútt í framvinduna.“
Hafdís segist hafa viljað brjótast
frá djassinum og blaðamaður spyr þá
á móti hvort það hafi yfirleitt verið
hægt að líta á síðustu plötu sem
djasskyns?
„Ja … djössurum fannst það að
minnsta kosti ekki (brosir). En popp-
ararnir felldu hana hins vegar í þann
flokk!“
Pínu óvart
En er Hafdís sér meðvitandi um að
hún er að fara þvers og kruss yfir öll
mæri eða gerist þetta bara af sjálfu
sér?
„Þetta gerist pínu óvart,“ svarar
hún. „En ég veit líka vel af þessu.
Mér finnst gaman að taka inn marg-
ar og ólíkar stefnur þar sem ég
hlusta á frekar fjölbreytta tónlist.
Svo stel ég héðan og þaðan og blanda
þessu öllu saman. Það er oftast til-
tölulega mikil hópaskipting í tónlist-
inni og kreðsur vaða uppi. Þessir
hlusta á þessa tónlist; hinir á hina
o.s.frv. Þannig að í mér er nettur
stríðnispúki sem hefur gaman af því
að rugla dálítið í fólki.“
Hafdís segist ekkert hafa orðið var
við mikla fordóma frá hinum „lærðu“
vegna þessarar afstöðu en auk þess
sé henni alveg sama.
„Mér finnst ég ekki þurfa að ganga
í augun á neinum með þessa tónlist
mína. Ég hef ekki fundið fyrir nein-
um leiðindum t.a.m. frá tónlistarfólki
eða kennurum. Þetta fer líka ekki
eftir hópum eða aldri, einfaldlega eft-
ir einstaklingunum. Íhaldssemi þrífst
á öllum aldursstigum.“
Hafdís gefur plötuna út sjálf, og er
umslagið heimaunnið og snoturt
mjög. Platan kemur út í 500 tölusett-
um eintökum.
„Ég held að þetta sé fín leið fyrir
listamenn sem selja ekki plötur í bíl-
hlössum. Svo ætla ég að koma plöt-
unni á netið; á gogoyoko og iTunes.
Plötunni var ekki dreift neitt víða,
einfaldlega af því að ég nennti því
ekki (hlær). Þetta var líka voðalega
kósí, að sitja heima við með fjöl-
skyldu og vinum og klippa og föndra
umslagið. Pabbi er bólstrari og ég er
vön svona heimilisiðnaði og akkorðs-
vinnu í þeim efnum, ef það þarf að
drífa 100 stóla af fyrir einhverja opn-
un eða eitthvað þvíumlíkt.“
Hafdís kemur fram á nokkrum
tónleikum á næstunni; 4. janúar held-
ur hún útgáfutónleika á Kjarvals-
stöðum, 9. janúar leikur hún á nýárs-
tónleikum S.L.Á.T.U.R. og 14.
janúar mun Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands flytja verk eftir hana, verk sem
var samið upp úr prjónauppskrift!
Morgunblaðið/RAX
Púki „Í mér er nettur stríðnispúki sem hefur gaman af því að rugla dálítið í fólki,“ segir Hafdís Bjarnadóttir.
Nú … Jæja
Gítarleikarinn og tónskáldið Hafdís Bjarnadóttir gefur út aðra plötu sína, Jæja
Öll mörk og mæri hvað stefnur og stíla varðar eru virt glæsilega að vettugi
-www.hafdisbjarnadottir.com
-www.myspace.com/hafdis-
bjarnadottir
-www.hafdisgitar.blogspot.com
Fyrsta plata Hafdísar, Nú, kom út árið 2002
á vegum Smekkleysu. Um er að ræða ein-
staklega vel heppnaða samsuðu af ólíkum
stílum, sem í meðförum Hafdísar hljóma
eins og þeir hafi alltaf átt saman, þó að
margar aldir og ólík menningarskeið skilji þá
að. Í umsögn þessa blaðs um hljómdiskinn
sagði m.a.: „Ég hlýt nú samt að mega gera
tilraun til að lýsa því sem fram fer á disk-
inum, líkt og Hafdís gerir tilraunir með sinn
efnivið. Hvað segið þið um djass-skotið
sýrupopp með endurreisnarblæ og rokkaðri
melódíu? Eða tilraunakennt rokkpopp, undir áhrifum frá Beefheart og
Zappa, en þó gætt útvarpsvænum eiginleikum með viðkomu í djassi og
nútímatónlist? Eða kannski kammer-pönk með djæf-ívafi? Eða...“
Kammer-pönk með djæf-ívafi?
Landamæralaus Umslag
Nú, plötu Hafdísar frá 2002.
Sölvi og Inga Lind