Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Á Þorláks-messu skil-aði IFS greining umbeð- inni skýrslu til Al- þingis um áhættu- greiningu Icesave-samnings og skulda- byrðar þjóðarinnar. Stjórn- arliðar og stjórnarandstæð- ingar höfðu gert um það samkomulag að ræða rækilega í nefnd þau atriði sem þar er fjallað um. Engu að síður ákvað meirihlutinn að afgreiða málið úr nefnd áður en skýrsla IFS greiningar fengist rædd. Þeim sem lesa umrædda skýrslu verður fljótlega ljóst hvers vegna stjórnarliðarnir ákváðu að hafa sem minnsta umræðu um hana. Skýrsla IFS greiningar er í raun einn samfelldur áfell- isdómur yfir Icesave-samning- unum og þeirri fyrirhuguðu lagasetningu sem Alþingi ræð- ir nú. Augljóst er að áhættan af samningnum er að mati skýrsluhöfunda öll á annan veginn og um forsendur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins segir að þær virðist langflestar vera „mjög bjartsýnar“. Þá er bent á að áhættugreining út frá mjög bjartsýnni spá vanmeti áhættuna og þetta sé gryfja sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn falli í. Bent er á að hann vanmetur sveiflur í íslensku efnahagslífi stórlega. IFS greining telur líklegt að álags- próf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu marktækari fyrir lönd þar sem auðveldara er að spá um efnahagsstærðir og þar sem sveiflur eru minni. Það hjálpar Ís- lendingum þó lítið þegar þeir þurfa að kljást við Ice- save-skuldbind- ingar sem hengdar hafa verið á þá með vísan í þessi álagspróf sem ekki eiga við. Ísland varð ofurbjartsýninni að bráð í útrásinni svokölluðu. Þá trúðu menn því að verð á mörkuðum gæti aðeins farið í aðra áttina, að vextir yrðu allt- af lágir, að lánsfjármagn yrði alltaf aðgengilegt, gengi gjald- miðla ætíð hagfellt og jafnvel að meiri áhætta væri fólgin í því að sitja hjá en að taka þátt í gullæðinu. Þjóðin situr uppi með afleið- ingar þessa hugsunarháttar og fær því ekki breytt. En það er örugglega versta leiðin út úr vandanum að ana inn í fram- tíðina með sams konar glýju í augunum. Telja þingmenn virkilega að ofurbjartsýni á að hagvöxtur, gengi gjaldmiðla, vextir, lánsfjármarkaðir og aðrir þættir efnahagslífsins þróist okkur ætíð í hag sé vænlegasta veganestið á næstu árum og áratugum? Vitaskuld er ekki svo. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um þróun efnahagsmála hér á landi er óskhyggju bund- in eins og IFS greining bendir á. En það er ekki vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé í eðli sínu bjartsýn stofnun. Ástæðan er einfaldlega sú, að með raunhæfum forsendum hefði dæmið aldrei gengið upp. Icesave-dæmið var látið ganga upp með of bjartsýnum forsendum AGS. } Ofurbjartsýni að bráð Komin er út íBretlandi mik- il bók um sögu bresku leyniþjón- ustunnar MI5. Bók- in er unnin í sam- starfi við leyniþjónustuna, sem heimilað hefur höfundinum, Cristopher And- rew prófessor, aðgang að gögn- um sínum, þó ekki að eigin vali. MI5 hefur lengi lotið sérstökum lögmálum. Skammt er síðan til- vera hennar var viðurkennd op- inberlega og í áratugi hafði eng- in mynd verið birt af yfirmanni hennar. Það var gert í fyrsta sinn árið 1992 þegar afburða- snjöll kona varð yfirmaður leyniþjónustunnar, Stella Rimmington. Lög voru ekki sett um leyniþjónustuna fyrr en seint á síðustu öld. Verkefni hennar breyttust eftir þeim ógn- unum sem við var að fást. Þær komu úr býsna ólíkum áttum. Frá hryðjuverkahópum gyðinga fyrir stofnun Ísraels, starfsemi kommúnista í Bretlandi, frá fas- istaríkjum og svo Sovétríkjunum í kalda stríðinu, norðurírskum hryðjuverkahópum, sjálfstæðisbar- áttumönnum í ný- lendunum og þar fram eftir götunum. Þegar lög um þessa óvenjulegu starfsemi voru fyrst sett árið 1989 var verkefni þjónustunnar tvískipt. Að tryggja annars veg- ar almennt öryggi gegn ógnum njósna, hryðju- og skemmd- arverka og hins vegar að tryggja heilbrigða efnahags- starfsemi konungsríkisins gegn hættum sem stafað gætu frá starfsemi eða fyrirætlunum ein- staklinga utan Bretlands. Orð- rómur hefur lengi verið uppi um að MI5 hafi haft afskipti af starfsemi Íslendinga í Bret- landi. Hafi það verið gert er ljóst að slíkt væri í samræmi við annað af tveimur meginverk- efnum MI5 og er þá ekki nauð- synlegt að vísa til hryðjuverka- laga. Annað meginverk- efni MI5 að breskum lögum er að verja „heilbrigði bresks efnahagslífs“.} Kom MI5 að málum? H undur! Þarna er hundur! hugsaði hún þar sem hún stóð í dyrunum og horfði út. Snjórinn féll þráð- beint til jarðar og á stuttum tíma var komið hnédjúpt snjólag. Ég verð að fara út, hugsaði hún. Galvösk snaraði hún sér í útigallann og setti á sig góða húfu. Vettlingunum gleymdi hún ekki og góður trefill var vafinn um hálsinn. Ökklaháir gönguskór settu síðan punktinn yfir i-ið og hún var klár í slaginn. Þegar út var komið gekk hún smáspöl og varpaði sér síðan til jarðar. Hló stundarhátt og ákvað að gera engil. Sundur, saman, sundur, saman. Svo stóð hún varlega upp og sjá: Á jörð- inni var fullskapaður engill. Yfir sig kát yfirgaf hún engilinn sem hún hafði skapað á örskotsstundu og gekk eftir göngu- stígnum. Að stuttri stundu liðinni fór henni þó að leiðast gangan og reyndi að hugsa upp eitthvað sem hún gæti gert. Hugmyndin var ekki lengi að fæðast og hún svipaðist um eftir góðum stað til að byggja snjóhús. Hún ætlaði sko að byggja flottasta og stærsta snjóhús sem nokkurn tím- ann hefði sést. Þó að snjórinn væri dúnmjúkur og ekkert endilega ákjósanlegt byggingarefni lét hún það ekki á sig fá. Þegar þarna var komið sögu hafði gripið hana metn- aður og kátínan var á bak og burt. Nú skyldi byggt. Með tvær hendur tómar mótaði hún hvern snjókögg- ulinn á fætur öðrum, reyndi að þjappa snjónum vel saman svo byggingin yrði þéttari. Hún gerði sér grein fyrir að ekki þyrfti mikið til svo allt hryndi en bægði hugsuninni um það frá sér. Eftir mikið og langvarandi púl fóru veggirnir að koma í ljós og hún ákvað að halla þeim inn í réttum hlut- föllum svo þeir næðu á endanum saman í þaki. Hún þóttist viss um að sér tækist að reisa stórt og mikið snjóhús. Klukkustundir liðu og hún var orðin renn- sveitt í útigallanum, húfan seig stöðugt niður í augun og þreytan sagði til sín. Vettlingarnir voru löngu orðnir rennandi blautir og þungir en áfram hélt hún. Jæja, sagði hún loks við sjálfa sig. Nú get ég farið inn í snjóhúsið! Hún dáðist að hand- arverki sínu og bægði enn frá sér hugsuninni um hversu veikbyggt húsið væri. Inn skreið hún og sá svo að hún gat vel staðið upprétt í dyragættinni. Þar stóð hún og horfði út. Hundur! Þarna er hundur! hugsaði hún og horfði eins og dáleidd á risastóran hundinn nálgast. Hann var ofsakátur og ærslaðist í snjónum. Of seint áttaði hún sig á að hann stefndi beint á nýbyggt snjóhúsið. Veikbyggt eins og það var myndi það ekki þola áhlaupið. Hún hopaði inn aftur og beið þess sem verða vildi. Búmm! og allt hrundi í kringum hana. Í gegnum snjóhrúguna kom von bráðar heit tunga og sleikti hana í framan. Allt var ónýtt. Ísköld, rennandi blaut og dauðþreytt staulaðist hún heimleiðis. Næsta dag gerði hún sér grein fyrir að kuldinn og þreytan höfðu gert sitt. Hún lagðist fárveik og barðist við afleiðingar húsbyggingarinnar lengi. Lengi. sia@mbl.is Sigrún Ásmundar Pistill Nýbygging hrynur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Heimsálfurnar tengj- ast við Sturlugötu FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ö flugur tengipunktur sem settur hefur verið upp í vélasal Reikni- stofnunar Háskóla Ís- lands við Sturlugötu gerir Ísland að nýjum tengilið öfl- ugustu rannsókna- og háskólaneta heims. Jafnframt tengist Rann- sókna- og háskólanet Íslands (RHnet) norræna rannsókna- og há- skólanetinu og bandarískum og evr- ópskum rannsóknanetum með af- kastamiklum tengingum. Þetta er gert með þremur sjálfstæðum net- tengingum út úr landinu, um Farice og Danice-neðansjávarstrengina til Evrópu og nú einnig um Greenland Connect til Kanada og áfram með neti Canarie til New York. Tengipunkturinn „IceLink“ er settur upp af NORDUnet sem teng- ir saman rannsókna- og háskólanet á Norðurlöndunum. Sæþór L. Jóns- son, forstöðumaður Reiknistofnunar og stjórnarmaður í NORDUnet, segir að það hafi reynst góður og hagkvæmur kostur fyrir NORDU- net og RHnet að koma upp öflugum tengipunkti hér á landi. Tengingar hingað hafi verið keyptar í gegn um Cantat-3-sæstrenginn og verið dýr- ar. Þá kemur kanadíska rannsókn- anetið Canarie til samstarfsins og tengist þannig Evrópu beint í gegn- um Grænland og Ísland. Verkefnið er styrkt af bandaríska vís- indasjóðnum NSF sem styður Glori- ad verkefni um bætt netsamband milli þjóðanna á heimskautasvæð- inu. Með því fæst enn ein hringteng- ingin um heiminn. Stjórnvöld bera engan kostnað RHnet hefur í nokkur ár verið að athuga möguleika á því að bæta ut- anlandstenginguna við NORDUnet og voru stjórnvöld með hugmyndir um að koma að því með samningum við Farice hf. Áætlað var að það myndi kosta íslensk stjórnvöld á þriðja hundrað milljónir kr. Samvinna NORDUnet við Kan- adamenn og Bandaríkjamenn sem stjórnvöld bera engan kostað af spara því Íslendingum umtalsverða fjármuni. Verkefnið skapar einnig mögu- leika til að bæta netsamskipti Fær- eyinga og Grænlendinga og er verið að athuga möguleika á uppsetningu tengipunkta þar. „Við erum komnir með öflugar og öruggar tengingar,“ segir Sæþór. Þrjár aðskildar leiðir eru nú inn í hús hjá Reiknistofnun, frá Farice, Danice og Greenland Connect- sæstrengjunum. Sæþór vekur at- hygli á því að það hafi valdið mikl- um vandræðum og aukakostnaði þegar Cantat-3-strengurinn rofnaði fyrir tveimur árum. Opnar nýjar víddir Þessar afkastamiklu tengingar við öflugustu rannsóknanet heims, Géant3 í Evrópu í gegnum NORDUnet og Internet2 í New York fyrir milligöngu Canarie gera íslenskum vísindamönnum kleift að taka þátt í fleiri rannsóknaverk- efnum. Tengingin er til dæmis for- senda þess að hér verði hægt að hýsa norrænt samvinnuverkefni um rekstur ofurtölvu sem styður áætl- anir um netþjónabú og yrði lyfti- stöng fyrir vísindaiðkun. Þá gerir hún mögulegt að hýsa hér stór gagnaver sem knúin eru endurnýj- anlegri orku. Sæþór nefnir að samkeyrsla á tölvubúnaði yfir netið færist stöðugt í vöxt. Íslendingar hafi ekki getað tekið þátt í slíkum verkefnum vegna lélegra tenginga. Nú geti vís- indamenn fengið beinan aðgang að stjörnusjónaukanum á Kanaríeyjum og ofursmásjá í New York, svo dæmi séu tekin. Sæþór nefnir einnig að hægt sé að tengja íslenska jarð- vísindamenn við jarðskjálftamið- stöðvar í Kína, Indlandi og um allan heim og þeir unnið eins og á innan- húsneti. „Þetta opnar alveg nýjar víddir,“ segir hann. Tengingar RHnets Nuuk St. John’s Halifax New York Reykjavík London Amsterdam Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn - Reykjavík (Danice - 10 Gbit) Reykjavík - London (Farice - 2,5 Gbit) New York - London (NORDUnet - 10 Gbit) Reykjavík - Kanada (GL Connect - 4 Gbit) Kanada - New York (Canarie - 2 Gbit) NORDUnet tengipunktur Canarie tengipubnktur Nýr öflugur tengipunktur í Há- skóla Íslands tvinnar saman öfl- ugustu rannsóknanet heims. Ís- lenska rannsókna- og háskólanetið fær afkastamikla tengingu við umheiminn. Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) var stofnað til að koma á hraðvirku neti háskóla og rann- sóknastofna á Íslandi og til að tengja þessar stofnanir við erlend rannsókna- og háskólanet. Það tengist NORDUneti beint. NORDUnet tengir saman rann- sókna- og háskólanet á Norð- urlöndum og sér þeim fyrir teng- ingum við sambærileg net í heiminum, meðal annars Géant3 í Evrópu. Canarie er kanadískt rannsókna- og menntanet. Það tengir NORDU- net auk þess við Internet2 í New York en það hefur aðgang að öllum helstu háskólum og rannsókna- stofnunum Bandaríkjanna. TENGING YFIR HAFIÐ ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.