Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 4
4 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Sú endurnýjun sem varð á Alþingi í kosning-
unum í vor er sú mesta frá upphafi. Nýir þing-
menn voru 27 af 63, eða 42,9%.
Mesta endurnýjun sem áður hafði þekkst var
í kosningunum 1991, þegar 25 nýir menn sett-
ust á þing, eða 39,7%. Minnsta endurnýjun á
þingi í seinni tíma sögu varð hinsvegar árið
1963, eða 15%.
Í fréttaskýringu Sigtryggs Sigtryggssonar
kom fram að þingið nú væri hið reynsluminnsta
frá því Alþingi var endurreist. Alls hefðu 42
þingmenn af 63 tveggja ára þingreynslu eða
minni:
„Eftir kosningarnar 1978 kom 21 nýr maður á
þing. Aðeins Jóhanna Sigurðardóttir er eftir af
þeim hópi.
Eftir kosningarnar 1983 settust 14 nýir menn
á þing. Af þeim hópi eru bara tveir eftir, þeir
Árni Johnsen og Steingrímur J. Sigfússon.
Eftir kosningarnar 1987 voru nýir þingmenn
21. Þeir eru nú allir hættir. Síðastir til að hverfa
á braut úr þeim hópi voru Geir H. Haarde, Guðni
Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir.“
Mikil endurnýj-
un á Alþingi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frelsi lýðræðisríkjanna
er eftirfarandi í reynd:
„Lögregla beitti táragasi
gegn mótmælendum“
Þannig hljóðar Samfélagslegt ljóð semGyrðir Elísson tileinkar Degi Sig-urðarsyni í nýrri ljóðabók sinniNokkur almenn orð um kulnun sólar,
nafngift sem mætti eins heimfæra upp á þjóð-
arbúskapinn á árinu sem er að líða.
Og ljóðið er einnig lýsandi fyrir róstusamt
ár í stjórnmálum, þar sem sló í brýnu á milli
mótmælenda og lögreglu á Austurvelli. Sitt
sýnist hverjum um það. En víst er að gjá hafði
myndast á milli þings og þjóðar eftir banka-
hrunið, sem varð í október árið 2008, en átti
sér lengri aðdraganda. Ekki eru öll kurl komin
til grafar vegna hrunsins, skýrsla rannsókn-
arnefndar Alþingis verður innlegg í þá um-
ræðu, en hún skilar af sér ekki síðar en 1. febr-
úar á nýju ári.
Eins og frægt er orðið stóð „Helvítis fokking
fokk“ á einu kröfuspjaldinu og hrópuðu mót-
mælendur: „Vanhæf ríkisstjórn!“ Það blasir
við að í þessum orðum felst ekki útfærð fram-
tíðarsýn, enda voru mótmælin ekki þess eðlis.
Í þeim fólst miklu fremur gagnrýni á stjórn-
völd fyrir að hafa ekki stöðvað glórulausa út-
rás íslensku bankanna og tengdra útrásarfyr-
irtækja. En freistandi er að álykta að undir
niðri hafi búið krafan um gagnsærri vinnu-
brögð og meira samráð.
Og auðvitað var fólk reitt. Fjölmargir töp-
uðu miklum fjármunum á bankahruninu, því
jafnvel þótt innstæður væru tryggðar, þá varð
fólk illa úti vegna hruns hlutabréfamarkaðar-
ins, falls krónunnar og mikillar verðbólgu. Það
kynti undir mótmælunum.
Atburðarásin í lok janúar var svo reyf-
arakennd, að helst má jafna til leikrita Shake-
speares. Þegar mótmælin stóðu sem hæst 24.
janúar og allt ætlaði um koll að keyra við þing-
húsið, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra í uppskurði í Stokkhólmi vegna
höfuðmeins og sama dag tilkynnti Geir H.
Haarde forsætisráðherra að hann hefði
greinst með illkynja æxli í vélinda, framundan
væri uppskurður og hann gæfi því ekki kost á
sér áfram til formennsku í Sjálfstæð-
isflokknum.
Þremur dögum síðar varð ljóst að ríkis-
stjórnin væri fallin. Jóhanna Sigurðardóttir
tók við sem forsætisráðherra í minnihluta-
stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem
Framsókn varði falli, en þar var kominn til
skjalanna nýr formaður, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson. Jóhanna varð síðan formaður
Samfylkingarinnar, hennar tími var kominn.
Og Bjarni Benediktsson tók við formennsku
Sjálfstæðisflokksins.
En þrátt fyrir mannabreytingar í forystu
flokkanna var áfram gjá milli þings og þjóðar.
Fráfarandi ríkisstjórn hafði verið gagnrýnd
fyrir aðgerðaleysi og fyrir að liggja á upplýs-
ingum og það var einnig helsta gagnrýnin á
ríkisstjórnina sem tók við í aðdraganda kosn-
inga um vorið. Fyrir kosningar lofuðu til að
mynda allir flokkar að mynda skjaldborg um
heimilin, en ríkisstjórnin er enn gagnrýnd fyr-
ir að ganga ekki nógu langt í þeim efnum, með-
al annars af Hagsmunasamtökum heimilanna.
En mest var deilt um tvö mál á árinu, samn-
ingana um Icesave og umsókn um aðild að
Evrópusambandinu. Útlit er fyrir að ríkis-
ábyrgð Íslendinga á Icesave verði samþykkt á
þingi með naumum meirihluta og atkvæði
þriggja þingmanna réðu því að þingsályktun-
artillaga um að sækja um aðild að ESB var
samþykkt 16. júlí.
Í þessum tveimur stóru málum hafa stjórn-
arflokkarnir beitt sér gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem þó var eitt grunnstefið í gagn-
rýni á vinnubrögð stjórnmálamanna á „gamla
Íslandi“. Að vísu stendur til að bera mögu-
legan aðildarsamning undir þjóðina, en sótt
var um aðild að þjóðinni forspurðri. Sterk
hreyfing er í þá átt, að Icesave-samningurinn
verði borinn undir þjóðina, en 35 þúsund
manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis til
forsetans. Enn er kvartað undan upplýs-
ingaleynd og skorti á samráði. Og skoð-
anakannanir bera með sér að ekki hafi tekist
að endurvekja traust þjóðarinnar – gjáin er á
sínum stað.
Nokkur orð um gjá
Gjá myndaðist milli þings og þjóðar og hefur ekki verið brúuð Mestu
átökin um umsókn um aðild að ESB og Icesave Ekki sátt um þjóðaratkvæði
Morgunblaðið/Eggert
Mótmælt Enn er deilt um Icesave í þinginu.
Átök Mikið mæðir á forystu-
mönnum ríkisstjórnar og
stjórnarandstöðu í stífum
fundarhöldum á Alþingi.
Morgunblaðið/Golli
Vinsælt á Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir
setningarathöfn Barack Obama
Málaði risavaxið reður-
tákn á hús foreldranna
Richardson við
dauðans dyr
Jón Ásgeir selur
snekkju og flugvél Aftur hætt saman
Astrópía í mál
við Heroes
Helstu fréttir ársins 2009
19. Forsetaviðtal olli skjálfta
Hringingum og skeytum
rigndi yfir utanríkis- og fjár-
málaráðuneyti Þýskalands
20. Hundraða prósenta
verðmunur á mat
10-11oftastmeðhæstaverðið í
könnunASÍenBónusoftast lægst
21. Afskrifa 1.500 milljarða
Eignir Landsbankans eftir
skuldajöfnun rýrna um 1.452
milljarða króna
24. Með húseignir í mínus
• Eigið fé margra húseigenda
uppurið eða neikvætt • þyngri
greiðslubyrði
25. Rannsókn sett til hliðar
Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri segir fjölmörg einkahluta-
félög hafa fengið sérstaka
fyrirgreiðslu hjá bönkunum
26. Nýir eigendur að Árvakri
Hópur Óskars Magnússonar
átti hæsta tilboð í söluferlinu
Mars
2. Flokkurinn þoli stór orð
Harðorð skýrsla frá sjálf-
stæðismönnum um starf
flokksins og fall bankanna
3. Upplýst um skattaskjólin
Skattayfirvöld fá rýmri
upplýsingar til að eltast við
hugsanlega skattsvikara
6. Ný lausn erlendra lána
Lækkar greiðslubyrði erlendra
húsnæðislána töluvert án
niðurfellingar skulda
7. 500milljarðar til eigenda
Kaupþing lánaði stærstu
eigendum sínum og tengdum
aðilum 478 milljarða sam-
kvæmt lánabók
9. Segjast hafa lent í
svikamyllu
Tugir efnaðra viðskiptavina
Landsbankans í Lúxemborg
hafa leitað til lögfræðinga ytra
10. StraumuryfirtekinnafFME
Íbúðalánasjóður var langstærsti
innistæðueigandinn í bankanum
11. Sjálfstæðari saksóknara
Sérstakur saksóknari þarfmarg-
falt fleira starfsfólk,segir EvaJoly
16. Heilu hverfin standa auð
Eftirstöðvar „fasteigna-
bólunnar“ á höfuðborgar-
svæðinu blasa víða við
17. Launamálin endurmetin
Verkalýðshreyfingin bregst illa
við fréttum af arðgreiðslum
HB Granda
18. 15.685 milljarða skuldir
Skuldir íslenskra fyrirtækja
jukust um tæpa 9.000 mill-
jarða króna á tveimur árum
19. Ein stærsta kannabis-
ræktun sögunnar
Lögreglan lagði hald á nokkur
hundruð kannabisplöntur á
Esjumelum á Kjalarnesi
23. Starfsmenn SPRON grétu
Á þriðja hundrað manns missir
vinnuna í kjölfar yfirtöku FME
á SPRON
26. Lífeyrisréttindi skerðast
til framtíðar vegna
hrunsins
Setning neyðarlaganna kom
illa við lífeyrissjóðakerfið
30. Formannsskipti hjá
Sjálfstæðisflokki og
Samfylkingu
Bjarni Benediktsson og
Jóhanna Sigurðardóttir kjörin
til formennsku
Apríl
1. Mörg þúsund nemar án
vinnu í sumar
Alvarlegar atvinnuhorfur
hjá háskólanemum ræddar í
menntamálanefnd
2. 200 milljónir gegn veði í
sveitasetri
Sigurður Einarsson skuldar VÍS
200milljónir króna gegn veði í
hálfbyggðu sveitasetri sínu
3. 20.000 sækja sparnaðinn
Margir hafa óskað eftir að fá
viðbótarlífeyrissparnað sinn
greiddan út
7. 347 fyrirtæki farin í þrot
47% fleiri fyrirtæki úrskurðuð
gjaldþrota en á sama tíma og
í fyrra
Málamiðlun stjórnarflokkanna hefur verið eitt
af grunnstefjunum á Alþingi. Einkum olli það
titringi innan Vinstri grænna þegar þingflokk-
urinn studdi aðildarumsókn að Evrópusam-
bandinu, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við að-
ild fyrir kosningar.
Þá hrikti í stjórnarsamstarfinu þegar þing-
flokkur Vinstri grænna klofnaði í afstöðu sinni
til Icesave, en andstaða Ögmundar Jónas-
sonar við það mál varð til þess að hann hrökkl-
aðist úr ríkisstjórn.
Vinstri grænir hleyptu í gegn álveri í Helgu-
vík á vordögum, en náðu aftur sínu með hæl-
krók þegar umhverfisráðherra úrskurðaði að
fara skyldi fram sameiginlegt mat á Suðvest-
urlínu, auk þess sem hún sagði nýverið í fyr-
irspurnartíma í þinginu að ekki væri til nóg
orka fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík.
Það mál gæti valdið miklum titringi í ríkis-
stjórnarsamstarfinu.
En stjórnarflokkarnir hafa verið sammála
um að fara fyrningarleiðina svokölluðu, að
endurúthluta aflaheimildum í sjávarútvegi.
Það hefur sætt gagnrýni fólks og fyrirtækja
sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, enda
hamlar óvissan sem þetta veldur nauðsynlegu
viðhaldi og nýfjárfestingum í greininni. Eftir
stendur að óvissa ríkir bæði í orkubúskapnum
og sjávarútveginum, sem þó eru þær greinar
sem líklegastar eru til að afla þjóðinni nýrra
gjaldeyristekna.
Þá virðist stjórnarflokkarnir ná saman um
að fara leið skattahækkana og draga þannig
úr þeim sparnaðaraðgerðum sem grípa þarf til
í ríkisfjármálum, en deilt hefur verið hart á
þessi áform, þar sem þau dugi ekki til, ekki sé
innistæða fyrir auknum álögum og hætta sé á
að ef þrengt sé enn frekar að fjölskyldum og
fyrirtækjum, þá geti það dýpkað kreppuna enn
frekar.
Málamiðlun
um hvað?