Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 9

Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 9
Ummæli #1 Ég hef heyrt þann orðróm að þarna séu tengsl á milli og ef það er svo að þetta sé fyrirfram skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að koma hér að málum, að við gerum upp öll þessi ósköp í Bretlandi og Hollandi án þess að það liggi endilega fyrir að okkur sé lagalega og þjóðréttarlega skyld að gera það, þá er það auðvitað ekkert annað en fjárkúgun. Þá eru allar okkar verstu martraðir að rætast hvað varðar aðkomu Alþjóðagjaleyrissjóðsins. Hver sagði þetta í viðtali við mbl.is 22. október 2008? Ummæli #2 Hæstvirtur forseti. Það er akkúrat hér (Gripið fram í: „Það hefur ekkert breyst.“) sem gerður verður greinarmunur á frjálsu hagkerfi annars vegar og ábyrgu hagkerfi hins vegar. (Gripið fram í: … „endalokin“.) Spurningin er nefnilega sú og hún er ansi ágeng, og ágengari en margur þorir að horfast í augu við: Fer þetta tvennt saman? Getur frjálst hagkerfi verið ábyrgt? Er frelsið sterkara og frekara en ábyrgðin þegar þriðja breytan, blessuð mannskepnan, blandar sér í þessi hugtök? Það er nefnilega svo — og nákvæmlega hér — sem sjálft grundvallaratriði mannlegra samskipta hverfist um takmörk frelsisins. Þegar upp er staðið, frú forseti, snýst Icesave- málið um mannasiði. (Gripið fram í: „Börnin okkar.“) - Sem við skulum kenna mannasiði. Hver ræðir hér aðalatriði Icesave- málsins, með hjálp annarra þingmanna, 20. ágúst 2009? Ummæli #3 Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa. Hver sagði þetta 2. júní 2004 þegar tiltekin lög voru ekki undirrituð? Ummæli #4 Ég get ekki neitað því að ég er undrandi á því hvernig umræðan bæði í þinginu og í fjölmiðlum hefur að mestu farið frá aðalatriðum og leiðst út í lítilsverðan sparðatíning, upphrópanir og órökstuddar fullyrðingar. Hver sagði þetta í viðtali við Morgunblaðið 25. júlí 2009? Ummæli #5 Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér Hver sagði þetta um Icesave samningagerðina við Morgunblaðið í júní 2009? Ummæli #6 Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi - og hans fólk - glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur... Hver sagði þetta í umræðuþættinum Zetunni á mbl.is í mars 2009, aðspurðum um stöðuna í Icesave- viðræðunum við Breta og Hollendinga? Ummæli #7 Spurning Helga Seljans til viðkomandi: “Er eitthvað til í því sem hefur verið fleygt í dag að það líti allt út fyrir að við þurfum að taka á okkur að óbreyttu einhverja fleiri hundruð milljarða sem er mun meira en gert hefur verið ráð fyrir...” Svar viðkomandi: “Nei, það eru algjörar sögusagnir, og þvert á móti gerum við okkur vonir um það að það séu kannski í sjónmáli miklu hagstæðari lausn í þeim efnum en fyrri ríkisstjórn var búin að undirbúa, sem var næstum búin að samþykkja það að taka eitt risavaxið lán á himinháum vöxtum fyrir þessu öllu saman” Hver sagði þetta 3. júní 2009, þremur dögum áður en 600 milljarða Icesave samningur var kynntur? Ummæli #8 Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingakerfa samkvæmt reglum ESB/EES- svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB. Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave- reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda. Hver sagði þetta í grein um Icesave málið sem birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2009? Ummæli #9 Það er illt til þess að vita að heiðurslaun mín sem nema eitthundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fyrir skatta - og hafa ekkert með starfslaun listamanna að gera - skuli hafa valdið svona mikilli fjölmiðlaathygli og vandlætingu. Hver sagði þetta á bloggi sínu 28. apríl 2009? Ummæli #10 Í ljósi þessa er mesta örlagastundin í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingasjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn. Hver sagði þetta í grein í Morgunblaðinu 24. janúar 2009? Ummæli #11 Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það. Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Hver sagði þetta á bloggi sínu 5. ágúst 2008. Tveimur mánuðum síðar hrundi íslenska bankakerfið og viðkomandi tók niður bloggsíðuna vegna endurskoðunar og breytinga? Ummæli #12 Virðulegi forseti. Ég hef áður sagt og ítrekað að þessir fyrirvarar eru í stórum dráttum þess eðlis að hvert þjóðþing mundi telja sér fært að setja sambærileg öryggisákvæði til að leggja áherslu á að ekki megi skerða fullveldi þjóðar sinnar og tiltekna grundvallarhagsmuni eins og framtíðarefnahag þjóðarinnar. Þess vegna leyfi ég mér að vera vongóð um að Bretar og Hollendingar sýni málinu í þeim búningi sem það fer nú fulla sanngirni og skilning. Það er það sem við förum fram á við þessar þjóðir nú í kjölfar samþykktar þessara laga. Það er alþekkt úr sögu evrópskrar samvinnu að þjóðþing eða dómstólar setji fyrirvara þegar verið er að afgreiða mikilvæga milliríkjasamninga. Eins og áður segir er verkefnið nú að sannfæra viðsemjendur okkar um að við séum ekki að hlaupast undan ábyrgð heldur þvert á móti að axla ábyrgð en með þeim hætti að við fáum örugglega undir henni risið. Hver sagði þetta á Alþingi 28. ágúst 2009 um fyrirvarana sem nú eru algerlega útþynntir? Svör sendist til sus@xd.is fyrir 4. janúar 2010 8 þjóðkunnir einstaklingar á myndunum hér að ofan eiga þessi 12 ummæli. Ef þú ert í vafa er tilvalið að nýta veraldarvefinn. 1-2. verðlaun Vigdís Ævisaga síðasta sameiningartákns íslensku þjóðarinnar 6-10. verðlaun Þeirra eigin orð Orðin sem þau sáu eftir. 3-5. verðlaun Skuldadagar Stórskemmtileg bók sem sýnir þjóðfélagið í gamansömu ljósi Áramótagetraun SUS 2009: SUS óskar öllum Íslendingum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.