Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 12
12 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Jólaflóðið skilaði mörgum og ólíkumkreppubókum á land. Fræðimenngreindu nýliðna atburði, hver á sinnhátt. Ljóðskáld á borð við Sindra
Freysson, Hauk Má Helgason og Sigurð Páls-
son tóku hrunið persónulegum tökum, og það
leitaði líka á síður allnokkurra skáldsagna. Eft-
ir syndafallið leitar Huldar Breiðfjörð hrein-
leikans í Færeyjum í Færeyskum dansi,
Gæsku eftir Eirík Örn Norðdahl hefur verið
lýst sem „hrunsbók með óvæntum snúningi“ og
Bankster eftir Guðmund Óskarsson er sögð
„hreinræktuð kreppubók“ – var tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna, ef til vill sem
fulltrúi kreppuverkanna. Og fleiri spunnu sög-
ur út frá bankahruninu og atburðum á Austur-
velli.
Kreppan er hinsvegar ekki áberandi í þeim
skáldverkum sem undirrituðum þykir rísa hvað
hæst. Í sagnasafni Gyrðis Elíassonar, Milli
trjánna, opnast sannkallaðir ævintýraheimar
undir lágstemmdu yfirborði þar sem stutt er í
fantasíuna. Harmur englanna eftir Jón Kalman
Stefánsson gerist fyrir rúmri öld vestur á fjörð-
um og er magnþrungið verk þar sem litapalett-
an er eins og í málverki eftir Robert Ryman; öll
möguleg blæbrigði af hvítu. Og það er kalt. Þá
er ljóðabók Matthíasar Johannessen, Vegur
minn til þín, eitt hans mesta og merkasta verk
til þessa.
Megintíðindi bókaútgáfunnar síðasta misseri
má þó segja að séu þau, að höfundar beina sjón-
um frá kreppu og dægurþrasi að því sem meira
máli skiptir, til langs tíma litið. Að andans jöfr-
um þjóðarinnar. Merkum listamönnum. Fólki
sem skapar listaverk sem lifa af efnahagslegar
hræringar; þetta eru bækur um fólk sem gerir
okkur að sjálfstæðri – og vonandi stoltri – þjóð.
Því á meðan bankajöfrar hafa viljað leggja nið-
ur sameiningartákn lítillar þjóðar, tungumálið,
og hafa veðsett afkomu okkar, þá eru það lista-
mennirnir sem rísa yfir gjaldþrotin, sýna hver
við erum og skapa verk sem þjóðin getur verið
stolt af og eru hennar eigin, skuldlaust.
Listamenn og stuðningsmenn þeirra
Á árinu komu út merk verk um listamenn, og
um stuðningsmenn listanna. Loksins kom út
ævisaga Snorra Sturlusonar, skráð af Óskari
Guðmundssyni. Má segja að kominn hafi verið
tími til. Pétur Gunnarsson skilaði af sér seinna
bindi tvíleiksins um Þórberg Þórðarson. Í Jón
Leifs – líf í tónum fléttar Árni Heimir Ingólfs-
son á eftirminnilegan hátt saman umfjöllun um
líf og tónverk tónskáldsins, manns sem segja
má að hafi verið jafn erfiður og mörg verk hans
eru áheyrnar. Svavari Guðnasyni eru gerð
verðug skil með stórri og vandaðri bók á aldar-
afmælinu, og í Mynd af Ragnari í Smára, eftir
Jón Karl Helgason, er brugðið upp eftirminni-
legum myndum af listamönnum og Ragnari
sjálfum, en hann var listamaður í að styðja við
skapandi fólk og sjá til þess að það gat einbeitt
sér að sköpuninni.
Ólík efnistök ævisagnaritara
Allar eru þessar ævisögur vandaðar og skrif-
aðar af metnaði, en höfundarnir fara ólíkar
leiðir. Pétur tekur Þórberg og samferðamenn
hans persónulegum tökum; segist skrifa skáld-
fræðisögu og lýsir það aðferðinni ágætlega.
Jón Karl fer óvenjulega leið að sínu verki;
skoðar ljósmynd af Ragnari í Smára og fólki
sem stóð honum nærri og lætur söguna gerast
á þremur dögum. Óskar hefur úr annarskonar,
og vissulega takmarkaðri, heimildum að moða
hvað Snorra varðar en vinnur forvitnilega úr
þeim og dregur upp fína aldarfarslýsingu frá
tímum Sturlunga. Árni Heimir er hvað hefð-
bundnastur í tökum sínum á Jóni Leifs en gerir
vel.
Fleiri athyglisverðar bækur um fullorðna og
merka listamenn komu út fyrir jólin, þótt ekki
sé um hefðbundnar ævisögur að ræða. Vert er
að minna á Vefti, bók um feril Ásgerðar Búa-
dóttur, og bók um verk Manfreðs Vilhjálms-
sonar arkitekts. Þessi lesari hefur fagnað öllum
þessum góðu bókum, sem hjálpuðu honum að
flýja þreytandi dægurþrefið, inn í ólíkt áhuga-
verðari heima listamanna.
Myndir af listafólki
Ævisögur merkra listamanna hvað markverðastar í jólabókaflóðinu
Margir skáldsagnahöfundar og ljóðskáld tókust á við bankahrunið
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ragnar í Smára við Íslandskort Athafna-
maður sem hafði ómæld áhrif á menninguna.
Halldór, Gunnar og Jón Lífi
og verkum Halldórs Laxness
hafa verið gerð verðug skil í
ævisögum og sama má nú
segja um Jón Leifs. Beðið er
sögu Gunnars Gunnarssonar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Vinsælt á
Ólafur Ragnar slasaðist Íslenskri fjölskylduvísað úr landi
Jackson
lifandi? Pissaðu í sturtunni! Björk setur hús á sölu
Sængaði hjá
föður sínum
Helstu fréttir ársins 2009
Ágúst
1. Skuldabyrði sem þjóðin
getur ekki staðið undir
Eva Joly fordæmir framferði
Breta í Icesave-málinu
4. Innbrotafaraldur en eftir-
lit lögreglunnar í lágmarki
Tilkynnt hafði verið um 34
innbrot um verslunarmanna-
helgina
5. Stórskuldug aflands-
félög í eigu hluthafa
Kaupþings
• Stofnuð af Kaupþingi á
Tortola í ágúst 2008 • Svipar
til viðskipta sjeiksins
7. „Það er búið að semja!“
Samningagerð um Icesave
lokið að mati Breta
10. Enn algjör óvissa uppi
um Icesave
Stjórnarandstaðan segir
fyrirvara stjórnarinnar ekki
ganga nógu langt
13. „Knýja Exista í gjaldþrot“
Eigendur Exista róa lífróður
til að halda yfirráðum yfir
félaginu
14. Krafa um engar Icesave-
greiðslur án hagvaxtar
Stjórnarandstaðan sótti fast
að setja efnahagsleg skilyrði
fyrir ríkisábyrgð
18. Iceland Seafood í meiri-
hlutaeigu Breta
„Styrkir dreifileiðir íslenskra
fiskframleiðenda,“ segir
forstjóri Kjalars
19. Erlendar eignir lífeyris-
sjóða aukist í hækkunum
Heildareignir íslensku
lífeyrissjóðanna námu 1.736
milljörðum króna í júní
20. Skúffufyrirtæki skulduðu
yfir þúsund milljarða
Þriðjungur þeirra virðist hafa
þann tilgang að vera fjármögn-
unarfyrirtæki eigenda sinna
22. Hagar í gjörgæslu
Kaupþings
Teymi sérfræðinga frá Nýja
Kaupþingi starfar nú inni í
Högummeð það fyrir augum
að vernda hagsmuni bankans
24. Fá breska fjárfesta inn í
rekstur Haga
Jón Ásgeir segir enga hættu á
að Kaupþing taki félagið yfir
25. Ríkisábyrgðin falli niður
2024 og fyrirvarar haldi
Fjárlaganefnd fundaði enn
einu sinni fram á nótt um
Icesave-frumvarpið
26. Höfuðstóll lána verður
lækkaður
Íslandsbanki vinnur að
útfærslu á lækkun höfuðstóls
lána í erlendri mynt
29. Icesave losi lánastíflu
Ríkisábyrgðin á Icesave-samn-
ingunum samþykkt á Alþingi
með 34 atkvæðum gegn 14
September
2. Hátt í 60 fórnarlömb
mansals
Í 30% tilvika tengjast mansals-
málin kynlífsiðnaði
5. Norðmenn vilja setja tugi
milljarða í endurreisnina
Hafa fundað með lífeyrissjóð-
unum og vilja stofna sérstakan
fjárfestingarsjóð
7. Íslendingar í forystu við
bindingukoltvíoxíðs í berg
Sérfræðingar spá því að
kolefnisbinding verði jafn stór
iðnaður og olíuvinnsla
9. Allt að 25% færri sækja
um lán vegna náms
erlendis
Fólk fer utan í nám „meðvitað
um að það muni sitja uppi með
miklar skuldir“
„Kreppan er áberandi í út-
gáfunni. Það kom bylgja af
fræðibókum sem fjalla um
efnið en kreppan er líka
áberandi í skáldskapnum,“
segir Úlfhildur Dagsdóttir,
bókmenntafræðingur og
gagnrýnandi á vefnum bok-
menntir.is. „Nokkrar skáld-
sögur fjalla beinlínis um
þessi mál, Bankster, Vor-
menn Íslands og fleiri, og
þetta þema kemur líka upp í ljóðinu. Það birt-
ist til dæmis í ljóðum og smásögum Gyrðis Elí-
assonar, þótt það sé ekki áberandi. Þetta sést
líka hjá Ísaki Harðarsyni og Sigurði Pálssyni.
Það virðist vera að karlarnir geri þetta
meira að sínu máli en konur, enda eru þeir
ábyrgari fyrir því sem gerðist.“
Úlfhildur segir að í fæstum tilfellum takist
höfundunum sérlega vel að fjalla um hrunið.
„Þetta er of seint. Áður en kreppan skal á velti
ég fyrir mér af hverju rithöfundar væru ekki
að greina þetta furðuástand. Það var í raun
bara Þráinn Bertelsson sem byrjaði að kafa
eitthvað í það í tveimur glæpasögum. Síðan
Ævar Örn Jópsepsson og Stefán Máni í fyrra.
Það eru helst Ísak og Gyrðir sem taka þetta
inn á áhugaverðan hátt. Fyrir utan það finnst
mér að mestu lítið í þetta varið.“
Úlfhildur segir að vissulega hafi hún ekki
lesið allt en henni finnst útgáfa ársins hafa
verið frekar daufleg. Þó hafi komið út fínar
ljóðabækur, til að mynda eftir Ísak, Ingunni
Snædal og Hermann Stefánsson.
Lítið varið í
kreppuskrif
Úlfhildur
Dagsdóttir
„Mér finnast ljóðabækur
Matthíasar Jóhannessen
og Sigurðar Pálssonar
einkum standa upp úr af
því sem ég hef verið að
lesa. Þá er Harmur engl-
anna eftir Jón Kalman
Stefánsson afbragðs gott
verk,“ segir Gauti Krist-
mannsson, bókmenntarýnir
og þýðandi. Hann segir
mikinn skáldskap í Harmi
englanna. „Stíllinn er skáldlegur og heim-
spekin sem tjáð er í verkinu stendur undir
þeim listrænu kröfum sem ég geri til prós-
ans. Mér finnst sérkennilegt þegar höfundar
setja fram mikilvægar hugsanir í einhverjum
staccato-stíl. Hann hentar í greinaskrif í
blöðum, en er ekki það sem ég vil sjá í skáld-
skap.
Síðustu ár hefur borið nokkuð á þeirri
kröfu að ekki megi vera mikill skáldskapur í
skáldskap. Það finnst mér skrýtið.
Eins og sést í skrifum Jóns Kalman láta
sumir höfundar það sem vind um eyru þjóta.“
Gauti segir að hrunið hafi eðlilega komið
inn í bókmenntirnar en það hafi ekki alltaf
lukkast vel. „Mér þótti ágætlega tekið á því
hjá Sindra Freyssyni og Sigurði Pálssyni í
ljóðunum, og hjá Guðmundi Óskarssyni í
Bankster. Guðmundur tekur óbeint á hruninu
með því að fjalla ekki um orsakirnar heldur
afleiðingarnar hjá manni sem var innanbúðar
í fjármálakerfinu. Merkasta bókin í ár og þótt
lengur væri leitað finnst mér hins vegar vera
Ummyndanir Óvíds í þýðingu Kristjáns Árna-
sonar og reyndar eru eins og venjulega marg-
ar bestu bókanna í ár þýðingar.“
Ummyndanir
merkasta bókin
Gauti
Kristmannsson