Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 16
16 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Margir hafa sagt við mig síðustudaga og vikur að það hafi merki-lega lítið gerst í íþróttunum á þvíherrans kreppuári 2009. Flat-
neskjan hafi ráðið ríkjum og fáir hafi staðið sig
sem skyldi.
Íslendingar gera miklar kröfur til síns
íþróttafólks. Á þeim hefur ekkert verið slakað
þó að góðærið sé að baki. Við eigum að vera
best í heimi, hvað sem tautar og raular. Næst-
best er ekki nóg.
En hvað gerðist eiginlega á þessu litlausa
íþróttaári sem nú er að baki?
Ólafur Stefánsson tryggði Ciudad Real Evr-
ópumeistaratitilinn í handbolta með stór-
kostlegri frammistöðu í úrslitaleiknum –
annað árið í röð.
Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópu- og
Spánarmeistari í fótbolta með Barcelona og
spilaði 33 leiki með liðinu á tímabilinu.
Þórunn Helga Jónsdóttir varð Suður-
Ameríkumeistari í fótbolta með Santos.
Þóra B. Helgadóttir var kjörin besta fót-
boltakona Noregs – tekin fram fyrir nánast
allt norska landsliðið sem komst í undan-
úrslit á EM.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir missti af
gullverðlaunum á Evrópumóti unglinga í
sjöþraut þegar hún meiddist á lokametr-
unum, með yfirburðastöðu.
Handboltastrákarnir í 21 árs landsliðinu
fengu silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu
í Túnis og Ólafur Guðmundsson var kjörinn
besti leikmaður mótsins. Sem sagt bestur í
heimi í þeim aldursflokki.
Ásdís Hjálmsdóttir setti Íslandsmet í spjót-
kasti sem hefði fleytt henni í úrslitakeppni á
heimsmeistaramótinu.
Kvennalandsliðið í fótbolta var eitt tólf liða
sem léku um Evrópumeistaratitilinn í Finn-
landi.
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér þátt-
tökurétt á enn einu stórmótinu og leikur til
úrslita á EM í Austurríki í janúar.
Nei, það gerðist hreinlega ekkert markvert
hjá íslensku íþróttafólki á árinu 2009. Ansi
hreint flatt og fábreytt ár. Eða hvað?
Handahófskennd upptalningin hér að fram-
an myndi eflaust þykja stórkostleg ársupp-
skera hjá mörgum þjóðum þar sem íbúarnir
eru taldir í milljónum. Ekki í fáum hundruðum
þúsunda eins og á landinu okkar afskekkta
sem margir telja á mörkum hins byggilega
heims.
Og var þó bara stiklað á stóru. Það vita
kannski ekki margir að íslenskir keppendur í
t.d. karate, taekwondo og skylmingum unnu til
margra gullverðlauna á alþjóðlegum mótum á
árinu 2009. Landsliðið í keilu skipaði sér í hóp
átta bestu þjóða í Evrópu í fyrsta skipti.
Kvennalandsliðið í handbolta á raunhæfa
möguleika á að komast í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins í fyrsta skipti. Körfuboltalands-
liðin unnu góða sigra. Og fjölmargt annað ís-
lenskt íþróttafólk stóð sig með miklum sóma á
erlendum vettvangi þó að það hafi ekki endi-
lega fagnað sigrum eða komið heim með verð-
launapeninga um hálsinn.
Nei, þegar við lítum um öxl og skoðum afrek
liðins árs getum við verið stolt af íslensku
íþróttafólki. Við getum ekki miðað allt við silfr-
ið góða í Peking. Það er miklu nær að horfa til
þeirrar ótrúlegu breiddar sem er í íslenskum
íþróttum. Það er magnað að við skulum eiga
afreksfólk á góðum alþjóðlegum mælikvarða í
eins mörgum greinum og raun ber vitni.
En það sem mestu máli skiptir er að íþrótta-
hreyfingin og grasrótarstarfið í landinu hefur
haldið bærilega velli í þeim þrengingum sem
gengið hafa yfir þjóðina undanfarna fimmtán
mánuði. Íþróttastarfið í landinu, stærsti for-
varnarþáttur samfélagsins, er að mestu borið
uppi af ótölulegum fjölda sjálfboðaliða sem
halda félögum og íþróttagreinum gangandi af
áhuga og metnaði, víðast hvar við afar tak-
mörkuð fjárráð eða styrki. Það eru fyrst og
fremst foreldrar sem standa undir barna- og
unglingastarfi flestra félaga, safna fé fyrir
launum þjálfara og fjármagna keppnisferð-
irnar. Það er þarna – í grasrótinni – sem
stærstu sigrarnir vinnast.
Gerðist ekki neitt?
Íslendingar meistarar í Evrópu og Suður-Ameríku Íslensk landslið í
úrslitakeppni Besti leikmaður Noregs Stærstu sigrar í grasrótinni
Góðar Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét
Þorsteinsdóttir settu báðar Íslandsmet.
Þjóðhátíðargleði Lands-
liðsmennirnir í handbolta
höfðu ástæðu til að fagna
innilega eftir að þeir sigr-
uðu Makedóníu í Laug-
ardalshöllinni hinn 17.
júní. Þeir leika til úrslita á
EM í Austurríki í janúar.
Morgunblaðið/hag
Vinsælt á Ásdísi Rán hent út
af Facebook
Eiginkonan farin
frá Tiger
Hélt að hún væri
rosalega fræg
Kraftlyftingakona
ól óvænt barn
Biður konu Tigers
afsökunar
Fundu fimmtíu nálar í
tveggja ára dreng
Helstu fréttir ársins 2009
30. Eldsneyti einkabíls
hækkar um 60 þúsund
krónur á ári
Kolefnisskattur sagður
sjónarspil
Desember
1. Framleiðslufyrirtæki sjá
fram á frekari uppsagnir
Sami vandi blasir við öllum
fyrirtækjum í greininni
3. Vilja reisa risaverksmiðju
til áburðarframleiðslu
Útflutningur yrði 1,4 milljónir
tonna
4. Skuldabyrði þjóðarinnar
eykst frá síðustu áætlun
Seðlabankastjóri segir ríkið
ráða við skuldir
5. Samkomulag um
afgreiðslu Icesave
Ensk lögfræðistofa fengin
til að meta samningana um
Icesave
7. Trúnaðarpóstar
Indriða birtir
Wikileaks birtir tölvusamskipti
um Icesave-deiluna
9. Níu lögreglumenn gera
bótakröfu vegna átakanna
Einn lögreglumaður hlaut
varanlega örorku
10. 220 milljörðum bjargað
Skilanefnd Kaupþings vildi
bíða með eignasölu og hafnaði
gjaldþrotaleiðinni
11. Skert lífskjör og
kaupmáttur
Bankaráðsmaður í bankaráði
Seðlabankans varar við
áhrifum þess að samþykkja
Icesave-samninginn
14. Skólakerfinu gert að
spara 6-7 milljarða
Matseðill á leikskólum ræðst
af tilboðum í lágverðsverslunum
16. Eignir Landsbanka kyrr-
settar fyrir hryðjuverkalög
Gert að binda í reiðufé 10% af
innistæðum 3. október 2008
og 20% frá 6. október
17. „Flóknari og ónákvæmari“
RSK telur líklegt að leiðrétta
þurfi álagningu tuga þúsunda
eftir skattabreytingu
19. Hlutabréf í 365 einskis
virði samkvæmt verðmati
Vaxtaberandi skuldir 365 eftir
samruna við Rauðsól munu
nema 4,6 milljörðum
22. Nýr sjóður samningsbrot
Bjóða fram ráðgjöf í máli
gegn breska ríkinu sem yrði
„vandræðalegt“ fyrir Breta
23. Lagalegur vafi og
ágreiningur um Icesave
Lögmenn telja að álit Mishcon
de Reya staðfesti gagnrýni á
frumvarpið
29. Afborganir lána
40% tekna
Jón Daníelsson, dósent í
fjármálum, segir að íslenska
ríkið sé nú nærri eða yfir sínu
skuldaþoli
Sautjánda júní stemningin
var endurvakin af karla-
landsliði Íslands í hand-
bolta á þjóðhátíðardeg-
inum árið 2009. Rétt eins
og árin 2006 og 2007
nýtti handboltalandsliðið
sér stemninguna í Laug-
ardalshöll á þessum hátíð-
isdegi til að tryggja sér
þátttökurétt á enn einu
stórmótinu. Ísland vann
stórsigur á Makedóníu, 34:26, frammi fyrir
troðfullri Laugardalshöll og þar með voru
farseðlarnir til Austurríkis gulltryggðir. Þar
leikur Ísland í úrslitakeppni EM í næsta mán-
uði, nánar tiltekið dagana 19.-31. janúar.
Ólafur Stefánsson var ekki með að þessu
sinni því hann tók sér ársfrí frá landsliðs-
verkefnum eftir silfrið í Peking haustið
2008. En þessi magnaði handboltamaður var
samt í sviðsljósinu sem aldrei fyrr. Hann
vann óumdeilanlega stærsta íþróttaafrek Ís-
lendings á árinu 2008 þegar hann tryggði
Ciudad Real sigur í Meistaradeild Evrópu
með frækinni frammistöðu í seinni úrslita-
leiknum gegn Alfreð Gíslasyni og hans
mönnum í Kiel. Rétt eins og hann gerði í úr-
slitaleik gegn sama liði nákvæmlega einu ári
áður.
„Það er ekki bara að Óli sé góður leik-
maður, heldur er hann frábær liðsmaður sem
er alltaf að miðla til samherja sinna og gerir
þá raunverulega betri,“ sagði Guðmundur Þ.
Guðmundsson landsliðsþjálfari við Morg-
unblaðið þegar það ræddi við hann um afrek
Ólafs.
Ísland á EM og
afrek Ólafs
Ólafur
Stefánsson
Þau þáttaskil urðu í ís-
lenskri knattspyrnu á
árinu 2009 að A-landslið
lék í fyrsta skipti í úr-
slitakeppni Evrópumóts.
Það var kvennalandsliðið
sem var í hópi þeirra tólf
þjóða sem léku um Evr-
ópumeistaratitilinn í Finn-
landi í lok sumars.
Íslenska liðið var í
tólfta sæti samkvæmt
styrkleikalista af þeim
tólf þjóðum sem léku í Finnlandi. Það var
því ekkert óvænt við það að því skyldi ekki
takast að komast áfram úr riðlakeppninni
og þyrfti að fara heim að henni lokinni. Ís-
land tapaði þó öllum leikjum sínum naum-
lega, 1:3 fyrir Frökkum eftir að hafa náð for-
ystunni með marki Hólmfríðar
Magnúsdóttur og klúðrað vítaspyrnu, 0:1
fyrir Noregi og 0:1 fyrir Þýskalandi en tvær
síðarnefndu þjóðirnar komust í fjögurra liða
úrslit. Þýskaland vann England, 6:2, í úr-
slitaleik mótsins.
„Það er mikill meðbyr með okkur, þjóðin
fylgdist með og fjölmargir stóðu á bak við
okkur sem er gífurlega dýrmætt. Því miður
gátum við ekki launað fyrir okkur með því
að vinna leik á mótinu en við vissum að
þetta yrði erfitt. Við vorum í langsterkasta
riðlinum, sýndum samt að við áttum heima
hérna og getum því vel farið stoltar heim.
Við áttum möguleika í öllum leikjunum,“
sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska
liðsins, við Morgunblaðið í mótslok í Finn-
landi.
Fyrstar í úr-
slitakeppni EM
Katrín
Jónsdóttir