Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 NÝTUM TÆKIFÆRIN OG TENGJUMST TRYGGÐARBÖNDUM Á NÝJU ÁRI! P & Ó Það er gaman að starfa aðverkefnum sem væntingareru bundnar við,“ segir Ey- steinn Jóhann Dofrason, verkefn- isstjóri hjá Suðurverki. Starfsmenn fyrirtækisins hafa síðustu misseri unnið að gerð Landeyjahafnar en tilkoma hennar mun valta byltingu í samgöngum milli lands og Eyja. Vinnu við hafnargarða, sem hvor um sig er rúmir 650 metrar, er lokið og nú er unnið að gerð viðlegukants þar sem ferjuskip leggjast að bryggju. Fram- kvæmdinni lýkur í júlí á næsta ári – eða fyrir Þjóðhátíð í Eyj- um! „Verkefnið er risavaxið,“ segir Eysteinn. „Ofan af Seljalandsheiði tókum við 730 þúsund rúmmetra af grjóti. Snemma á þessu árin byrj- uðum við svo að aka grjóti í hafnargarðana tvo og vorum þar á fullum dampi fram í september. Þegar best lét vorum við með um 110 manns í þessu verkefni, fínan hóp af hörkuduglegum körlum. Í raun hefur gangurinn í þessu verk- efni verið lyginni líkastur.“ Eftir því sem framkvæmdir við Landeyjahöfn þokast áfram hafa stjórnendur Suðurverks fækkað í starfsmannahóp sínum. „Slíkar að- gerðir eru óhjákvæmilegar, því op- inberir aðilar virðist ekki ætla í neinar stórframkvæmdir á næst- unni,“ segir Eysteinn sem þykir sá áhugi sem fólk sýnir fram- kvæmdum í Landeyjum ánægju- legur. „Allt frá því mynd kom á fram- kvæmdina hefur fólk komið hingað í hópum til að skoða og spyrja. Á góðum degi eru þetta heilu rút- urnar,“ segir Eysteinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið / RAX Hafnargerð Vinna við Landeyjahöfn er ein stærsta verklega framkvæmdin sem nú er yfirstandandi. Höfnin verður tekin í notkun síðla sumars 2010. Eysteinn Jóhann Dofrason í Bakkafjöru Eysteinn Dofrason Fram- kvæmdin er risa- vaxin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.