Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 23

Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Þetta hefur gengið vonumframar og framfarirnar hafaverið nokkuð jafnar og stöð- ugar,“ segir Þuríður Harpa Sigurð- ardóttir á Sauðárkróki. Hún hlaut alvarlegan mænuskaða í hestaslysi í Skagafirði vorið 2007; hrygg- og rif- beinsbrotnaði og lamaðist neðan brjósts. „Mér var sagt eftir slysið að ég yrði líklega lömuð það sem eftir væri,“ segir Þuríður Harpa sem neitaði að sætta sig við þann dóm. Strax og þróttur leyfði fór hún upp á eigin spýtur að athuga hvaða möguleika hún hefði í stöðunni og í gegnum netið komst hún í samband við fólk í svipaðri stöðu og hún sem var á leið í stofnfrumumeðferð á Indlandi. Hún ákvað að breyta sam- kvæmt því og fór utan í ágústbyrjun í sumar og dvaldist þar ytra í níu vikur með eiginmanni sínum, Árna Friðrikssyni „Meðferðinni var þannig háttað að ég fékk stofnfrumusprautur í sitt- hvorn upphandleggsvöðvann tvisvar á dag og stærri sprautur inn í mænu eða við skaddaða svæðið nokkrum sinnum á tímabilinu,“ segir Þuríður Harpa sem kveður árangurinn fram- ar vonum. Nú finni hún meira fyrir sjálfri sér, boljafnvægi hafi aukist mikið auk þess sem einhver virkni sé líklega komin í litla vöðva á lærum, mjöðmum og í kvið. Í göngugrind „Í dag get ég gengið í göngu- grind og það ger- ir það að verkum að bein og æða- kerfi í það minnsta fá notk- un sem er svo nauðsynleg. Þetta kemur skref fyrir skref. Ég er í sjúkraþjálfun á heil- brigðisstofnuninni hér á Sauðár- króki fimm sinnum í viku og tvisvar í viku fer ég í þjálfun í sundlauginni,“ segir Harpa sem bætir við að sífellt meiri þróttur hafi styrkt alla líkams- vitund sína. „Að finna þróttinn eflast hefur mikil áhrif á sálarlíf lamaðs ein- staklings. Manni vex ásmegin og þetta kemur allt, hægt og bítandi. Núna er ég til dæmis orðin sjálf- bjarga með ýmsar athafnir daglegs lífs, svo sem að fara í sturtu, sem ég réð alls ekki við fyrir meðferðina á Indlandi.“ Auður Guðjónsdóttir, sem fer fyr- ir Mænuskaðastofnun Íslands, hratt nú í haust af stað auglýsingaherferð þar sem skorað var á heilbrigðisyf- irvöld á Norðurlöndunum að beita sér fyrir því að læknar í Kína og á Indlandi fái þá viðurkenningu sem vera ber í hinum alþjóðlega heimi læknavísindanna, enda geti það leyst marga úr fjötrum lömunar. Herferðin hefur vakið athygli enda þótt árangurinn sé enn ekki kominn í ljós. Aftur til Indlands „Kínverjar og Indverjar eru komnir lengst allra þjóða í því að ráða þá miklu gátu sem mænan er. Stofnfrumumeðferð lík þeirri sem ég fór í hefur skilað mörgum góðum árangri, en þar er notast við frumur úr fósturvísi sem var tekinn árið 2000. Að sínu leyti eru sjúklingar sem í svona meðferð fara ákveðin til- raunadýr nema hvað batinn, ef ein- hver verður, gengur þó aldrei til baka og maður ber aldrei skaða af meðferðinni þótt gagnslaus sé. Þjóð- ir heims verða á komandi árum að setja stóraukinn kraft og fjármuni í rannsóknir á mænunni enda geta þeir læknar sem þekkja best til þessarar ráðgátu unnið mikil krafta- verk,“ segir Þuríður Harpa sem ætl- ar nú um miðjan febrúar aðra ferð til Indlands í aðra stofnfrumumeðferð sem taka mun fjórar vikur. Hún kveðst vænta mikils af þeirri ferð, samanber þann árangur sem sú fyrri skilaði henni. Kostnað við ferðina og meðferðina ytra segist hún ekki gætu brúað nyti hún ekki góðs stuðnings Skagfirðinga og annarra landsmanna og fyrir það sé hún afar þakklát – sem er undirstrikað hér. Upplýsingar um meðferðina og blogg Þuríðar Hörpu eru á slóðinni oskasteinn.com. Aðstandendur þurfa hjálp Lömun af hvaða toga sem er setur fólki ýmsar skorður. Þuríður Harpa hefur þó ekki látið áfallið sigra sig, því hún vinnur fullan vinnudag sem grafískur hönnuður hjá Nýprenti á Sauðárkróki en fyrirtækið á hún og rekur ásamt fleirum. „Fólk sem slasast fær margvís- legan stuðning en því miður hefur ekki enn tekist að veita aðstand- endum þá hjálp sem er nauðynleg. Þegar einstaklingur lamast fer hann í gegnum sjúkrahúsmeðferð og end- urhæfingu á stofnun en er síðan sendur til síns heima og þarf þá allan stuðning fólksins síns, sem þá þarf að sjálfsögðu hjálp til að mæta al- gerlega nýjum aðstæðum í fjöl- skyldulífinu. Áfallahjálp og sálfræði- meðferð fyrir alla í fjölskyldunni er mjög mikilvæg og er nokkuð sem hlýtur og verður að koma í framtíð- inni.“ sbs@mbl.is Þetta kemur skref fyrir skref Þjálfun Þuríður Harpa fór í stofnfrumumeðferð og endurhæfingu til Indlands sem skilaði miklum árangri. Hún fer aftur utan nú í febrúar næstkomandi. Þuríður Harpa Sigurðardóttir Þuríður Harpa Sigurðardóttir Hermann Hreiðarsson, knatt-spyrnumaður hjá Portsmo-uth, er orðinn 35 ára og náði þeim merkilega áfanga á dögunum að verða leikjahæsti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth mætir Arsenal í kvöld og það verður 322. leikur Hermanns á þeim vett- vangi. Hann missti af fyrstu 12 leikj- um vetrarins, sem hann segir gríð- arlega svekkjandi, og liðið byrjaði afleitlega. „Keppnistímabilið er langt og það verður erfitt en við höfum að- eins verið að bíta frá okkur.“ Margt jákvætt Ótrúlega miklar breytingar urðu á leikmannahópi Portsmouth í sumar. „Það voru einir 14 nýir sem komu og annað eins sem fór. Það má því segja að við séum með nýtt lið og það tekur tíma að slípa það saman.“ Hann er svo sem orðinn vanur breytingum því þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar, leikmennirnir sem voru hjá Portsmouth þegar Hermann kom þangað fyrir þremur árum og eru þar enn. Þá tók nýr þjálfari, Avram Grant, við stjórnvelinum þegar nokk- uð var liðið á tímabilið. Hermann telur árið hafa verið já- kvætt að ýmsu leyti hjá íslenska landsliðinu. „Úrslitin hefðu vissulega mátt vera betri en liðið stóð sig að mörgu leyti vel. Við fengum til dæmis fullt af færum gegn Skotum úti og vorum því gríðarlega ósáttir við að ná ekki í stig þar. Svo var leikurinn við Noreg heima alveg frábær og jafn- tefli ósanngjörn úrslit; við hefðum átt að vinna þann leik örugglega miðað við spilamennskuna,“ segir landsliðs- fyrirliðinn, sem gat reyndar ekki tek- ið þátt í þeim slag vegna þess að hann meiddist á æfingu fjórum dögum fyr- ir leikinn. Mikill áhugi var á EM kvenna í knattspyrnu í sumar á heimili Her- manns. Skiljanlega; fyrirliði karla- landsliðsins vildi að sjálfsögðu fylgj- ast með „stelpunum okkar“ og eiginkona hans, Ragna Lóa Stef- ánsdóttir, er fyrrverandi landsliðs- kona í knattspyrnu. „Þetta var stór- kostlegt ár hjá stelpunum; það er magnaður árangur að komast á loka- mót og þær geta borið höfuðið hátt. Það, að þær skyldu komast í úr- slitakeppni, skiptir miklu máli fyrir fótboltann í heild á Íslandi. Það sýnir að allt er hægt og að það, að komast svona langt, er ekki bara fjarlægur draumur.“ Merkilegt golfmót Fyrir utan fótboltann stendur tvennt upp úr hjá Hermanni; annars vegar það að hann gat í fyrsta skipti verið viðstaddur goslokahátíð í Vest- manneyjum, þar sem hann segist hafa skemmt sér konunglega með fjölskyldu og vinum og hins vegar Herminator Invitational, 80 manna golfmót sem hann hélt í Eyjum ásamt fleirum. „Veðrið var að sjálf- sögðu frábært og völlurinn stórkost- legur, eins og við var að búast.“ Her- mann hafði haldið mótið í tvö ár á Akranesi en nú var það mun stærra í sniðum. Meðal þátttakenda var þá- verandi samherji hans hjá Portsmo- uth, enski landsliðsmaðurinn Sol Campbell auk margra þjóðkunnra kappa. Tilgangur mótsins var að safna fé til góðgerðarmála. „Það voru margir sem hjálpuðust að til að gera okkur kleift að halda mótið og það var gríð- arlega vel heppnað. Við náðum að safna töluverðu fé.“ Það rann að- allega til innlendra samtaka að þessu sinni; Barnaspítala Hringsins, Mæðrastyrksnefndar, Blátt áfram og Umhyggju en SOS Barnahjálp nutu einnig góðs af mótinu. „Við komum til með að halda þetta mót árlega. Um leið og ástandið í þjóðfélaginu breyttist voru allir boðnir og búnir að taka saman höndum og safna pen- ingum fyrir þá sem eiga erfitt,“ segir Hermann Hreiðarsson. skapti@m- bl.is Tökum saman höndum Morgunblaðið/Frikki Ánægður „Um leið og ástandið í þjóðfélaginu breyttist voru allir boðnir og búnir að taka saman höndum og safna peningum fyrir þá sem eiga erfitt.“ Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður Gísli H. Friðgeirsson varð ísumar fyrsti Íslendingurinntil að róa á kajak í kringum landið. Það tók hann 64 daga með hléum en á þeim tíma reri hann rúma 2.000 km. Gísli hefur stundað kajaksportið með félögum sínum í nokkur ár og fyrir nokkrum miss- erum barst það í tal að þónokkrir út- lendingar væru búnir að róa hring- inn í kringum landið. „Og hví ættum við ekki að geta það, spurðum við, svo ég byrjaði að stefna á það í fyrra- haust. Þegar kreppan skall á beit ég í mig að það væri uppörvandi fyrir sjálfan mig og aðra að takast á við eitthvað erfitt. Ef maður gerir eitt- hvað erfitt kynnist maður sjálfum sér betur. Maður kynnist sínum tak- mörkunum og hvernig maður bregst við erfiðum aðstæðum. Ég vann svo markvisst að þessu allan veturinn.“ Gísli segir að það hafi verið afar gleðileg tilfinning að klára róðurinn. „Eins og fólk þekkir eftir átök eða erfið próf þá kom hvíld yfir mig. En strax á suðurströndinni til móts við Vestmannaeyjar var ég byrjaður að njóta þess að ég væri að koma í mark, svona eins og þegar maður byrjar að fagna fyrirfram þegar maður hleypur síðasta hringinn í hlaupi.“ Kveið fyrir suðurströndinni Gísli segist hafa verið afar vel undirbúinn fyrir róðurinn. „Ég gerði mér nokkuð vel grein fyrir hvað ég var að fara út í nema ég var ekki al- veg nógu vel þjálfaður fyrir suður- ströndina þannig að ég kveið dálítið fyrir henni. Suðurströndin er hafn- laus og maður getur ekkert hvílt sig. Það er annaðhvort að skella sér í land eða halda sig vel frá ströndinni, ekkert þar á milli. Annars staðar á landinu getur maður farið í skjól á bak við sker eða í víkum og fjörð- um.“ Eftir þrekraunina hvíldi Gísli kaj- akinn í rúman mánuð en byrjaði aft- ur að róa í haust, enda erfitt að halda sig lengi frá sínu helsta áhugamáli. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Kajakræðari Gísli H. Friðgeirsson reri umhverfis landið í sumar. Byrjaði að fagna við Vestmannaeyjar Gísli H. Friðgeirsson kajakræðari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.