Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 26

Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 26
26 Fréttamyndir af innlendum vettvangi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Mótmæli almennings, sem skipulögð voru í fyrravetur, náðu hámarki vikuna frá fyrsta þingfundi nýs árs og þar til ríkisstjórnin féll mánudaginn 26. janúar. „Búsáhalda- byltingin“, sem svo var nefnd vegna þeirra áhalda sem mótmælendur notuðu til að láta til sín heyra, reyndist vera mestu mótmæli á Íslandi frá 1949. Aðal mótmælin voru framan við alþingishúsið þar sem hundruð og jafnvel þúsundir manna komu saman. Lögreglan varði húsið. Þar var Óslóarjólatréð og fleira lauslegt notað til að kveikja bál og fána „Nýja Íslands“ haldið á lofti. Kvöldið eftir beitti lögreglan táragasi til að halda aftur af mótmæl- endum. Morgunblaðið/Júlíus Heit mótmæli við alþingishúsið í „búsáhaldabyltingu“ Miklar sviptingar voru í stjórn- málum á árinu. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll þegar Samfylk- ingin sleit samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn. Við tók minni- hlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Framsókn- arflokkurinn lýsti því yfir að hann verði stjórnina falli. Samfylking og VG náðu hreinum meirihluta í alþingiskosningum í apríl og mynduðu nýja ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu. Tekist var á um ýmis mál í þinginu, eins og um- sókn um aðild að Evrópusam- bandinu og Icesave. Jóhanna Sig- urðardóttir sat kankvís í stóli forsætisráðherra þegar Geir H. Haarde fór í ræðustól sem al- mennur þingmaður. Morgunblaðið/Golli Ný ríkisstjórn við völd Dagskrá Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, var þéttskipuð í heimsókn hingað til lands í byrjun júní og opinberir fundir með honum sérlega vel sóttir. Dalai Lama hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu frá því á sjötta áratugnum. Dalai Lama átti óform- lega fundi með nokkrum ráðherrum og alþing- ismönnum, heimsótti Alþingishúsið og fundaði með forseta Alþingis og utanríkismálanefnd. Sendiherra Kína lýsti yfir óánægju sinni með fundi Dalai Lama með íslenskum ráðamönnum. Myndin var tekin þegar Dalai Lama sótti sameiginlega friðarstund í Hall- grímskirkju. Morgunblaðið/Kristinn Margir komu á fund Dalai Lama á Íslandi Vladimir Ashkenazy, heið- ursstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, var ánægður þeg- ar hann skoðaði tónlistar- og ráðstefnuhúsið við austurhöfn Reykjavíkur. Húsið er óðum að taka á sig mynd en framkvæmdir hófust á vormánuðum á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar, eftir nokkurra mánaða hlé vegna fjár- hagserfiðleika fyrirtækjanna sem stóðu fyrir uppbyggingunni. Og nú hefur húsið fengið formlegt nafn. Harpa mun hljóma þegar höllin verður tekin í notkun á árinu 2011. Morgunblaðið/Ómar Harpa að taka á sig mynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.