Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 28
28 Fréttamyndir af erlendum vettvangi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Barack Obama sór embættiseið forseta Bandaríkjanna 20. jan- úar, fyrstur blökkumanna. Tilkynnt var í október að Obama fengi friðarverðlaun Nóbels í ár og hann tók við verðlaununum í Ósló 10. desember. Í þakkarræðu kvaðst forsetinn taka við verð- laununum af „mikilli auðmýkt og þakklæti“ og viðurkenndi að ákvörðun nóbelsnefndarinnar hefði valdið deilum. Hann rétt- lætti þá ákvörðun sína að senda 30.000 bandaríska hermenn til viðbótar til Afganistans og sagði að stundum væri beiting her- valds ekki aðeins nauðsynleg heldur siðferðislega réttlætanleg. Obama sver hér eiðinn fyrir utan þinghúsið í Washington. Við hlið hans eru eiginkona hans, Michelle, og dætur þeirra, Malia og Sasha. Reuters Obama sæmdur friðarverðlaunum Nóbels Þing aðildarríkja loftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna fór fram í Kaupmannahöfn í desember og embættismenn frá 192 löndum ræddu þá aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra Maldíveyja, Ibrahim Didi, und- irritar hér áskorun um slíkar að- gerðir á ríkisstjórnarfundi 17. októ- ber. Fundurinn var haldinn neðansjávar til að vekja athygli á hættunni sem eyjunum er talin stafa af hækkun sjávarborðs ef spár um hlýnun jarðar ganga eftir. Loftslagsmál í brennidepli Hamid Karzai sór embættiseið forseta Afganistans í nóvember eftir að hafa verið lýstur réttkjörinn for- seti landsins í mjög umdeildum kosningum sem fram fóru 20. ágúst. Leiðtogar Vesturlanda styðja þá nið- urstöðu þrátt fyrir stórfelld kosningasvik stuðnings- manna forsetans. Önnur umferð átti að fara fram í nóvember en ákveðið var að hætta við hana eftir að helsti keppinautur Karzais, Abdullah Abdullah, fyrr- verandi utanríkisráðherra, ákvað að draga framboð sitt til baka. Abdullah ræðir hér við fjölmiðlamenn eftir kosn- ingafund í Bamiyan-héraði 29. júlí. Karzai hélt velli í umdeildum kosningum Mikið var um dýrðir í Líbíu í september þegar liðnir voru fjórir áratugir síðan Muammar Gaddafi rændi völdum í landinu. Í þann tíma hefur hann stjórnað landi og lýð sem heldur duttlungafullur einræðisherra og honum hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir að öðrum tækist að leika valda- ránsleikinn eftir honum. Gaddafi ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti 23. september og gagnrýndi þá valdamestu ríki heims fyrir að brjóta meg- inreglur samtakanna. Í 40 ár á valdastóli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.