Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 31
Sage Francis - Sick of Wasting... Ben Frost - By the Throat Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Jóhann Jóhanns- son - And In The ... Snorri Helgason - I’m gonna put ... Hjálmar - IV Jónsi & Alex - Riceboy Sleeps Ragnheiður Grön- dal - Tregagás Sykur - Frábært eða frábært Built To Spill - There Is No Enemy Fever Ray - Fever Ray DOOM - Born Like This Kronos Quartet - Floodplain Raekwon - Only Built 4 Cuban .. Choir Of Young Be- lievers - This Is ... Espers - Espers III Grizzly Bear - Veckatimest Vic Chesnutt - At The Cut Innlent Árni Heiðar Karlsson - Mæri Bróðir Svartúlfs - Bróðir Svartúlfs Erlent 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Isis – Wavering Radiant Eftir að hafa hitað upp fyrir rokksveitina Tool settust þeir Isis-félagar niður til að semja nýja skífu og kemur kannski ekki á óvart að Wavering Radiant varð þyngri og hrárri en platan þar á undan. Að öðru leyti er þetta klassísk Isis-plata, magnaðir gítarflekar, dynjandi trommur og syngjandi bassi – rokk- plata ársins. Mew – No More Stories Are Told Danirnir í Mew eru gefn- ir fyrir íburð og flúr og láta það eftir sér á þessari mögnuðu skífu. Tónlistin uppskrúfað og skemmtilegt glaðvært geimrokk og lögin sí- breytileg eftir því sem oftar er hlustað á plöt- una. Það fækkaði um einn í sveitinni áður en platan var tekin upp og skilaði sér í meiri bjart- sýni og meira fjöri. Ekkehard Ehlers – Ballads Á síðustu skífum hefur Ekkehard Ehlers kannað ýmis tónlistarsvið og -stíla og nú kominn tími á jazz eða í það minnsta einskonar jazz. Hann fékk slagverksleikarann Paul Wirkus í lið með sér, en líka bregður fyrir kontra- bassa og klarínetti. Tón- listin er ekki árennileg við fyrstu hlustun en smám saman áttar mað- ur sig á snilldinni. Laura Gibson – Beasts of Seasons Samkvæmt sögunni sat Laura Gibson í litlu her- bergi með útsýni yfir kirkjugarð og samdi þessi lög og þegar hlust- að er á þau má svosem vel trúa því. Tónlistin er hægfara og útsetningar naumhyggjulegar, stund- um bara rödd og ávæn- ingur af laglínu, en hún syngur svo frábærlega að ekki er annað hægt en hlusta og hrífast. Wild Beasts – Two Dancers Tónlist Wild Beasts er sérkennileg blanda af danspoppi og hreinni nýbylgju, en aðal henn- ar er tveir framúrskar- andi söngvarar, annar meistari í falsettu- fimleikum og hinn stát- ar af vinalegum bari- tón. Á Two Dancers tekur sveitin risastökk fram á við bæði hvað varðar músíkina og flutninginn. Antony & The Johnsons – The Crying Light Á The Crying Light virð- ist Antony Hergarty framandlegri en nokkru sinni, víst er röddin heillandi fögur en hún er að sama skapi ójarð- nesk og upphafin. Út- setningar á lögunum, sem Nico Muhly vélaði um, eru fínlegri en forð- um og falla frábærlega að söngnum og eins að dulúðugum trega- skotnum textunum. Við þröskuldinn Dan Deacon – Bromst Að hlusta á Spiderman of the Rings, sem kom út 2007, var eins og að vera þrifinn upp á hnakkadrambinu og hristur rækilega. Bromst er allt annars eðlis, þyngri plata og al- varlegri um margt en það er aldrei langt í grallarann og inn á milli eru sprettir af geggjuðu fjöri og villimannslegri keyrslu. Bibio – Ambivalence Avenue Bibio, eða bara Stephen Wilkinson, hefur verið einkar afkastamikill á árinu – sendi frá sér þrjár breiðskífur og erfitt að gera upp á milli tveggja þeirra fyrri, Vignetting the Compost og Ambivalence Avenue. Sú síðarnefnda hefur þó vinninginn við nánari skoðun eða æv- intýramennskar meiri og tilraunirnar skemmtilegri, þó báðar séu frábærar. Andrew Bird – Noble Beast / Useless Creatures Andrew Bird er frumlegur fýr, frábær lagasmiður, flottur söngvari og fínn fiðluleikari. Hann semur einskonar kammerpopp með óvæntum útúrdúrum og fléttum og nær alltaf að koma á óvart. Þessi plata hans kom út í tveim- ur útgáfum, báðum frá- bærum, en sú sem er með aukaplötunni Useless Creatures hefur vinning- inn. Animal Collective – Merriweather Post Pavilion Það var mál manna að þegar í janúar væri komin út plata ársins, en þá birtist Merri- weather Post Pavilion. Hún er aðgengilegri en fyrri verk Animal Col- lective, laglínurnar ekki eins snúnar og textarnir (að mestu) skiljanlegir. Verður Animal Collective Sim- on og Garfunkel nýrrar aldar? Erlendar plötur Nú þegar árið 2010 er rétt handan viðhornið er tími til að fara að huga aðáramótaheitunum, en í þetta sinnskulu þau vera með smákryddi. Láttu nýja árið snúast um sambandið þitt. Ekki aðeins verður auðvelt og skemmtilegt að reyna að ná markmið- unum í kynlífinu heldur mun það bæta þig og gera þig að nýrri mann- eskju á nýju ári. Með því að strengja einhver eða öll eftirtalinna heita get- ur þú skemmt þér betur, aukið ánægjuna í sambandinu og styrkt það til muna. Vertu hvatvísari. Jafnvel þótt þú hafir ekki löngun í kynlíf, reyndu að kalla hana fram. Það er t.d. hægt að gera með nautnafullum snertingum, eiga frumkvæði að nýjum kynlífsstellingum eða eiga óvænta einkastund með makanum. Búðu til kynlífsáætlun. Náðu þér í nokkrar kynlífsbækur eftir vel metna sérfræðinga. Punktaðu hjá þér þær kynlífsstellingar og -at- hafnir sem þér líst vel á og skipulegðu nokkurs konar æfingaáætlun fyrir kynlífið. Klæmist hvort við annað. Hugsaðu út fyrir rammann þegar kemur að því að tala dálít- ið dónalega. Reyndu að vera dálítið frum- legur enda er hægt að fá innblástur víða. Gerðu eitthvað sem þú myndir aldrei gera í bólinu. Þér þarf ekki endilega að hugnast það en prufaðu það – carpe diem. Svo geturðu notið þess einfaldlega að hafa reynt og prufað eitthvað nýtt. Njótið ásta í hverju herbergi. Þó að áramótaheit flestra miði að því að eyða minni tíma í sófanum, getið þið notað hann við að byrja að efna þetta heit. Setjið það markmið að elskast annars staðar en í rúminu og prufið önnur herbergi í húsinu til tilbreytingar. Leystu frá skjóðunni. Það er erfitt fyrir mak- ann að uppfylla þarfir þínar ef hann veit ekki hverjar þær eru. Láttu 2010 vera árið þar sem þú ert hreinskilin(n) um hvað kemur þér til og hvað þarf til að fullnægja þér. Láttu athuga heilsuna … þarna niðri. Pant- aðu tíma í allar árlegu skoðanirnar, t.d. krabbameinsskoðun. Láttu athuga hvort þú sért með einhverja kynsjúkdóma og birgðu þig upp af getnaðarvörnum til að koma í veg fyrir óundirbúna þungun. Lærðu nýja brellu. Reyndu að læra nýtt bragð í bólinu til að bæta á afrekaskrána en hafðu í huga að suma tækni getur tekið langan tíma að fullkomna, t.d. að endast lengur í rúminu. Prufaðu einhver af þeim kynlífsráðum sem reglulega er fjallað um í fjölmiðlum. Þú hefur engu að tapa. Verðið „þetta“ par. Verið parið sem er alltaf ofan í hvort öðru og sendir frá sér smitandi kynorku. Leggið einu sinni í viku af stað í kyn- lífsævintýri og það er bannað að skrópa. Verið öfunduð af erótíkinni í stað þess að öfunda aðra. Horfðu fram á við. Ef þú syrgir gamalt sam- band hættu því. Þú getur ekki tekið framtíð- inni opnum örmum ef þú ert föst/fastur í for- tíðinni. Hugsaðu fram á við og vertu opin(n) fyrir því sem árið 2010 hefur upp á að bjóða, sem gæti verið betra og meira spennandi en nokkuð sem þú hefur upplifað hingað til. Skoðaðu heildarmyndina. Hafðu í huga að önnur áramótaheiti bæta líka kynlífið, t.d. að grennast og komast í gott form og hætta að reykja. Þegar þú áttar þig á hversu góð áhrif það hefur á kynlífið að efna þessi heit hvetur það þig til að halda áfram á réttri braut. Njóttu fyrirhafnarinnar! Ekki verða of upp- tekin(n) af því að ná markmiðunum í kynlífinu heldur njóttu þess að reyna það! Kynlífsáramótaheit 2010 Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Krist- ín Fulbright

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.