SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 2
2 29. ágúst 2010
6-8
Vikuspeglar
Moska á Manhattan þrætuepli og leið Íslands í ESB
16-17
Bak við tjöldin
Allt brimar af þrótti í Hofi á Akureyri sem vaknar til lífsins um helgina.
22-23
Kaffihús fyrir alla fjölskylduna
Ung hugsjónakona opnar brátt Fjallkonubakarí á Laugaveginum þar
sem börn og fjölskyldufólk eru í fyrirrúmi.
24-25
Helgarviðtalið
Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Sigrúnu Haraldsdóttur, eina at-
kvæðamestu konuna í stétt hagyrðinga.
30-31
Leyndarmálið í Helsinki
Íslendingurinn Bjarki rokkar feitt í Finnlandi.
Lesbókin
55
4.000 verk alþýðulistamanna
Rætt við forstöðumenn Safnasafnsins í Eyjafirði.
48-49
Leikhúsin í vetur
Fjallað um framboðið í atvinnuleikhúsunum í vetur.
52
Getur skríllinn valið leiðtoga?
Sagt frá nýrri bók ástralska rithöfundarins Peters Careys.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir,
Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Skapti Hallgrímsson.
21
14
Augnablikið
Þ
að er notaleg stemning á Hótel Loftleiðum
á fimmtudagskvöldum en þá geta gestir
hótelsins komið sér vel fyrir og hlýtt á
upplestur á ensku úr bókum eftir nokkra
af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Það eru
þeir Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og
Felix Bergsson leikari sem ljá nokkrum af þekktustu
persónum íslenskra bókmennta rödd sína á Ice-
landic Bedtimes Stories, eins og kvöldin kallast.
„Þær eru mjög stórhuga og skemmtilegar,
stjórnendur þessa hótels, og ákváðu að bjóða upp á
bókmenntakvöld. Á hótelinu er líka mikil lista-
tenging en þar er bæði bókmennta- og myndlist-
arherbergi og íslensk list upp um alla veggi. Bók-
menntakvöldin tengjast því vel þeirri sýn sem
stjórnendur þess hafa á hótelið. Ég var mjög glaður
þegar ég var beðinn að taka þetta að mér til móts
við Jón Yngva og er sérstaklega skemmtilegt hvað
er mikill áhugi meðal útlendinga á íslenskum bók-
menntum,“ segir Felix.
Jón Yngvi einbeitir sér aðallega að Laxness en
Felix hefur lesið upp úr bókum Guðrúnar Helga-
dóttur, Hallgríms Helgasonar, Arnaldar Indriða-
sonar og Laxness en stundum hefur hann líka bara
sagt áheyrendum af íslensku jólasveinunum.
Bókmenntakvöldin hafa nú verið haldin á hverj-
um fimmtudegi í tæpt ár og segir Felix ótrúlegan
fjölda af fólki hafa rennt í gegnum salinn á þeim
tíma en á hverjum lestri eru allt frá 10 og upp í 50
manns þegar mest hefur verið. Mörgum sem séu á
leið í flug á föstudagsmorgni finnist t.d. gott að geta
verið í rólegheitum síðasta kvöldið og hefur Felix
fengið meldingar héðan og þaðan á Facebook þar
sem honum er þakkað fyrir lesturinn.
Það er ekki annað hægt að segja en að heimilisleg
stemning skapist í bíósalnum enda er fólki velkom-
ið að mæta þangað á náttfötunum eða sloppnum og
inniskónum. Í boði er kakó, teppi, og koddar og
getur fólk breitt vel úr sér og kúrt í sætunum. Lesið
er í 45 mínútur sem Felix segir hæfilega stutt og
laggott. Þeir félagar velja lestrarefnið aðallega eftir
því sem þeim finnst skemmtilegt og reyna að rótera
því svolítið en eftir lesturinn eru þeir viðbúnir að
ræða við fólk um íslenskar bókmenntir og sumir
vilja fá nöfn á höfundum til að geta keypt sér bók-
ina. Felix hefur gjarnan lesið fyrsta kaflann í
Heimsljósi og segir ferðamenn hafa mikinn áhuga á
verkum Laxness. Algengt er að fólk komi með börn
með sér og nú síðast tókst Felix að svæfa lítinn gutta
en systir hans fjögra ára hlustaði opinmynnt á Ást-
arsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur.
„Ég reyni að velja lestrarefnið þannig að það passi
fyrir alla. Þetta er mjög ljúft og dásamlegt starf, ég
hlakka alltaf til að lesa fyrir útlendingana og þetta
er afslappandi fyrir mig líka. Það er líka gaman að fá
aðeins að takast á við upplestur og líka að tala
ensku, ég lærði í Skotlandi á sínum tíma en held að
hreimurinnn sé orðinn nokkuð harður og íslensk-
ur,“ segir Felix.
maria@mbl.is
Felix les úr Heimsljósi fyrir gesti sína en þeim er velkomið að mæta á náttfötunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gestir á náttfötum
Úr myndasafninu
Eiður Smári Guðjohnsen varð atvinnumaður í knattspyrnu yngstur Íslendinga haustið 1994, aðeins 16 ára og
56 daga, þegar hann samdi við PSV Eindhoven í Hollandi. Það var Frank Arnesen, starfsmaður PSV og fyrrver-
andi liðsfélagi Arnórs föður Eiðs hjá Anderlecht í Belgíu, sem gekk frá samningnum á Hótel Esju í Reykjavík.