SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 8
8 29. ágúst 2010 Ljóst er af því efni sem finna má á heimasíðu Evrópusambandsins að sambandið leggur mikla áherslu á það að tryggja stuðning almennings við inngöngu nýrra ríkja, bæði í umsóknarríkjunum og þeim ríkjum sem þegar eru inn- an sambandsins. Þannig segir t.a.m. í bæklingi Evrópusambandsins um stækkun þess að stjórnvöld í umsókn- arríkjum verði að útskýra „með greinilegum og sannfærandi hætti“ þær breytingar sem gera þurfi í tengslum við umsókn þeirra sem sumar geti krafist „erfiðra umbreytinga á pólitískri og efna- hagslegri uppbyggingu landsins“. Stuðningur þjóðfélagsins sé „grundvallaratriði í þessu ferli“. Í minnisblaði sem dreift var á fundi utanríkismálanefndar Al- þingis fyrir helgi kom m.a. fram að Evrópusambandið hygðist verja um 106 milljónum króna „til upp- lýsingamála“. Á heimasíðu sam- bandsins segir að stuðningur al- mennings við stækkun þess hvíli á „betri miðlun kosta“ hennar. Það vekur óhjákvæmilega athygli að ekki sé að sama skapi talað um hugsanlega ókosti. Stuðningur þjóðfélagsins grundvallaratriði Evrópusambandið leggur áherslu á að tryggður sé stuðningur almenn- ings í umsóknarríkjum við inngöngu þeirra í sambandið. Morgunblaðið/Ómar F erlið sem Ísland er statt í gagnvart Evr- ópusambandinu í kjölfar umsóknarinnar um inngöngu í sambandið var upp- haflega hannað árið 1995 og hefur síðan tekið ýmsum breytingum. Í sem skemmstu máli miðar ferlið að því að undirbúa ríki, sem ann- aðhvort hafa sótt formlega um inngöngu í sam- bandið eða lýst áhuga á slíkri inngöngu, undir það að verða hluti þess. Ferlið var í byrjun mótað með ríki í Austur- Evrópu í huga sem stefnu að inngöngu í Evrópu- sambandið þar sem stofnanauppbygging og regluverk var yfirleitt mjög ólíkt því sem taldist ásættanlegt í vesturhluta álfunnar. Af þeim sök- um var ákveðið að færa aðlögun nýrra ríkja að sambandinu fram fyrir hina formlegu inngöngu í það. Norðmenn einungis í viðræður Inngöngu í Evrópusambandið og forvera þess hefur tvisvar verið hafnað í þjóðaratkvæði í Nor- egi, fyrst árið 1972 og síðan aftur 1994 eða árið áður en ferli sambandsins fyrir ný ríki var breytt. Fyrir vikið fóru Norðmenn einungis í viðræður um inngöngu í Evrópusambandið en aldrei neina aðlögun að sambandinu í tengslum við þær. Ferlið sem hannað var eftir höfnun Norðmanna og Ísland er nú statt í miðar að því að ríki gangi í Evrópusambandið miðað við upplýsingar um inngöngu nýrra ríkja á heimasíðu sambandsins. Þar kemur skýrt fram að markmiðið með ferlinu sé innganga en ekki t.d. að sjá hvað sé í boði svo vitnað sé í umræðuna hér á landi. Aðlögun samhliða viðræðum Fram kemur á heimasíðu Evrópusambandsins að viðræður við umsóknarríkið séu „hornsteinn“ ferlisins og að þær nái til „upptöku, innleiðingar og gildistöku“ löggjafar Evrópusambandsins. Fram kemur að áður en viðræður geti hafist þurfi að bera saman löggjöf sambandsins og löggjöf umsóknarríkisins til þess að varpa ljósi á það hvaða mál þurfi að ræða á grundvelli ákveðinna viðmiða fyrir hvern og einn málaflokk. Viðræðum um hvern kafla lýkur síðan ekki fyrr en umsóknarríki uppfyllir þau viðmið sem skil- greind hafa verið til þess að það sé hægt, t.a.m. í formi ráðstafana á sviði löggjafar sem og stjórn- unar eða réttarfars. Þá þarf umsóknarríkið að samþykkja „uppkast að sameiginlegri afstöðu Evrópusambandsins“ eins og það er orðað. Lögin ekki umsemjanleg Í bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út um inngöngu nýrra ríkja kemur m.a. fram að mikilvægt sé að undirstrika að hugtakið viðræður í þessu samhengi geti verið misvísandi. Viðræð- urnar leggi „áherslu á skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og gildistöku laga Evrópu- sambandsins í umsóknarríkinu – um 90 þúsund blaðsíður af þeim“. Þá segir að þessi lög séu „ekki umsemjanleg“. Þá kemur fram á heimasíðu Evrópusambands- ins að eftir að innganga hefur verið samþykkt af umsóknarríki, þá t.d. í þjóðaratkvæði, fái það stöðu samþykkts ríkis þar til inngangan tekur formlega gildi. Þá haldi ferlið áfram með því að „gerðar eru breytingar á þeim sviðum þar sem enn eru annmarkar til staðar og fer framvindan fram undir vökulu auga framkvæmdastjórn- arinnar“. Ísland á leiðinni í Evrópusambandið Ferlinu var breytt ári eftir höfnun Norðmanna Ísland er nú statt í ferli gagnvart Evrópusambandinu í kjölfar umsókn- ar um inngöngu í sambandið sem miðar að því að af inngöngu verði. Reuters Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í Evrópu- sambandið, fyrst árið 1972 og síðar 1994. Vikuspegill Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjd@mbl.is Markmið ferlisins í kjölfar um- sóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið eru styrk- ing stjórnsýslunnar til að tak- ast á við „þær breytingar sem innleiðingu löggjafar“ sam- bandsins fylgja og undirbún- ingur fyrir „þátttöku í sjóðum og samstarfsáætlunum“ samkvæmt minnisblaði utan- ríkismálanefndar Alþingis. Tvö megin- markmið Stúlka sem á um sárt að binda vegna flóðanna í Pakistan sló engu að síður á létta strengi á föstudag og stillti sér upp með matarskálina á hausnum. Hún var að bíða eftir hrísgrjónaskammt- inum úr eldhúsi, sem rekið er af góðgerðarstofnun í Nowshera í Pakistan, norðvesturhluta Khyber- Pakhtunkhwa héraðsins. Enn er verið að rýma þorp og bæi tæpum mánuði eftir að flóðin hófust fyrst. VERÖLDIN Reuters Húmor á erfiðum tímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.