SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 25
29. ágúst 2010 25
bræður mína. Þegar ég var unglingur bankaði ég
upp á hjá móður þessara barna og hún tók mér af-
skaplega vel. Hálfsystkini mín segja að mamma
mín hafi reynst þeim einkar vel.“
Vil yrkja kátar vísur
Hvernig var líf fjölskyldunnar í borginni?
„Við bjuggum við töluvert þröngan kost á þess
tíma mælikvarða. Í húsinu var ekki rennandi vatn.
Við krakkarnir þurftum að sækja vatn út í brunn og
vorum mislöt við það. Mamma fór með okkur nið-
ur í þvottalaugar þar sem þvottur var þveginn og
við gátum farið í sturtu á leiðinni.
Félagslega kerfið var á engan hátt jafn öflugt og
það er núna og fólk reyndi bara að bjarga sér sjálft.
Ég er foreldrum mínum ákaflega þakklát fyrir að
hafa aldrei þegið félagslega aðstoð því fyrir vikið
varð ég aldrei að þiggjanda. Mér finnst betra fyrir
sjálfsvirðinguna að hafa fengið að kenna á mótlæti,
og geta staðið upprétt og vera ekki þiggjandi í eigin
augum.“
Hvað með skólagöngu?
„Hún varð ekki löng. Ég hef það sem kallað er
gagnfræðapróf. Ég og skólinn áttum ekki samleið.
Ég fann mig ekki í skóla og hætti.“
Hefur skortur á skólagöngu háð þér?
„Skólaganga skiptir vissulega máli fyrir sjálfs-
virðinguna, en skiptir kannski ekki öllu máli að
öðru leyti. Það er hægt að afla sér þekkingar með
ýmsum hætti. Það skipti miklu máli fyrir mig að
komast inn í þann góða hóp sem er í Leirnum og
vera tekið þar sem jafningja, þótt ég hafi ekki há-
skólapróf til að flagga. Félagar mínir þar hafa kennt
mér margt“
Það hefur breytt miklu fyrir þig að kynnast
fólkinu í Leirnum?
„Það opnaði fyrir mér nýjan heim. Ég kynntist
hópi af skemmtilegu, gáfuðu fyrirtaksfólki. Þarna
eru gríðarlega snjallir húmoristar og margir prýði-
lega góð skáld. Þarna kastar fólk fram hug-
myndum, þræðir spinnast út frá þeim og það hvet-
ur hugmyndaflugið. Þegar maður er einn að yrkja
vísur verða þær oft leiðinlegar og fullar af þung-
lyndislegri sjálfsvorkunn. Mér hætti til að yrkja
þannig framan af. Þá var ég, eins og mjög margir
eru framan af ævi, í naflaskoðun en ég er alveg
hætt því. Naflinn á mér er ekkert merkilegri en
aðrir naflar. Þess vegna vil ég yrkja kátar vísur.“
Sæki í skemmtilegt fólk
Hvernig myndirðu lýsa eigin ljóðagerð?
„Ég yrki bæði ljóð og vísur, þetta er eiginlega
allur skalinn. Ég hef tekið þátt í hagyrðingakvöld-
um sem eru haldin hér og þar, gjarnan í
fjáröflunarskyni fyrir einhver samtök. Þá er skylda
að vera fyndin, annars getur maður bara verið
heima hjá sér. Það er ákveðin reynsla að þurfa að
vera fyndin fyrir framan hóp af fólki og um leið
ágætis þjálfun.“
Stefnirðu á að gefa út ljóðabók?
„Ég veit ekki, það kemur út svo mikið af bókum
og minn skáldskapur á kannski ekki erindi frekar
en svo margt annað. Ég hef stundum átt þann
draum að verða ljóðskáld. En þar eru margir kall-
aðir en fáir útvaldir. Ljóð eftir mig hafa birst í
nokkrum ritum og í blöðum. Ég læt það kannski
bara nægja.“
Þú segist vilja yrkja kátar vísur. Sumir verða
fúllyndir með árunum en aðrir verða glaðlyndari
en þeir voru á yngri árum. Tilheyrir þú seinni
hópnum?
„Já, sem betur fer. Ég er búin með hinn pakk-
ann. Mér finnst mikilvægt að fólk sé ekki neikvætt.
Í þjóðfélagsumræðunni er mikið um endalaust nið-
urrif, svartsýni, bölbænir og læti. Tortryggnin í
þjóðfélaginu er yfirgengileg. Ég sæki í skemmtilegt
fólk.“
Hvað gerirðu dagsdaglega?
„Ég hef unnið á Landspítalanum svo lengi sem
elstu menn muna, og starfa nú þar á upplýsinga-
tæknisviði. Ég bý uppi í Norðlingaholti ásamt
manninum mínum sem er framkvæmdastjóri á
Vörubílastöðinni Þrótti. Þar sem við búum, í Mó-
vaði, tekur við ósnortinn mói og frjálsræði og þar
ala lóan og spóinn upp unga sína. Ég er full aðdá-
unar á spóanum, hann er svo duglegur. Svo á ég
fjóra hesta, er búin að vera í hestamennsku í um
þrjátíu ár og finnst það verulega gaman.
Ég bý á dásamlegum stað. Það er nauðsynlegt
hverjum manni að finna sér afdrep, ekki síst núna.
Fólk þarf að hætta að hugsa um hrunið. Það er
ómögulegt að vera sífellt að horfa til baka og ásaka
allt og alla. Það er illa farið með lífið að vera ekki
glaður og hamingjusamur. En maður þarf kannski
að kynnast einhverri óhamingju í byrjun til að
komast að því.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Þegar maður er einn að
yrkja vísur verða þær oft
leiðinlegar og fullar af
þunglyndislegri sjálfsvorkunn.
Mér hætti til að yrkja þannig
framan af. Þá var ég, eins og mjög
margir eru framan af ævi, í
naflaskoðun en ég er alveg hætt
því.“