SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 33
29. ágúst 2010 33 fólk til að hittast með börn og bendir á að það sé ekki hægt að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á hverjum degi. Barnamenning í hversdeginum „Það er tekið á móti þér alls staðar en þú ert ekkert endilega velkominn. Þegar barnið fer að láta heyra í sér eins og börn jafnan gera finnurðu að tíminn rennur út og ætlast er til þess að þú farir. Barna- menning finnst mér ekki áberandi á Ís- landi fyrir utan hátíðir og sérstaka við- burði.“ Lára rak tískuverslunina Moods of Norway ásamt Villý og Henrý og var á þeim tíma með ungbarn. „Ég stóð við gluggann og sá fólk labba upp og niður Laugaveginn með barnavagn og hugsaði: Hvert eru þau að fara?“ segir hún en henni fannst þörfum sínum ekki mætt í miðbænum. „Miðbærinn er ekki bara fyrir keðjureykjandi, latté-lepjandi trefla,“ segir hún og bendir á að margt ungt fjölskyldufólk sé búsett á miðbæjar- svæðinu. „Af hverju eru ekki leiktæki á Hjartatorginu á Hljómalindarreitnum?“ nefnir hún sem dæmi. Þannig kom hugmyndin að Fjallkon- ubakaríinu upp, eitthvað sem margir hafa áreiðalega hugsað en Lára fram- kvæmir. „Ég vil gera eitthvað sem ég hef ástríðu og eldmóð fyrir. Ef þú gerir hlutina með hjartanu skilar það sér, fólk finnur það. Hver einasta pensilstroka hérna inni er frá hjartanu. Þetta er hugsjónaverkefni. Við getum talað mikið um hvernig við viljum breyta hlutunum og hafa þá í framtíðinni en breytingin byrjar heima hjá okkur sjálfum,“ segir Lára. Hún er opin fyrir ábendingum og vill að kaffi- húsið breytist með gestunum. „Fólkið sem sækir staðinn á ekki að aðlagast okkur heldur ætlum við að aðlagast því.“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir gerir matseðilinn fyrir kaffihúsið en hún er þekkt fyrir bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? og matreiðslu- námskeið tengd henni. „Hér verður í boði matur fyrir börn frá sex mánaða aldri og verður áherslan á lífrænan mat.“ Matseðlinum verður skipt upp eftir aldri og verður, eins og í öðru hjá kaffihúsinu, áhersla lögð á að mæta þörfum barnanna. Vill fá pabbana á kaffihúsið Mömmuklúbbar eru boðnir velkomnir og að sjálfsögðu líka feður með börnin sín. „Mér finnst hrikalegt að lesa fréttir af því að feður séu að taka minna fæðingarorlof en áður. Ég vil bjóða pabbana sérstaklega velkomna hingað.“ Eitt er að fá hugmynd að því að stofna fjölskylduvænt kaffihús, annað að fram- kvæma hana. „Maður þarf bara að gera, ekki að hugsa of mikið. Auðvitað efast ég og fæ bakþanka en um leið og það gerist fæ ég tíu styrkingar úr umhverfinu á móti.“ Hún segist oft sofna með fiðring í mag- anum og það þyrmi yfir hana á morgn- ana. „Við erum ekki með mikið ráðstöf- unarfé, notum það sem við eigum og gerum allt sem við getum sjálf,“ segir hún en vinnan er mikil. „Svo þegar líður á daginn verður þetta alltaf jafn skemmtilegt, fólk er að banka upp á og spyr hvernær verði opnað og segist hafa verið að bíða eftir einhverju svona.“ Hún er vön sjálfstæðum versl- unarrekstri og segir hann hafa verið skemmtilegan. „Reksturinn var orðinn þungur en tímasetningin var óheppileg,“ segir hún en verslunin Moods of Norway var opnuð í maí 2008. „Við hefðum getað haldið áfram en það hefði kostað miklar fórnir. Tilhugsunin um að þurfa að byrja aftur upp á nýtt var samt erfið.“ Lára segir að það viti allir sem hana þekki að ef hún ætli sér að gera eitthvað þá geri hún það og ekkert þýði að tala um fyrir henni. Lærir með því að gera „Ég missti mömmu mína úr brjósta- krabbameini fyrir átta árum en hún var þá fertug. Mamma og pabbi voru þá skil- in en ég á tvö yngri systkini. Ég var orðin mamma og uppalandi stuttu eftir ferm- ingu. Ég hef alltaf verið ótrúlega sjálfstæð og gert hlutina á minn eigin hátt því ég hef ekki haft neina skynsemisrödd til að stoppa mig og hef þurft að læra með því að gera hlutina sjálf.“ Hún segist engu hafa að tapa nema veraldlegum hlutum en hún sé „ekkert sérstaklega föst við þá. Ég veit að þetta verður erfitt og mikil vinna en þetta á eftir að gefa mér og öðrum svo miklu meira.“ Hún tekur einlægni borgarstjórans á Facebook sér til fyrirmyndar. „Já, ég er að stofna fyrirtæki, sem á sér ekki for- dæmi á Íslandi, og ég er skíthrædd. Ég ætla samt að gera þetta, þetta verður ekki fullkomið en gestirnir ætla að hjálpa mér að gera þetta fullkomið. Það er mín hugsjón.“ Morgunblaðið/Ernir Í Fjallkonubakaríinu verður lögð áhersla á að koma til móts við börnin. ’ Ég vil gera eitthvað sem ég hef ástríðu og eldmóð fyrir. Ef þú gerir hlutina með hjartanu skilar það sér, fólk finnur það. Hver einasta pens- ilstroka hérna inni er frá hjartanu. Þetta er hug- sjónaverkefni. Auk þess að vera með góða leikaðstöðu og annað í kringum börn verður heil- mikil dagskrá í Fjallkonubakaríinu. „Á hverjum degi verður einhver dagskrá, sögustund, söngvastund, lista- smiðja eða eitthvað tengt bakstri og eldamennsku sem foreldrar og börn geta gert saman,“ segir hún en fyrirhugað er að dagskráin taki hálftíma og verða 350 eða 500 krónur teknar fyrir þátttökuna og rennur hluti af gjaldinu til Barna- spítala Hringsins. „Við ætlum líka að vera með lengri námskeið og fyrirlesta. Við verðum með spænskunámskeið fyrir 6-16 ára krakka, sem Pilar Concheiro Coello kennir en hún er með meistaragráðu í kennslu spænsku sem annars tungumáls.“ Einnig ætlar Lára að standa fyrir matreiðslunámskeiðum fyrir börn frá tveggja ára aldri. „Mín reynsla er sú að ef börn fá að taka þátt í framleiðslunni eru þau vísari til að borða matinn.“ Líka er á dagskrá að halda fjármálanámskeið fyrir börn frá fermingu og annað námskeið um einelti. Saumanámskeið er einnig í bígerð en kennari á því verður Sigrún Bald- ursdóttir, sem þekkt er fyrir vörumerkið Lykkjufall, sem leggur áherslu á brjóstagjafafatnað og barnaföt. Sigrún lokaði nýverið verslun sinni við Lauga- veg en verður þess í stað með vörur sínar til sölu á kaffihúsinu. Einnig er stefnan að reka veitingaþjónustu fyrir barnaafmæli þar sem for- eldrum gefst kostur á að kaupa hollar afmæliskökur. Í kjallaranum er líka fjölnota rými sem má nota fyrir krakkajóga eða krakka- bíó. Hópar geta líka bókað rýmið til dæmis gegn því að panta hádegisverð- artilboð, eitthvað sem gæti hentað mömmuhópum vel til að fá að vera í friði. Ennfremur er stefnan að reka barnagæslu þarna, ekki síst í kringum jóla- verslunina á Laugaveginum í desember. Sögustund og spænskunámskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.