SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 6
6 29. ágúst 2010 Spurningar hafa vaknað í Bandaríkjunum um það hvað deilan um Park51, fyrirhugaða menningar- miðstöð og bænahús múslíma, skammt þar frá sem tvíburaturnarnir stóðu á Manhattan, segi um banda- rísku þjóðina. Á forsíðu tímaritsins Time var spurt hvort Bandaríkjamenn væru haldnir múslímafóbíu og sagt að verkefnið væri prófsteinn á trúarlegt um- burðarlyndi í landinu. Dagblaðið The New York Times birti grein um hvaða augum málið væri litið annars staðar í heim- inum. Þar er vitnað í Abelhamid Shaari, sem hefur hvað eftir annað reynt að fá borgaryfirvöld í Mílanó til að gefa byggingarleyfi fyrir mosku hvar sem væri í borginni, en án árangurs. „Í Bandaríkjunum er að minnsta kosti umræða,“ segir hann. Í Evrópu er tekist á um bann við búrkum og mína- rettum. Í deilunni um moskuna á Manhattan er spurningin ekki hvort, heldur hvar. Bandaríkin hafa hins vegar hingað til verið tekin til fyrirmyndar um aðlögunarhæfni. „Bandaríkjamenn eru að átta sig á því að stjórnarskrá þeirra og frjálslyndi vernda þá ekki frá deilunum, sem ástundun íslams hefur vakið í okkar löndum,“ skrifar dálkahöfundurinn Pierre Ro- usselin í blaðið Le Figaro. Annars staðar er litið á deiluna sem staðfestingu á afstöðu Bandaríkjamanna. „Bandaríkin hata íslam,“ segir viðmælandi The New York Times í Bagdad, Mo- haimen Jabar. Abdel Moety Bayoumi, fræðimaður við íslamska rannsóknarstofnun í Egyptalandi, gagn- rýnir fyrirætlunina: „Með henni eru búin til varanleg tengsl á milli íslams og 11. september. Af hverju ættum við að setja okkur og íslam í stöðu sektar?“ Í Bandaríkjunum er að minnsta kosti umræða Nokkrar moskur eru í New York. Þessi hefur staðið frá 1991 og er sú fyrsta, sem var reist í borginni. Reuters Á ætlanir um að reisa menningar- miðstöð og bænahús múslíma tveimur húsaröðum frá staðnum þar sem tvíburaturnarnir, sem féllu í árás hryðjuverkamanna 11. september 2001, stóðu á Manhattan hafa hleypt af stað hat- römmum deilum í Bandaríkjunum. Þegar George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkj- anna, blés til atlögu gegn hryðjuverkum áttaði hann sig á því að auðvelt væri að eitra and- rúmsloftið í garð þeirra þriggja til sjö milljóna múslíma, sem búa í Bandaríkjunum, og gætti þess vandlega að leggja hryðjuverkamenn og samtök þeirra ekki að jöfnu við múslíma og ísl- am, sem væri trúarbrögð friðar. Sá greinarmunur virðist enginn vera í huga andstæðinga moskunnar. „Þið megið reisa mosku [þar sem tvíburaturnarnir stóðu] þegar við megum reisa bænahús gyðinga í Mekka,“ stóð mótmælaspjöldum í New York á sunnudag fyrir viku. Þegar fyrst var greint frá áætlunum um að reisa menningarmiðstöð fyrir múslíma, þar sem ætti að vera sundlaug, þrekmiðstöð, veit- ingastaðir, leiksvið og bænaherbergi, í dag- blaðinu The New York Times í byrjun desember í fyrra voru sáralítil viðbrögð. Aðstandendur framkvæmdarinnar kváðust vilja stuðla að „já- kvæðri umræðu milli heims múslíma og vest- ursins“. Tveimur vikum síðar kom viðtal á sjónvarps- stöðinni Fox News við Daisy Kahn, eiginkonu helsta skipuleggjanda miðstöðvarinnar, ímamsins Feisals Abduls Raufs. Laura Ingra- ham tók viðtalið og sagði: „Ég kann að meta það sem þið eruð að gera.“ Það var ekki fyrr en í maí að undiraldan byrj- aði. Kveikjan var blogg eftir Pamelu Geller, sem áður hafði vakið athygli með því að fullyrða að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri launson- ur blökkumannaleiðtogans Malcolms X, sem hún segist sjálf reyndar aldrei hafa trúað í raun og veru. Í huga Geller er menningarmiðstöðin „risamoska“ og ögrun að ætla að reisa hana á þessum stað: „Þetta er íslamskt tilkall til valda og útþenslustefna.“ Síðan hefur undiraldan verið að magnast í fjölmiðlum og spjallþáttum og gagnrýnin verið hvað mest áberandi í fjölmiðlum Ruperts Mur- dochs, sem á meðal annars Fox News. Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í kosningunum 2008, sagði að þetta væri „tillits- laus fyrirætlun múslíma, eins og þeir vilji stinga Bandaríkjamenn, sem enn finna fyrir sársaukanum, í hjartastað“. Repúblikaninn Newt Gingrich, fyrrverandi forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, hefur gagnrýnt hina fyrirhuguðu miðstöð af hörku: „Að reisa mosku á þessum stað væri sambærilegt við að setja upp nasistaskilti við hliðina á helfarar- safninu.“ Hann kallar áðurnefndan Feisal Ab- dul Rauf „róttækan íslamista“ og lætur sig engu varða að hann hefur farið á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins bæði í tíð Bush og Obama til að boða umburðarlyndi meðal músl- íma og araba. Fleiri repúblikanar hafa tekið undir gagn- rýnina, en Ron Paul, þingmaður repúblikana frá Texas, var fyrstur til að hasta á þá, and- staðan við miðstöðina helgaðist bara af „hatri og ótta við íslam“ og að baki henni stæðu „ný- íhaldsmenn“, sem létu „ekkert tækifæri ónotað til að beita hatri í garð múslíma til að afla stuðnings við illa ígrunduð, fyrirbyggjandi stríð“. Um miðjan þennan mánuð hætti Obama sér inn í umræðuna, kvaðst skilja þær tilfinningar, sem málið vekti, en bætti við: „Þetta eru Bandaríkin og stuðningur okkar við trúfrelsið verður að vera óhagganlegur. Það grundvallar- atriði að fólk af öllum trúarbrögðum sé vel- komið í þessu landi og verði ekki mismunað af stjórn þess er lykilþáttur í því hver við erum.“ Bandarískir fjölmiðlar sögðu þegar að Obama hefði lýst yfir stuðningi við menningar- miðstöðina. Gingrich sagði að það kæmi ekkert á óvart að forsetinn héldi áfram að „sleikja sig upp við róttæka íslamista“, en trúfrelsi kæmi þessu máli ekkert við. Gingrich hefur gagnrýnt forsetann harðlega og ný bók hans nefnist „To Save America: Stopping Obama’s Secular- Socialist Machine“. Þar segir hann: „Bandaríkj- unum stafar jafn mikil ógn af hinni veraldlegu- sósíalísku vél og eitt sinn af Þýskalandi nasism- ans og Sovétríkjunum.“ Daginn eftir sagði Obama að hann hefði ekki verið að lýsa yfir stuðningi við hina fyrirhug- uðu byggingu, aðeins að ítreka að allir ættu að fá jafna meðferð hjá stjórnvöldum: „Ég var ekki að tjá mig og mun ekki tjá mig um skynsemi þeirrar ákvörðunar að reisa mosku á þessum stað.“ „Íslamskt tilkall til valda“ Áformuð moska á Manhattan vekur deilur Stuðningsmenn og andstæðingar moskunnar létu á miðvikudag í sér heyra fyrir utan fyrirhugaðan byggingarstað hennar. ReutersVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Til eru táknrænir staðir, sem vekja minningar, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Og það er ekki gott að vekja minn- ingar.“ Dalil Boubakeur, yf- irmaður stórmosk- unnar í París og einn æðsti íslamski klerk- urinn í Frakklandi, í viðtali við dagblaðið France-Soir. Ekki gott að vekja minningar 50%afsláttur Verð áður 2598 kr. Grísalundir, erlendar 1299 kr.kg ódýrt og gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.