SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 21
29. ágúst 2010 21 H eimildamyndin Future Of Hope sem fram- leidd er af Heather Millard og leikstýrt af Henry Bateman verður frumsýnd þann fyrsta september næstkomandi. Myndinni er ætlað að veita nýja sýn á hrunið og sýna hvernig það geti einnig haft jákvæðar breytingar á íslenskt samfélag. Hvernig datt ensku kvikmyndatökuliði í hug að búa til heimildamynd um Ísland? „Hugmyndin að Future of Hope kviknaði í janúar- byrjun 2009 eftir að við höfðum lesið ótal blaðagreinar í Englandi um hrunið á Íslandi. Sú grein sem stóð hvað mest upp úr beindi mun jákvæðara ljósi á hrunið en hin- ar. Í henni var greint frá því hvernig Íslendingar hafa áð- ur staðið af sér erfiða tíma og náð aftur sínu striki. Upp úr þessu hugsuðum við með okkur að kannski væru bresku blöðin ekki að segja alla sólarsöguna um hrunið og eftir- köst þess. Því ákváðum við að fara í rannsóknarferð til Ís- lands í mars í fyrra og hitta þar fullt af fólki af ólíkum sviðum samfélagsins. Í þessari heimsókn hittum við fyrir mun jákvæðari þjóð en okkur hafði verið talin trú um í fjölmiðlum að byggi á Íslandi og hittum fólk sem trúði því að hrunið gæti líka reynst frábært tækifæri. Eftir ferðina snerum við aftur til Englands og fórum að grúska betur í þessum málum og undirbúa gerð heimildamyndar. Með- al þess sem við gerðum var að skoða heimildamyndir um Ísland sem framleiddar höfðu verið í öðrum löndum og sáum að í meirihluta þeirra var sett fram mjög stöðluð sýn á landið þar sem framleiðendur höfðu ekki haft fyrir því að kafa dýpra í sögu Íslands og íslenska menningu. Við ákváðum því að fara á bólakaf í þetta verkefni og fluttum til Íslands sumarið 2009 til að kynnast landi og þjóð vel. Síðan þá höfum við búið hérlendis og myndin hefur heldur betur undið upp á sig. Til að byrja með stóðu tveir breskir kvikmyndagerðarmenn á bak við gerðina en nú hefur gengið til liðs við okkur áhugasamt teymi Ís- lendinga sem samanstendur af Bigga Hilmarssyni, El- isabetu Ronaldsdottur, Gunnari Steini Úlfarssyni, Her- berti Sveinbjörnssyni, Steinþóri Birgissyni, Unu Lorenzen og kvikmyndagerðarfyrirtækinu Kukl ehf.,“ segir Heather. Boðið í mat og gistingu Heather segir að til að byrja með hafi þau verið dálítið áhyggjufull yfir því hvernig bresku kvikmyndateymi yrði tekið á Íslandi en slíkar áhyggjur hafi fljótlega horfið út í veður og vind. Hún segir að það hafi komið þeim þægi- lega á óvart hversu vel þeim var tekið af Íslendingum sem buðu þeim inn á heimili sín í mat og jafnvel gistingu. Þó hafi stuðningur þeirra Íslendinga sem að myndinni komu örugglega haft mikið að segja og auðveldað þeim að sannfæra fólk um að þau væru í raun að búa til jákvæða kvikmynd um Ísland. „Ég get vel skilið að fólk sé vantrú- að eftir allt sem á undan er gengið en okkur mætti engin fjandsemi og var einfaldlega tekið opnum örmum. Eftir því sem lengra leið á gerð myndarinnar og það spurðist út að við værum á ferðinni fór fólk líka að kannast við okkur og þar með að treysta okkur betur. Hefðum við ekki eytt síðastliðnu ári á Íslandi efast ég stórlega um að okkur hefði tekist jafn vel að fanga sögurnar og ná til viðmæl- enda okkar og raun ber vitni,“ segir Heather. Nú er titillinn Future of Hope sannarlega upplífgandi en segir hann til um niðurstöður kvikmyndarinnar? „Ég vil ekki uppljóstra endinum en kvikmyndin er sannarlega jákvæð heimildamynd um Ísland og ég vona að hún verði Íslendingum enn meiri innblástur til fram- fara, svo og alþjóðlegum áhorfendum innblástur til að tileinka sér þann jákvæða hugsunarhátt þors og vilja sem okkur finnst tíðkast á Íslandi. Í titlinum Future of Hope eru undirliggjandi skilaboð kvikmyndarinnar um þjóð sem er full vonar og tækifæra en hún sýnir hvernig Ís- lendingar byggja nú á þessum eiginleikum á sjálfbærari hátt. Aðalatriðið er að hér er ekki um að ræða heimilda- mynd um hrunið heldur jákvætt viðhorf til sjálfbærs lífs- stíls í gegnum lífrænan landbúnað, viðskipti, nýsköpun, endurnýjanlega orku og hvernig við getum þróað áfram og aðlagað frekar sjálfbærar aðferðir til að yfirstíga erfið- leika, svo og að vernda og varðveita náttúrulega fegurð Íslands. Ekki er dvalið við hvað fór úrskeiðis eða hverjum er hægt að kenna um heldur einblínt á að sýna jákvæðar hliðar hrunsins sem tækifæri fyrir Ísland til að umbreyt- ast í sjálfbærari þjóð. Við settum okkur líka það markmið frá upphafi að búa til öðruvísi mynd þar sem allir sem að henni kæmu fengju að láta til sín taka og fylgja myndinni frá upphafi til enda,“ segir Heather. Vonar að Íslendingar verði stoltir Heather segist vona að Íslendingar njóti kvikmyndarinn- ar og ef einn einstaklingur geti lært eitthvað af henni eða fengið nýja hugmynd þá sé tilganginum náð. Aðstand- endur Future of Hope séu þó alveg jafn taugaóstyrkir og allir þeir sem séu við það að frumsýna kvikmynd og jafn- vel aðeins meira en gengur og gerist þar sem þau séu ut- anaðkomandi. „Við vonum að Íslendingar verði stoltir af myndinni núna og í framtíðinni og að hún geti líka vakið von meðal fólks. Við fengum til liðs við okkur frábært fólk sem við vonumst til að íslenska þjóðin geti sam- samað sig við og brugðist við því sem þau segja á jákvæð- an hátt,“ segir Heather en meðal þeirra sem fram koma má nefna; Vigdísi Finnbogadóttur, Andra Snæ Magnason, Ómar Ragnarsson, Guðjón Má Guðjónsson og Kristínu Völu Ragnarsdóttur. Kvikmyndin hefur þegar vakið at- hygli fyrir utan landsteinana í Nýja-Sjálandi, Kanada, Noregi, Hollandi og Japan og viðræður eru hafnar um að sýna Future of Hope í þessum löndum í komandi framtíð. Framtíð vonarinnar Heimildamyndin Future of Hope gefur nýja og jákvæðari sýn á Ísland og Ís- lendinga eftir hrunið. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tökulið við upptökur á Future Of Hope á útsýnispalli Perlunnar.Heather Millard vildi sýna hvernig hrun- ið hefur hvatt til sjálfbærari lífstíls. Upptökur fóru fram víða og voru viðmæl- endur af ólíkum toga. ’ Ekki er dvalið við það sem fór úrskeiðis eða hverjum er hægt að kenna um heldur einblínt á að sýna jákvæðar hliðar hrunsins sem tækifæri fyrir Ísland til að um- breytast í sjálfbærari þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.