SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 18
18 29. ágúst 2010
S
tór orð hafa fallið í fjölmiðlum
síðustu daga. Hver er forsaga
þessa máls?
„Það er búið rekja þessa sögu
meðal annars á síðum Morgunblaðsins í
gær. Ég vona að rannsókn varpi ljósi yfir
þessa atburðarás. Ég get sagt það eitt að
við séra Hjálmar vorum að reyna að gera
okkar besta, við vorum báðir mjög með-
vitaðir um að það var ekkert auðvelt fyrir
Sigrúnu Pálínu að standa í þessari bar-
áttu. Það var mikið fár í kringum þetta
mál, mikil fjölmiðlaumræða og gríðarlegt
álag og ásakanir á báða bága. Ólafur bisk-
up þvertók fyrir að biðjast fyrirgefn-
ingar. Mín upplifun þá var sú að okkar
þætti í þessu væri lokið. Aðkoma okkar
var frá upphafi á hennar forsendum og
við gátum ekkert meira gert – ég upplifði
það þannig. Ég vil undirstrika, að við
vorum eingöngu að leita sátta að hennar
beiðni. Ég áleit það skyldu mína að leggja
lóð á þá vogarskál.
Á sama sólarhring hafði önnur kona
samband við mig og bað mig um „að
hjálpa sér að losna út úr þessu máli“ eins
og hún orðaði það. Hún hefði verið ein af
þeim sem hefðu ásakað Ólaf, og hún væri
að kikna undan álaginu. Það voru allir
fjölmiðlar á eftir þessum konum og hún
sagði að þrýstingurinn væri orðinn of
mikill. Ég var á engan hátt að beita þessar
konur þrýstingi, til að fá þær til að falla frá
ásökunum sínum eða draga þær til baka.
Það er fjarri lagi. En áreiðanlega get ég
horfst í augu við að ég hefði átt að bregð-
ast öðruvísi við, standa með þeim og
fylgja máli þeirra eftir. Mig tekur það sárt
að ég skyldi hafa brugðist trausti þeirra.“
Það hryggir mig
– Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að
svara því ekki með nógum skýrum hætti í
Kastljósviðtali fyrr í vikunni, hvort þú
tryðir frásögn þessara kvenna.
„Ég orðaði það svo, að ég hefði ekki
ástæðu til að rengja þær. En ég vil taka af
allan vafa um, að ég trúi þessum konum.
Það er mín skoðun að frásagnir þeirra séu
trúverðugar. Og ég harma það, að það
skuli hafa verið lögð önnur merking í
þessi orð mín.
Ég bið þær konur, sem finnst ég hafi
brugðist þeim, fyrirgefningar á því, að ég
skuli ekki hafa staðist þeirra væntingar.
Það hryggir mig, að einhverjar mann-
eskjur skuli sitja inni með þá hugsun, og
þá upplifun af mér, eða öðrum þjónum
kirkjunnar, að við höfum brugðist þeim.
Fyrir hönd kirkjunnar vil ég biðja þær
fyrirgefningar á því, á því að kirkjan hafi
brugðist þeim, og á þeirri skelfilegu raun
sem þær hafa þurft að ganga í gegnum í
skugga hennar. Ég bið þess að við getum
öll tekið höndum saman um að vinna að
lækningu þeirra sára sem af hafa hlotist,
þess sársauka, sem svo ótal margir líða
fyrir.“
– Dagbjört Guðmundsdóttir, sem varð
fyrir áreitni Ólafs í Kaupmannahöfn, steig
fram í viðtali í DV í gær, sagðist hafa ósk-
að eftir fundi með þér og að hún ætlaði
meðal annars að spyrja þig: „Af hverju
þorðu kirkjunnar menn ekki að standa
með okkur?“
„Eftir á að hyggja, þá gæti verið að ein-
hver meðvirkni hafi verið í gangi,“ svarar
Karl. „Það er vel þekkt fyrirbæri. Þetta
var mál sem allt þjóðfélagið var undirlagt
af og öll kirkjan. Það má segja að allt hafi
logað stafnanna á milli út af því. Um þetta
leyti var haldinn prófastafundur sem gaf
út yfirlýsingu um að Ólafur væri saklaus
borinn sökum. Af þessu varð mikill hvell-
ur. Og menn skiptust í hópa, þar sem tek-
ist var á um hver væri þess umkominn að
lýsa yfir sekt eða sakleysi. Það blönduðust
allskonar hagsmunir í þessa deilu og það
var augljóst að þessir flokkadrættir auð-
velduðu ekki málið.“
– Flokkadrættir innan kirkjunnar?
„Já, svona var nú andrúmsloftið. Og ég
held, að núna þegar við horfum til baka,
þá er það allt í gegnum gleraugu, sem við
höfðum ekki þá. Það hefur svo margt
breyst í samfélaginu. Það var örugglega
brugðist við með röngum hætti í mörgum
atriðum og ég harma það.
En við einsettum okkur að gera brag-
arbót. Við unnum til dæmis að því að setja
prestum nýjar siðareglur, þar sem sett var
inn ákvæði varðandi kynferðislega
áreitni. Ég man eftir gömlum presti, sem
var alveg miður sín yfir því að þetta orð
skyldi vera sett inn í siðareglur presta, því
svona gerðist ekki. Þessi gamli góði frómi
prestur og þessi viðbrögð hans, guð blessi
minningu hans, þau voru lýsandi fyrir
viðhorfið hjá mörgum. Svona hlutir eiga
sér bara ekki stað. Og ég held að það sé af-
skaplega mannlegt, að hver manneskja
eigi í raun mjög erfitt með að horfast í
augu við þessa staðreynd, að einhver sem
þú vilt treysta og vilt bera virðingu fyrir
og átt að geta treyst fullkomlega, skuli
brjóta af sér með þessum hætti. Það er
bara eitthvað sem á ekki að eiga sér stað.
Þetta veldur líka sterkum varn-
arviðbrögðum, og það gerir meðal annars
þessi mál svo erfið.
Málið komst líka í sali Alþingis, var rætt
í utandagskrárumræðu, og á þessum sama
tíma voru forsetakosningar, þar sem varla
var haldinn framboðsfundur án þess að
biskupsmálið bæri á góma. Allir liðu undir
þessu, konurnar, kirkjan, sóknarbörnin,
prestarnir. Þetta var eins og farg á öllum.
Og við vorum nokkrir ungir prestar, eða í
yngri kantinum að okkur fannst allavega,
sem stóðum fyrir því að gera menn út af
örkinni, til þess að biðja Ólaf að stíga fram
og segja af sér vegna þessa máls.
Svo var haldinn fundur í kirkjuráði sem
ég var þá kominn í, þar sem Ólafur sór og
sárt við lagði, að hann væri alsaklaus af
þessum ásökunum og flutti mjög tilfinn-
ingaþrungna ræðu yfir okkur, þar sem
hann lagði mikla áherslu á að við yrðum
að sýna honum stuðning og lýsa yfir sak-
leysi hans. Ég var byrjandinn í þessum
hópi, en þarna voru menn sem höfðu
starfað með honum mjög lengi. Ég var
ósáttur við yfirlýsingu um sakleysi hans
og saman sömdum við ályktun, sem hann
brást mjög illa við og taldi óskiljanlega
loðmullu. Ég held hann hafi aldrei al-
mennilega fyrirgefið mér þetta.“
– En brugðust þið við?
„Já, við vildum setja þetta á dagskrá.
Það var gert með siðareglum presta á
þeim tíma og rætt í þaula. Við vildum líka
setja reglur um hvernig staðið skyldi að
Kirkjan á
að vera
griðastaður
Málefni kirkjunnar hafa verið á allra vörum und-
anfarna daga. Séra Karl Sigurbjörnsson biskup
hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína í
„biskupsmálinu“ eins og það er kallað, sem snýst
um ásakanir fleiri en einnar konu á hendur for-
vera hans á biskupsstóli, Ólafs Skúlasonar, fyrir
kynferðislegt áreiti.