SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 36
36 29. ágúst 2010
É
g man ekki eftir öðru eins veðri síðan árið
1939,“ segir dr. Björn Sigurbjörnsson er hann
tekur á móti blaðamanni í skógi vöxnum garð-
inum á Kiðafelli. Faðir hans, Sigurbjörn Þor-
kelsson í Vísi, fæddist þar fyrir 125 árum og hélt stór-
fjölskyldan upp á afmæli hans í sumar á ættarsetrinu.
Blaðamaður er kominn til þess að fá hann til að rifja upp
minningar um föður sinn, en veðrið kemst aðeins að hjá
honum fyrsta augnablikið.
„Við héldum að árið í fyrra hefði verið gott, en í sumar
dregur aldrei fyrir sólu,“ segir hann. „Er sól í bænum?“
Blaðamenn kunna ekki að svara spurningu nema með
spurningu.
– Skiptir um veður við Tíðaskarð?
„Já, það gerir það oft,“ svarar Björn. „Það getur verið
mjög hvasst á Kjalarnesinu og þá er gott hér, en þegar
hér er ekki stætt, þá er skárra þar.
Ég man í gamla daga þegar Klettur var til, fiskimjöls-
verksmiðjan, þá gat maður séð reykinn liðast beint upp í
loft, en þegar komið var á Kjalarnes, þá var hvassviðrið
slíkt að þar var veggur. Fjöllin gera þetta oft, að breyta
veðráttunni. En hér er logn og trén vaxa vel.“
Hann svipast um skógi vaxna hlíðina.
„Þetta var beitiland til ársins 1976, engin hrísla neins
staðar. Þá var girt hérna fyrst og ég sótti meðal annars
efniviðinn á tilraunastöðina Mógilsá. Nú er þetta orðinn
skógur. Kiðafell er samkomustaður fjölskyldunnar; hér
komum við alltaf reglulega saman og hittumst á fjósloft-
inu. Þar er byggðasafn. Faðir minn sagði að fjölskylda sín
hefði verið viðloðandi Kiðafell síðan Svartkell katneski
nam hér land árið 890 með leyfi Ingólfs Arnarsonar.
Hann gerði oft að gamni sínu. En þetta er tilfellið, við
eigum marga forfeður hér.“
Brenndi nóturnar
– Manstu eftir versluninni á Laugavegi 1?
„Ég var kornungur þegar faðir minn átti búðina,“ seg-
ir Björn. „Ég held að hann hafi selt hana þegar ég var átta
ára. Ég var að afgreiða og hjálpa honum. Gísli versl-
unarstjóri sagði að ef ég seldi sígaretturnar áfram á sama
verði, þá færi búðin á hausinn! Hann var flinkur kaup-
maður.
Fyrstu minningar mínar um föður minn eru úr miðri
kreppunni. Ég er fæddur árið 1931 og kreppan hófst
tveimur árum fyrr. Þá var hann kaupmaður með ellefu
börn, bæði tengdamömmu og hennar barn og ömmu
sína. Þetta var allt á heimilinu, oft tólf til átján við borðið
heima. En það sem er minnisstæðast, það var þegar
kreppunni lauk og stríðið byrjaði. Þá var hann með heil-
an bunka af nótum, því allt var tekið út í reikning. Fólk
var mjög fátækt, gat ekki keypt mat, og ég var hjá hon-
um þegar hann sagði: „Ég er að hugsa um að brenna
þessar nótur.“ Þá var engin hitaveita og hann fór niður í
kjallara, þar sem var miðstöðvarketill með kolum, og
brenndi bunkann. Mér fannst það svolítið sérstakt, þó að
ég væri ungur.“
– Hvers vegna seldi hann búðina?
„Hann missti heilsuna í byrjun fimmta áratugarins og
varð að selja. Þá fékk hann fyrir hjartað, það var kölluð
hjartaþreyta þá. Og læknirinn sagði að ef hann héldi
áfram þessu stússi – hann var í alls konar nefndum og
ráðum – þá myndi hann lifa svona sex mánuði. Hann
seldi búðina og smám saman batnaði honum. Eins og
þeir sögðu, nokkrir læknar í afkomendahópnum sem
fylgdust með honum: „Hann var bara í fínu lagi þegar
hann dó, 96 ára.“
– Eru margir læknar meðal afkomenda?
„Ætli það séu ekki átta til tíu læknar í afkomenda-
hópnum. Barnabörnin eru 36 og ég hef ekki tölu á
barnabarnabörnunum. Ég er langalangömmubróðir lítils
drengs og það kalla ég að vera „forfaðir“. Þegar ég lít til
baka, þá á ég langalangömmubróður, sem var Tómas
Sæmundsson Fjölnismaður. Það er svolítið langt síðan
hann var uppi,“ segir hann og brosir.
– Það þekktu margir Sigurbjörn?
„Já, það þekktu hann eiginlega allir. Hann gekk alltaf
með hatt og það var komið gat í hattinn, þar sem hann
tók hann niður til að heilsa fólki. Því hann var í niður-
jöfnunarnefnd og þá þurftu menn að þekkja skattgreið-
endur alla, ekki bara með nafni, heldur inni á gafli, og
gegnum það kynntist hann ansi mörgum. Þetta var ekki
vinsælt starf, því engar tölvur voru til og þeir urðu að
áætla skattinn. Ég man eftir að svara í síma strákur og þá
sagði karlmannsrödd: „Er helvítið hann Sigurbjörn
heima?“ Þá hafði hann fengið of hátt útsvar, býst ég
við.“
– Það hefur stundum verið þröngt í búi á svo mann-
mörgu heimili?
„Er sól
í bæn-
um?“
Sigurbjörn í Vísi var
goðsögn í lifanda lífi. Björn
sonur hans rifjar upp minn-
ingar frá viðburðaríkri ævi
föður síns, en 125 ár eru liðin
frá fæðingarári hans.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is