SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 34
É g hef alltaf ljósmyndað fólk í sínu daglega lífi,“ segir Ken Opprann um tildrög þess að hann ákvað að gera frásögn í máli og myndum af fimm trúar- brögðum. „Þegar ég fór fyrst til Indlands árið 1985 tók ég eftir því, að það var fastur liður í daglegu lífi fólks að sýna ýmsum guðum virðingu við altari og musteri í vegkantinum. Eftir því sem árin liðu og ég ferðaðist til ólíkra heimshluta, þá komst ég að því, að ég hafði ljósmyndað margvíslegar trúarathafnir þegar ég myndaði fólk. Þá varð ég æ áhugasamari um trúarbrögð: Ég hélt áfram ferðalögum mínum um heiminn, meðal annars til Ind- lands, Eþíópíu, Kambódíu, Tíbets, Suður-Afríku og Bandaríkj- anna, þegar tími gafst til og fjárráð leyfðu. Ég hef varið miklum tíma í þetta verkefni, en það hefur verið hverrar mínútu virði.“ – Kom þér eitthvað á óvart? „Eiginlega ekki! Ég er opinn fyrir því að fólki eigi að leyfast að trúa hverju sem það vill. En varð ég undrandi? Já! Yfir skilyrðis- lausri aðstoð sem ég fékk frá fjölmörgum einstaklingum af öllum trúarbrögðum. Þegar ég kom að máli við þá og sagði þeim frá verkefninu, þá leyfðu þeir mér að ljósmynda sig á mjög persónu- legum augnablikum. Mér var aldrei neitað og ég hef verið boðinn í skírnir, brúðkaup, jarðarfarir og aðrar einkaathafnir.“ – Komstu aldrei að lokuðum dyrum? „Ég mætti engum teljandi vandræðum.“ – Ertu orðinn gagnrýnni á einhverjar hliðar trúarbragða sem stofnunar í samfélaginu? „Ég var ákveðinn í einu frá upphafi, að ég ætlaði ekki að breyta þessu verkefni í pólitíska yfirlýsingu. Hugmyndin var sú, og er enn, að sýna fólk sem einstaklinga þar sem það biður til guðs síns, til dæmis í hofum, kirkjum, moskum og sýnagógum og hvar sem það iðkar sín trúarbrögð.“ – Í hverju felst munurinn á milli þeirra trúarbragða sem þú fjallar um í bókinni? „Þetta verkefni snerist um einstaklinga og hvernig þeir tengj- ast guði sínum. Þess vegna hef ég ekki leitað eftir því, hvernig þau eru frábrugðin, heldur hvernig þau líkjast og hvernig fólk af ólíkri menningu og trú hagar trúariðkun sinni.“ – Láta trúarbrögð gott af sér leiða, að þínum dómi? „Ég get aðeins horft á það út frá einstaklingssjónarmiði. Ég held að fólk sem leiðist á glapstigu, til dæmis á glæpabraut, en verður svo trúað og bætir ráð sitt, að þá hafi trúarbrögðin látið gott af sér leiða fyrir þann einstakling.“ – Og eftir þessa miklu yfirlegu, að hvaða trúarbrögðum hneig- ist þú? „Ég tilheyri engum trúarbrögðum.“ pebl@mbl.is Kristindómur Fjölmennustu trúarbrögðin, telja 2,1 milljarð. 17. desember ár hvert safnast tugþúsundir manna saman í El Rincon í messu til dýrð- ar San Lazaro, dýrlingi fátækra. El Rincon, Kúbu árið 1997. Hindúasiður Elstur af helstu trúarbrögðum heims með 3-4000 ára sögu. Hindúar telja um milljarð og eru þetta því þriðju fjölmennustu trúarbrögð veraldar. Hér sést morgunbæn við ána Hooghly. Kol- kata, Indlandi árið 2001. Trúin fest á ljósmynd Norski ljósmyndarinn Ken Opprann er hvorki hindúi, kristinn, mús- limi, búddisti né gyð- ingur. En hann hefur fest á filmu frásögn af þess- um fimm ólíku trúar- brögðum. Afraksturinn er nýkominn út í ljós- myndabók á vegum for- lagsins Opnu og verður sýning á ljósmyndunum opnuð í Listasafni Akur- eyrar í dag, laugardag, undir yfirskriftinni „Trú“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.