SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 34

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 34
É g hef alltaf ljósmyndað fólk í sínu daglega lífi,“ segir Ken Opprann um tildrög þess að hann ákvað að gera frásögn í máli og myndum af fimm trúar- brögðum. „Þegar ég fór fyrst til Indlands árið 1985 tók ég eftir því, að það var fastur liður í daglegu lífi fólks að sýna ýmsum guðum virðingu við altari og musteri í vegkantinum. Eftir því sem árin liðu og ég ferðaðist til ólíkra heimshluta, þá komst ég að því, að ég hafði ljósmyndað margvíslegar trúarathafnir þegar ég myndaði fólk. Þá varð ég æ áhugasamari um trúarbrögð: Ég hélt áfram ferðalögum mínum um heiminn, meðal annars til Ind- lands, Eþíópíu, Kambódíu, Tíbets, Suður-Afríku og Bandaríkj- anna, þegar tími gafst til og fjárráð leyfðu. Ég hef varið miklum tíma í þetta verkefni, en það hefur verið hverrar mínútu virði.“ – Kom þér eitthvað á óvart? „Eiginlega ekki! Ég er opinn fyrir því að fólki eigi að leyfast að trúa hverju sem það vill. En varð ég undrandi? Já! Yfir skilyrðis- lausri aðstoð sem ég fékk frá fjölmörgum einstaklingum af öllum trúarbrögðum. Þegar ég kom að máli við þá og sagði þeim frá verkefninu, þá leyfðu þeir mér að ljósmynda sig á mjög persónu- legum augnablikum. Mér var aldrei neitað og ég hef verið boðinn í skírnir, brúðkaup, jarðarfarir og aðrar einkaathafnir.“ – Komstu aldrei að lokuðum dyrum? „Ég mætti engum teljandi vandræðum.“ – Ertu orðinn gagnrýnni á einhverjar hliðar trúarbragða sem stofnunar í samfélaginu? „Ég var ákveðinn í einu frá upphafi, að ég ætlaði ekki að breyta þessu verkefni í pólitíska yfirlýsingu. Hugmyndin var sú, og er enn, að sýna fólk sem einstaklinga þar sem það biður til guðs síns, til dæmis í hofum, kirkjum, moskum og sýnagógum og hvar sem það iðkar sín trúarbrögð.“ – Í hverju felst munurinn á milli þeirra trúarbragða sem þú fjallar um í bókinni? „Þetta verkefni snerist um einstaklinga og hvernig þeir tengj- ast guði sínum. Þess vegna hef ég ekki leitað eftir því, hvernig þau eru frábrugðin, heldur hvernig þau líkjast og hvernig fólk af ólíkri menningu og trú hagar trúariðkun sinni.“ – Láta trúarbrögð gott af sér leiða, að þínum dómi? „Ég get aðeins horft á það út frá einstaklingssjónarmiði. Ég held að fólk sem leiðist á glapstigu, til dæmis á glæpabraut, en verður svo trúað og bætir ráð sitt, að þá hafi trúarbrögðin látið gott af sér leiða fyrir þann einstakling.“ – Og eftir þessa miklu yfirlegu, að hvaða trúarbrögðum hneig- ist þú? „Ég tilheyri engum trúarbrögðum.“ pebl@mbl.is Kristindómur Fjölmennustu trúarbrögðin, telja 2,1 milljarð. 17. desember ár hvert safnast tugþúsundir manna saman í El Rincon í messu til dýrð- ar San Lazaro, dýrlingi fátækra. El Rincon, Kúbu árið 1997. Hindúasiður Elstur af helstu trúarbrögðum heims með 3-4000 ára sögu. Hindúar telja um milljarð og eru þetta því þriðju fjölmennustu trúarbrögð veraldar. Hér sést morgunbæn við ána Hooghly. Kol- kata, Indlandi árið 2001. Trúin fest á ljósmynd Norski ljósmyndarinn Ken Opprann er hvorki hindúi, kristinn, mús- limi, búddisti né gyð- ingur. En hann hefur fest á filmu frásögn af þess- um fimm ólíku trúar- brögðum. Afraksturinn er nýkominn út í ljós- myndabók á vegum for- lagsins Opnu og verður sýning á ljósmyndunum opnuð í Listasafni Akur- eyrar í dag, laugardag, undir yfirskriftinni „Trú“.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.