Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 1
M Á N U D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
1. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«VEFVERSLUN
HLJÓMFAGRIR ÁLFA-
SKÓR SEM GLEÐJA
«STÓRAFMÆLI
Matthías Johannes-
sen áttræður
6
Sérblað um
HEILSU
fylgir Morgunblaðinu í dag
VEL hefur viðrað til útivistar í froststillum og
blíðviðri síðustu daga. Það hefur fólk líka nýtt
sér; margir hafa gengið á fjöll, leikið sér á skaut-
um eða farið í útreiðartúra. Í frosthörkum síð-
ustu daga hefur ís lagt á vötnum og þau orðið
vinsæl meðal hestamanna sem fyrirtaks góðir
skeiðvellir. Á ísagrárri spöng hefur verið vinsælt
að spretta úr spori þar sem knapar hafa leikið
listir sínar á hálum ís.
Morgunblaðið/Ómar
HESTAMENN Á HÁLUM ÍS
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
HUGMYNDIR eru uppi um að
stækka verksmiðju Actavis á Íslandi
um helming. Í dag getur verksmiðj-
an framleitt tæpan milljarð taflna á
ári, en eftir fyrirhugaðar breytingar
verður framleiðslugetan 1,5 milljarð-
ar taflna.
„Verksmiðjan hér á landi er alveg
fullnýtt,“ segir Guðbjörg Edda Egg-
ertsdóttir, aðstoðarforstjóri Actavis
Group. Hún telur góðar líkur á að af
áðurnefndri stækkun verði og að
henni ljúki á þessu ári. Endanleg
ákvörðun verði að líkindum tekin
innan nokkurra vikna.
Hjá Actavis á Íslandi starfa um
580 manns, en samanlagður starfs-
mannafjöldi fyrirtækisins er tæp-
lega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti
hluti starfsmanna fyrirtækisins hér
á landi fæst við þróun samheitalyfja,
en um 160 manns starfa í verksmiðj-
unni, sem er í Hafnarfirði.
Gera má ráð fyrir að starfsmönn-
um hér á landi fjölgi eitthvað með
fyrirhugaðri stækkun verksmiðj-
unnar. Að sögn Guðbjargar Eddu
verður fjölgun starfsmanna þó ekki í
beinu hlutfalli við stækkunina, enda
felist sú hagræðing sem náist fram
með stækkun verksmiðjunnar meðal
annars í því að hægt verði að auka
framleiðsluna án þess að fjölga
starfsmönnum mikið.
Actavis rekur sextán verksmiðjur
víðsvegar um heiminn. Guðbjörg
Edda segir að í dag sé hagkvæmast
að stækka verksmiðjuna hér á landi.
Íslenska verksmiðjan hafi leyfi til að
framleiða flest nýrra lyfja Actavis,
m.a. sökum þess að þróunarsetur
fyrirtækisins er hér og því sé hægt
að auka framleiðslu hraðar en í er-
lendu verksmiðjunum.
Mikil stækkun fyrirhuguð
Stefna á að auka framleiðslugetu Actavis á Íslandi um rúmlega helming
Verksmiðjan í Hafnarfirði sprungin Líklegt að starfsmönnum fjölgi eitthvað
Fleiri töflur Framleiðslugetan í dag
er milljarður taflna á ári.
,,Það hafa nú þegar margir sett
sig í samband við mig og það er
ósköp eðlilegt,“ segir Ágúst Einars-
son, stjórnarformaður Framtaks-
sjóðs Íslands. Lífeyrissjóðir leggja
sjóðnum til 30 milljarða til fjárfest-
inga í fyrirtækjum. »14
Margir leita á náðir fram-
takssjóðs lífeyrissjóðanna
Biðlistar vegna
hjúkrunarrýma
töldu einungis 60-
70 manns um mán-
aðamótin nóvem-
ber/desember sl.
Þetta er kúvend-
ing frá því í árslok
2007 þegar 464 eldri borgarar voru
á biðlista eftir hjúkrunarrými.
Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri
hjá Landlæknisembættinu, segir
skýringuna að finna í strangara
vistunarmati nú en áður og betri
nýtingu úrræða á borð við heima-
hjúkrun og dagvistun. A.m.k. 154
hjúkrunarrými verða tekin í notk-
un á árinu á nýjum hjúkrunar-
heimilum en ráðgert er að bæta
með því aðstöðu og fækka fjölbýl-
um en ekki fjölga hjúkrunar-
plássum í raun. »8
Strangara mat og minni bið
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
og Hlyn Orra Stefánsson
ENN er beðið eftir að forseti Íslands tikynni hvort
hann staðfesti Icesve-lögin nýju, en aldrei hefur
liðið jafn langur tími frá því forseti fær lög í hend-
ur og þar til hann tilkynnir ákvörðun sína. Stjórn-
málafræðingarnir Ólafur Harðarson og Eiríkur
Bergmann segja óvissuna vegna málsins óheppi-
lega. Þeir telja mögulegt að forsetinn hafi þegar
gert upp hug sinn en dragi að segja frá ákvörð-
uninni til að undirstrika alvöru málsins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, segir ekki mikið tilefni til biðleiks á
Bessastöðum. Nú reyni á hvort forsetinn sé sjálf-
um sér samkvæmur og synji lögunum staðfest-
ingar – eða sýni að þeir fyrirvarar sem hann gerði
þegar lögin voru samþykkt í fyrra sinnið hafi verið
staðlausir stafir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir ekki öllu skipta hve
langan umþóttunartíma forsetinn taki sér. Mik-
ilvægt sé hins vegar að hann nýti sér frestinn vel
og leiti til dæmis álits erlendra lögspekinga en
þannig ætti honum að verða ljóst að samningarnir
væru Íslendingum algjörlega óviðunandi.
„Ekki mikið tilefni til biðleiks“
Aldrei hefur verið beðið jafn lengi eftir ákvörðun forseta Óvissan slæm, segja
stjórnmálafræðingar Reynir á hvort forsetinn sé „sjálfum sér samkvæmur“
Morgunblaðið/Ómar
Mótmæli Hvetja forseta til að neita undirskrift. Beðið ákvörðunar forseta | 2 og 4
Morgunblaðið/RAX
Undirskriftir vekja mikla
athygli utan landsteinanna
Fjölmargir erlendir fjölmiðlar
fjölluðu í gær um undirskriftasöfn-
un Indefence-hópsins sem hvetur
forseta Íslands til að synja Icesave-
lögunum staðfestingar.
Stöðugt fjölgar á listanum og
höfðu um 62.000 manns skráð sig á
hann í gærkvöldi eða vel ríflega
fjórðungur kosningabærra manna.
Þá má nefna að breska blaðið Gu-
ardian telur talsverðar líkur á póli-
tískum óróa á Íslandi í ár. »2