Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 7
E N N E M M /S ÍA /N M 39 80 1 Fjárhagsleg hagræðing Ef fjárhagsleg staða heimilisins er ekki mjög alvarleg getur nægt að endurskoða einstaka útgjaldaliði með þjónustufulltrúa í næsta útibúi. Endurfjármögnun skammtímalána Viðskiptavinir geta sótt um að skuldbreyta skammtímalánum en möguleikar á skuldbreytingu eru þó háðir mati á greiðslugetu viðskiptavinar. Gefi mat jákvæða niðurstöðu er skoðað að sameina skuldir í nýja fyrirgreiðslu eða lengja lánstíma. Eingöngu vaxtagreiðslur í eitt ár Viðskiptavinir geta sótt um að greiða eingöngu vexti af lánum með veði í íbúðarhúsnæði í allt að 12 mánuði. Ef lán er í vanskilum er skoðaður sá möguleiki að skuldbreyta vanskilunum. Tímabundin föst greiðsla Viðskiptavinum býðst að semja við bankann um að greiða fasta greiðslu af íbúðalánum í tiltekinn tíma. Þetta léttir greiðslubyrðina og gefur svigrúm til endurskipulagningar fjármála heimilisins. Frysting afborgana í allt að þrjú ár Viðskiptavinum stendur til boða að fresta afborgunum og greiðslu vaxta af íbúðalánum í allt að 3 árað uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ekkert þarf að greiða af lánum þann tíma, en höfuðstóllinn hækkar sem nemur áföllnum vöxtum og verðbótum. Ef viðskiptavinur hefur áður fengið frystingu dregst lengd þeirrar frystingar frá. Ef lán er í vanskilum er sá möguleiki skoðaður að skuldbreyta vanskilunum. Frestun vegna sölutregðu Þeir sem eru að byggja eða hafa keypt fasteign en hefur ekki tekist að selja eignina sem þeir áttu fyrir, geta óskað eftir að fresta greiðslu afborgana af höfuðstóli og vaxtagreiðslum af annarri eigninni. Þegar frystingu er aflétt bætast vextir og verðbætur við höfuðstólinn og greiðslubyrðin er umreiknuð. Sértæk skuldaaðlögun Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem eru í verulegum greiðsluerfiðleikum.Hún felurí sérsamning milli kröfuhafa og lántaka til þriggja ára. Skuldir sem eru umfram 110% af virði íbúðarhúsnæðis eru felldar niður standi viðkomandi við samninginn. Opinber greiðsluaðlögun Opinber greiðsluaðlögun er ætluð þeim sem hafa leitað annarra tiltækra greiðsluerfiðleikaúrræða sem eru í boði hjá lánastofnunum og sýnt fram á að þau úrræði hafa reynst ófullnægjandi. Kynntu þér málin vel Landsbankinn leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir kynni sér vel þær fjölmörgu lausnir sem þeim standa til boða. Nánari upplýsingar er að finna á landsbankinn.is eða hjá þjónustufulltrúa í næsta útibúi. Útibú Landsbankans eru opin frá kl. 11-16 í dag. LAUSNIR FYRIR HEIMILIÐ | landsbankinn.is | 410 4000 50% endurgreiðsla vaxta - til þeirra sem ekki hafa nýtt úrræði vegna íbúðalána Til að koma til móts við viðskiptavini sem ekki hafa þurft að grípa til annarra úrræða en greiðslu- jöfnunar mun Landsbankinn endurgreiða 50% af vöxtum íbúðalána í íslenskum krónum sem voru til greiðslu í desember. Endurgreiðslan verður lögð inn á reikning viðskiptavina bankans í lok janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.