Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 19
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ef éghefðihafthug- mynd um það þegar ég byrj- aði, hvað þetta væri mikið mál, þá hefði ég frekar varið tím- anum í að reyna að læra golf. En ef maður byrjar á einhverju verki af þessu tagi, þá er eins gott að ljúka því,“ segir Áskell Þór- isson. Hann hefur stofnað Litlu búðirnar, vefverslun fyr- ir íslenskt handverk og náttúruvörur. Áskell starfar sem útgáfu- og kynningarstjóri Land- búnaðarháskóla Ís- lands en Litlu búð- irnar eru hugarfóstur hans og áhuga- mál. Staða hans er ekki ólík því sem handverks- fólkið býr við, það framleiðir vörurnar í hjá- verkum. Veg- ferðin hófst þeg- ar hann var að leita á netinu og skoða hluti frá handverksfólki. „Ég sá að margir eru með heimasíður en afskaplega misjafnar að gæðum og datt í hug að útbúa sölusíðu,“ segir Áskell. Stuðningur sem hann fékk hjá Vaxtarsamningi Vesturlands gerði honum kleift að hefjast handa. Þýtt á erlend tungumál Þótt enn sé verið að þróa vefinn og sníða af honum agnúa hafa Litlu búðirnar verið opnaðar. Þeg- ar hafa liðlega þrjátíu framleið- endur skráð sig inn með fram- leiðsluvörur af ýmsu tagi. Vörurnar eru flokkaðar niður í átta litlar búðir. „Það er mikil gróska í hand- verki og margir að gera fallega hluti. Fólk hefur í mörgum til- vikum átt í erfiðleikum með að koma vörum sínum á framfæri. Litlu búðirnar munu ekki bjarga öllu en vonandi hjálpa einhverjum að bjóða vörur sínar til sölu sem Handverksfólk fær inni í litlum búðum á netinu annars hefðu ekki lagt í það,“ seg- ir Áskell. Hann segir að margt hand- verksfólk hafi fylgst með þróun Litlu búðanna og reikna megi með fjölgun framleiðenda á næstu vik- um. Næsta skrefið er að þýða vefinn á erlend tungumál. Þegar er byrj- að að þýða hann á þýsku og bind- ur Áskell vonir við að það geti skapað nýjan markað fyrir hand- verksfólk. Hver hlutur einstakur Áskell tekur fram að þeir sem kaupa vörur á vef Litlu búðanna geti í sumum tilvikum þurft að bíða eftir að fá vöruna afhenta. Framleiðendur þurfi tíma til að framleiða vöruna eða taka hana til. Það geti til dæmis tekið hátt í þrjár vikur að prjóna lopapeysu og koma henni til skila, þegar mikið er að gera. Lögð er áherslu á að sýna af- urðirnar á myndum og veita greinargóðar upplýsingar um framleiðendur og hvar þeir búa. Áskell lætur þess getið að þótt fólk geti valið sér vörur eftir ljós- myndum séu þær ekki alltaf ná- kvæmlega eins og á myndinni. „Vörur í Litlu búðunum eru hand- verk, hver hlutur er einstakur,“ segir Áskell. Áskell Þórisson TENGLAR ..................................................... www.litlubudirnar.is  Áskell Þórisson stofnar vefverslun með íslenskt handverk og náttúruvörur  Vonast til að geta aðstoðað handverksfólk við að koma sér á framfæri Sturlunga Kristín Gunnarsdóttir sækir hugmyndina að peys- unni til Sturlungu. Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 • MOTORS. Tískuverslun á Laugavegi með sterk vörumerki í einkasölu og sérvörur fyrir mótorhjólafólk. Gæti hentað vel til sameiningar. • Rótgróið iðnfyrirtæki með bygginga- og viðhaldsvörur. Ársvelta 90 mkr. • Þekkt iðnfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til almennings. Ársvelta 350 mkr. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með álprófíla og plexigler. Ársvelta 50 mkr. • Heildverslun með neytendavörur. Góð örugg umboð. Ársvelta 80 mkr. • Rótgróið framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði og viðhaldi. Ársvelta 260 mkr. Litlar skuldir. • Lítið framleiðslufyrirtæki með örugga viðskiptavini. Tvö stöðugildi. Ársvelta 55 mkr. EBITDA 15 mkr. • Þekkt heimilisvöruverslun. Ársvelta 120 mkr. • Rógróið iðnfyrirtæki með öruggan markað. Ársvelta 220 mkr. • Heildverslun með stórmarkaðsvörur (ekki matvæli). Ársvelta 120 mkr. • Rótgróið framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem selur að stórum hluta beint til neytenda. Ársvelta 160 mkr. • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.