Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Pistill sem ÓliBjörn Kára-son birtir á
vefsíðuni AMX í
gær er athyglis-
verður og afar
skýr. Hann fjallar
um ríkisábyrgðar-
frumvarpið, sem Alþingi sam-
þykkti naumlega næstsíðasta
dag liðins árs.
Í upphafi pistilsins segir að
þungbært hafi verið að fylgj-
ast með útsendingu í sjónvarpi
frá þessum atburðum. Það hef-
ur fleirum þótt, því landsmenn
tóku í beinu framhaldi að
skrifa í stórum stíl undir
áskorun um að málið fengi
ekki endanlegan frágang án
beins atbeina þjóðarinnar.
Fyrir liggur að meirihluti ís-
lenskra alþingismanna er
sömu skoðunar.
Bent er á í pistli Óla Björns
að alls ekkert bendi til þess að
ríkisábyrgð hafi verið á inni-
stæðusöfnun Landsbankans í
Bretlandi og Hollandi enda sé
slíkrar ábyrgðar hvergi getið í
íslenskum lögum, sem er ófrá-
víkjanleg forsenda þess að hún
geti verið fyrir hendi. Slíkrar
ábyrgðar sé heldur ekki getið í
því regluverki Evrópusam-
bandsins sem Ísland hefur
gert að sínu. Og þrautav-
arakenningin um að Ísland
beri að minnsta kosti „sið-
ferðilega ábyrgð“ fái heldur
ekki staðist. Starfsemi L.Í. í
Bretlandi og Hollandi hafi ver-
ið lögleg þar og
fylgt öllu reglu-
verki Evrópusam-
bandsins og fór
fram með fullri
vitneskju þar-
lendra yfirvalda.
Innistæðueigend-
urnir fengu hærri vexti en
gerðist og gekk, sem benti
ótvírætt til aukinnar áhættu,
og því hefur ekki verið haldið
fram í málinu að þeir hafi ver-
ið beittir blekkingum. Rök-
semdir í þessum pistli eru
einkar skýrt fram settar og að
því leyti frábrugðnar þeim
ræðum sem fluttar voru hinn
örlagaríka dag og áttu að rétt-
læta Icesave-gerninginn.
Það er vissulega erfitt að
fullyrða að einhver staða sé
hundrað prósent lögfræðilega
rétt þegar samningamenn ís-
lensku þjóðarinnar hafa af
henni þann rétt sem var frum-
skylda þeirra að tryggja: Að
málið yrði aldrei samþykkt án
þess að réttbærir dómstólar
hefðu um það fjallað. Á þetta
er bent í umræddum pistli. En
jafnvel án dómsniðurstöðu
hlýtur hin lögfræðilega túlkun
að blasa allskýrt við eftir opin-
bera umræðu fjölda fræði-
manna. Hún hefur í raun stutt
mjög þá niðurstöðu sem fæst
hjá Óla Birni Kárasyni og er
þá raunar horft til þess sem
lögfræðingar hafa almennt
sagt um málið, óháð frá hvaða
hlið þeir hafa heldur talað.
Mjög athyglisverð
grein um rík-
isábyrgðarmálið
hefur verið birt á
vefnum AMX. }
Lagaleg staða er skýr
Ólafur RagnarGrímsson af-
greiddi Icesave-
málið þannig 2.
september sl. að
engum ætti að geta
komið í hug að
hann myndi stað-
festa gerninginn nú, óháð gríð-
arlegum fjölda áskorana. Þá
var hvergi minnst á „afleið-
ingar“ eins og hann reyndi að
hanna í nýársræðu sinni. Svo
fordæmalausir sem þeir til-
burðir voru virtist þó reynt að
setja þá í efnislegan búning.
Þetta stjórnskipunarmál
væri ekki upp með núverandi
hætti nema vegna þess sem
Ólafur Ragnar gerði sumarið
2004. Því hefur verið haldið
fram að það verk hafi eingöngu
verið unnið í hagsmunagæslu
forsetans fyrir Jón Ásgeir í
Baugi og Sigurð G., kosninga-
stjóra forsetans. Ólafur Ragn-
ar hefur reynt síðan þá að
sveipa málið í annan búning,
reyndar margbreytilega bún-
inga, og er það skiljanleg til-
raun. Með hliðsjón af því er
fróðlegt að sjá að eftirmanni
hans á kennarastóli í háskól-
anum dettur ekki
annað í hug en að
þessu sinni muni
Ólafur eingöngu
horfa til þess
hverjir séu hags-
munir þeirra sem
teljast til vina
hans. Prófessorinn sagði: „Það
er engin leið að segja það með
einhverri vissu en ég mundi
halda að það væru frekar
minni líkur en meiri [að Ólafur
Ragnar neitaði, að skrifa und-
ir]. Ef Ólafur neitar að skrifa
undir þetta stendur hann svo-
lítið uppi vinalaus í hinu póli-
tíska landslagi á Íslandi. Það
er alveg ljóst að mjög stór
hluti þeirra sem vilja að hann
neiti að skrifa undir eru litlir
vinir Ólafs og mjög stór hluti
þeirra sem gera ráð fyrir að
hann muni skrifa undir eru
kannski helst þeir sem eru
pólitískir vinir Ólafs.“
Það er athyglisvert að pró-
fessor Gunnar Helgi telur
borðleggjandi að Ólafur Ragn-
ar Grímsson eigi fáa vini í hópi
þeirra næstum 60.000 Íslend-
inga sem hafa skrifað undir
áskorun til forsetans.
Útskýringar prófess-
orsins í stjórn-
málafræði um hvað
ráði gerðum forset-
ans eru sláandi.}
Vinahagsmunir sagðir ráða
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
M
atthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, skáld og rithöfundur,
átti áttræðisafmæli í gær, 3. janúar. Af
því tilefni hefur Bókafélagið Ugla, sem
Jakob F. Ásgeirsson, veitir forstöðu, gef-
ið út á bók ljóðabálkinn Hrunadansinn, sem birtist hér í
Morgunblaðinu hinn 12. apríl 2006 og disk með flutningi
Gunnars Eyjólfssonar leikara á því verki. Gunnar hreifst
af þessu mikla ljóði Matthíasar þegar hann las það í Morg-
unblaðinu og lærði utan að. Frumflutningur hans á
Hrunadansinum í Rotaryklúbbi Reykjavíkur er ógleym-
anlegur.
Hugmyndina að þessari útgáfu á áttræðisafmæli Matt-
híasar átti Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráð-
herra og vinur og samstarfsmaður Matthíasar í áratugi.
Hugmyndina að því að birta ljóðabálkinn með þeim hætti
sem gert var í Morgunblaðinu átti hins vegar annar sam-
starfsmaður og vinur Matthíasar í áratugi, Árni Jörgen-
sen, fyrrverandi útlitsritstjóri Morgunblaðsins, sem kom
til mín einn góðan veðurdag, hafði lesið ljóðið hjá Matt-
híasi, taldi það einstakt og lagði til að það yrði birt með
þeim hætti, sem gert var.
Matthías dvelst nú í útlöndum ásamt sonum sínum og
tengdadóttur.
Saga Morgunblaðsins í bráðum 100 ár er samofin sögu
íslenzku þjóðarinnar á sama tíma með sigrum og ósigrum.
Matthías Johannessen ritstýrði Morgunblaðinu í rúmlega
40 ár af þessum nær 100 árum, lengur en nokkur annar.
Samanlagður ritstjóraferill hans og Valtýs Stefánssonar
spannar um 80 ár. Á milli þeirra voru djúp tengsl, sem áttu
sér rætur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á síðari hluta 19.
aldar og í byrjun 20. aldar. Valtýr var sonur Stefáns Stef-
ánssonar frá Heiði, síðar skólameistara á Möðruvöllum en
Stefán skólameistari, dr. Valtýr Guðmundsson, einn af
forystumönnum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og Jó-
hannes Jóhannesson, móðurafi Matthíasar, voru einkavin-
ir og pólitískir samherjar en Jóhannes var formaður sam-
bandslaganefndarinnar, sem samdi um fullveldi Íslands
við Dani 1918. Valtýr Stefánsson var skírður í höfuðið á dr.
Valtý.
Þegar Matthías sótti um vinnu á Morgunblaðinu horfði
Valtýr á hann og sagði: Ertu ekki dóttursonur Jóhannesar
bæjarfógeta? Matthías játti því. Valtýr sagði: Þú ert ráð-
inn.
Raunar voru tengsl fólksins á Heiði við ritstjórn Morg-
unblaðsins víðtækari vegna þess að afi Sigurðar Bjarna-
sonar frá Vigur, sem var einn af ritstjórum blaðsins frá
1956 til 1970, var séra Sigurður Stefánsson, bróðir Stefáns
skólameistara. Sigurður Bjarnason lifir nú í hárri elli og
varð 94 ára gamall nú í desember.
Þótt slík ættartengsl séu ekki í uppáhaldi í nútímanum
er ekki hægt að skilja Matthías Johannessen án þess að
gera sér grein fyrir þessari fjölskyldusögu hans. Hann er
alinn upp í andrúmi sjálfstæðisbaráttunnar. Anna móðir
hans dvaldist sem unglingsstúlka á heimili dr. Valtýs í
Kaupmannahöfn og var alnafna konu dr. Valtýs Guð-
mundssonar, sem hét Anna Jóhannesdóttir.
Þeir Matthías og Valtýr Stefánsson voru kjölfestan í rit-
stjórn Morgunblaðsins frá 1924 til síðustu aldamóta og
áhrifa þeirra gætir enn í hefðum, venjum og vinnubrögð-
um.
Þegar Matthías var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins í
ágústmánuði 1959 var þjóðin í kreppu, bæði pólitískri,
efnahagslegri og tilfinningalegri kreppu. Kalda stríðið
hafði geisað í áratug og harkan í hinni pólitísku baráttu
mikil. Þjóðin var klofin í afstöðu til aðildar Íslands að Atl-
antshafsbandalaginu og veru bandaríska varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Þessi sundrung hafði djúpstæð áhrif á
menningarlífið en á þeim vettvangi var Matthías orðinn
virkur þátttakandi. Fyrsta ljóðabók hans, Borgin hló, kom
út 1958.
Stríðsgróðinn var horfinn og íslenzkir ráðamenn gengu
á milli erlendra sendiráða og leituðu eftir lánum. Fyrsta
vinstristjórn lýðveldisins hafði hrökklast frá völdum tæpu
ári áður. Höft ríktu á öllum sviðum. Þegar minn árgangur
útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1958
var álitamál, hvort hægt væri að fá gjaldeyri afgreiddan til
að innleysa efni í stúdentshúfur.
Inn í þetta andrúmsloft kom 29 ára gamall ritstjóri og
vildi opna blaðið! Hann hafði áður tekið viðtal við Halldór
Kiljan Laxness og birt í Morgunblaðinu en sá maður hafði
þá ekki sést á síðum Morgunblaðsins lengi. Hann var vin-
ur og aðdáandi Steins Steinarr, sem ekki var eftirlæti
sjálfstæðismanna á þeirri tíð. En hann naut trausts þeirra
Valtýs Stefánssonar og Bjarna Benediktssonar og það réð
úrslitum.
Og svo vildi hann fá Eyjólf Konráð Jónsson með sér
sem ritstjóra og fékk því framgengt hálfu ári seinna. Þá
var Eykon framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins.
Að opna Morgunblaðið og rjúfa tengslin við Sjálfstæðis-
flokkinn tók aldarfjórðung. Við Matthías litum svo á að því
verki hefði verið formlega lokið þegar við skrifuðum bréf
til þingflokks Sjálfstæðisflokksins sumarið 1983. Í áratugi
höfðu fulltrúar Morgunblaðsins átt rétt til setu á þing-
flokksfundum Sjálfstæðisflokksins, fyrst ritstjórar, svo
leiðarahöfundar og loks þingfréttaritarar. Þetta sumar
fengum við í fyrsta sinn bréf, þar sem óskað var eftir nafni
þess, sem sækja mundi þingflokksfundi af blaðsins hálfu
þá um haustið. Við skrifuðum svarbréf í samráði við stjórn
Árvakurs hf., sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, var þá formaður fyrir, og afþökkuðum boðið.
Í dag er erfitt að skilja að það þótti tíðindum sæta þegar
Hannibal Valdemarsson skrifaði grein í Morgunblaðið á
Viðreisnaráratugnum. Að opna Morgunblaðið fyrir and-
stæðum sjónarmiðum var eins konar opnun á þjóðfélaginu
sjálfu, þar sem þegnarnir höfðu í raun gengið um með
kreppta hnefa hver í annars garð.
Matthías gekk lengra en að opna Morgunblaðið í nánu
samstarfi við Eykon og Sigurð frá Vigur. Smátt og smátt
byggði hann upp tengsl yfir þá djúpu gjá, sem var á milli
fólks á þessum árum. Þeim varð vel til vina, honum og
Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Tímans, og náin tengsl
sköpuðust á milli Eykons og Þórarins. Snemma á áttunda
áratugnum var Þórarinn tíður gestur á ritstjórnar-
skrifstofum Morgunblaðsins. Þar fóru fram opinská sam-
töl. Skiptar skoðanir á dægurpólitík þeirra ára skiptu
engu máli. Þeim gekk líka vel að tala saman, Matthíasi og
Magnúsi Kjartanssyni, ritstjóra Þjóðviljans, þótt þess
sæjust engin merki á skrifum blaðanna, nema síður væri.
Að því kom að Magnús vildi fremur skrifa í Morgunblaðið
en önnur blöð. Ég lagði mig fram um að veita honum góða
þjónustu.
Eftir fall vinstristjórnar Ólafs Jóhannessonar vorið
1974 dró smátt og smátt úr kaldastríðsátökunum á hinum
pólitíska vettvangi en þau lifðu góðu lífi í menningunni. Nú
sneri Matthías sér að því að brúa það bil og þótti okkur
yngri samstarfsmönnum hans nóg um. Við sáum að þeim
fjölgaði vinstrimönnum í menningarlífinu, sem áttu erindi
við Matthías. Um þessa sáttaviðleitni Matthíasar var ekki
einhugur í hópi þeirra skálda og rithöfunda, sem mest
höfðu orðið fyrir barðinu á þeim anda, sem ríkti á dögum
kalda stríðsins. En sá, sem hafði Morgunblaðið í hönd-
unum, réð ferðinni.
Þegar Berlínarmúrinn féll og kalda stríðinu lauk töldum
við Björn Bjarnason, sem þá var aðstoðarritstjóri Morg-
unblaðsins, að þeim ósigri ætti að fylgja fast eftir gagnvart
talsmönnum Sovétvaldsins á Íslandi og höfðum uppi til-
burði í þá átt. Við komumst hins vegar ekkert áleiðis
vegna þess að Matthías var mótfallinn því að láta kné
fylgja kviði.
Þegar ég horfi yfir farinn veg tel ég að opnun sam-
félagsins og sættir á milli andstæðra hópa séu mesta fram-
lag Matthíasar Johannessen til íslenzkra þjóðfélagsmála á
seinni helmingi 20. aldarinnar og að því marki hafi hann
beitt áhrifamætti Morgunblaðsins.
Í útgáfu Uglu á Hrunadansinum er birt ritskrá Matt-
híasar, sem vinur hans í meira en hálfa öld, Sigurjón
Björnsson, prófessor í sálfræði, hefur tekið saman. Sú rit-
skrá sýnir að Matthías hefur skilað tvöföldu ævistarfi.
Hvernig fór hann að því? Hann var og er hamhleypa til
verka. En skýringin er fyrst og fremst ein: Hanna, eig-
inkona hans. Án hennar hefði vegferð Matthíasar orðið
önnur.
Áratugum saman ritstýrði hann Morgunblaðinu í smá-
atriðum dag frá degi. En fyrst og fremst var það andi hans
sem réð ferðinni. Við hinir vorum handverksmenn.
Ég hef ekki vit á bókmenntum. En mér er ljóst að bók-
menntaverk Matthíasar eru að verulegu leyti sprottin úr
lífsreynslu hans sjálfs, sem að sumu leyti hefur verið
sárari en flestir gera sér grein fyrir. Þess vegna er hann
mikið skáld. Það gladdi mig mjög að sjá þá skoðun stað-
festa í merkum ritdómi sem Sigurður Hróarsson skrifaði í
Í tilefni af
áttræðisafmæli
Matthíasar Johannessen
Morgunblaðið/Þorkell
Hanna og Matthías Johannessen við skilti með ljóði
Matthíasar í miðgarði Sólheima í Grímsnesi.
Eftir Styrmi Gunnarsson