Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Fréttablaðið fyrir skömmu um síðustu ljóðabók Matthías-
ar, Vegur minn til þín, sem kom út í haust. Þar er að finna í
bókarlok ljóðið Tvö ein, sem ort er eftir lát Hönnu.
Sameiginleg vinkona okkar Matthíasar, Jónína Mich-
aelsdóttir, sagði við mig fyrir langa löngu að Matthías
hefði „opna æð til framtíðarinnar“. Þessi orð hafa sótt á
mig síðustu árin vegna umræðna um meðferð, sem ungt
og umkomulaust fólk varð að sæta á opinberum meðferð-
arheimilum fyrir hálfri öld eða svo. Upplýsingar um þessa
meðferð hafa komið fram síðustu ár með sívaxandi þunga.
Fyrir u.þ.b. 40 árum var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið
Fjaðrafok eftir Matthías. Það leikrit fjallaði um þá at-
burði, sem þjóðin nú í upphafi 21. aldar skammast sín fyr-
ir, að hafi orðið í okkar samfélagi og stjórnvöld hafa beðizt
afsökunar á. Leikritið varð ekki til þess að opinber með-
ferðarheimili væru tekin til nánari skoðunar. Þvert á móti.
Höfundurinn var hrakyrtur. Hann neyddist til þess að
breyta texta verksins til þess að komast hjá því að lög-
banns yrði krafizt á sýninguna og Þjóðleikhúsið yrði fyrir
miklum fjárhagslegum skaða.
Hvernig varð Fjaðrafok til? Ég veit það ekki en mér
býður í grun, að Matthías hafi séð í augum færeyskrar
stúlku heila veröld þjáninga og sorgar, sem hafi knúið
hann til að skrifa þetta verk. Fjaðrafok kom út í bók ásamt
fleiri leikritum Matthíasar 1975. Með þeirri útgáfu birtist
eins konar eftirmáli, sem hann nefnir Viðskilnaður. Þar
segir: „Áður var minnzt á Bjargsmálið. Ég hitti litlu stúlk-
una, sem það snerist einkum um, hún var færeysk og hét
Marjun. Hún var send til Íslands svo að hún gengi ekki
breiða veginn til glötunar.“
Viðskilnaður er dramatísk lesning. Þegar sá texti er les-
inn nú er ljóst að Matthías hefur verið áratugum á undan
sinni samtíð í sýn á meðferð svonefndra meðferðarheimila.
Fjölmiðlun hefur tekið miklum breytingum á þeim ára-
tug sem liðinn er frá því að Matthías Johannessen lét af
ritstjórn Morgunblaðsins. Tækninni hefur fleygt fram.
Nýjar samskiptaaðferðir komið til sögunnar. Nú getur
hver einstaklingur sett upp sinn eigin fjölmiðil. Það er já-
kvætt og býður upp á aukið lýðræði. En því miður hafa
aukin gæði í fjölmiðlun ekki fylgt í kjölfarið á nýrri tækni.
Þvert á móti.
Matthías var mjög kröfuharður um gæði í starfi sínu
sem ritstjóri Morgunblaðsins. Það átti ekki sízt við um
meðferð íslenzks máls á síðum blaðsins. Ég gat ekki betur
séð, hvað eftir annað, en að hann liði líkamlegar kvalir,
þegar alvarlegar málvillur voru í blaðinu.
Ný tækni gerir það að verkum að það herðir fjárhags-
lega að fjölmiðlafyrirtækjum um allan heim og þar á með-
al hér. Sú þróun hefur ekki síður komið niður á Morg-
unblaðinu en New York Times. Hér kemur margt til.
Mikið af fréttum og upplýsingum liggur nú fyrir á netinu
dag hvern án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Ókeypis
fréttum er ekki bara dreift á netinu heldur líka í blöðum.
Þessi aukna fjölmiðlun hefur leitt til þess að auglýsinga-
tekjur dreifast á fleiri aðila en áður. Niðurstaðan er að
starfsemi hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja hefur dregizt
saman. Starfsfólki hefur fækkað. Laun þeirra, sem eftir
eru hafa lækkað. Það er óhugsandi að þannig haldi þetta
áfram.
Það er ekki ólíklegt að árið 2010 verði uppgjörsár í þess-
um efnum, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Það eru
einfaldlega ekki til peningar til þess að halda svona áfram.
Google-leitarvélin nýtir sér ókeypis aðgang að efni, sem
aðrir hafa greitt kostnað við að framleiða til þess að selja
auglýsingar, sem það fyrirtæki eitt hefur tekjur af. Hér á
Íslandi er haldið úti netútgáfum sem byggjast á því að
taka án endurgjalds efni frá þeim fjórum hefðbundnu fjöl-
miðlafyrirtækjum sem hér eru starfrækt. Á þessu hlýtur
að verða breyting, sem leiðir til þess að endurgjald komi
fyrir þessa vinnu eins og aðra. Viljum við byggja líf okkar
á upplýsingum sem safnað er saman á vegum svonefndra
auðmanna (sem reyndar eru tæpast til lengur á Íslandi) og
litaðar af sjónarmiðum þeirra?
En um leið og greiðsla kemur fyrir er líka hægt að gera
meiri kröfur um gæði og þá mun fólk verða vandfýsnara á
upplýsingar. Þess vegna mun eðlileg þróun að þessu leyti
verða þeim fjölmiðlafyrirtækjum í hag sem gera stífar
kröfur um gæði, eins og Morgunblaðið gerir. Ég er því
bjartsýnn á framtíð hins gamla blaðs okkar Matthíasar
sem ég leyfi mér að kalla „okkar“, þótt við höfum aldrei átt
krónu í því en þessi tilfinning starfsmanna Morgunblaðs-
ins fyrr og síðar að þeir „eigi“ blaðið hefur alltaf verið einn
mesti styrkur þess.
Einn ríkasti eðlisþáttur í fari Matthíasar Johannessen
er tilfinningalegt örlæti hans. Því hafa bæði ég og aðrir
samstarfsmenn hans kynnzt. Mér er enn minnisstætt and-
artak fyrir tæpum fjörutíu og tveimur árum, þegar hann
horfði á mig, sá án orða að veröldin hafði hrunið og veitti
mér þrek til að takast á við tilveruna.
Ég þakka þessum gamla vini mínum og samstarfsmanni
fyrir uppeldið, óska honum til hamingju með afmælið og
honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á komandi árum.
Morgunblaðið/Kristinn
Ritstjórar Morgunblaðsins. F.v. Matthías Johannessen,
Sigurður Bjarnason frá Vigur, Eyjólfur Konráð Jónsson og
Styrmir Gunnarsson.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Matthías og Jóhannes S. Kjarval árið 1968.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ritstjórar Morgunblaðsins. F.v. Matthías Johannessen, Jón Kjart-
ansson, Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri, Valtýr Stefánsson,
Eyjólfur Konráð Jónsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Matthías og Halldór Laxness á Morgunblaðinu árið 1980.