Morgunblaðið

Date
  • previous monthJanuary 2010next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 27

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, andaðist á hjartadeild Landspítalans 31. desember. Baldvin Jónsson, Margrét S. Björnsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Konráð Ingi Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Helga Þóra Jónsdóttir, Þormóður Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR HJARTARSON frá Efri-Rauðsdal, Barðaströnd, Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 31. desember sl. Minningarathöfn fer fram í Digraneskirkju 5. janúar kl.15. Jarðarför fer fram frá Brjánslækjarkirkju 8. janúar kl.14. Steinn Valdimarsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Dagur Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Páll Björnsson, og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og sonur ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, fyrrv. tollfulltrúi, Grundarvegi 1, Ytri Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 6. janúar kl.13.00. Rósmary K. Sigurðardóttir, Hafsteinn H. Ólafsson, Karen Stross, Sigurður H. Ólafsson, Hafdís H. Þorvaldsdóttir, Halldór B. Ólafsson, Lilja S. Guðmundsdóttir, Flóra H. Ólafsdóttir, Björgvin E. Guðmundsson, Lára S. Hammer, barnabörn og langafabarn. ✝ Þórunn SólveigKristjánsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum hinn 9. desember 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kristján Sig- urðsson, f. 25.7. 1885, d. 25.9. 1966, frá Ljótárstöðum í Skaftártungum og Októvía Hróbjarts- dóttir, f. 31.5. 1890, d. 20.12. 1977, frá Raufarfelli Austur-Eyjafjöll- um. Þórunn átti eina eldri systur, Sigurbjörtu Kristjánsdóttur, f. 20.11. 1915, d. 23.10. 2007. Þórunn giftist Birni Júlíussyni barnalækni hinn 1. maí 1954, en Haraldur Ölvir, f. 28.11. 1990, c) Birna Eyvör, f. 4.1. 1996. Þórunn ólst upp á Brattlandi í Vestmannaeyjum en bjó lengst af í Reykjavík. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1939 og prófi frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1946. Hún stundaði nám í Statens Svenska Sjuksköterske och Helso- systerskola í Helsingfors í Finn- landi, í heilsuvernd og lauk þaðan sérnámi í september 1952. Jafn- framt lauk hún sérnámi í geð- hjúkrun frá Nýja Hjúkrunarskól- anum í Reykjavík í janúar 1977. Hún starfaði við hjúkrun í Vest- mannaeyjum þar sem hún var yf- irhjúkrunarkona frá 1947 til 1950, á Landspítalanum og á Klepps- spítalanum og á ýmsum stöðum í bæði Finnlandi, Svíþjóð og í Dan- mörku á De Gamles By í Kaup- mannahöfn. Síðast starfaði hún við geðhjúkrun á Kleppsspít- alanum. Útför Þórunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 4. janúar 2009, og hefst athöfnin kl. 13. hann lést 6. mars 1995. Börn þeirra eru 1) Júlíus, sál- fræðingur, f. 5.9. 1954, maki Elín G. Stefánsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 9.2. 1954. Börn þeirra eru: a) Þór- unn Jóhanna, f. 1.6. 1979, maki Þórhallur Helgason, f. 2.2. 1977, barn þeirra er Elín Dögg, f. 29.8. 2009, b) Sigríður Ása, f. 5.9. 1984, maki Andri Ólafsson, f. 1.10. 1985, c) Sólveig Birna, f. 27.7. 1990. 2) Sigurveig leikskólakennari, f. 28.9. 1966, maki Jón Einar Har- aldsson kennari, f. 31.3. 1953. Börn þeirra eru: a) Hrefna Salvör, f. 23.10. 1988, d. 11.6. 1989, b) Fallin er til foldar sæmdarkonan Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir sem síðustu tuttugu ár ævi sinnar var tengdamóðir mín. Hún gekk meðal vina og ættingja undir nafninu Tóta. Tóta var hjúkrunarfræðingur að mennt og hafði unnið við hjúkr- unarstörf í Finnlandi og Danmörku um nokkurra ára skeið, með öðrum orðum, hún var sigld kona, enda fann ég strax við fyrstu kynni að hún sá vel út fyrir túngarð sinn og vissi jafnvel lengra nefi sínu. Tóta var hreinskiptin með af- brigðum og leyndi ekki skoðunum sínum hún tók mér ekki fagnandi, en með fullri kurteisi þó, skoðaði hvern mann ég hefði að geyma og sagði mér eftir þá athugun að lík- lega væri ég skárri en útlitið benti til. Mér þótti vænt um hana frá fyrstu kynningu. Um þessar mundir vann Tóta hlutastarf en fjöldi þeirra sem um sárt áttu að binda áttu hjá henni athvarf og skjól og hún var því fólki veitul á tíma sinn. Tóta var listhneigð, hafði unun af málverka- sýningum og leikhúsum. Einhvern tíma mun hún hafa látið þess getið að hún vildi frekar kaupa Kjarvals- málverk en nýjan Volvo. Hún hafði yndi af ferðalögum og fór víða en mestum tíma trúi ég hún hafi eytt í sumarbústað fjölskyldunnar, Björn- skoti, en þar gróðursetti hún og ræktaði hvert sumar af kostgæfni. Tóta var efasemdamanneskja í trúmálum og sótti lítt guðsþjón- ustur en hún sótti aftur á móti kirkjur, skynjaði þar ákveðna helgi sem hún fann ekki annarsstaðar. Flestir vinir hennar og ættingjar hafa fengið mynd af altaristöflunni í Skálholti að gjöf frá henni en í Skálholtskirkju þurfti hún að kom- ast á hverju ári, hún lifði sig inn í helgi staðarins og upplifði hvernig altaristaflan túlkaði tengsl guðsins við landið og staðinn og gerði það að einni heild. Hvíli hún í friði Jón Einar Haraldsson (Jón Lambi.) Mig langar hér með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Þórunnar Sólveigar Krist- jánsdóttur, Tótu á Brattlandi. Ég kynntist Tótu fyrir 35 árum, þegar við Júlli fórum að vera sam- an. Okkar fyrsti fundur var ákaf- lega auðveldur, Tóta sá um að halda uppi samræðum. Fljótlega komst ég að því hvað hún hafði mikinn áhuga á fólki og átti auðvelt með mannleg sam- skipti, hún var fljúgandi mælsk, hress og skemmtileg og gat einnig verið ákveðin og tilfinningarík. Tóta ræktaði vináttu við stóran hóp ættingja og vina og var eft- irtektarvert hve trygg hún var við marga vini sem stóðu höllum fæti. Hún hafði gaman af að bjóða fólki heim og var hrókur alls fagnaðar, mikill spjallari, hreinskilin og ófeimin að takast á um menn og málefni. Hún velti oft fyrir sér al- mættinu og var efasemdarmann- eskja þegar kom að trúmálum. Tóta var hjúkrunarfræðingur að mennt. Fljótlega eftir útskrift úr Hjúkrunarkvennaskólanum fór hún til Finnlands í sérnám í heilsu- gæslu og bætti við sérnámi í geð- hjúkrun þegar hún var komin yfir fimmtugt. Hún hafði næmt auga fyrir góðri list og fallegum hlutum og bar heimili hennar og Bjössa þess glöggt vitni. Hún var góður teikn- ari og fékkst einnig við að mála, en gerði lítið úr þeim hæfileikum sín- um. Tóta var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum og átti þar sterkar rætur. Vestmannaeyjar voru alltaf mjög ofarlega í huga hennar og oft var gaman að hlusta á Tótu og Bjössa rifja upp gamla tíð og segja skemmtilegar sögur af mannlífinu í Eyjum. Á hverju ári var haldin Þjóðhátíð í sumarbústað þeirra, Björnskoti. Þar var oft margt um manninn og mikið fjör, borðaður lundi og kveiktur varðeldur. Hún talaði um að helst hefði hún viljað eyða síðustu æviárunum í Eyjum með útsýni til Heimakletts. Tóta átti oft um ævina við van- heilsu að stríða. Síðustu árin tók Alzheimer’s sjúkdómurinn hana heljartökum og hvarf hún smám saman inn í heim gleymsku, tján- ingarörðugleika og vanmáttar. Ég kveð Tótu með miklum sökn- uði. Hún var frábær samferðar- maður og litrík tengdamamma. Hvíl þú í friði, elsku Tóta. Elín G. Stefánsdóttir. Okkur systurnar langar til að minnast hennar ömmu Tótu með fáeinum orðum. Amma var góð og skemmtileg kona. Það var alltaf svo gaman og notalegt að koma til hennar og Bjössa afa í Stóragerðið þar sem alltaf var líf og fjör. Amma hafði nefnilega svo gott lag á því að finna upp á skemmtilegum hlutum með okkur systrunum sem aðrir full- orðnir nenntu ekki að gera. Til dæmis þreyttist hún ekki á því að spila rommí og búa til úrklippu- bækur með okkur í litlu kompunni. Hún kunni svo sannarlega að gera hversdagslegustu hluti skemmtilega. Soðinn fiskur stapp- aður með kartöflum bragðaðist til dæmis mun betur í Stóragerðinu en annars staðar. Þar var fiskistappan skorin út í stjörnu og kallaður stjörnufiskur. Amma hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér og oft var mikið hlegið í kringum hana, en hún hafði einstakt lag á sjá skop- legu hliðarnar á hlutunum. Á sumrin dvöldu amma og afi oft í sumarbústaðnum sínum, Björn- skoti. Þar var ævintýralegt og gott að vera. Hefð var fyrir því að leika leikrit og fór amma iðulega með eitthvert hlutverkanna. Þá klædd- um við okkur í fínu náttsloppana og fórum í allskyns gömul föt sem leyndust í Björnskoti. Þangað komu jafnan góðir gestir sem gam- an var að hitta. Svo var iðulega far- ið í sund í Þorlákshöfn eða Hvera- gerði á bláa Volvóinum hans afa. Ísferð í Eden fylgdi ævinlega í kjölfarið, enda auðvelt að freista ömmu Tótu með ís með súkku- laðidýfu. Í Björnskoti sýndi amma meistaralega takta í kartöflugarð- inum og verða brúnu háhæluðu gúmmístígvélin hennar lengi í minnum höfð. Sem sannur Vest- mannaeyingur, hélt amma Tóta ár- lega upp á Þjóðhátíð með pomp og prakt í Björnskoti. Þá var borðaður lundi, haldin brenna, sungið saman og sumir fengu sér jafnvel í aðra tána. Mjög ánægjulegt var að heim- sækja ömmu Tótu á afmælinu hennar nú í desember. Hún hafði svo gaman að því að hitta lang- ömmubarnið sitt, hana Elínu Dögg og við áttum góða stund saman, drukkum pilsner og borðuðum jóla- konfekt. Það þótti okkur mjög vænt um. Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði. Nú ertu loks- ins komin til Bjössa afa. Þínar, Þórunn, Sigríður og Sólveig. Þórunn Sólveig, hún Tóta mín, hefur yfirgefið okkur og þjáist ekki lengur. Nú reyni ég að efna gamalt loforð okkar um það að sú sem yrði eftir hérna megin skrifaði minnig- argrein um þá okkar sem færi á undan. Þá voru þessi tímamót langt í burtu en nú eru þau hér. Tóta var ekki bara vinkona mín og frænka, hún var félagi og vinur í blíðu og stríðu frá því ég hitti hana fyrst, þá var ég aðeins 17 ára. Á svipuðum tíma kynnist ég líka Birni, manni hennar og saman héldu þau utan um mig og mína fjölskyldu þar til þau gátu ekki lengur. Bjössi var læknirinn sem tók börnin og barnabörnin mín í fangið og bar þau út í bíl ef hann mat að- stæður svo að þau þyrftu að leggj- ast inn á spítala. Tóta var hjúkr- unarfræðingur og trúlega er ég það líka þess vegna. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum saman, tvær (án Bjössa og Árna), var að við lærðum geðhjúkrun, í fyrsta sinn sem slík menntun bauðst á Íslandi. Í þeim hópi var hún elst en alltaf hrókur alls fagn- aðar og sló okkur hinum við náms- lega þó svo hún væri oft lasin í bakinu sínu. Við höfðum alltaf svo mikið að tala um og vorum mjög spekingslegar og nutum okkar vel í umræðum um geðhjúkrun og lífið og tilveruna. Í raun var ekkert sem við ekki gátum rætt ofan í kjölinn, fjöl- skylduböndin, ástina og hvað eina sem upp kom. Ég minnist samveru í Vestmannaeyjum, þegar hún kenndi mér leyndardóma saumavél- arinnar og gaf mér snið að sníða eftir föt á börnin mín og taldi í mig kjark þegar mér fannst ég ekki ráða við aðstæður. Við brölluðum margt saman og í eitt skipti sem ég var á leið niður á Vestmannabraut að hitta Tótu mætti ég henni við Landakirkju. Hún var að fara við jarðarför og ég fór bara með henni. En hvíslaði svo að henni „Hvern er verið að jarða?“ Það var gamall maður sem var sæll að fá að fara en ég hreiðraði um mig við hlið frænku minnar og vinkonu og fór svo með henni heim á Vestmanna- braut í notalegt kaffi og spjall. Nú erum það við sem erum orðnar gamlar og hún fer á undan mér og einn góðan veðurdag hittumst við aftur og þá verða fagnaðarfundir. Um leið og ég kveð dýrmæta vin- konu og ég og fjölskylda mín þökk- um henni allt sem hún hefur verið fyrir okkur, samhryggjumst við fjölskyldu hennar. En eins og alltaf og Kahlil Gibran segir svo fallega: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Sólveig Guðlaugsdóttir. Þórunn Sólveig Kristjánsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS RAGNA GUÐMANNSDÓTTIR Austurbergi 14, Reykjavík, lést á Landakotsspítala hinn 1. janúar. Jarðaför auglýst síðar. Þórarinn Jónsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Gunnar Ármann Þórarinsson, Ásta M. Margrétardóttir, Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir, Jón Þórarinsson, og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 1. tölublað (04.01.2010)
https://timarit.is/issue/336494

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (04.01.2010)

Actions: