Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 28
28 Afmæli
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
MultiOne fylgihlutir
Eigum á lager mikið úrval fylgihluta
fyrir MultiOne fjölnotavélarnar.
Orkuver ehf.
www.orkuver.is
Sími: 534-3435.
MultiOne
Eigum á lager nýjar MultiOne
fjölnotavélar í ýmsum stærðum.
Orkuver ehf.
www.orkuver.is
Sími: 534-3435.
Hljóðfæri
Dúndurtilboð!!!!
Kassagítarar: 1/4 stærð kr.
10.900 pakkinn með poka,
strengjasetti og stilliflautu.
4/4 stærð 15.900.- Rafmagns-
gítarpakkar frá kr. 39.900.
Þjóðlagagítarpakkar frá 19.900.-
Hljómborð frá kr. 8.900.-
Trommusett kr. 79.900.- með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is
Ártúnshöfði
Til leigu 76 fm á götuhæð við
umferðargötu. Stórir gluggar,
snyrtilegt húsnæði, flísalagt. Leigist
með hita, rafmagni og hússjóði.
Uppl. í síma 892-2030.
Bílskúr
Flash 2 Pass fjarstýringar
Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara.
Virkar með ljósabúnaði bílsins eða
mótorhjólsins. Kynntu þér málið.
www.orkuver.is
Sími: 534-3435.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Kerrur
Kerrur sem hægt er að fella
saman - Orkel FoldTrailer kerrurnar
er hægt að fella saman, þær taka því
lítið pláss í geymslu.
Orkuver ehf.
www.orkuver.is
Sími: 534-3435.
Atvinnuauglýsingar
Læknir
óskast til starfa við Heilsugæsluna
í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar
eftir að ráða lækni til starfa við Heilsu-
gæslustöðina í Fjarðabyggð.
Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár með
möguleika á framlengingu á ráðningar-
samningi. Staðan er laus nú þegar.
Upplýsingar gefa: Þórarinn Baldursson
yfirlæknir, sími 863 3391, Stefán Þórarinsson
framkvæmdastjóri lækninga, sími 892 3095
og Emil Sigurjónsson forstöðumaður starfs-
mannaþjónustu HSA, sími 895 2488.
Netfang: emils@hsa.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Kennsla
Upphaf vorannar
2010
Dagskóli
Þriðjudagur 5. janúar
Stundatöflur afhentar kl. 09:00-13:00
Nýnemakynning kl. 10:00
Föstudagur 8. janúar
Kennsla hefst skv. stundaskrám
Kvöldskóli
Netinnritun á www.fb.is
Fimmtudagur 7. janúar
Innritun á staðnum
frá kl. 17:00 til 19:00
Skólameistari.
Tilkynningar
Leyfi til veiða á
sæbjúgum
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi
til veiða á sæbjúgum, sbr. reglugerð nr.
1051, 28. desember 2009, um veiðar á
sæbjúgum.
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á
eyðublaði sem er að finna á heimasíðu
stofnunarinnar, og skulu þeim fylgja
upplýsingar um veiðar umsækjenda á
sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár.
Umsóknarfrestur er til 18. janúar 2010.
Fiskistofa, 4. janúar 2010.
Uppboð
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hörðuvöllum
1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Eyjasel 6, fnr. 219-9571, Svf. Árborg, þingl. eig. Sigrún Guðmunds-
dóttir, gerðarbeiðendur Avant hf., Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv.,
Sparisjóðurinn á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg og Sýslu-
maðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 7. janúar 2010 kl. 10:00.
Folaldahólar 3, Svf. Árborg, fnr. 227-7351, þingl. eig. Davíð Sigmars-
son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sparisjóðurinn á Suðurlandi,
Sveitarfélagið Árborg ogTryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn
7. janúar 2010 kl. 10:00.
Kálfhólar 5, fnr. 227-2776, Svf. Árborg, þingl. eig. Ásgeir Vilhjálmsson,
gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., Gluggasmiðjan ehf. og Sveitar-
félagið Árborg, fimmtudaginn 7. janúar 2010 kl. 10:00.
Laxabakki 7, fnr. 228-1888, Svf. Árborg, þingl. eig. Sigvaldi Bjarnason
og Íris Sigrid Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og
Sparisjóðurinn á Suðurlandi, fimmtudaginn 7. janúar 2010 kl. 10:00.
Lækjarbakki 9, Svf. Árborg, fnr. 227-2027, þingl. eig. Anna Margrethe
Klein, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaupþing banki hf. og
Sveitarfélagið Árborg, fimmtudaginn 7. janúar 2010 kl. 10:00.
Oddabraut 13, fnr. 221-2581, Ölfus, þingl. eig. Guðmundur Rúnar
Jóhannsson, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason ehf., fimmtudaginn
7. janúar 2010 kl. 10:00.
Vatnsholt 3, 166399, Flóahreppi, þingl. eig. Margrét Rögnvaldsdóttir,
gerðarbeiðendur Fóðurblandan hf. og PON-Pétur O. Nikulásson ehf.,
fimmtudaginn 7. janúar 2010 kl. 10:00.
Þrastarimi 23, fnr. 218-7727, Svf. Árborg, ehl. gþ., þingl. eig. Arnar Þór
Sveinsson, gerðarbeiðendur Flügger ehf., Glitnir banki hf., Og fjar-
skipti ehf., Selfossveitur bs. og SP Fjármögnun hf., fimmtudaginn
7. janúar 2010 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Selfossi,
30. desember 2009.
Ólafur Helgi Kjartansson.
MÍMIR 6010010419 I° GIMLI 6010010419 III°
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Félagslíf
Vantar þig
starfskraft? atvinna
Garðar
Í dag er níræður
mikill sómamaður og
sannkallaður braut-
ryðjandi, Sigurður
Sigurðsson á Geirs-
eyri við Patreksfjörð.
Sigurður fæddist 3.
janúar 1920 á Geirs-
eyri við Patreksfjörð.
Foreldrar hans voru
Svandís Árnadóttir og
Sigurður A. Guð-
mundsson, skipstjóri,
sem áttu jörðina
Geirseyri og bjuggu
þar. Þau Svandís og Sigurður eign-
uðust 12 börn: Árni, Sigurður, Ásta
Margrét, Þóroddur, Ingveldur Helga,
Guðmundur, Guðríður Soffía, Anna
María, Rögnvaldur, Ásgeir Hjálmar,
Svandís, óskírð stúlka dó í fæðingu.
Sigurður er kvæntur Ingveldi
Hjartardóttur og eiga þau fjögur
börn: Hjörtur, Ríkarður, Anna María
Sigurður Sigurðsson
og Sigurður Svanur.
Á barnsaldri hóf Sig-
urður að vinna, fyrst við
búskapinn og strax á
unglingsárum gerðist
hann sjómaður, fyrst á
v.b. Fylki og síðar á
Vatneyrartogurunum
Verði og Gylfa.
Líklega nokkru eftir
stríðslok 1945 gerðist
Siggi starfsmaður
Vegagerðar ríkisins og
stjórnaði jarðýtu árum
saman. Á þeim tímum
voru jarðýtur ekki eins öflugar og nú
á tímum, en ollu samt byltingu í vega-
gerð og þar með samgöngum á land-
inu.
Ég minnist þess þegar Siggi birtist
á Bíldudal eftir að hafa ýtt vegi yfir
Hálfdán og hóf að ryðja veg út í Ket-
ildali og að Selárdal. Við strákarnir
horfðum fullir undrunar og aðdáunar
á hvernig hann ruddi grjóti úr brött-
um hlíðum fjallanna. Næstu árin var
það aðalstarf Sigga að ryðja vegi um
alla Barðastrandarsýslu.
Auk Hálfdáns og Ketildala voru
það vegir um Suðurfirði frá Bíldudal
til Trostansfjarðar, vegurinn yfir
Þingmannaheiði, Kleifaheiði og inn
Barðaströnd, vegurinn yfir á Rauða-
sand. Oftast var þetta klettaklifur,
vandasamt og hættulegt, eins og þeg-
ar hann ruddi veginn fyrir Hafnar-
múlann, hátt uppi undir klettum í
snarbrattri grjóturð. Þá mátti varla
miklu muna, en Siggi var æðrulaus og
lét sér aldrei bregða. Ég tel vafasamt,
að aðrir hafi rutt eins marga kíló-
metra og Siggi og er hann því sann-
kallaður brautryðjandi.
Siggi er ennþá vel ern og fylgist vel
með því, sem fréttnæmt er. Hann
gerir að gamni sínu á sinn hljóðláta en
fyndna hátt og brosir góðlátlega.
Ég óska Sigga innilega til ham-
ingju með merkisafmælið og óska
honum jafnframt góðrar heilsu og
ennþá fleiri ævidaga.
Jónas Ásmundsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Jólamót
Bridsfélags Reykjavíkur
Jólamót BR var haldið með þátt-
töku 58 para. Sigtryggur Sigurðsson
og Gísli Steingrímsson sigruðu á
mótinu með miklum yfirburðum.
Lokastaðan var þessi.
Sigtryggur Sigurðss. – Gísli Steingrss. 63,4%
Páll Valdimarss. – Ragnar Magnúss. 58,8%
Hermann Lárus. – Þröstur Ingimarss. 56,0%
Jón Baldurss. – Þorlákur Jónsson 55,8%
Sveinn R. Þorvaldss. – Guðl. Sveinss. 55,7%
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Miðvikudaginn 16.desember var
spilaður tvímenningur þar sem vanir
og óvanir spilarar mynduðu pör sam-
an og var þátttakan 12 pör eða 24 spil-
ara sem er mjög gott og þar sáust
margir spilarar sem ekki hafa oft sést
og eru ávallt velkomnir aftur.
Enn úrslit á þessu skemmtilega
kvöldi urðu eftirfarandi:
Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 65,4 %
Grétar Sigurbjss. – Guðjón Óskarss. 57,5 %
Kolbr. Guðveigsd. – Garðar Garðarss. 56,7 %
Erla Árnadóttir – Sigríður Eyjólfsd. 56,3 %
Oddur Hanness. – Sigur. Ingibjörnss. 55,8 %
Aðalfundur var haldin hjá Brids-
félaginu Muninn í Sandgerði þriðju-
daginn 29 desember kl.19:15. Það er
skemmst frá því að segja að starfsem-
in hefur gengið vel og kom félagið í
plúss eftir árið. Á þessum fundi kom
tillaga um að gera Karl Sigurbergs-
son að heiðursfélaga félagsins og var
samhljóða samþykkt með lófataki.
Stjórn var kjörin og hana skipa
Garðar Garðarsson formaður, Dagur
Ingimundarson gjaldkeri, Eyþór
Jónsson ritari, og varamenn Gunn-
laugur Sævarsson og Sigurjón Ingi-
björnsson.
Stjórnir Bridsfélagsins Munins og
Bridsfélags Suðurnesja óska öllum
félögum sínum og fjölskyldum þeirra
gleðilegs nýs árs og þakkar allar sam-
verustundirnar á liðnu ári. Næsta
spilakvöld á nýju ári verður spilað
miðvikudaginn 13.janúar.