Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 33

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 33
Myndir Friðriks Þórs um sér- íslenskan veruleika eins og Englar alheimsins og Bíódagar gengu mjög vel og myndin Börn náttúrunnar hefur öðlast sess í íslenskri kvikmyndasögu eftir að hún var tilnefnd til Óskars- verðlauna en seinni alþjóðlegri myndir eins og Fálkar, Niceland og Cold Fever gengu ekki jafn- vel. Þær höfðuðu hvorki nægi- lega til íslenskra áhorfenda, sem sniðgengu myndirnar, né erlendra áhorfenda sem vilja fremur sjá eitthvað sér- kennilega íslenskt. Þetta er al- gjör meinlokuklípa þar sem erf- itt er að fjármagna íslenska kvikmynd eins og kemur fram í myndinni Mömmu Gógó og því verður oft að sækja mest til er- lendra fjárfesta og þá þarf að höfða til breiðari markhóps. Friðrik Þór spilar nú út öruggu íslensku framlagi, tekur ekki óþarfa áhættu og spennir bog- ann ekki um of svo myndin ætti að minnsta kosti að geta trekkt gesti að kvikmyndahúsum hér- lendis. Íslenski kvikmynda- heimurinn Menning 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 15:00 Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. Lau 6/2 kl. 15:00 Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Fim 14/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Tryggið ykkur sæti - miðarnir rjúka út! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 9/1 kl. 15:00 Sun 10/1 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Jesús litli (Litla svið) Lau 9/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 síðasta sýn Snarpur sýningartími. Síðasta sýning leikársins 10. janúar. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - sýningum lýkur í janúar Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Bláa gullið (Litla svið) Sun 17/1 kl. 14:00 aukas Sun 24/1 kl. 14:00 aukas Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Byrjaðu árið í Borgarleikhúsinu Friðrik Þór er greinilega orð-inn meðvitaður um stöðusína sem kvikmyndahöf-undur og tilbúinn að rísa á ný úr ösku ófrægðar og upp í hæstu hæðir með nýjustu frásagn- arkvikmynd sinni, Mömmu Gógó, sem frumsýnd var á nýársdag. Síð- ustu tvær frásagnarkvikmyndir hans, Fálkar (2002) og Niceland (2004), nutu ekki mikilla vinsælda en síðasta heimildarmynd hans, Sólskinsdreng- urinn (2009), sló aftur á móti í gegn á heimsvísu. Í gamansömu dramamyndinni Mömmu Gógó endurvinnur Friðrik markvisst einkenni höfundarverks síns og fyrri verk og þá sérstaklega Börn náttúrunnar (1991) en einnig sækir hann í arf íslenskrar kvik- myndasögu og nýtir ímyndir eldri leikara sinna. Hann fléttar inn í frá- sögnina svarthvítum myndbrotum af Gunnari og Kristbjörgu (Gógó) á yngri árum úr 79 af stöðinni (1962) en í nýju myndinni eru þau eldri hjón. Friðrik Þór leikur sér einnig að mörkum lífs og listar með því að spegla ævi sína og feril að einhverju leyti í hlutskipti annarrar aðalpersón- unnar, syni Gógóar (Hilmi Snæ) sem er strögglandi kvikmyndagerðamað- ur. Með þessum textatengslum vekur höfundurinn áhuga og forvitni áhorf- enda í nokkurs konar frásagnarspegli (fr. mise en abyme) þar sem frásögn- in verður aldrei alveg raunsæ vegna þess að hún vísar í rammafrásögnum til annarra frásagna sem endalaust speglast og takast á svo úr verður af- ar áhugaverð, samofin og flókin heild. Það er því vart hægt að fjalla um þessa mynd án þess að ræða um hana út frá endurteknum stefum höfund- arverks Friðriks Þórs. Mæðginin sem sagan segir af berjast við sam- félagsbákn hvort í sínu lagi. Sonurinn er íslenskur kvikmyndagerðarmaður með háleita listræna drauma og brennandi ástríðu sem reynir að komast af á ómögulegum markaði og í fjandsamlegu viðskiptaumhverfi en móðirin Gógó tekst á við ellina er hún verður fangi Alzheimers-sjúkdóms- ins og vistmaður á stofnun fyrir aldr- aða. Friðrik Þór sýnir hér sem fyrr samúð með hornreka aðalpersónum og tekst einstaklega vel til að gæða frásögnina mannlegri og grát- broslegri hlýju. Dulúð er áberandi í samskiptum framliðinna og núlifandi en gamli og nýi tíminn skáka einnig hvor öðrum í darraðardansi kynslóðanna og átök- um sveitar og borgar. Vegaminni kemur fyrir þar sem ævi persóna er vegferð og þær hverfa gjarnan á vit minninga en einnig sækja þær í heimahaga og náttúruna á ökutækj- um frá ýmsum tímum og af ýmsum stærðum og gerðum. Myndin er að- gengilegri en til dæmis Börn náttúr- unnar þar sem myndrænar senur og ljóðræn frásögnin er meira meg- instraums. Friðrik Þór velur að vinna með traustum samstarfsmönnum eins og Ara, Hilmari og Árna Páli þannig að allir þættir giftast vel. Persónusköp- un og leikur eru framúrskarandi, sjónræn umgjörð frábær og sagan áhugaverð. Samfélagssýnin er raunsæ og í henni blundar viðeigandi ádeila á hamfarir góðærisins og til- heyrandi kreppu. Frásagnarspegill Friðriks Þórs Stórgott „Persónusköpun og leikur eru framúrskarandi, sjónræn umgjörð frábær og sagan áhugaverð,“ segir Hjördís Stefánsdóttir í niðurlaginu á einkar lofsamlegum dómi um nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Mamma Gógó bbbbm Sýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laug- arásbíói og Borgarbíói Leikstjórn og handrit: Friðrik Þór Frið- riksson. Aðalhlutverk: Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Gunnar Eyjólfs- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Pétur Einarsson. Kvikmynda- taka: Ari Kristinsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Leikmynd: Árni Páll Jó- hannsson. 90 mín. Ísland, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR SÍÐUSTU tónleikar ársins, Hátíð- arhljómar, voru haldnir í Hall- grímskirkju á gamlársdag. Það var þá sem Listvinafélag Hallgríms- kirkju bauð til slíkra tónleika í sautjánda sinn. Þeir félagar, tromp- etleikararnirÁsgeir H. Steingríms- son og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson kvöddu árið með viðeigandi lúðra- þyt og orgelleik og fögnuðu þannig um leið því nýja. Fluttar voru tvær sónatínur eftir Johann Pezel, hið fræga Adagio eftir Giazotto og Albinoni og hin þekkta Tokkata og fúga í d-moll eftir J.S. Bach. Einnig var nýtt verk eftir Áskel Másson, Giubilante, flutt. Morgunblaðið/Ómar Andakt Gestir nutu helgra hljóma á þessum síðasta degi ársins og var glóð í geði að þeim loknum. Árið kvatt með helg- um hljóm Reffilegir Eiríkur Örn Pálsson, Hörður Áskelsson og Ásgeir H. Stein- grímsson, klárir í slaginn, enda síst einhverjir aukvisar …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.