Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
ARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ!
EINHVER FLOTTUSTU
BARDAGAATRIÐI
SEM SÉST HAFA Í
LAAANGAN TÍMA!
„AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓNRÆNUM
NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“
*** H.S.-MBL
HÖRKU HASARMYND
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER
ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
Frá höfundum
Aladdin og
Litlu hafmeyjunnar
kemur nýjasta
meistaraverk
Disney
Stórkostleg teikni-
mynd þar sem Laddi
fer á kostum í hlut-
verki ljósflugunnar
Ray
Valin mynd ársins af TIME MAGAZIN
Tilnefnd til Golden Globe verðlauna
sem best teiknaða myndin.
Selma Björnsdóttir - Rúnar Freyr Gíslason
Magnús Jónsson - Laddi – Egill Ólafsson
AL
/ SELFOSSI
BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 -10:20 L
PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L
OLD DOGS kl. 8 L
NINJA ASSASSIN kl. 10:20 16
/ AKUREYRI
BJARNFREÐARSON kl. 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 8:30 - 10:20 L
PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 4 L
A CHRISTMAS CAROL m. ísl. tali kl. 6 7
SORORITY ROW kl. 10:40 16
/ KEFLAVÍK
BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 10:20 L
PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L
AVATAR kl. 8 - 11 10
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
þess eiga lof skilið að þessu sinni fyrir
hefðbundna en óvenju snarpa og oft
meinfyndna ádeilu á einhverri undar-
legustu stjórnsýslu og árferði í landi
hinnar hnípnu þjóðar, sem er þó vel
sjóuð þegar kemur að kapítula mis-
viturra „landfeðra.“ Þeir voru hvergi
bangnir við að að hafa forseta, ríkis-
stjórn og hvítflibbakrimma sem álitu
sig fjármálasnillinga og útrásarvík-
inga, að aðhlátursfíflum og hin
hnípna þjóð rétti örlítið úr kútnum
um stund. Ekki seinna vænna, ein-
hverjar mínútur til miðnættis á síð-
asta degi ársins.
Það var ekki aðeins skopast að
stjórnarliðum og stjórnarandstæð-
ingum, þingmönnum sem skripluðu á
skötunni; „landsfeðrum“ og fjár-
glæframönnum heldur nutu hin helgu
vé; Alþingi, stjórnarráðið og Bessa-
staðir þeirrar vafasömu upphefðar að
vera leiksvið farsans.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Það er lýðum ljóst að 2009 var ár
sundrungar, mistaka og almennrar
ringulreiðar á flestum stigum þjóð-
lífsins. Við vitum líka það var lítill
hópur sem dró okkur fram á hengi-
flugið. Því er það einkar ánægjulegt
að gefa honum á baukinn þó það
græði ekki sárin sem árið skilur eftir
sig. Skemmdarvargurinn fékk þó
gula spjaldið, en hverjir skyldu hafa
skemmt sér best?
Listamennirnir að baki eiga flestir
heiður skilið. Handritið var misjafnt
en reis í óvæntar hæðir með hvössu
gríni og orðheppni, leikstjórnin var
snöfurmannleg og flestir leikaranna
unnu sannarlega fyrir (s)kaupinu
sínu.
GRUGGSVEITIN góða og goð-
sagnakennda Soundgarden hyggst
koma saman á nýjan leik eftir að
hafa ekki leikið saman í tólf ár.
Þetta er haft eftir söngspírunni
Chris Cornell.
Sveitin lagði upp laupana árið
1997 en nú liggur fyrir tilkynning á
vefsíðunni Soundgardenworld.com
sem leiðir líkur að því að grugg-
skrímslið sé að rakna úr roti.
„Tólf ára hléi er lokið,“ segir
Cornell. „Skólahald getur hafist á
ný.“
Cornell hefur í gegnum tíðina
sagt að Soundgarden myndi aldrei
rífa upp hljóðfærin á nýjan leik
nema að því tilskildu að allir með-
limir tækju þátt. Slíkt samþykki
liggur greinilega fyrir en hvað
þetta mun þýða (túr, plata?) er enn
óvíst. Hins vegar er á hreinu að
Cornell kallinn þarf á því að halda
að hrista upp í sínum ferli en síð-
ustu sólóplötur hans hafa verið
meira en lítið vafasamar svo ekki sé
meira sagt.
Soundgarden kemur saman aftur
Kóngar Soundgarden, um það leyti er meistarastykkið Badmotorfinger
kom út (1991), en það verk þykir einn af hornsteinum gruggsins.