Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 40

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 40
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heitast 0 °C | Kaldast 12 °C Hægt vaxandi norð- læg átt, bætir heldur í vind og él austast á landinu í dag. Frost 0 til 12 stig, mildast við sjóinn. » 10 Sæbjörn Valdimars- son er ánægður með skaupið og lofar hörku handritshöf- unda í garð skrúð- krimmanna. »36 SJÓNVARP» Vel heppnað skaup SAMFÉLAG» Þrettán mestu aulahroll- ar ársins. »34 Flugan gerði það ekki endasleppt frekar en fyrri dag- inn og kíkti í kirkju, á hljómleika og í kvikmyndahús. »32 FLUGAN» Flögrað og flogið TÓNLIST» FM Belfast og Retro Stefson á Nasa. »39 TÓNLIST» Gruggsveitin Sound- garden snýr aftur. »37 Menning VEÐUR» 1. Undirskriftir gegn Icesave 2. Lýst eftir 14 ára dreng 3. Þrjár ungar systur myrtar 4. Skora á forseta að staðfesta ... »MEST LESIÐ Á mbl.is  Gramophone, stærsta og virtasta blaðið á sviði klass- ískrar tónlistar í Evrópu valdi plötu kammerkórsins Carminu, Melodia, sem eina af plötum síðasta árs. Rýnir blaðsins, David Fallows, segir alla plötuna vera stór- sigur frá upphafi til enda. Platan kom upprunalega út árið 2007 en fékk ekki dreifingu erlendis fyrr en á síðasta ári. Platan hafnar í 23. sæti í ársuppgjöri blaðsins. Árni Heimir Ingólfsson kórstjóri segist eðlilega gleðjast innilega yfir þessari viðurkenningu í samtali við Skapta Hallgrímsson blaðamann. Umsagnir sem þessar gefi góðan kraft og með- byr sem nýtist á spánnýju ári. | 31 TÓNLIST Kammerkórinn Carmina lofaður af Gramophone  Landsliðsmað- urinn Arnór Atla- son átti virkilega góðan leik með danska hand- boltaliðinu FCK þegar liðið sigraði Bjerringbro/ Silkeborg, 31:30, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar um helgina. Arnór skoraði sigurmark leiksins en hann skoraði 7 mörk í leiknum sem háður var í Árósum að við- stöddum rúmlega 4.000 áhorfendum. Arnór er í íslenska landsliðs- hópnum sem mætir til æfinga í dag til undirbúnings fyrir Evrópumótið en flautað verður til leiks í Austur- ríki hinn 17. janúar og mætir Ísland liði Serbíu í fyrstu umferð riðla- keppninnar. HANDKNATTLEIKUR Arnór skoraði sigurmark FCK í danska bikarnum  Kvikmynda- gagnrýnandi blaðs- ins, Hjördís Stef- ánsdóttir, fer fögrum orðum um nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, og gefur myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Friðrik Þór er greini- lega orðinn meðvitaður um stöðu sína sem kvikmyndahöfundur og tilbúinn að rísa á ný úr ösku ófrægð- ar og upp í hæstu hæðir með nýjustu frásagnarkvikmynd sinni, Mömmu Gógó,“ segir Hjördís m.a. Þá líkir hún myndinni við þrekvirki Friðriks frá 1991, Börn náttúrunnar en „myndrænar senur og ljóðræn frá- sögnin er meira meginstraums.“ | 33 KVIKMYNDIR Mamma Gógó Friðriks Þórs þykir afar vel heppnuð Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TVÖFALDUR skammtur af algengu astmapústi hækkaði um áramót úr 1.000 krónum í 19.000 krónur, samkvæmt upplýsingum sem faðir drengs með astma fékk í apóteki á síðustu dögum ársins. Breytingar urðu á niðurgreiðslureglum Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna astmalyfja 1. janúar en læknar geta sótt um lyfjaskírteini fyrir sjúk- linga til að niðurgreiðslur vegna lyfjanna haldist. Sigurður Hjörleifsson leysti út tvöfaldan skammt af astmapústi fyrir fjögurra ára son sinn laust fyrir áramót, en sá stutti hefur glímt við astma frá fæðingu. „Við höfum hingað til borgað 1.000 krónur fyrir hylkin tvö en núna benti konan í apótekinu mér á að ég væri heppinn að koma svona snemma því eftir áramótin þyrfti ég að greiða 19.000 krónur fyrir sama skammt. Þetta er venjulegt astmapúst sem krökkum er gefið, Sere- tide, en algengt er að það fari tveir svona staukar í mánuði hjá þeim sem nota þetta reglulega.“ Ekki til samheitalyf Aðalheiður Pálmadóttir, formaður Lyfja- fræðingafélags Íslands segir breytingar á niður- greiðslum vegna astmalyfja nú vera lið í aðgerðum stjórnvalda þar sem fólki er beint að ódýrari lyfj- um með sömu virkni. „Hins vegar er það erfitt þegar kemur að astmalyfjunum því þar eru ekki til samheitalyf. Um er að ræða samsetta lyfjameð- ferð, þar sem bæði berkjuvíkkandi og bólgueyð- andi lyf eru gefin saman í einu pústi. Í þessu tilfelli erum við því að tala um mismunandi meðferðir – annars vegar samsetta og hins vegar með tveimur lyfjum sem eru ódýrari hvort fyrir sig.“ Hún segir Lyfjafræðingafélagið hafa gagnrýnt að draga skuli úr því sem hún kallar „nútíma- meðferð“ við astma. „Hins vegar eiga þeir, sem hafa verið greindir með astma, að geta beðið lækn- inn sinn um að sækja um lyfjaskírteini fyrir sig og þá á greiðsluþátttakan vegna þessarra lyfja að vera sú sama og áður.“ Það sé því undir lækninum komið hvort viðkomandi þurfi að taka tvö lyf í staðinn fyrir eitt í framhaldinu en Trygginga- stofnun hafi tilgreint nokkuð nákvæmlega hvaða læknisfræðilegu skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að veita slíkt lyfjaskírteini. Aðalheiður telur að kynningu á breytingunum nú hafi verið ábótavant og því komi þær sjálfsagt mörgum notendum lyfjanna á óvart. Hins vegar gildi lyfseðlar, sem gefnir voru út fyrir áramót, í þrjá mánuði með fullri niðurgreiðslu. Reglur um astmalyf hertar  Verð á algengu astmapústi hækkar margfalt  Hægt að sækja um lyfjaskírteini sem tryggir fulla niðurgreiðslu  Gamlir lyfseðlar gilda í þrjá mánuði frá útgáfu Í HNOTSKURN »Á árinu 2009 var reglum breyttvegna blóðfitulækkandi lyfja, maga- lyfja, blóðþrýstingslyfja og beinþynning- arlyfja. »Aðalheiður bendir á að hægt er að fáupplýsingar um breytingar á greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í næsta apóteki. Morgunblaðið/Friðrik Apótek Niðurgreiðslum lyfja hefur verið breytt. HEFÐINNI samkvæmt hófust janúarútsölur um helgina og var fjölmenni í verslunum. „Mér virð- ist að þetta sé svipað og var fyrsta útsöludaginn í fyrra en þá komu til okkar á bilinu 25 til 30 þús- und manns,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, í samtali við Morg- unblaðið. Algengur afsláttur nú er 30 til 40% sem eykst eftir því sem líður á útsölutímabilið sem lýkur fyrstu helgi í febrúar. Þá er afsláttur gjarnan um 75% og verður svo að vera enda styttist þá í vorvörurnar. Að sögn Sigurjóns gekk jólaverslun í Kringlunni vel og nokkru fleiri komu í verslunarmiðstöðina fyrir nýliðin jól en gerðist 2008. Magnsalan var þó minni en veltan meiri sem skýrist af gengisbreytingum. Örtröð á útsölum sem hófust um helgina Morgunblaðið/Ómar Kaupgleði og kjarakaup í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.