Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir í samtali við Financial Times, eitt áhrifa- mesta dagblað heims, að fyrirliggjandi Ice- save-samningar við Breta og Hollendinga, séu þeir bestu sem hægt hafi verið að ná. Þetta segir fjár- málaráðherra 11. janúar og félagi hans Alistair Darling fjármálaráð- herra Bretland, hlýtur að anda létt- ar. Í opnu bréfi til Steingríms J. Sig- fússonar sem birtist í Morgun- blaðinu 23. júní á síðasta ári bað ég um að nokkrum spurningum yrði svarað. Þar benti ég ráðherra á að mikil tortryggni væri meðal Íslend- inga vegna samninganna og að besta leiðin til að eyða henni væri sú að leggja öll spil á borðið og hann svari af hreinskilni spurningum frá al- menningi jafnt sem stjórnmála- mönnum. Vegna þessa óskaði ég vinsamlegast eftir að Steingrímur J. Sigfússon svaraði nokkrum spurn- ingum. Því miður fengust engin svör. Í tilefni af því að fjármálaráð- herra lýsir því yfir í samtali við Fin- ancial Times að Icesave-samning- arnir séu þeir bestu sem hægt hafi verið að ná fram, er rétt að ítreka flestar spurningar mínar, en sleppa þeim er snérust að hugsanlegri upp- töku evru, en sú hugmynd var mikið í umræðunni á liðnu sumri. Í þeirri von að Steingrímur J. Sig- fússonar telji rétt í að- draganda þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, að svara spurningum op- inberlega vil ég birta nær sjö mánaða gaml- ar spurningar aftur: 1. Hver voru samnings- markmið íslensku nefndarinnar? Hafði samninganefndin ákveðnar meginlínur sem ríkisstjórn setti, s.s. um lánakjör, há- mark fjárhagslegrar áhættu og friðhelgi fullveldis. Ef svo er; hver voru þessi samningsmarkmið? Voru þau skrifleg og sett fram með formlegum hætti? Ég óska eftir því, að þú birtir þjóðinni þessi markmið. 2. Óskaði íslenska samninganefndin eftir því að afborganir af skuldum okkar Íslendinga vegna Icesave yrðu miðaðar við ákveðið hámark, s.s. sem hlutfall af útflutnings- tekjum á hverju ári eða sem hlut- fall af landsframleiðslu? 3. Lagði íslenska samninganefndin til að bresk stjórnvöld tækju yfir allar eignir Landsbankans í Bret- landi og á móti yrði fallið frá öll- um hugsanlegum kröfum á Ísland, Tryggingasjóð og íslenska ríkið? 4. Getur fjármálaráðherra upplýst, hvort frönsk stjórnvöld hafi í vet- ur, [2008/09] formlega eða óform- lega, boðið aðstoð við að miðla málum vegna Icesave-deilunnar? Liggur fyrir skýrsla franskra stjórnvalda, þar sem varað er við því, að ESB/EES-reglur séu ekki nógu haldgóðar á því sviði, sem hér um ræðir? Eins og lesendum er ljóst gera spurningarnar ráð fyrir að um raun- verulega skuld sé að ræða fyrir ís- lenska skattgreiðendur, enda gekk íslenska samninganefndin undir for- ystu Svavars Gestssonar út frá þeim „sannindum“. Spurningarnar snúa því ekki að vafasamri lagalegri skyldu Íslands að ábyrgjast inni- stæður hollenskra og breskra spari- fjáreigenda sem létu heillast af góð- um kjörum íslensk einkabanka. En í tilefni ummæla Steingríms J. Sigfússonar í Financial Times er einnig vert að bera fram eftirfarandi tvæ spurningar: 1. Telur fjármálaráðherra rétt að halda því fram við núverandi að- stæður að Icesave-samningarnir séu þeir bestu sem hægt sé að ná? 2. Er ekki ljóst að með yfirlýsingum íslenskra ráðamanna um að ekki sé hægt að ná betri samningum við hollensk og bresk stjórnvöld, sé verið að veikja málstað Íslend- inga? Það er von mín að fjármálaráð- herra sýni það lítillæti að svara gömlum spurningum og einnig nýj- um. Varla getur málstaður okkar Ís- lendinga versnað frá því sem er. Spurningar sem Stein- grímur J. svaraði aldrei Eftir Óla Björn Kárason » Telur fjármálaráð- herra rétt að halda því fram við núverandi aðstæður að Icesave- samningarnir séu þeir bestu sem hægt sé að ná? Óli Björn Kárason Höfundur er blaðamaður og ritstjóri AMX. TIL AÐ forðast mis- skilning vill grein- arhöfundur taka strax fram að hann er ein- dreginn þingræð- issinni. Breytir þar engu um, þótt þjóðþing vort hafi gert mikil mistök vegna hins svo- nefnda Icesave-máls. Það eru fleiri, sem bera þar persónulega þyngri sakir. Fyrir því er það, að þótt nú- gildandi lög um Icesave verði felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki um að tefla vantraust á sitjandi ríkisstjórn, enda þótt henni verði að vísu rekinn kinnhestur í leiðinni. Segja má, að Icesave-málið hafi frá upphafi verið eitt allsherjar heiftar-klúður af hálfu íslenzkra stjórnvalda svo engu tali tekur. Óþarft er að rekja það í smáatriðum svo gagnkunnugir sem landsmenn eru orðnir málinu. Athafnir eða at- hafnaleysi og fát og fum hafa ein- kennt æði íslenzkra stjórnvalda, en höfuðábyrgð bera þeir, sem stjórn- uðu í aðdraganda málsins. Höfuðábyrgð á óför- um Íslendinga í efna- hags- og fjármálum bera þeir stjórn- málaflokkar, sem sátu við völd frá 1995 og fram yfir aldamót til 2007, Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsókn- arflokkurinn og eink- um og sér í lagi foringjar þeirra flokka, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Höfuðmeinsemd- irnar grófu um sig vegna fram- kvæmdar fiskveiðimála, þar sem fáum útvöldum var afhent að gjöf aðal-auðlind Íslands – fiskurinn í sjónum – gegn því að þeir hinir sömu beittu fjármagni sínu til að halda flokkunum við völd. Og um sig bjó ný stétt mútumanna og mútu- þega. Lifði í völdum og vellystingum praktuglega og mútumennirnir öt- uðust í fjármálalífi þjóðarinnar eins og naut í moldarbarði. Án at- hugasemda, en með velþóknun mútuþeganna. Síðar bættust í hóp- inn þjófar og ræningjar í viðskipta- lífinu, án alls eftirlits af opinberri hálfu, enda lærðu þeir af sægreifum að borga á sig og ganga undir vald- höfum. Og Davíð og Halldór einkavæddu af miklum móð: Gáfu vildarvinum að kalla þjóðbankana þrjá, Símann, Ísl. aðalverktaka og bankamálaráðherr- ann „seldi“ vildarvinum hlutabréf Landsbankans í VÍS fyrir 6,8 millj- arða, sem þeir síðan seldu innan þriggja ára fyrir 31,5 milljarða – svo eitthvað sé nefnt. Bankarnir tóku svo að sér í þakklætisskyni að sjá um fjárreiður valdhafanna. Bankarnir og fjármálajöfrar slepptu síðan fram af sér beizlinu með Trójuhest í fararbroddi en öllu eftirliti og aðhaldi sleppt að vilja valdhafa og stjórnarflokka, sem mökuðu krókinn. Íslenzk þjóð á þann kost að ná saman höndum með því að kolfella hin nýju Icesave-lög í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þá bregði alþingi við og afnemi þegar í stað fyrri Ice- save-lög. Að því búnu verði sett saman harðsnúin samninganefnd færustu lögmanna innlendra og er- lendra. Neiti Bretar og Hollend- ingar að ganga til nýrra samninga verði málið lagt í dóm. Alltof margir Íslendingar berja nú lóminn sem ákafast og virðast með öllu hafa gleymt því í hverskon- ar gósenlandi við búum. Muna ekki upp úr hverslags örbirgð þjóðin reis á örskömmum tíma frá miðri nítjándu öld og bjó um sig jafn vel og betur en flestar þjóðir heims. Íslendingar þurfa að þurrka af sér sultardropann; bera höfuðið hátt og blása á allt svartsýnistal. Auðvit- að þurfum við margt að laga hjá okkur, en við höfum vonandi lært af nýfenginni reynslu og gerum okkur hægt um hönd og upprætum mein- in. Eins og að framan er rakið geta Íslendingar komið sér á byrjunar- reit í hinu illvíga máli. Það er lífs- spursmál að það takist, einnig vegna þess, og ekki sízt, að hér er að mestu leyti um sjálfskaparvíti að tefla. Á byrjunarreit Eftir Sverri Hermannsson » Íslenzk þjóð á þann kost að ná saman höndum með því að kol- fella hin nýju Icesave- lög í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá bregði al- þingi við og afnemi þegar í stað fyrri Ice- save-lög. Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. alþingismaður. VINNA við fjár- hagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir ár- ið 2010 var um margt tímamótaverkefni og áskorun fyrir borg- arstjóra og kjörna fulltrúa í borg- arstjórn Reykjavík- ur. Vitað var að leita yrði leiða til að hag- ræða í borgarkerf- inu. Ganga þurfti fram með það í huga að auka ekki álögur á borgarbúa. Þess vegna var forgangsraðað í þágu barna og velferðarþjónustu. Nú hefur borgarstjórn í heild sinni sam- þykkt að árið 2010 verði tileinkað velferð og menntun barna í Reykjavík. Reykvíkingar munu á árinu 2010 njóta þeirrar hugmyndafræði að einstaklingurinn sjálfur fari best með eigið fé. Sú ákvörðun að hækka ekki útsvar í Reykjavík mun koma öllum borgarbúum til góða. Stórfelldar skattahækkanir ríkisstjórnarflokkanna standa í al- gjörri mótsögn við staðfasta af- stöðu Sjálfstæðismanna í Reykja- vík um að ekki verði farið í vasa Reykvíkinga og aukið við álögur þeirra á erfiðum tímum. Umræða um skattahækkanir á borgarbúa sem leidd var áfram af fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn minnti mig á orð skoðunarmanns sveit- arfélags sem óskaði ávallt eftir því að kjörnir fulltrúar ættu ekki að sólunda fé annara. Fjallað hefur verið um skattahækkanir ríkisins í fjölmiðlum. Þær verða nú lands- mönnum öllum raun- verulegar í launa- umslagnu, í matar- verði verslanna og með margvíslegum öðrum hætti strax í janúar 2010. Auknar álög- ur fela í flestum tilfellum í sér takmörkun og samdrátt með margvíslegum hætti. Það dregur úr vali einstaklinga til þess að velja sér leiðir og móta eigin lífs- gæði. Skattahækkanir eru leið sem dregur úr frumkvæði, krafti og ánægju fólks til starfa. Óbreytt útsvar í Reykjavík sýn- ir staðfestu í erfiðu árferði og ábyrgð í meðferð takmarkaðra fjármuna. Útsvar í Reykjavík – ábyrgð og festa Eftir Ragnar Sæ Ragnarsson Ragnar Sær Ragnarsson » Skattahækkanir eru leið sem dregur úr frumkvæði, krafti og ánægju fólks til starfa. Höfundur er formaður leikskólaráðs og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. EF ÞAÐ er eitt- hvað sem landsmenn ættu að hafa lært af hruninu er það það að treysta varlega yfirlýsingum fjór- flokksins um stöðu mála. Rétt fyrir hrun þegar öll sund voru að lokast fóru þáver- andi leiðtogar stjórn- arflokkanna um heiminn með þann boðskap að staðan í íslensku efna- hagslífi væri traust. Fyrir síðustu kosningar leyndi núverandi for- maður VG þjóðina vísvitandi upp- lýsingum um stöðu Icesave- málsins og stefndi síðan að því sl. sumar að Alþingi samþykkti Svavarssamninginn óséðan. Núna halda þingmenn Samfylk- ingarinnar og hluti þingmanna VG því blákalt fram að forsetinn hafi sett endurreisnaráætlun rík- isstjórnarinnar í uppnám fyrir það eitt að setja málið í lýðræð- islegan farveg og í dóm þjóð- arinnar. Í framhaldi af þeirri staðhæf- ingu er rétt að huga að því hver endurreisnaráætlun ríkisstjórn- arinnar er. Hún er fátækleg, ekki er annarri áætlun til að dreifa en þeirri sem samin er sameiginlega af íslenskum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS. Lykillinn að því að hún gangi upp er að það verði gríðarlega já- kvæður viðskiptajöfnuður næsta áratuginn eða afgangur upp á vel ríflega þá upphæð sem fæst fyrir allan útflutning á fiski. Þennan af- gang er ætlað að nota til að greiða af erlendum lánum, m.a. Icesave- lánunum. Endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að viðskiptjöfnuðurinn þyrfti að verða jákvæður um liðlega 150 milljarða króna til þess að dæmið gengi upp. Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands gefa til kynna að nið- urstaðan verði helm- ingi verri en end- urreisnaráætlunin ætlaði. Ekki er það vegna þess að afgangurinn sé lítill. Sannarlega er um Íslandsmet að ræða enda hefur inn- flutningur dregist gríðarlega saman og er t.d. bíla- innflutningur einungis um 17% af því sem hann var að meðaltali á síðasta áratug. Ástæðan er ein- faldlega sú að áætlun ríkis- stjórnarinnar er óraunhæf. Núna virðist sem ríkisstjórnin ætli að grípa til þess billega ráðs að kenna því um að hlutirnir gangi ekki samkvæmt áætlun vegna þess að þjóðin fái að segja sína skoðun á vafasömum Ice- save-skuldbindingum sem greini- lega virðast vera þjóðinni ofviða. Það er orðið löngu tímabært að ríkisstjórnin horfist í augu við vandann og setji upp raunhæfa áætlun sem hlýtur að fela í sér sanngjarna eftirgjöf skulda og að auka tekjur þjóðarbúsins – en það verður ekki gert skjótt nema með því að auka fiskveiðar. Endurreisnar- áætlunin í uppnámi Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson »Ríkisstjórnin gríp- ur til þess billega ráðs að kenna þjóð- aratkvæðagreiðslu um að algerlega óraunhæf efnahagsááætlun gangi ekki upp. Höfundur er líffræðingur, í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Eyrnalokkagöt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.