Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 TIL eru þeir sem gera sér aðeins þann dagamun að fara í kvikmynda- hús þegar íslenskar myndir eru í boði. Þeir hafa óvenju oft þurft að standa í röð eftir poppi og kók síð- ustu mánuði og mega gera ráð fyrir að þurfa að kaupa þónokkuð margar bíóþrennur í sjoppunum í ár. Fjöldi íslenskra kvikmynda verður nefni- lega á boðstólnum í ár og verður sú fyrsta, kreppumynd, frumsýnd í næstu viku. Upplýsingarnar fengust frá kvik- myndahúsunum og af vefsíðum sem sérhæfa sig í kvikmyndum. Listinn er ekki tæmandi en myndir gætu bæst við þegar nær dregur jólum. Þá hafa frumsýningardagar ekki verið ákveðnir fyrir allar myndirnar. Maybe I Should Have – Saga frá efnahagsundrinu Íslandi Íslensk kreppumynd sem unnin var af félögunum Gunnari Sigurðs- syni og Herberti Sveinbjörnssyni. Sýnt er frá ferðum Gunnars í Reykjavík, London, Berlín, Lúx- emborg og Guernsey þar sem hann ræðir við útrásarvíkinga og fólk sem hefur tapað sparifé sínu á falli ís- lensku bankanna. Janúar. The Good Heart Myndin fjallar um ungan heim- ilislausan mann sem kynnist 57 ára gömlum kráareiganda sem breytir lífi hans. Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson. Helstu leikarar: Brian Cox, Paul Dano. Mars. Kóngavegur Myndin gerist í hjólhýsahverfi á Íslandi. Gísli Örn Garðarsson og Daniel Brühl (Inglourious Basterds) leika menn sem eru utanaðkomandi í hverfinu og við sögu koma alls konar persónur sem eru að takast á við ýmis vandamál. Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir. Helstu leikarar: Ingvar E. Sigurðs- son, Gísli Örn Garðarsson, Daniel Brühl o.fl. Mars. Þetta reddast Myndin fjallar um blaðamann sem er kominn á síðasta séns bæði í sam- bandi sínu og í vinnunni. Hann var einu sinni efnilegur blaðamaður en strax um þrítugt er hann farinn að drekka það stíft að hann er farinn að vinna vinnuna sína illa og sinna döm- unni sinni enn verr en áður. Leikstjóri: Börkur Gunnarsson. Helstu leikarar: Björn Thors, Marí- anna Clara Lúthersdóttir, Ingvar E. Sigurðsson o.fl. Mars Brim Saga um sjómenn, áhöfn á litlum bát, og er myndin að stórum hluta tekin úti á sjó. Leikstjóri: Árni Ásgeirsson. Helstu leikarar: Ingvar E. Sigurðs- son, Ólafur Darri Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson o.fl. Vor eða haust. Órói Myndin fjallar um árin þar sem unglingar eru að þroskast í það að verða fullorðnar manneskjur. Leikstjóri: Baldvin Z. Helstu leik- arar: Gísli Örn Garðarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir o.fl. Sumar. Sumarlandið Fyrsta mynd Gríms Há- konarsonar í fullri lengd fjallar um fjölskyldu sem rekur sálarrannsókn- arfélag og er að reyna að „plögga“ álfa og drauga. Leikstjóri: Grímur Hákonarson. Helstu leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kjartan Guð- jónsson. Haust. Kurteist fólk Myndin segir frá verkfræðingi í Reykjavík sem er nýfráskilinn. Hann lýgur sig inn í aðstæður til að geta bjargað sveitarfélagi á Vest- urlandi frá glötun í örvæntingafullri tilraun til að finna sjálfan sig. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson de Fleur. Helstu leikarar: Stefán Karl, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason o.fl. Haust. Land míns föður Heimildamynd Ólafs Jóhann- essonar de Fleur. Nokkurs konar systurmynd Kurteiss fólks. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið Sveppi og Villi lenda í enn meiri ævintýrum. Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Helstu leikarar: Sverrir Þór Sverris- son, Vilhelm Anton Jónsson og Guð- jón Davíð Karlsson. September. Rokland Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi. Hann segir nútímaþjóð- félagi stríð á hendur á bloggi sínu. Leikstjóri: Marteinn Þórsson. Helstu leikarar: Ólafur Darri Ólafs- son og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Íslenskar kvikmyndir ársins Rokland Marteinn Þórisson leikstýrir leikgerð sögu Hallgríms Helgasonar. Sumarlandið Fyrsta kvikmynd Gríms Hákonarsonar í fullri lengd er gamanmynd um fjölskyldu sem rekur sálarrannsóknarfélag. Brim Ágústa Eva Erlendsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Órói Fjöldi ungra og óreyndra leikara fer með hlutverk í Óróa. The Good Heart Brian Cox og Paul Dano þykja standa sig með prýði í nýjustu kvikmyndinni hans Dags Kára sem fjallar um ólíklega vináttu. Morgunblaðið/Golli Kóngavegur Hinn þýski Daniel Brühl, sem fór með eitt aðal- hlutverkanna í Inglourious Bas- terds, leikur í Kóngavegi Valdísar Óskarsdóttur. Þetta reddast Björn Thors leikur blaðamann á síðasta séns. Kurteist fólk Stefán Karl fer með aðalhlutverkið. „BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“ KVIKMYNDIR.IS-T.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ! FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA BJARNFREÐARSON HHHH MEINFYNDIN... – FRÉTTABLAÐIÐ/ BERGSTEINN SIGURÐSSON HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG (AÐRA VIKUNA Í RÖÐ) YFIR 52.000 MANNS Á 12 DÖGUM SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ELLEN PAGE úr JUNO er stórkostleg í þessari frábæru mynd Vertu þín eigin hetja HHHH “ELLEN PAGE ER STÓRKOSTLEG” - NEW YORK DAILY NEWS HHH “MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ” - ROGER EBERT GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10 - 10:20 L WHIP IT kl. 8 - 10:20 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl. 6 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ensku tali kl. 6 - 8 L / ÁLFABAKKA WHIPIT kl.5:30-8-10:30 10 OLDDOGS kl. 6 L BJARNFREÐARSON kl.5:40-6:20-8-9-10:20 L SORORITYROW kl. 8 - 10:20 16 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP NINJAASSASSIN kl. 10:30 16 PRINSESSANOGFROSKURINN m.ísl.tali kl.5:50 L THETWILIGHT2NEWMOON kl. 8 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.