Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Ég játa það alveg að það að vera sleginn út úr keppni var mik- ið áfall... 28 » UM jól og áramót var frumsýnd í Sjónvarpinu heimildarmynd í tveimur hlutum er nefnist Árásin á Goðafoss. Leikstjóri er Björn Brynj- úlfur Björnsson, en Jón Ársæll Þórðarson og Þór Whitehead unnu handritið. Myndin, sem vakti talsverða athygli, var endursýnd um liðna helgi og meðal þess sem áhorfendur hafa rætt um er tregafull en fögur tónlist Tryggva M. Baldvinssonar í myndinni. „Ég ákvað snemma að strengjakvartett og píanó sæju um alla tónlistina. Með því vildi ég hafa nálægðina við áhorfandann töluvert mikla,“ segir tónskáldið, þegar hann er spurð- ur út í vinnuna við kvikmyndatónlistina. „Ég fékk handrit í hendur í vor og sá strax hvað sagan var sterk. Þetta kom því dálítið af sjálfu sér. Ég vildi ekki ganga of langt í drama- tíkinni, því þeir sem byrja að horfa á myndina vita frá upphafi að hún endar illa. Tónlistin er því full af söknuði frekar en að vera hörmunga- tónlist.“ Tryggvi segist að mestu styðjast við eitt stef, sem hann vinni með á ýmsa vegu. „Það sem kveikti á tónlistinni hjá mér, þar sem ég sat við píanóið, var að lagið „Hin gömlu kynni gleymast ei“ kom upp í hugann. Það stef varð kveikjan að allri þessari tónlist, þótt það sé í raun bara andlega skylt því sem ég samdi. Dálítið hátíðlegt en líka nokkuð sorglegt.“ Semur „Íslenska sálumessu“ Tryggvi segist hafa gaman af því að fást við þetta form, að semja tónlist sem á að falla að kvikmynd, en það er talsvert ólíkt því að hafa alveg frjálsar hendur. Hann hefur áður samið fyrir heimildarmyndir Magnúsar Magn- ússonar, þar á meðal myndina um fálkana sem sýnd var í vikunni sem leið. Tryggvi situr annars við þessa dagana og semur „Íslenska sálumessu“ í tilefni af 50 ára afmæli Söngsveitarinnar Fílharmóníu, og verður hún frumflutt í byrjun maí. „Ég er að einbeita mér að því núna, á milli þess sem ég kenni,“ segir hann. efi@mbl.is „Full af söknuði“ Tónlist Tryggva M. Baldvinssonar vekur athygli Morgunblaðið/Jim Smart Tónskáldið „Hin gömlu kynni gleymast ei“ kom í huga Tryggva M. Baldvinssonar. FARA blaða- mennska og teiknimyndasög- ur saman? Í með- förum Joes Sacc- os virðist svo vera. Í lok desem- ber kom út bókin Footnotes in Gaza (Neðan- málsgreinar frá Gaza). Umgjörð hennar er ástandið í Gaza rétt fyrir innrásina í Írak árið 2003 og dag- arnir, sem hún stóð yfir. Sviðsljósið beinist hins vegar að tveimur dögum í Súesdeilunni, 3. og 12. nóvember 1956, þegar Ísraelsher réðst inn á Gazasvæðið til að stöðva árásir palestínskra uppreisnar- manna og binda egypska hermenn. Ekki einu sinni Ísraelar neita að framin voru stjórnlaus morð á sak- lausum borgurum í þessum árásum, en þessir tveir dagar eru hins vegar aðeins neðanmálsgreinar í sögubók- um um Súesdeiluna. Sacco talaði við fólk, sem lifði hild- arleikinn af og missti jafnvel sína nánustu, og lýsir frásögnum þeirra í teikningum sínum. Bókin hefur víða fengið góðar umsagnir og í Publishers Weekly segir að með þessari bók geri hann tilkall til að teljast einn fremsti blaðamaður samtímans. kbl@mbl.is Sagan teiknuð Hlýtur lof fjölmiðla Neðanmáls Kápan á bók Joes Saccos. Vetrardjasshátíð var haldin í New York um helgina og var tónleikum dreift á fimm klúbba á og við Bleeker-stræti í Greenwich Vill- age. Eins og Ben Ratliff segir í um- fjöllun um hátíð- ina í dagblaðinu The New York Times í gær hefur vefurinn ekki reynst jafn hentugur við að breiða út fagnaðarerindi djassins og annarra tónlistarstefna, meðal annars vegna þess hvað upp- lifunin er bundin við tónleika, og því skipti orðið á götunni lykilmáli. Ratliff segir að tríó píanóleikarans Vijays Iyers (Stephan Crump á bassa og Marcus Gilmore á tromm- ur) hafi hlotið dynjandi viðtökur, en djassunnendur eru margir þeirrar hyggju að plata þess, Historicity, hafi verið besta djassplata liðins árs. Einnig nefnir hann dúett fiðluleik- arans Jenny Scheinman og píanó- leikarans Jasons Morans. Og er þá aðeins brotabrot talið. kbl@mbl.is Vetrardjass í New York Djass Píanistinn Vijay Iyer. KRISTINN Sigmundsson bassasöngvari hefur upp á síð- kastið farið á kostum í upp- færslu Metropolitan- óperunnar á Rósariddaranum, Der Rosenkavalier, eftir Rich- ard Strauss. Sambíóin buðu á laugardag- inn var upp á beina sýningu frá Metropolitan, þar sem óperan var sýnd í háskerpu á hvíta tjaldinu. Fullt var út úr dyrum og komust mun færri að en vildu. Sökum þess áhuga verður boðið upp á þrjár aukasýningar í Sam-bíóunum í Kringluni. Verða þær á morgun, miðvikudag, kl. 18.00, laugardaginn 23. janúar kl. 17.00 og miðvikudaginn 27. janúar kl. 17.30. Ópera Fleiri sýningar með Kristni í Sambíói Kristinn í Rósariddaranum. ÞÆR breytingar hafa orðið á tónleikaskrá Kammermúsík- klúbbsins í vetur, að tónleikar Íslenska saxófónkvartettsins sem áttu að vera á dagskrá næsta sunnudag, 17. janúar, falla niður af óviðráðanlegum ástæðum. Fjórðu og næstu tónleikar vetrarins verða því 21. febrúar þegar Tríó Nordica leikur verk eftir Haydn, Beethoven og Tchaikovsky. Fimmtu og síðustu tónleikar vetrarins verða síðan 21. mars en þá leikur Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt píanóleikaranum Vovka Ashkenazy. Kammermúsíkklúbburinn Breytingar á dagskrá vetrarins Tríó Nordica. NÝHIL gaf fyrir skömmu út þriðju ljóðabók Arngríms Víd- alín, Úr skilvindu drauma. Í káputexta segir að Arn- grímur noti hrein íslensk orð til að framleiða hágæðaljóð sem nota má í tæknivörur, um- búðir og einnig til dægradval- ar. Í ljóðum bókarinn er vísað til ýmissa átta, og til annarra skálda. Í „Hendur og morð“ segir ljóðmælandi til dæmis: „Morð / ég frem alltaf fleiri / og fleiri morð“, og annað ljóð á að berast til Steinars Braga. Mörg ljóða bókarinnar vísa í upphrópanir og yfirlýs- ingar auglýsingatexta, eða í fréttir og aðsendar greinar dagblaðanna. Bækur Hrein íslensk orð í ljóðagerð Kápa Úr skilvindu drauma. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA er talsvert óhefðbundið verk og það verður gaman að sjá hvernig það fellur í kramið hjá almennum áhorfendum,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson um verk sitt Endurómun, sem verður sýnt á Litla sviðinu í Borgarleik- húsinu annað kvöld, miðvikudagskvöld, og á fimmtudags- kvöldið. Leifur Þór er höfundur verksins, leikstjóri og kemur einnig fram, ásamt tveimur dönsurum og danshöf- undum, þeim Bergþóru Einarsdóttur og Lailu Taifur. En hvernig er verkið óhefðbundið? „Þrír grunnþættir leikhússins, hljóðmyndin, ljósið og hreyfingarnar, skipta allir jafnmiklu máli í þessari sýn- ingu. Það er ekki svo að ljós og hljóð bakki upp aðgerðir á sviðinu, heldur vinnur þetta allt saman og býr til ferli sem leiðir áhorfandann gegnum ákveðinn leiðangur. Það kemur margt saman í sýningunni. Dans og texti, og síðan ljós og hljóð sem leika stærri rullu en gengur og gerist í leikhúsinu,“ segir Leifur Þór. Flogaveiku fólki er ráðlagt að koma ekki á sýninguna. Leifur Þór segir að það sé vegna þess að notuð eru sterk leiftrandi strób-ljós, sem geta kallað fram vanlíðan hjá flogaveikum. Hann segir að annars hafi verkið verið sýnt nokkrum sinnum í Listaháskólanum í vor og gestir hafi almennt komið út með góða tilfinningu. „Þetta er útskriftarverkefni mitt úr Fræði og fram- kvæmd í Listaháskólanum. Það fékk það góðar viðtökur að Borgarleikhúsið óskaði eftir að setja það upp, í að minnsta kosti þessi tvö skipti.“ Leikhúsið er ögrandi miðill Leifur Þór hafði unnið við áhugamannaleikhús áður en hann hóf námið. „Í náminu er reynt að uppgötva aðrar leiðir í leikhúsinu en þessar hefðbundnu. Þótt leikhúsið sé frjálst form í eðli sínu, þá er frelsið á sviðinu mun meira en flestir gera sér grein fyrir. Námið gekk mikið út á að rannsaka þessar nýju leiðir, ekki bara til að brjóta niður gamlar hefðir, heldur til að finna nýjar upplifanir að bjóða áhorfendum.“ Þegar hann er spurður að því hvort íslenskt leikhús sé bundið í viðjar vanans, segist Leifur Þór ekki vilja orða það þannig. „En ég held að í íslensku leikhúsi sé pláss fyr- ir meiri breidd og nýjar pælingar. Leikhúsið er ögrandi miðill; eiginlega eini listmiðillinn sem er alltaf í samtali við sjálfan sig. Hann getur stöðugt verið í naflaskoðun, hvað varðar eigið hlutverk, og þar af leiðandi býður hann upp á mun meira frelsi en til dæmis kvikmyndin.“ Þegar Leifur Þór er spurður að því hvar hann vilji helst koma að leikhúsinu, segir hann: „Draumurinn er að geta haft það frelsi að þurfa ekki að festa sig sem leikstjóri eða leikskáld, heldur að nálgast hvert einasta verkefni á núll- punkti,“ segir hann. Pláss fyrir meiri breidd  Leikverkið Endurómun eftir Leif Þór Þorvaldsson sýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins  Grunnþættirnir hljóð, ljós og hreyfingar skipta jafn miklu máli Morgunblaðið/Heiddi Nýjar pælingar Leifur Þór Þorvaldsson segist leiða áhorfandann í ákveðinn leiðangur. Verkið Endurómun, eftir Leif Þór Þor- valdsson, verður sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins annað kvöld, miðvikudag, og fimmtudagskvöldið. Leifur Þór útskrifaðist úr náminu Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands og var verkið þá fyrst sett á svið. Færði verkið höfundinum hæstu einkunn við út- skrift. Í Fræði og framkvæmd er leitast við að skapa grundvöll til nýsköpunar og auka fjölbreytni í íslensku sviðlistaumhverfi. Í náminu, sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, er lögð áhersla á leiklist í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir bæði fræði- legar og listrænar rannsóknir á leiklist. Námið snýst um sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar, tungumál hennar og snertifleti við aðrar listgreinar. Færði höfundi hæstu einkunn við útskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.