Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 25.01.2010, Síða 1
ÍSLENSKA handboltalandsliðið kom til Vínarborgar í gær og hóf strax undirbúning fyrir stórleikinn gegn Króötum. Hann hefst klukkan 15 í dag en Króatía og Ísland eru í tveimur efstu sætunum í milliriðli keppn- innar. Létt var yfir íslensku leikmönnunum á æfingunni, eins og sjá má á þeim Guðjóni Val Sigurðssyni og Vigni Svavarssyni. Allir í hópnum eru heilir og tilbúnir í slaginn í dag. | Íþróttir KOMNIR TIL VÍNAR OG MÆTA KRÓÖTUM Í DAG Morgunblaðið/Kristinn M Á N U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 19. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «ÞRÓAR SÉRSTAKA TÆKNI UMHVERFIÐ SKOÐAÐ MEÐ EINNI VÍÐMYND «DÓMUR GÓÐIR ÍSLENDINGAR Verið að taka okkur öll í gegn 6 ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTMEGRUNARFÆ Kemur í stað tveggja máltíða á dag og inniheldur þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is HEILDARKRÖFUR íslenskra líf- eyrissjóða í þrotabú stóru bank- anna þriggja, Kaupþings, Lands- banka og Glitnis, nema um það bil 238 milljörðum króna. Kröfurnar skiptast nokkuð ójafnt milli banka, en samkvæmt kröfuskrá Lands- bankans nema kröfur lífeyrissjóða í bú bankans tæplega 100 milljörð- um. Kröfur sem lífeyrissjóðir lýsa í þrotabú Kaupþings nema samtals 65 milljörðum. Loks lýsa lífeyris- sjóðir kröfum upp á samtals 73 milljarða í þrotabú Glitnis. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins (LSR) og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 starfa undir ríkis- ábyrgð. Heildarfjárhæð sem þeir sjóðir lýsa í þrotabú bankanna þriggja nema 41,7 milljörðum króna. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að langstærstur hluti krafnanna sé tilkominn vegna uppgjörs gjald- miðlaskiptasamninga: „Þar er um að ræða fjárhæðir sem við höfum ekki lagt út. Miðað við okkar ýtr- ustu kröfur verður ávinningur af þessum samningum,“ segir Hauk- ur í samtali við Morgunblaðið. „Þá er hluti krafna sjóðanna á hendur bönkunum tilkominn vegna kaupa sjóðanna á skuldabréfum út- gefnum af öðrum aðilum en bönk- unum, eins og til dæmis Stofnlána- deild landbúnaðarins, sem Lands- banki Íslands tók yfir. Einnig er um að ræða erlend skuldabréf sem voru í vörslu sama banka. Af tæknilegum ástæðum eru bank- arnir rukkaðir um þetta, en við væntum þess að fá þessi bréf greidd upp að fullu,“ segir hann. Haukur segir aðeins hluta krafna LSR í þrotabú bankanna tilkominn vegna skuldabréfa sem bankarnir gáfu út. „Auk þess verð- ur stærstur hluti þeirra bréfa not- aður til skuldajöfnunar á móti bönkunum, og lítið mun lenda á skattborgurum,“ segir Haukur. Krefjast 238 milljarða  Ýtrustu kröfur lífeyrissjóða í þrotabú stóru bankanna hlaupa á hundruðum milljarða  Framkvæmdastjóri LSR segir lítið munu lenda á skattborgurum  Allt bendir til þess að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hafi aukist um- talsvert á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum Ólafar Ýrar Atladóttur ferðamála- stjóra. Hún vitnar til áætlunar Hagstofu Íslands og segir útlit fyrir að gjaldeyris- tekjur verði um 155 milljarðar í stað 109 milljarða á árinu á undan. Að teknu tilliti til gengis- og verðlagsáhrifa samsvarar þessi breyting liðlega 20% raunaukningu. Sagt er frá sóknarfærum í ferðaþjón- ustu í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Næstu daga verður fjallað um tæki- færi í öðrum greinum. »12 Ferðaþjónustan skilaði 20% meiri gjaldeyri  Við blasir að aldrei mun nást sátt um lyktir vegna Icesave-reikninga nema að undangengnum dómi hlutlauss dómstóls sem hefur lögsögu í málinu, segja þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Sigurður Líndal í grein í blaðinu í dag. Þeir hvetja fulltrúa stjórnmálaflokka til að sammælast um þá stefnu að tilkynna breskum og hollenskum yfirvöldum að umbeðin ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs inni- stæðueigenda verði ekki veitt nema að undangengnum slíkum dómi. »17 Vilja að lögð verði áhersla á að fara með Icesave fyrir dómstóla Sigurður Líndal Jón Steinar Gunnlaugsson  Á vefsíðu Times í Bretlandi í gær er sagt frá harðri gagnrýni á Rajendra Pachauri, formann loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem m.a. er sakaður um að hafa misnotað stöðu sína í gróðaskyni. Stofnun hans, TERI, á Indlandi fékk á sínum tíma styrk frá Carnegie-stofnuninni í New York til að rannsaka hættuna á bráðnun jökla í Himalaja. Ljóst er nú að hættan var stórlega ýkt í skýrslu loftslags- nefndarinnar. Upphaflega var það Global Center, sjóður stofnaður í New York af Kristjáni Guy Burgess, sem nú er aðstoð- armaður utanríkisráðherra en vann þá að sérverkefnum fyrir Ólaf Ragnar Grímsson forseta, sem fékk styrkinn frá Carnegie en afhenti hann TERI. » 14 Pachauri sakaður um misnotkun á aðstöðu sinni 238 milljarðar eru ýtrustu kröfur lífeyrissjóða 41,7 milljarðar eru ýtrustu kröf- ur sjóða með ríkisábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.