Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 12

Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Sóknarfæri Íslands FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is L ækkun gengis krónunnar hefur skapað ferðaþjónustunni betri skilyrði, eins og öðrum útflutningsgreinum. Fyrirtækin hafa nýtt það og unnið ákveðinn varn- arsigur með því að ná í heldur fleira ferðafólk en árið á undan, þrátt fyrir minnkandi ferðalög milli landa vegna heimskreppunnar. Víða eru sóknarfæri í ferðaþjónustunni. „Tækifærin núna liggja í því hvað krónan hefur lækkað. Fólk áttar sig á því að það hefur nú frekar efni á því að fara til Íslands. Það er að vísu ekki ódýrt og hefur aldrei verið það,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Umtalsverð aukning hefur orðið á útgjöldum erlendra gesta hér á landi, ekki síst í verslunum. Erna segir það ekki koma á óvart og nefnir að helmingi ódýrara sé fyrir gesti af evrusvæðinu að borða á veitingastað hér en var þegar gengið var sem hæst. Byggja upp áfangastaði Í sumar var mikið að gera í móttöku ferða- fólks úti á landi og gisting víða uppseld á vinsæl- ustu stöðunum. Íslendingar ferðuðust mikið um landið í sumar og bættust í hóp erlenda ferða- fólksins sem ávallt fer mikið um landið. „Sóknarfærin liggja í því að byggja upp áfangastaði og sjá til þess að þjónustan sem er veitt sé þess virði að kaupa hana,“ segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamið- stöðvar ferðamála. Hann segir að víða vanti þjónustu sem standi undir nafni. Með því að veita góða þjónustu séu tækifærin óþrjótandi. „Gestirnir munu þá ferðast víðar um landið og Vel bókað Bjartsýni er ríkjandi í ferðaþjónustunni og reiknað með aukningu í ár. „Það var á brattann að sækja í fyrra. Þó var Ísland eitt fárra ríkja Evrópu þar sem ekki varð samdráttur í ferða- þjónustunni,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri. Rannsóknir sýna að fólk sækir Ísland heim vegna náttúrunnar en víðar eru tækifæri. Tölu- verð uppbygging hefur verið í heilsu- og menn- ingarferðaþjónustu eins og Bláa lónið og Jarð- böðin í Mývatnssveit eru til vitnis um sem og fjölbreytt setur og sýningar um allt land. „Tækifærin liggja í því að bjóða gæða- ferðaþjónustu fyrir þá markhópa sem telja sig meðvitaða um umhverfið og vilja ævintýri og upplifun. Ísland hefur áru skemmtilegheita og upplifunar, við þurfum að hamra það járn áfram,“ segir ferðamálastjóri. Flugfélögin hafa aukið sætaframboð fyrir þetta ár og gera ráð fyrir aukningu, bæði til Ís- lands og yfir Atlantshafið. Helgi Már Björg- vinsson hjá Icelandair segir að félagið geri ráð fyrir tæplega 10% fjölgun ferðafólks til Íslands. Bókunarstaðan er að hans sögn betri en á sama tíma í fyrra, munar 20% í ferðum til Íslands. Skilar sér til baka Niðurskurður á ríkisútgjöldum bitnar á ferðaþjónustunni, eins og öðru. Erna Hauks- dóttir segir að fyrirtækin setji mikið fé í mark- aðssetningu og ýmislegt sé verið að gera en gott hefði verið að fá ríkið til að leggja meira til. „Hver króna sem varið er til markaðsmála í ferðaþjónustu skilar sér margföld til baka.“ Morgunblaðið/Kristinn  Mörg sóknarfæri eru í ferðaþjónustunni  Byggja þarf upp nýja áfangastaði með góðri þjónustu  Hagkvæmt að fjölga ferðafólki utan háannar  Beðið eftir tónlistar- og ráðstefnumiðstöðinni Hörpu  Meira bókað en á sama tíma í fyrra Ferðaþjónar á flugi 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Heimildir: Útlendingaeftirlitið, Ferðamálastofa og Austfar 1979 Heildarfjöldi erlendra gesta 1979-2009 1989 1999 2004 2005 2006 2007 2008 2009 494 .0 0 0 50 2.0 0 0 4 85.0 0 0 4 22.280 374 .127 360.392 262.60 5 130.503 76.912 dvelja lengur á hverjum stað. Þegar þeir finna áhugaverðan stað til að skoða þurfa þeir að borða einhvers staðar og gista, þannig að þetta helst allt í hendur,“ segir Edward. Þarf gulrót yfir veturinn Áhersla hefur lengi verið lögð á að lengja ferðamannatímann. Upplýsingar Ferða- málastofu sýna að sú viðleitni hefur ekki borið árangur á liðnu ári. Fjölgunin er fyrst og fremst í júlí og ágúst. Aðstaða er því fyrir hendi til að taka við fleira fólki vor og haust og yfir vetrarmánuðina og er mikilvægt fyrir fyrirtækin að unnið sé að því. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar Nordic Visitor, segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu eigi að líta á það sem tækifæri að fá ferðafólk yfir veturinn. Það þurfi gulrót til að fá fólkið á þeim tíma og veita þurfi umtals- verðan afslátt. Nefnir hann að hótel úti á landi gætu fengið fleiri gesti með því að veita góðan afslátt en eigi möguleika á að fá í staðinn tekjur af aukinni veitingasölu og afþreyingu. Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Icelandair, segir að menn verði að vera meira skapandi til að fá ferðafólk yfir veturinn. Nefnir hátíðirnar Food & Fund og Iceland Airwaves sem góð dæmi um það en báðar eru hluti af menningarferðaþjón- ustu. Slegið á strengi Hörpunnar Nýting gistirýmis mætti vera mun betri í Reykjavík. Stafar það meðal annars af því að ráðstefnuhald hefur minnkað hér, eins og ann- ars staðar í heiminum, vegna efnahagserfiðleik- anna. Þegar efnahagslíf heimsins nær sér á strik á ný skapast aftur sóknarfæri á því sviði. Því til viðbótar má nefna tónlistar- og ráðstefnu- miðstöðina Hörpu við Reykjavíkurhöfn sem mun stórbæta aðstöðuna. Stefnt hefur verið að opnun hennar vorið 2011 en vegna óvissu um framvindu verksins hefur lítið verið hægt að vinna að markaðssetningu. Ráðstefnugestir eru taldir góðir gestir sem skilja mikið eftir sig í landinu og því felast mikil sóknarfæri í Hörpu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi hafa unnið varnarsigur með fjölgun ferðamanna á síðasta ári. Þetta kemur fram í fyrstu grein greinaflokks sem fjallar um sóknarfæri í atvinnulífinu og birtur verður í blaðinu á næstu dögum. Annar hluti greinaflokks um sóknarfæri í íslensku atvinnulífi fjallar um stöðu stórra jafnt sem smærri verkefna í iðnaði, ný tækifæri og möguleika á orkuöflun. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.