Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 14

Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÓRIR fyrrverandi, háttsettir embættismenn í kommúnistaflokki Kína reyna nú að fá stjórnvöld til að láta lausan úr fangelsi andófsmann- inn Liu Xiaobo, að sögn vefsíðu Gu- ardian. Liu var í desember dæmdur í 11 ára fangelsi, sakaður um að hafa reynt að grafa undan ríkisstjórninni. Fjórmenningarnir hafa undirritað opið bréf til leiðtoga Kína þar sem aryfirmaður opinberu fréttastofunn- ar Xinhua, og Dai Huang, áður hátt- settur fréttamaður hjá stofunni. Bréfritararnir eru allir á níræðis- eða tíræðisaldri, aldurinn gæti verið þeim nokkur vörn gagnvart ofsókn- um. Þeir benda á að helsta sönnunar- gagnið um undirróður Liu hafi verið að hann hafi hvatt til þess að Kína yrði gert að sambandslýðveldi. En þeir segja að um sé að ræða „rétt slagorð“ sem notað hafi verið snemma á ferli flokksins. Í HNOTSKURN »Liu var einn höfundaCharter 08-yfirlýsing- arinnar fyrir tveimur árum þar sem krafist var pólitísks frelsis í Kína. Um 300 manns undirrittuðu hana, þ. á m. landsþekktir menntamenn. »Nýlega birtist blaðagreinvíða um heim eftir Vaclav Havel, Dalai Lama og fleiri þar sem hvatt var til þess að Liu yrði látinn laus. Gagnrýna Kínastjórn hart Nokkrir fyrrum háttsettir embættismenn taka upp hanskann fyrir fangelsaðan andófsmann og hylla tjáningarfrelsið þeir eru hvattir til að láta endur- skoða dóminn yfir Liu. Einn mann- anna, He Fang, sem er heiðursfélagi í akademíu félagsvísinda í Kína, sagði að markmiðið með því væri að „snúa við dóminum, úrskurða að Liu væri ekki sekur og láta hann lausan. Einnig að vernda stjórnarskrána og tjáningarfrelsið.“ Sjálft bréfið skrif- aði Hu Jiwei, fyrrverandi ritstjóri hins þekkta málgagns kommúnista- flokksins, Dagblaðs Alþýðunnar. Hinir eru Li Pu, fyrrverandi aðstoð- Barátta Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo sem nú er í fangelsi. MUNAÐARLAUST barn frá Haítí á leið úr flugvél í Ottawa í Kanada í gær ásamt 23 öðrum börnum sem verða ættleidd þar í landi. Vitað er nú með vissu að minnst 150.000 manns fórust í jarðskjálft- anum mikla í Port-au-Prince, ekki er vitað hve margir dóu annars staðar á Haítí. Á laugardag fannst enn fórnarlamb á lífi í rústunum, 25 ára gamall karlmaður. MUNAÐARLAUS EFTIR SKJÁLFTANN Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÓVEÐURSSKÝIN hrannast nú upp yfir höfði formanns loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), Ind- verjans Rajendra Pachauri, en nefndin er sökuð um léleg vinnu- brögð. Pachauri hefur m.a. neyðst til að viðurkenna að dómsdagsspá í síð- ustu skýrslu nefndarinnar árið 2007 um að líklega myndu allir jöklar í Himalajafjöllum vera horfnir árið 2035 hafi ekki verið byggð á neinum vísindalegum rannsóknum, að sögn The Economist. Fleira hefur orðið til að draga úr trúverðugleika nefnd- arinnar. En nú er Pachauri einnig grunaður um að hafa misnotað stöðu sína til að græða fé. The Economist segist hafa verið í hópi margra fjölmiðla sem sögðu frá fullyrðingunni ískyggilegu um jökl- ana í Himalaja. „Í reynd er ástæðu- laust að halda að þetta sé rétt. Það eru góð tíðindi (að hluta til) fyrir ind- verska bændur – en vond tíðindi fyr- ir IPCC.“ Ljóst er að ef jöklar í Himalaja bráðnuðu skyndilega vegna hlýn- andi loftslags gæti það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir vatnsbú- skap á Indlandi vegna þess að mik- ilvægar ár fá vatn sitt að verulegu leyti úr jöklunum. Pachauri stofnaði á sínum tíma rannsóknastofnunina The Energy and Resources Insti- tute (TERI) í Nýju Delí en hún fékk hálfa milljón dollara, liðlega 60 millj- ónir króna, í styrk frá Carnegie- stofnuninni í New York til að rann- saka jöklana í Himalaja og afleið- ingar bráðnunar. Íslenski sjóðurinn Global Centre, sem stofnaður var árið 2005 í New York, fékk upprunalega styrkinn en kom honum áleiðis til TERI, að sögn vefsíðu Times í Bretlandi í gær. TERI hafi einnig fengið mun stærri styrk frá Evrópusambandinu vegna sömu rannsókna. Talað er um „Glaciergate“ Pac- hauris á vefsíðunni með vísan til Wa- tergate-málsins fræga í Bandaríkj- unum. Gagnrýnendur Pachauris gefa í skyn að ef til vill hafi viðvör- unin um jöklana verið sett af ásettu ráði í skýrslu IPCC til að ýta undir að TERI fengi umrædda styrki. Pachauri fær laun hjá TERI en neit- ar að gefa upp hve há þau séu. Hann vísaði því eindregið á bug á frétta- mannafundi í Nýju Delí á laugardag að til greina kæmi að hann segði af sér formennsku í loftslagsnefndinni. Loftslagsnefnd SÞ í kröppum dansi Economist segir trúverðugleikann hafa dvínað og formað- urinn Pachauri er grunaður um gróðabrall og sjóðasukk HUNDUR af tegundinni Shih Tzu á hundasýningunni miklu í Chiba í Japan fær sér smáhvíld á púða enda dasaður að sjá. Eigandinn hefur greinilega ákveðið að reyna að láta hvutta vinna hárgreiðsluverðlaunin á sýningunni. Mér líður nú hálfundarlega Hvers vegna fékk TERI styrkina? Carnegie-stofnunin bandaríska rök- studdi styrkinn með því að í „vel undirbyggðri rannsókn“ IPCC komi fram að vegna hlýnandi loftslags muni jöklarnir í Himalaja hverfa að mestu innan 40 ára. Eru jöklar Himalaja að hverfa? Jöklafræðingar benda nú á að þótt róttækustu spár um hlýnandi lofts- lag rætist séu jöklarnir svo hátt yfir sjávarmáli, þar sem hitastig er lágt, að það liðu sennilega nokkrar aldir áður en þeir hyrfu vegna bráðnunar. Hvernig er stærðin mæld? Fram kemur í The Economist að mælingar á stærð jöklanna séu geysilega flóknar vegna samspils milli monsúnregns og hita. Brýnt sé að rannsaka líka samspil jöklanna við grunnvatnsstöðu og fá niður- stöður „sem hægt er að treysta“. S&S MIKIÐ hefur áunnist í baráttunni gegn hefðbundnum limlestingum múslímakvenna, afskurði á kynfær- unum, víða í Vestur-Afríku, að sögn Dagens Nyheter. Afskurður var gerður að refsiverðu athæfi í Sene- gal 1999 og mun að mestu horfinn í landinu og samtökin Barnaheill hafa nú fengið 40 borgir og bæi í Malí til að binda enda á þessa gömlu hefð. Talið er að um 80% kvenna í Malí hafi sætt afskurði. Aðgerðin veldur fórnarlambinu miklum kvölum, blæðingum og oft sjúkdómum, kon- urnar njóta síður kynlífs, eiga erfitt með þvaglát og barnsfæðing verður erfiðari en ella. Fyrirbærið er al- gengt um nánast öll Mið-Austurlönd og víða í norðanverðri Afríku. Fyrir skömmu voru 45 mæður í Níger dæmdar í sekt eða fangelsi fyrir að hafa látið limlesta dætur sín- ar. Í Máritaníu á vesturströnd Afr- íku undirrituðu 34 ímamar og aðrir lærðir kennimenn íslams yfirlýs- ingu, svonefnda fatwa, fyrir fáeinum vikum gegn afskurði. Cheikh Ould Zein Ould Liman, sem er prófessor í lögfræði í Máritaníu, bendir á að hvergi í kóraninum séu ákvæði sem mæli fyrir um afskurð. Því sé öðru nær, kennisetningar íslams mæli gegn öllu sem skaði heilsu fólks. „Nú hafa læknar í Máritaníu ein- um rómi samþykkt að þessi aðgerð sé hættuleg heilsunni og þá er aug- ljóst að íslam er á móti henni,“ segir Ould Liman. kjon@mbl.is Færri konur lim- lestar í V-Afríku Múslímaklerkar fordæma afskurð Í HNOTSKURN »Afskurður er miklu um-fangsmeiri og hrottalegri aðgerð en umskurður karla. »Við afskurð eru ytri kyn-færi stúlku, oft barn- ungrar, fjarlægð og stundum er saumað nær alveg fyrir op- ið á leginu. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.