Morgunblaðið - 25.01.2010, Page 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
✝ Sigurður Elí Har-aldsson fæddist
16. nóvember 1928 og
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 14. jan-
úar 2010.
Foreldrar hans
voru bændahjónin
Járngerður Jóns-
dóttir, f. 1893, d.
1974, og Haraldur
Jónsson, f. 1891, d.
1974, sem bjuggu á
Tjörnum undir Eyja-
fjöllum. Hann var
fjórði í röð níu systk-
ina. Bergþóra, f. 1915, d. 1997, Sig-
urður, f. 1919, d. 1998, Guðrún, f.
1923, d. 1964, Ólafur, f. 1930, d.
1998, Sigríður, f. 1931, Jónheiður,
f. 1932, d. 1950, Sigurveig, f. 1934
og Grétar, f. 1937.
Sigurður giftist 1953 Þorgerði
Árnadóttur Blandon, f. 9. júní
1921. Hún er dóttir hjónanna Þor-
bjargar Grímsdóttur Blandon, f.
1891, d. 1983, og Árna Erlends-
sonar Blandon, f. 1891, d. 1981.
Börn þeirra eru: 1. Þorbjörg hjúkr-
unarfræðingur, f. 1945, gift Sig-
urði Þorgrímssyni lækni, f. 1944.
Börn þeirra eru: a. Þorgerður Elín
bókmenntafræðingur, f. 1969. b.
Kristín hjúkrunarfræðingur, f.
1970, gift Kára Hreinssyni lækni, f.
1966. Börn þeirra eru: Dagur, f.
2001, og Þórdís, f. 2003. c. Árni
skólann og síðan í Verslunarskóla
Íslands, þar sem hann útskrifaðist
1952. Hann starfaði í kjölfarið í
tæpan áratug við iðnaðarfyr-
irtækið SAVA sem sölu- og fram-
kvæmdastjóri. Árið 1966 stofnaði
hann fyrirtækið Elfur ehf. Rak
hann verslanir í Reykjavik og um
tíma í Vestmannaeyjum. Lengst af
rak hann verslun við Laugaveginn
með eiginkonu sinni og yngri dótt-
ir. Þau hættu verslunarrekstri árið
1998. Samfara þessu átti hann og
rak saumastofuna Skinfaxa með
Guðlaugu Snorradóttur. Sigurði
var alla tíð umhugað um velferð
miðbæjarins og sérlega Laugaveg-
ar sem verslunargötu og sat vegna
þess m.a. í nefndum og ráðum
borgarinnar. Hann sat lengi í
stjórn Kaupmannasamtaka Íslands
og var þar formaður í 4 ár, 1983-
1987. Naut hann þar samstarfs við
skemmtilega og umburðarlynda
menn. Hann var formaður karla-
kórsins Fóstbræðra 1958-1960 og
stuðlaði þá meðal annars að stofn-
un Gamalla Fóstbræðra. Hann
söng í kirkjukór Grensássóknar
mörg ár á upphafsárum þess safn-
aðar.
Hann var framkvæmdastjóri
orgelssjóðs Hallgrímskirkju 1988-
1992 og studdi þannig með ráðum
og dáð að stóra Kleis-orgelið í Hall-
grímskirkju varð að veruleika.
Hann var ófeiminn að koma
skoðunum sínum á framfæri bæði í
ræðu og riti. Sigurður sat í full-
trúaráði Sjálfstæðisflokksins í
marga áratugi.
Útför Sigurðar Elí fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 25. janúar, og
hefst athöfnin kl. 13.
Grímur læknir, f.
1977 kvæntur Stein-
unni Þórðardóttur
lækni, f. 1977. Börn
þeirra eru Nína Þor-
björg, f. 2005, og
Þórður, f. 2009. 2.
Haraldur læknir, f.
1954, kvæntur Guð-
leifu Helgadóttur
hjúkrunarfræðingi, f.
1956. Börn þeirra
eru: a. Sigurður Elí
viðskiptafræðingur, f.
1978, í sambúð með
Kristínu Ögmunds-
dóttur hagfræðingi, f. 1978. b.
Kristín Þóra leikkona, f. 1982, gift
Kára Allanssyni organista, f. 1982.
Barn þeirra er Emil Björn, f. 2009.
c. Hildur Karen verslunarskóla-
nemi, f. 1990. 3. Arnheiður Erla
skrifstofustjóri, f. 1957, gift Óskari
Sæmundssyni rafeindavirkja, f.
1952. Börn þeirra eru: a. Ágústa
Ósk söngkona/söngkennari, f.
1979. Unnusti hennar er Matthías
Stefánsson tónlistarmaður, f. 1976.
Börn hennar eru: Aron Elí, f. 1998,
og Arnheiður Ósk, f. 2003. b. Sæ-
mundur nemi í Kennaraháskóla Ís-
lands, f. 1982. Börn hans eru:
Kjartan Ísak, f. 2001, og Birna
Lind, f. 2003. c. Sigurður Þór leik-
listarnemi, f. 1988. Sigurður Elí
ólst upp við sveitastörf á Tjörnum.
Árið 1948 fór Sigurður í Samvinnu-
Ég kveð nú með söknuði tengda-
föður minn, Sigurð Elí Haraldsson,
sem lést aðfaranótt 14. janúar sl.
eftir erfið veikindi.
Kynni okkar hófust fyrir meira en
40 árum og hafa alla tíð verið
ánægjuleg og ekki borið skugga á.
Sigurður kom til Reykjavíkur
ungur maður og stundaði verslunar-
nám. Starfsævi hans var síðan helg-
uð verslun og viðskiptum. Hann
starfaði upphaflega hjá verksmiðj-
um SAVA þar sem hann kynntist
eiginkonu sinni, Þorgerði, en hóf síð-
an eigin atvinnurekstur. Lengst af
var hann kaupmaður og rak versl-
unina Elfur, hina vinsælu fatabúð
með höfuðstöðvar á Laugavegi.
Hjónin unnu bæði í versluninni.
Sigurður sá um reksturinn. Hann
naut sín vel sem kaupmaður. Hann
var heiðarlegur, sanngjarn og
traustur. Eiginkonan Þorgerður var
í búðinni og seldi vöruna. Þótti hún
einstaklega lipur og snjöll sölukona.
Síðar kom dóttirin Arnheiður til
starfa í versluninni og fleiri fjöl-
skyldumeðlimir komu þar við sögu í
skemmri tíma þannig að verslunin
Elfur var sannkallað fjölskyldufyr-
irtæki.
Þegar ég minnist Sigurðar kemur
ýmislegt upp í hugann. Hann var
mikill framkvæmdamaður og dugn-
aðarforkur og vann alla tíð mikið við
byggingu eigna sinna, hvort sem var
bygging íbúðarhúsnæðis eða endur-
bygging verslunarhúsnæðis. Hann
var ákaflega félagslyndur og mann-
blendinn. Hafði hann mikinn áhuga
á fólki og var fróður og ræðinn.
Hann var oftast léttur í lund og sá
spaugilegu hliðar tilverunnar. Sig-
urður var pólitískur en mjög gagn-
rýninn og sjálfstæður í skoðunum.
Hann hafði mikla réttlætiskennd og
virti ekki alltaf flokkslínur ef svo bar
undir. Þrátt fyrir vaxandi heilsuleysi
síðustu árin fylgdist hann vel með
þjóðmálum og hafði á þeim sterkar
skoðanir.
Áhugamál Sigurðar voru fjöl-
breytileg. Hann var tónlistarunn-
andi og söngmaður góður og starf-
aði með Fóstbræðrum um langt
árabil. Hann var formaður Kaup-
mannasamtakanna um tíma og
sinnti því vel eins og öðru. Hann var
mikill áhugamaður um íþróttir, sér-
staklega knattspyrnu og voru farnar
ófáar ferðir með honum á völlinn. Þá
hafði hann mikla ánægju af að
ferðast og fræðast.
Þrátt fyrir erilsamt starf var Sig-
urður mikill fjölskyldumaður. Hann
var stoltur af fjölskyldu sinni og um-
hugað um velferð hennar. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með hvað
hann sýndi barnabörnum sínum
mikinn áhuga. Fengu þau að njóta
athygli hans og velvildar. Hann gaf
þeim gott veganesti og góðar minn-
ingar sem mun vafalítið hjálpa þeim
á lífsleiðinni og gera þau að betri
einstaklingum.
Sigurður fékk erfiðan sjúkdóm
fyrir mörgum árum sem smám sam-
an ágerðist og lagði hann að lokum
að velli. Síðustu vikurnar voru erf-
iðar og ljóst hvert stefndi. Allan
þennan tíma heyrðist hann aldrei
kvarta heldur tók hann örlögum sín-
um með æðruleysi. Hann hélt áfram
að hafa meiri áhuga á öðrum en
sjálfum sér meðan hann gat og mað-
ur skynjaði sterkt eins og alltaf áður
hvað fólki þótti vænt um hann.
Sigurðar er sárt saknað af eig-
inkonu og samheldinni fjölskyldu en
sorginni fylgja góðar minningar sem
munu hjálpa þeim sem eftir lifa.
Sigurður Þorgrímsson.
Við dánarbeð Sigurðar var lítið
myndaalbúm. Það var ljóst hvert
stefndi, langa ferðin hans Sigurðar
Elís tengdaföður míns var um það
bil að hefjast. Myndirnar hjálpuðu
að tengja saman yndislegar og góð-
ar minningar frá tæplega 40 ára
samveru okkar sem aldrei bar
skugga á. Það er sannarlega ekki
sjálfgefið, við veljum okkur maka,
tengdaforeldrarnir fylgja bara með!
En betri afa handa börnunum mín-
um er ekki hægt að velja né biðja
um.
Vinnudagurinn hans Sigurðar var
oft langur, hann rak eigið fyrirtæki
og var virkur í félagsmálum. En
aldrei hafði hann það mikið að gera
að barnabörnin hans gleymdust.
Vakinn og sofinn fylgdist hann með,
hvort sem það voru íþróttir eða
dans, söngur eða leiklist, blaðaskrif
eða hvað annað sem gert var.
Þar sem börnin voru, þar var afi.
Ekkert að trana sér fram, heldur
uppörvandi og jákvæður.
Jafnvel þótt glíman við Parkin-
son-sjúkdóminn hafi verið orðin erf-
ið, þá var lífsviljinn og dugnaðurinn
aðdáunarverður og hann hélt áfram
að mæta í hjólastólnum sínum, öll-
um til ómældrar gleði.
Við hjónin vorum ung og óreynd
þar sem við bjuggum í risíbúð fyrir
ofan skrifstofuna hans Sigurðar.
Vinalegt brakið í stiganum hljómar
ljúflega í minningunni þegar afi var
að koma að líta eftir nafna sínum,
fylgjast með honum borða fyrsta
grautinn, halda á honum eða bara
horfa á hann. Tónninn að góðri og
traustri samveru var gefinn.
Sú var tíðin að Sigurður var léttur
á fæti, hann og Þorgerður létu sig
ekki muna um að koma í skammdeg-
inu til okkar á Fáskrúðsfjörð og ófá-
ar voru ferðir þeirra til okkar á
námsárum erlendis. Alltaf var hann
uppbyggjandi. Með litla segulband-
inu sínu tók hann upp samtöl við
börnin. Hann fékk þau til að láta
móðan mása um heima og geima.
Fyrir vikið eru til óborganlegar
hljóðmyndir frá mismunandi tímum
í lífi barnanna.
Ekki voru tengdaforeldrar mínir
síður duglegir að ferðast með barna-
börnin hér innanlands, oft nokkur
frændsystkini! Afi fræddi þau um
landið og söguna með þeim hætti að
börnin skildu og mundu. Þessir fróð-
leiksmolar rötuðu gjarnan til for-
eldranna í næstu ferð með ungviðið
framhjá fjalli eða fossi, sem Sigurð-
ur hafði gert ógleymanleg. Syrgja
þau nú afa sinn sárt en orna sér við
minningar og veganesti sem hann
gaf þeim fyrir lífsleiðina alla. Síð-
ustu ár hafa Sigurður og Þorgerður
dvalið saman í öruggu skjóli hjá frá-
bæru starfsfólki í Sóltúni þar sem
þau hafa stutt hvort annað. Ég veit
að söknuður hennar er mikill þegar
hún sér nú á bak eiginmanni sínum,
sem var góður og traustur ævifélagi.
Ég bið góðan Guð að blessa minn-
ingu Sigurðar Elís.
Guðleif Helgadóttir.
Mér þykir merkilegt að hugsa til
þess að þegar ég fæddist var Sig-
urður Elí Haraldsson, afi minn,
nokkurn veginn á sama aldri og ég
er núna. Mér fannst hann eiginlega
orðinn nokkuð gamall en samt var
hann rétt orðinn fertugur. Við urð-
um fljótlega góðir vinir, hann las
stundum fyrir mig sögurnar um
Hjalta litla og Sálminn um blómið
fyrir svefninn og spilaði stundum
Töfraflautu Mozarts af heljarmiklu
hljómplötusetti og útskýrði fyrir
mér söguþráðinn og hlutverkin á
meðan við hlustuðum.
Stundum sat ég hjá honum þegar
hann var við vinnu á skrifstofunni
sinni og þá fékk ég svokallað vinnu-
dót og sat ábúðarfull með honum og
þóttist fylla út póstkröfubeiðnir og
tollafgreiðsluskjöl.
Allt flokkaðist þetta undir það
sem afi kallaði bardús. Bardús er
ekki beinlínis vinna og það er heldur
ekki leikur. Þegar maður bardúsar
nýtir maður tímann á meðvitaðan
hátt, í bardúsinu renna vinna og
leikur einhvern veginn saman. Við
vorum semsagt alltaf að bardúsa
eitthvað saman. Við vorum hins veg-
ar ekki alltaf sammála, mér fannst
hann til dæmis fulldómharður í garð
barnabóka sem fjölluðu um ungar
stúlkur á heimavistarskólum en
þeim hafði ég mikið dálæti á. Og
mér þótti hann stundum syngja
helst til hátt í sálmasöngnum þegar
ég fór með honum og ömmu í Grens-
áskirkju, þá hafði ég stundum
áhyggjur af því að fólk færi að horfa
á okkur. Með tímanum áttaði ég mig
hins vegar á því að þetta var auðvit-
að gott, því ég gat þanið raddböndin
í skjóli hans.
Stundum er nefnilega gott að geta
staðið í skjóli hinna sterku og afi var
einmitt þannig, hann var sterkur og
ákveðinn. Heiðarleiki og réttlætis-
kennd einkenndu ekki aðeins orð
hans heldur einnig verk hans og
framgöngu. Hann hjálpaði þeim sem
voru hjálparþurfi án málalenginga,
hann var maður framkvæmda og
kaus því að láta verkin tala. Og hann
átti auðvelt með að hrífa fólk með
sér, ég man til dæmis eftir því að
hafa eytt dágóðum tíma í það að
hengja upp veggspjöld fyrir orgel-
sjóð Hallgrímskirkju, sem ég hafði
engan sérstakan áhuga á, en afi var
hins vegar framkvæmdastjóri þess
sjóðs. Ekki man ég hvernig hann
fékk mig í þetta verkefni með sér,
líklega hef ég bara litið á það sem
hvert annað bardús. Ef afi tók að sér
að skaffa orgel þá gekk hann í málið
af einbeitni og ástríðu, hann var ein-
faldlega þannig maður.
Þegar ég hugsa um afa þessa dag-
ana sé ég hann oftast fyrir mér
standandi einan í hálfbyggða húsinu
sínu við Laugaveginn. Hann hafði
ákveðið að stækka það, í þessu húsi
ætlaði hann bæði að vinna og búa. Á
þessum tíma vorum við systurnar á
unglingsaldri og komum stundum
við hjá honum í bæjarferðum okkar.
Alltaf tók hann okkur fagnandi þó
að við höfum eflaust verið að trufla
hann við vinnuna. Ég man eftir því
að hafa stundum efast um að honum
tækist nokkurn tímann að ljúka við
þetta hús, en húsið reis og stendur
enn. Svona ætla ég að muna eftir
afa, í miðju bardúsi með glettið blik í
brúnu augunum. Ég er honum óend-
anlega þakklát fyrir vináttuna og
umhyggjuna og kveð hann nú með
miklum söknuði.
Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Í dag mun ég ásamt fólkinu hans
afa kveðja hann. Ég mun kveðja
hann með miklum trega í hjarta.
Það eru óteljandi ástæður fyrir þeim
trega sem í hjarta mínu er. Ég mun
sakna hlýja brossins og góðlátlegu
spurninganna sem hann spurði mig
alltaf um leið og ég kom inn um
dyrnar. Þær voru ætíð um börnin
mín, mig sjálfa og fólkið í kringum
mig. Ég hafði það alltaf á tilfinning-
unni að það mikilvægasta í lífi afa
væri það að fólkinu hans liði vel og
ef það var raunin þá leið honum vel
og sofnaði vært á kvöldin.
Hann er dæmi um mann sem
hugsaði alltaf fyrst um aðra áður en
hann leiddi hugann að sjálfum sér.
Ég vissi alltaf að ef ég kom til afa
með hvers kyns umræðuefni þá
myndi hann leggja allt til hliðar og
gefa mér 100% athygli á meðan við
ræddum saman. Einnig gat ég alltaf
verið viss um það að í kjölfarið fengi
ég eitt af hans yndislegu viskubrot-
um, sem sögð voru af þeim mesta
heiðarleika sem afi átti og sá heið-
arleiki var mikill, því sannari mann
en hann var vart hægt að finna. Ég
held að þessi eiginleiki sé einn sá
dýrmætasti sem hann hefur smitað
fólkið sitt af. Mottó afa var, bæði
sem einstaklings og kaupmanns, að
ef heiðarleikinn fylgir máli þá vegn-
ar manni vel og mikið er ég sammála
honum. Hann var fyrirmynd í sínu
lífi og mjög gott eintak af fyrir-
mynd.
Mér finnst ég vera mikil forrétt-
indakona að hafa verið eins tengd
afa mínum og raunin var. Mér finn-
ast það einnig forréttindi að hafa
fæðst af því fólki sem ég fæddist af.
Afi og amma voru ótrúleg hjón, því-
lík virðing og samheldni er ekki auð-
fundin. Þau treystu hvort öðru fyrir
öllu og stóðu saman í hvaða raun
sem var. Þau glöddust saman og
úðuðu kærleika á alla sem í kringum
þau voru og eru þau líklega ástæða
þess að ég á þann draum að verða
amma, annan draum á ég líka og
hann er sá að eiga hjónaband sem er
eins traust og flott og þeirra var.
Að skrifa minningargrein er eitt
það erfiðasta sem ég hef gert. Það
er svo margt sem ég myndi vilja
segja en það er óumræðilega erfitt
að koma því í orð. Afi vissi hvar
hann hafði mig, hann vissi að ég bar
virðingu fyrir honum og hans skoð-
unum, hann vissi að ég elskaði hann
og að mér fannst gott að vera í
kringum hann. Setning sem lifði í
gegnum öll árin okkar saman var:
„Afi og Ágústa eru vinir!“
Elsku afi minn nú kveð ég þig að
sinni. Ég kveð með trega, söknuði
og miklu þakklæti. Takk fyrir hver
þú varst í mínu lífi og barnanna
minna.
Ég hlakka til að sjá þig á himnum,
viltu taka frá stað fyrir mig sem er
nálægt þér, ég vil vera þar.
Ég elska þig.
Þín
Ágústa Ósk.
Í dag kveðjum við elsku afa okk-
ar. Þegar við sitjum hér saman
bræðurnir og rifjum upp árin með
afa þá er það okkur efst í huga hve
kærleiksríkur hann var, hversu mik-
ið hann gaf af sér og sýndi okkur og
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur mikinn áhuga. Það var alveg
sama hvað við vorum að gera, hvort
við vorum að keppa í golfi, fótbolta,
syngja á tónleikum, veiða eða bara
berjast áfram í skólanum þá var afi
alltaf mættur til að hvetja, styðja og
vera til staðar. Það var eitt sem gaf
manni alltaf von þegar illa gekk í
golfinu, þegar maður sá afa koma
röltandi þvert yfir allan golfvöllinn
með snickers og djús í poka.
Afi var líka svo óskaplega vitur og
skynsamur. Alltaf var hægt að leita
til hans þegar eitthvað bjátaði á og
alltaf gat hann gefið okkur góð ráð.
Eitt er okkur báðum samt minnis-
stæðast og það eru hin margrómuðu
ferðalög sem afi og amma tóku okk-
ur með í. Við erum sammála um að
þetta sé með því allra skemmtileg-
asta sem við gerðum þegar við vor-
um litlir. Það var ekki endilega það
að það væri endalaust verið að leika
við okkur eða hafa fyrir okkur, held-
ur var nærvera þeirra og kærleikur
svo mikill að okkur leið sjaldan bet-
ur.
Líf okkar með ömmu og afa hefur
verið yndislegt og því kveðjum við
afa með gríðarlegum söknuði, miklu
þakklæti og virðingu. Það eru okkur
mikil forréttindi að hafa fæðst inn í
hans fjölskyldu, hafa fengið tæki-
færi á að kynnast honum svona vel
og fá að eiga hann sem fyrirmynd
því að betri fyrirmynd er vart hægt
að finna. Við elskum þig afi!
Sæmundur og Sigurður Þór.
Tilfinningarnar hafa verið blendn-
ar síðustu daga, söknuðurinn svo sár
en á sama tíma þakklæti til skap-
arans fyrir að hafa gefið okkur ynd-
islegan og kærleiksríkan afa.
Minningarnar um dýrmætar sam-
verustundir lifa, öll skemmtilegu
ferðalögin sem við fórum í með
frændsystkinum okkar, ótrúlegt að
afi og amma skuli hafa nennt að
ferðast með okkur vítt og breitt um
landið. Önnur ljúf minning er þegar
við fylgdumst með afa úr eldhús-
glugganum sópa snjónum af bíl-
skúrsþakinu til að gefa fuglunum að
borða, það gerði hann alltaf á meðan
hann hafði heilsu til, afi hugsaði vel
um alla. Eitt sinn spurði Hildur
Karen afa hvað væri eftirminnileg-
ast þegar hann liti til baka, svarið
var að hann hefði verið mikill ham-
ingjumaður í sambandi við fjöl-
skyldu sína og störf. Þessi orð lýsa
hans karakter mjög vel, hann setti
fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti og
það sýndi hann í verki. Afi sýndi öllu
sem við systkinin tókum okkur fyrir
hendur áhuga. Hvort sem það var
íþróttakappleikur, leikrit eða kór-
söngur, þar var afi mættur.
Elsku hjartans afi! Rosalega
söknum við þess að geta ekki talað
við þig og það er tómlegt að hugsa
Sigurður Elí
Haraldsson