Morgunblaðið - 25.01.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ELSKA
MÁNUDAGA
ÖFUGA
SÁLFRÆÐIN ER
EKKI AÐ VIRKA
HÆTTU
AÐ
GLOTTA
HVERNIG VITUM VIÐ
HVENÆR DAGURINN
BYRJAR AÐ RENNA?
VIÐ RÁÐUMST INN
Í DAGRENNINGU!
AF HVERJU
ERTU SVONA
LEIÐUR,
GULLI?
ÚT AF
KÆRUSTUNNI
MINNI! HÚN
TRAÐKAR
BARA Á MÉR
ÉG REYNI AÐ
HJÁLPA TIL OG
HALDA HÚSINU
HREINU, EN HÚN
FER MEÐ MIG
EINS OG...
DYRAMOTTU?
JÁ,
NÁKVÆMLEGA!
EINS OG
DYRAMOTTU!
BANK!
BANK!
ER ÞETTA
ÞAÐ SEM ÞÚ
KALLAR
RÓMANTÍSKA
HELGAR-
FERÐ?
ER ÞETTA
ALLT MÉR
AÐ KENNA?
ÞETTA ER ALVEG
EINS OG SÍÐASTA FERÐ
SEM VIÐ FÓRUM Í!
ÉG HEF
NÓG
ANNAÐ
AÐ
KVARTA
YFIR!
ER
ÞAÐ?!?
ÉG
LÍKA!
ER
ALLT Í
LAGI
HÉRNA?
JÁ,
AUÐVITAÐ
ALLT
Í LAGI
ÞÚ GETUR
ALLTAF KVARTAÐ
YFIR HENNI!
ALLT Í LAGI. ÞÚ
GETUR KOMIÐ MEÐ
MÉR Í VINNUNA
EN UM LEIÐ OG ÉG FER AÐ ELTAST VIÐ
VULTURE ÞÁ FERÐ ÞÚ Í ÖRUGGT SKJÓL
TAXI!!
ÉG GET EKKI
LEYFT ÞÉR AÐ
FARA ÁN MÍN
Icesave
ÞETTA er orðið yfir-
gengilegt rugl hjá for-
ystumönnum þjóð-
arinnar. Jóhanna og
Steingrímur segja að
ekki hafi borist svar frá
Bretum og Hollend-
ingum. Svar við hverju?
Er það venjan í þeirra
lífi, að fólk svari spurn-
ingum áður en spurt
er? Þau segja, að ekki
hafi verið farið fram á
við þessar þjóðir að
ræða nýja samninga.
Og þetta er staðfest af
Hollendingum að sé
rétt.
Lesandi Morgunblaðsins.
Um hreinlæti til orðs og gerða
ÞAR sem fastan er nú á næstu grös-
um, flögrar að okkur sitthvað sem
henni tengist, meðal annars heiti
þeirra matvæla sem okkur þykir þá
gott og tilhlýðilegt að neyta, svo sem
þeirra sem heita hrútspungar. Á það
drap einn af þeim sem sendi Velvak-
anda línu af því tilefni fyrir nokkrum
dögum, línu sem rifjaði upp fyrir mér
broslega minningu.
Í minni fæðingarsveit var mikillar
vandfýsi gætt bæði í orðum og at-
höfnum, ekki síst þegar börn voru
nærstödd. Allt sem kallaðist bölv eða
klám var stranglega bannað eða
milduð orð notuð í stað hinna grófu
og dónalegu svo sem bönvaður eða
bévaður. Pungur var
algert bannorð meðal
barna, svo sem heiti
þeim tengdra líkams-
hluta manna og dýra.
Neysla hrútspunga
kom ekki til greina,
þótt okkur væri ljóst að
hún tíðkaðist meðal
lakar siðaðs fólks. Þeg-
ar leið á æsku mína
fluttist í hreppinn kona
sem var vön þeirri
neyslu og taldi pungana
vera hinn besta þorra-
mat. Að öðru leyti var
þetta hin besta kona.
Eftir framhalds-
skólanám settist ég að í
Reykjavík þar sem almenningur var
vanur sömu neysluháttum og þessi
kona. Þá kom ég snemma á föstunni í
matvörubúð sem ég verslaði jafnan
við og var afgreiðslufólkinu vel kunn-
ugur.
Ein afgreiðslustúlkan hvíslaði því
að mér undir fjögur augu að fyrr um
daginn hefði komið inn í búðina vel
klæddur og kurteis maður og spurt
sig lágværum rómi hvort þau hefðu
til sölu í þessari búð súrsuð kynfæri.
Sagðist hún hafa átt erfitt með að
stilla sig um að skella upp úr, en
svaraði þó manninum á sama hátt: Jú
þau eru til í kjötborðinu.
Torfi Ólafsson,
Melahaga 4, Reykjavík.
Ást er…
… að vilja bindast
einhverjum traustum
böndum.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9, félagsv. kl. 13.30,
myndlist kl. 16. Þorrablót 22. jan. kl.
12.
Bólstaðarhlíð 43 | Þorrablót 29. jan.,
matur, Þorvaldur Halldórsson leikur,
karlakvarttettinn Sparitónar, happ-
drætti og fjöldasöngur. Skráning og
greiðsla f. 27. jan. í s. 535 2760.
Dalbraut 18-20 | Myndl./postulín kl.
9, leikf. kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
bænast. kl. 9.30, leikf. kl. 11
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, æf. hjá Blásarasv. FEB kl. 19.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30, gler-/postulín kl. 9.30, lomber
kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræf. kl.
16.45, trésk.kl. 18 og skap.skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
lín kl. 9, ganga kl. 10, handav. og brids
kl. 13, félagsvist kl. 20.30
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikf. kl. 8, kvennaleikf. kl. 9.45/
10.30/11.15, bókband Kirkjuhvoli kl.
10, gönguh. frá Jónshúsi kl. 11.
Félagsstarf Gerðubergi | Handavinna
og tréútsk.. kl. 9, leikfimi kl. 10.30,
spilasalur opinn frá hád., World Class
kl. 13, kóræfing kl. 14.30.
Grensáskirkja | Miðvetrarsamvera 27.
jan. kl. 12.10, helgistund,
matur verð kr. 1.500. Skrán. í s.
528 4410 f. hád. á morgun.
Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13 í
Setr-inu, kaffi.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, út-
skurður kl. 10, bænastund kl. 11.45,
myndlist kl. 14.30.
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10,
Gaflarakórinn kl. 10.30, trésk. kl. 13,
boccia og félagsv.kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30,
9.30, 10.30, vinnust. kl. 9, brids kl. 13.
Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50,
Stefánsg. og listasm. kl. 9, félagsv.kl.
13.30, skapandi skrif kl. 16, tölvulb. kl.
13.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils-
höll kl. 10. Sundleikf. í Grafarvogs-
sundl. á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hring-
borðið, spjall kvenna kl. 10.30, handv.
/bókastofa kl. 11.30, prjónakl. kl. 13,
boccia kl. 13.30, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Boccia kl. 10, handa-
vinna kl. 9, djákni kl. 14.
Vesturgata 7 | Boccia kl. 11, leikfimi
kl. 11.30, kóræf. kl. 14, tölvuk. kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband
kl. 9, postulín kl. 9.30, morgunst. kl.
10, boccia kl. 12.30, framh.s., handa-
v.og spil kl. 13, stóladans kl. 13.15.
Konur í Ráðhúsinu á Akureyrigerðu vel við karlana á bónda-
dag og buðu þeim í betra kaffi um
morguninn. En boðinu fylgdu leið-
beiningar fyrir morgunverk þeirra:
„Það er „skylda bænda“ „að
fagna þorra eða „bjóða honum í
garð með því að fara fyrstir á fætur
allra manna á bænum þann morgun
sem þorri gengur í garð. Eiga þeir
að fara ofan og út í skyrtunni einni,
vera bæði berlæraðir og berfættir,
en fara í aðra brókarskálmina og
láta hina svo lafa eða draga hana á
eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til
dyra, ljúka upp bæjarhurðinni,
hoppa á öðrum fæti í kringum allan
bæinn, draga eftir sér brókina á
hinum og bjóða þorra velkominn í
garð eða til húsa. Síðan eiga þeir að
halda öðrum bændum úr byggð-
arlaginu veislu fyrsta þorradag.
Þetta heitir „að fagna þorra“ skv.
Þjóðsögum Jóns Árnasonar.“
Svo skikkuðu konurnar Davíð
Hjálmar Haraldsson til að yrkja
stöku:
Strax mér hleypur kapp í kinn
og kann mér varla læti;
ég brölta skal um bæinn minn
með brók á öðrum fæti.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía
á Sandi, sá þetta í anda:
Mikil sorg að missa af því,
mikla vakti kæti.
Davíð, út um borg og bý
brókina dró um stræti.
Jón Arnljótsson orti við utanför
forsetans til Indlands:
Forsetinn er farinn burt,
frúna hvergi sjáum.
Á Bessastaði Bretadurt,
bráðlega við fáum.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af bóndadegi og skálmum