Morgunblaðið - 25.01.2010, Side 40
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heitast 15°C | Kaldast 7°C
Suðvestan 10-15 m/s
síðdegis en 15-23 m/s
norðvestantil. Skúrir
S- og V-lands en léttir
til á NA-landi. »10
„Það er mjög gaman
að fá að búa til
styttu af manni sem
allir þekkja,“ segir
Halla Gunnarsdóttir
um Tómas. »31
MYNDLIST»
Maður sem
allir þekkja
LJÓSMYNDUN»
Besta ljósmyndin var af
jólabarni. »33
Tónlist Ólafar Arn-
alds er hugljúf sem
fyrr og hittir beint í
hjartastað, segir
m.a. í dómi um tón-
leika hennar. »36
TÓNLIST»
Hugljúft
sem fyrr
FÓLK»
Bíó, tónleikar og leikhús
hjá Flugunni. »32
KVIKMYNDIR»
Clooney er stjarna Up in
the Air. »35
Menning
VEÐUR»
1. Lifði á Coca-Cola
2. Geir ekki sáttur
3. Strákarnir á leið til Vínar
4. 18 atkvæðum munaði … í 3. sætið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Píanóleikarinn
Jónas Ingimund-
arson fékk Selfoss-
sprotann svo-
nefnda, en tilkynnt
var um úthlutun
hans á þorrablóti
Selfossbúa um
helgina. Viðurkenninguna fékk Jónas
fyrir framlag sitt til menningarmála í
bænum. Jónas bjó á Selfossi um 1970
og var þá driffjöður í tónlistarlífinu á
staðnum, kenndi tónlist, stjórnaði
kórum og fleira. Þá fengu aðstand-
endur Skálafélagsins einnig þessa
eftirsóttu viðurkenningu. Þorvarður
Hjaltason veitti henni viðtöku fyrir
hönd félagsins, en á þess vegum hef-
ur Tryggvaskáli við Ölfusárbrú, sem
var byggður 1891 og er elsta hús
staðarins, verið endurbyggður.
MENNINGARVERÐLAUN
Jónas Ingimundarson
fékk Selfosssprotann
Þrír standa eftir
í síðari umferð
kosningar um
Strandamann árs-
ins 2009 sem stend-
ur yfir á vefsetrinu
strandir.is. Þeir
sem eftir standa
eru Friðgeir Höskuldsson skipstjóri
og áhöfnin á Grímsey ST en þeir
hafa verið brautryðjendur í krækl-
ingarækt á Ströndum og Ingibjörg
Valgeirsdóttir úr Trékyllisvík sem
stóð fyrir sýningunni Stefnumót á
Ströndum síðasta sumar. Sá þriðji
sem valið stendur um er Sigurður
Atlason á Hólmavík sem hefur látið
að sér kveða í ýmsum menningar-
málum, meðal annars í tengslum við
Galdrasafnið á Hólmavík.
STRANDAMAÐUR ÁRSINS
Skipstjóri, ferðamálafröm-
uður og galdramaður
Tónlistarmað-
urinn Pétur Ben
heldur í tónleika-
ferð um Evrópu í
febrúar. Hann mun
koma víða við og
flytja ný lög eftir
sig sem munu rata
á plötu síðar á árinu. Fyrsta breið-
skífa Péturs, Wine For My Weak-
ness, kom út fyrir þremur árum og
er því kominn tími á nýja.
Þá mun Pétur einnig vinna þessa
dagana að breiðskífu í samstarfi við
kollega sinn Eberg. Pétur hefur tón-
leikaferðalag sitt í Þýskalandi, hann
leikur í Leipzig 17. febrúar og verð-
ur kominn til Hollands hinn 20. en
þann dag mun hann halda tónleika í
Amsterdam. Ferðinni lýkur með
tónleikum 4. mars í Tübingen Sud-
haus.
TÓNLIST
Pétur Ben leikur ný lög af
væntanlegri plötu
„ERT þú löggan?“ spurðu strákarnir sem hittu
ljósmyndara Morgunblaðsins í fjörunni vestur á
Granda í gær. Þeir vissu upp á sig skömmina og
töldu því líklegt að þarna væri laganna vörður
mættur. En hvað sem því líður, þá eru fjöruferð-
ir alltaf heillandi. Það á ekki síst við á góðum
dögum eins og í gær, þegar milt var í veðri og
vorblíða í lofti þótt janúar sé enn ekki úti. Allur
er þó varinn góður enn um sinn.
Stiklað á steinum á Grandanum í Reykjavík
Fjörlegir fjörustrákar
Morgunblaðið/Golli
HUGMYNDIRNAR að verkunum
sæki ég í íslenska og sænska nátt-
úru, þá eru það aðallega áhrif veð-
ursins á litina í landslaginu sem
heilla mig, að sjá hvernig litatónar
náttúrunnar breytast með veðrinu
og birtunni. Fyrir mér er til dæmis
náttúran í rigningu og eftir rign-
ingu tveir ólíkir heimar,“ segir list-
málarinn Hadda Fjóla Reykdal en
henni hefur verið boðið að sýna í
borgarlistasafninu Liljevalchs í
Stokkhólmi, á árlegri vorsýningu
safnsins, Vårsalongen. 131 lista-
maður tekur þátt í sýningunni en
2.014 listamenn sóttu um að sýna á
henni. Hadda er að vonum ánægð
með að hafa komist í gegnum þá
síu. Vorsýningin hefst 29. janúar
nk. og stendur til 28. mars. | 37
2.014 sóttu um,
131 komst inn
Hadda Fjóla Við tvö verka sinna.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„ÞETTA er ekki sæmandi,“ segir Emil Als, augnlæknir á
Blönduósi. Hann fékk fyrir helgina jólakort frá vinafólki sínu
sem búsett er í Bandaríkjunum. Kortin voru póstlögð í Michi-
ganríki hinn 14. desember og voru því meira en mánuð að
berast hingað til lands.
„Þetta var alls ekki til neins baga fyrir mig en vissulega
saknaði ég þess um hátíðarnar að fá ekki kveðju frá góðum
vinum sem lengi hafa sent fjölskyldunni jólakort,“ segir Emil.
Kvarta yfir seinagangi
Að sögn Önnu Katrínar Halldórsdóttir, framkvæmdastjóra
markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, gerðu póstyfirvöld í
Bandaríkjunum nýlega samninga við SAS, sem nú annast
flutning á öllum pósti sem fer frá Bandaríkjunum til Norð-
urlanda. Það þýðir að póstur til Íslands er fyrst sendur til
Kaupmannahafnar og þaðan hingað til lands, í stað þess að
fara hingað án millilendingar eins og áður var raunin.
„Þetta kerfi var fyrir jól ekki komið í gagnið auk þess sem
SAS hafði í mörg horn að líta, m.a. vegna loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Því myndaðist þarna tappi í sendingum
og því voru póstsendingar frá Bandaríkjunum að berast hing-
að fyrstu til þriðju viku janúar. Nú ætti að vera losnað um
þessar stíflur,“ segir Anna Katrín. Hún segir ábyrgðina í
þessu máli liggja hjá Bandaríkjamönnum sem breyti ekki því
að Íslandspóstur muni kvarta yfir seinaganginum.
Kortin komu seint
Fékk jólakort í janúar Saknaði vinarkveðju Seina-
gangur hjá SAS Ábyrgðin er hjá Bandaríkjamönnum
Morgunblaðið/Golli
Loksins Emil Als fékk jólakortin fyrir helgina.
Í HNOTSKURN
» Jólakort sem voru póstlögð í Bandaríkj-unum 14. desember skiluðu sér til viðtak-
anda hérlendis í síðustu viku.
» Íslandspóstur kvartar formlega yfir seina-ganginum.