Morgunblaðið - 18.02.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
FÉLAG flugvirkja hefur boðað til
verkfalls 22.-28. febrúar hjá þeim fé-
lagsmönnum sem starfa hjá Ice-
landair. Einnig hefur verið boðað
verkfall hjá Air Atlanta frá og með
næsta sunnudegi. Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi Ice-
landair, segir slíkt verkfall hafa mikil
áhrif á félagið, sem og samgöngur til
landsins.
Nefnir hann sem dæmi að verkfall
sem hæfist í næstu viku myndi hafa
áhrif á ferðir tæplega 20.000 farþega.
Meðal annars er von á gestum til
landsins vegna matarhátíðarinnar
Food & Fun, sem og hópum breskra
barna í skólafríum. Verkfall hefði þar
af leiðandi mikil
áhrif á ferðaþjón-
ustu í landinu.
Flugvirkjar
hafa átt í
kjaraviðræðum
síðan í haust, en
laun þeirra hækk-
uðu síðast á fyrri
hluta ársins 2008.
Ein af kröfunum nú er 25% launa-
hækkun. Að mati Icelandair er sú
krafa úr takti við samninga á almenn-
um vinnumarkaði undanfarið. Fyrir-
tækið hefur boðið Flugvirkjafélaginu
sambærilegar kjarabætur og samið
hefur verið um við aðra starfshópa.
„Frá því við fengum launahækkun
síðast hefur verðlagsvísitalan hækk-
að um 25% og sé húsnæðisþátturinn
tekinn út úr neysluvísitölunni hefur
hún hækkað um rúm 23,5%. Síðan
horfum við fram á 6% verðbólgu á
þessu ári,“ segir Kristján Krist-
insson, formaður samninganefndar
Félags flugvirkja.
Ólíklegt að verði samþykkt
Hann viðurkennir þó að ólíklegt sé
að 25% launahækkun verði samþykkt
og að krafan sé úr takti við þá samn-
inga sem gerðir hafa verið undan-
farið. „Flugvirkjar áttu hins vegar
engan þátt í þjóðarsáttarsamning-
unum, sem eru að okkar mati úr takti
við raunveruleikann.“ Takmarkið nú
sé að reyna að bæta kjör flugvirkja í
stað þess að þau haldi áfram að
rýrna.
Viðræðum verði haldið áfram
næstu daga. „Við vorum á fundum í
dag [gær] og það verður aftur fundað
á morgun [í dag]. Það verður unnið
stíft að þessu til að leysa málið,“ segir
Kristján og bætir við að vottað hafi
fyrir samningsvilja hjá viðsemj-
endum Flugvirkjafélagsins í gær.
Vilja 25% launahækkun
Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls í næstu viku hjá Icelandair og Air Atlanta
Hefði áhrif á ferðir um 20.000 farþega Krafan úr takti við aðra samninga
Í HNOTSKURN
»Rúmlega 400 manns eru ístéttarfélagi flugvirkja
»164 flugvirkjar starfa hjáIcelandair
»Ekki hefur verið boðað tilverkfalls hjá Flugfélagi Ís-
lands og eru verkfallsaðgerðir
ekki í skoðun þar eins og er
Veturinn hefur verið mildur það sem af er og hægt
að grípa í útivinnu eftir því sem verkefni hafa boð-
ist. Einhverjir hafa jafnvel gripið í vorverkin síð-
ustu vikurnar þó sjálft vorið sé ekki alveg á næsta
leiti. Það var í nógu að snúast hjá þessum mönnum
sem unnu við lagfæringar á gangstétt á Skóla-
vörðuholtinu og hvorki snjór né frost til að tefja
fyrir.
VETURINN HAGSTÆÐUR TIL ÚTIVINNU
Morgunblaðið/Ómar
RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson var síðdegis í
gær við loðnumælingar við Vestmannaeyjar. Sveinn Sæ-
mundsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að mælingum væri ekki lokið og ekki lægi fyrir fyrr
en í dag í fyrsta lagi, hvort fiskifræðingar teldu tilefni til
tillögu um aukinn kvóta.
Loðnuflotinn var í gær við Suðvesturland í góðu veðri.
„Við höfum nánast ekkert þurft að hafa fyrir veiðum og
núna fylltum skipið í tveimur köstum. Við vorum rétt
austan við Vestmannaeyjar þar sem voru ágætar torfur,“
sagði Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni EA, í sam-
tali við Morgunblaðið. Skipverjar voru þá á leið til Norð-
fjarðar með 700 tonn af frosnum loðnuafurðum. Enda
þótt veiðarnar hafi gengið vel segir Guðjón útgefinn
loðnukvóta það lítinn að menn hafi ekki sett þann kraft í
veiðarnar sem vera skyldi. „Ég tel óhætt að tvöfalda þann
kvóta sem þegar hefur verið gefinn út,“ segir Guðjón.
Guðmundur VE var síðdegis í gær á leiðinni vestur í
Faxaflóa, þar sem leita átti að þeirri loðnugöngu sem
fremst fer, en þess er vænst að hún sé komin að hrygn-
ingu svo hefja megi hrognatöku „Við fórum frá Vest-
mannaeyjum á þriðjudagsmorgun og náðum í Fjallasjó
austan við Eyjar góðum skammti af loðnu sem við höfum
verið að vinna um borð síðasta sólarhring,“ sagði Sturla
Einarsson skipstjóri. sbs@mbl.is
Góð loðnuveiði í Fjallasjó
en flotinn færir sig vestar
Morgunblaðið/Frikki
Loðna Vel hefur veiðst síðustu daga og hrognafylling er
orðin mikil. Vonir eru bundnar við að kvóti verði aukinn.
Rannsóknaskip við mælingar Fullt í tveimur köstum
„ÞETTA er gríð-
arlega mikilvægt
fyrir okkur. Eitt-
hvað af þeim
stóru atvinnu-
verkefnum sem
við höfum unnið
að er nú að ganga
upp, án teljandi
tafa,“ segir Árni
Sigfússon, bæj-
arstjóri Reykja-
nesbæjar. Útlit er fyrir að einkarek-
ið sjúkrahús hefji starfsemi á Ásbrú
í byrjun næsta árs.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
(Kadeco) hefur ákveðið að hefja nú á
vormánuðum umfangsmiklar endur-
bætur á gamla hersjúkrahúsinu á
Ásbrú. Iceland Healthcare, fyrir-
tæki í eigu Róberts Wessman og
fleiri, mun taka aðstöðuna á leigu og
reka þar sjúkrahús fyrir útlendinga.
Einkum verða í boði liðskipta- og of-
fituaðgerðir og tilheyrandi með-
ferðir. Þjónustan verður í upphafi
boðin til sölu í Noregi og Svíþjóð og
síðar einnig í Englandi og Banda-
ríkjunum.
Árni segir að sjúkrahúsið skapi
sterka tengingu við ferðaþjónustuna
og telur að ekki séu síðri tekjumögu-
leikar af þjónustu við sjúklingana og
aðstandendur þeirra en af aðgerð-
unum sjálfum. „Það skiptir máli að
við verðum reiðubúin að veita þá
þjónustu,“ segir Árni. helgi@mbl.is
Mikilvægt
fyrir Reykja-
nesbæ
Árni
Sigfússon
Framkvæmdir við
einkarekið sjúkrahús
EKKERT liggur fyrir um frekari
fundi íslensku Icesave-samninga-
nefndarinnar með fulltrúum Breta
og Hollendinga. „Það ganga skilaboð
á milli í framhaldi af fundum okkar
og vinnu í dag,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra og kveð-
ur slík samskipti síðast hafa átt sér
stað í gærkvöldi. Fulltrúar Hollend-
inga eru ekki staddir í Bretlandi sem
stendur. „Nú bíðum við fregna af því
hvað gerist næst.“
Engar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar um heimför nefndarmanna.
„Nefndin verður tiltæk á meðan á
þarf að halda og möguleikinn á frek-
ari fundum stendur opinn.“
Skilaboð
ganga á milli
FRESTUR sem tólf einstaklingar
fengu til að skila athugasemdum um
væntanlega skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis hefur verið fram-
lengdur til næsta miðvikudags. Að
óbreyttu hefði fresturinn átt að
renna út á morgun. Kann þetta að
seinka lokaútgáfu skýrslunnar enn
frekar en orðið er.
Að mati Steingríms J. Sigfússonar
kann slík seinkun að valda nokkrum
óþægindum. „Ef það þýðir að skýrsl-
an fari nánast að falla saman við
[þjóðaratkvæðagreiðsluna] þá er það
mjög snúin staða og ég held að menn
verði að ráða ráðum sínum í þeim
efnum,“ segir Steingrímur. Gerir
hann ráð fyrir að forystumenn
stjórnmálaflokkanna ræði á næst-
unni þá stöðu sem upp kann að koma.
Fresturinn er veittur að beiðni
nokkurra þeirra 12 einstaklinga, sem
nefndin hafði óskað athugasemda
frá. Að fengnum athugasemdunum
mun nefndin fara yfir þær og ljúka
við gerð skýrslunnar. Í tilkynningu
rannsóknarnefndar segir að tíma-
setning og framhald á vinnu nefnd-
arinnar ráðist nú af efni athuga-
semdanna sem henni berast.
annaei@mbl.is
Getur
verið snú-
in staða