Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Adrenalín hefur óskað eftir tveggja hektara landi í Gufunesi undir garð með ýmsum þrautum og klifurtækjum. Garð- urinn yrði ekki ósvipaður garði sem fyrirtækið rekur á Nesjavöllum, og byggður að þýskri fyrirmynd. Borgarráð hefur þegar fjallað um samning við Adrenalín um afnot af landspildunni og gert athugasemdir sem færðar hafa verið inn í nýjan samning. Að líkindum verður aftur fjallað um samninginn á fundi borg- arráðs í dag. Fjölskyldu- og barnvænn Að sögn Óskars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Adrenalíns, yrði nýi garðurinn fjölskylduvænni og hentugri fyrir ung börn en sá sem fyrirtækið rekur á Nesjavöllum. Í hinum nýja garði yrðu þátttakendur festir við blökk sem rennur á stálvír og hleypur á milli brauta, og geta þátttakendur ekki losað sig frá vírn- um nema með hjálp stjórnanda. Það bætir öryggið til muna, segir Óskar, en í garðinum á Nesjavöllum sjá þátttakendur sjálfir um að festa og losa sig frá vírnum. Auk þess verður í nýja garðinum hægt að velja á milli þrauta í mis- munandi hæð frá jörðu, og hentar því að sögn Óskars þeim sem treysta sér ekki í miklar hæðir. „Garðar sem þessir eru orðnir gríðarlega vinsælir í Evrópu, t.d. í Frakklandi, Bretlandi og Þýska- landi. Þetta er orðið viðurkennd af- þreying fyrir alla fjölskylduna,“ seg- ir hann. Óskar vonast til þess að hægt verði að opna garðinn í vor. „Ef okk- ur tekst að ná öllum endum saman á næstu dögum, t.d. ljúka fjármögnun og fá öll tilskilin leyfi, verður hægt að opna í maí.“ Skemmtigarður fyrir á svæðinu Mikið framboð afþreyingar verð- ur í Gufunesi, samþykki borgarráð samninginn, en fyrir er á svæðinu Skemmtigarðurinn, sem rekinn er af fyrirtækinu Fjörefli á átta hektara svæði. Í drögum að afnotasamningi kem- ur fram að Adrenalín muni ekki greiða leigugjald fyrir landið, enda sé ekki „um hefðbundna lóðarleigu að ræða heldur tímabundin afnot af tilteknu landsvæði“. Sama gildir um landið undir Skemmtigarðinn, sem Fjörefli greiðir ekki leigu fyrir. Gufunes lagt undir skemmtigarða?  Adrenalín óskar eftir landi í Gufunesi undir þrautagarð  Fyrir í Gufunesi er Skemmtigarðurinn  Myndi kippa fótunum undan starfsemi Skemmtigarðsins, segir framkvæmdastjóri hans Leiktæki Sjóræningjaskip hannað af fyrirtækinu sem Adrenalín vill fá til að setja upp garð í Gufunesi. Eyþór Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Skemmtigarðs- ins, segir það mikil vonbrigði ef borgin afhendir Adrenalíni um- rætt land. „Ef borgin samþykkir þennan samning, bregður hún fæti fyrir starfsemi okkar, þar sem þessir aðilar ætla að starf- rækja samskonar starfsemi og við,“ segir Eyþór og bendir á að í báðum görðunum verði klif- urgrindur. Þá bjóði bæði fyrir- tæki upp á hópefli svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef þó ekkert á móti þessu ágæta fyrirtæki, og því góða fólki sem það rekur.“ Fjörefli var árið 2007 út- hlutað átta hektara landi, sem borgin hafði auglýst árið áður. Eyþór segir að áður en fyrir- tækið gerði afnotasamning við borgina hafi honum verið sýnd- ar teikningar þar sem landið, sem til stendur að úthluta Adrenalíni, var skilgreint sem svæði fyrir skáta. Hann tekur fram að fyrirtækið hafi átt í mjög góðu samstarfi við ÍTR og borgaryfirvöld. „Því kemur þetta okkur mjög á óvart.“ Þeir borgarfulltrúar sem rætt var við gátu ekki tjáð sig um málið. Veldur vonbrigðum SKÚLI Helgason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi í gær þau vinnubrögð, sem bank- arnir viðhafa við sölu á eignum, sem þeir hafa leyst til sín vegna hrunsins. Fleiri þingmenn tóku undir þessa skoðun og sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, að marka yrði pólitíska stefnu um skuldaaðlögun fyrirtækja. „Eitt alvarlegasta dæmið sem nefnt hefur verið tengist meðferð Arion banka á fyrirtækinu Sam- skipum þar sem fyrri eigandi, sem mun hafa réttarstöðu grunaðs í um- fangsmiklu fjársvikamáli, mun eiga að fá fyrirtækið á silfurfati að lok- inni skuldameðferð,“ sagði Skúli. Hann sagði að viðskiptanefnd Al- þingis hefði haft til umfjöllunar samræmdar verklagsreglur bank- anna um endurskipulagningu fyrir- tækja og ljóst væri af þeim drög- um, að bankarnir virtust fyrst og fremst leggja til grundvallar há- mörkun arðsemi til skemmri tíma en gættu þess ekki nægilega vel að læra af þeirri bitru reynslu sem steypti fjármálakerfinu í glötun og legði þungar byrðar á herðar al- mennings. „Mjög skortir á að freistað sé að auka viðskiptasiðferði eða traust almennings á þessu ferli,“ sagði Skúli. Hann sagði nauðsynlegt að kanna til hlítar hvernig setja mætti skorð- ur við því að eigendur stórfyrir- tækja, sem hefðu keyrt þau í þrot og ekki greitt af skuldum sínum, gætu fengið sömu fyrirtæki í hend- ur að lokinni skuldameðferð banka. Þá yrði tryggt að öll fyrirtæki af tiltekinni stærð færu í almennt opið söluferli en fyrrverandi eigendur og stjórnendur nytu ekki forréttinda. Loks hefðu almenningur og fjöl- miðlar beinan aðgang að upplýs- ingum um skuldameðferðina þegar umfang afskrifta færi yfir tiltekið hlutfall. Þá yrði að vega og meta þau lagalegu og siðferðilegu sjónar- mið sem tengdust einstaklingum með réttarstöðu grunaðra. Stefnumótun vantar Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að pólitíska stefnumótun vantaði varðandi sér- tæka skuldaaðlögun fyrirtækja og mæla þar m.a. fyrir um að fyrri eig- endur fyrirtækja, sem komist hefðu í þrot, fengju ekki forkaupsrétt eins og nú stefndi í varðandi rekstrar- félagið Haga. Lilja sagði að bankarnir hefðu tjáð viðskiptanefnd þingsins að þeir hefðu aðeins fengið tilmæli frá ríkisstjórninni um að hámarka virði eigna. Það þýddi á mannamáli að bankarnir myndu taka hæstu til- boðunum í eignir fyrirtækja eins og Haga. „Mér finnst reyndar undarlegt að hluthafar í gjaldþrota eignarhalds- félagi eins og 1998 skuli geta lagt fram hátt tilboð í Haga,“ sagði Lilja, „en það er mál dómskerfisins að skoða.“ gummi@mbl.is Bankar gagn- rýndir á þingi Skúli Helgason Undarlegt að hluthafar í gjaldþrota félagi geti lagt fram hátt tilboð í Haga Lilja Mósesdóttir Höfum bætt við okkur útibúi. Getum bætt við okkur viðskiptavinum. Sigríður Einarsdóttir, útibússtjóri Ármúla Nýjar höfuðstöðvar og útibú í Ármúla Ármúla 13a • Borgartúni 26 • sími 540 3200 • www.mp.is Debet- og kreditkort Sparnaður Lán Eignastýring Fyrirtækjaráðgjöf MP Sjóðir hf. MP banki hefur flutt í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla 13a. Þar er einnig nýtt og öflugt útibú. MP banki Ármúla 13a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.