Morgunblaðið - 18.02.2010, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Gylfi Magn-ússon,efnahags-
og viðskiptaráð-
herra, sagði á Al-
þingi í fyrradag, í
svari við fyr-
irspurn Magnúsar
Orra Schram al-
þingismanns, að ekki ætti að
„framselja til bankakerfisins
réttinn til að refsa mönnum
fyrir að hafa brotið lög“. Undir
þetta geta væntanlega allir
tekið og þess vegna er þetta
snjallt mælskubragð þegar
verja þarf afstöðuleysi eða
jafnvel óbeinan stuðning við
það að þeir sem hafi „gengið
freklega fram af þjóðinni með
hegðun sinni á undanförnum
árum“ geti „endurreist sín við-
skiptaveldi“, svo áfram sé vitn-
að til orða efnahags- og við-
skiptaráðherra.
Sú afstaða sem efnahags- og
viðskiptaráðherra lýsti á þingi
er svipuð þeirri sem forsætis-
ráðherra lýsti á blaðamanna-
fundi á dögunum. Fleiri ráð-
herrar og stjórnarþingmenn
hafa tekið sömu afstöðu.
Nú vill svo til að ríkis-
stjórnin lætur í almennum orð-
um sem hún hafi afstöðu til
þess hvernig atvinnulífið hér á
landi skuli endurreist og vill
ekki að menn geti áfram „geng-
ið freklega fram af þjóðinni“.
Vegna þessarar almennu af-
stöðu settu bankarnir sér verk-
lagsreglur og í verklagsreglum
Arion banka segir til að mynda:
„Áframhaldandi þátttaka eig-
enda og stjórnenda við rekstur
fyrirtækjanna er háð því að
þeir þyki mikilvægir fyrir
framtíð fyrirtækjanna og að
þeir njóti trausts.“ Sé þetta
ekki merkingarlaust hjal hlýt-
ur að felast í þessu að bankinn
geri ekki aðeins þá kröfu til
manna að þeir hafi
haldið sig innan
ramma laganna.
Bankinn ætlast
væntanlega til að
þeir hafi með hegð-
un sinni áunnið sér
traust í við-
skiptum, eða hafi í
það minnsta ekki glatað því.
Vitaskuld er um huglægt
mat að ræða, en þó hlýtur slóði
rekstrar- og skuldavanda til að
mynda að draga úr trausti.
Grunur um aðild að markaðs-
misnotkun og rannsókn vegna
slíkrar háttsemi ætti líka að
duga til að viðkomandi njóti
ekki sérstaks trausts. Hafi
menn nýlega hlotið dóm vegna
brota á hlutafélagalögum og
séu enn í banni við að sitja í
stjórnum fyrirtækja ætti það
einnig að duga til að traust
bankans sé ekki fyrir hendi. Í
því tilviki er raunar ekki um
huglægt mat að ræða, því að
þar hafa dómstólar beinlínis
fjallað um mál og bankar þurfa
því ekki að taka að sér dómara-
hlutverk, eins og viðskipta- og
efnahagsráðherra hefur
áhyggjur af.
Arion banki hefur gert sér-
stakt samkomulag vegna Haga
við Jóhannes Jónsson, föður og
nánasta viðskiptafélaga Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, sem
eftir dóm er enn í þeirri stöðu
að mega ekki sitja í stjórnum
hlutafélaga. Getur verið að það
sé samdóma álit ráðherranna
og bankans að þessir menn séu
ótengdir og þess vegna geti
annar þeirra notið sérstaks
trausts þó að hinn njóti þess
ekki að mati löggjafans? Er
það virkilega svo að ráðherrar
og þingmenn Samfylking-
arinnar ætli að standa fyrir því
að endurreisa atvinnulífið á
þessum grunni?
Njóta menn trausts
þó að þeir megi ekki
sitja í stjórnum
hlutafélaga? }
Dómskerfið, bankarnir
og traustið
Tómas Már Sig-urðsson, for-
maður Við-
skiptaráðs
Íslands, lýsti
þungum áhyggj-
um af þróun skatt-
kerfisins hér á landi á Við-
skiptaþingi í gær. Hann benti
á að á síðastliðnum áratug
hefði það verið orðið mjög
samkeppnishæft en hefði nú
verið umturnað á skömmum
tíma. „Aukið flækjustig, meiri
kostnaður, hærri jaðar-
skattar, minni hvati til verð-
mætasköpunar, lakara fjár-
festingarumhverfi, hærri
vaxtakostnaður og aukin
hætta á skattaundanskotum
eru allt fylgifiskar
þeirra breytinga
sem stjórnvöld
hafa ráðist í,“ seg-
ir Tómas.
Þessar skatt-
breytingar munu
hafa beinar afleiðingar.
Könnun Viðskiptaráðs leiðir í
ljós að forsvarsmenn helm-
ings fyrirtækja telja að skatt-
breytingarnar muni leiða til
fækkunar starfsfólks fyrir-
tækis síns. Út af fyrir sig
þurfti ekki könnun til að sjá
að hærri skattar yrðu til að
draga úr virkni atvinnulífsins,
en könnunin er mikilvæg
áminning til stjórnvalda um
að þau eru á rangri leið.
Könnun Viðskipta-
ráðs er áminning um
að stjórnvöld eru á
rangri leið. }
Hærri skattar, færra starfsfólk S
tundum lætur vel meinandi fólk of
mikið fyrir sér fara. Þá breiðir það
úr sér og er ákaflega upptekið af
því að koma reglu á umhverfi sitt.
Þetta fólk veit nákvæmlega hvern-
ig hlutirnir eiga að vera og veit fátt verra en
óreiðu. Vel meinandi fólk vill umfram allt
forða öðrum frá villu síns vegar og stundar
forvarnir af miklum móð. Það er tilbúið að
leggja mikið á sig til að gera umhverfið skikk-
anlegt og ef það þarf að ganga á mannréttindi
annarra til að koma hlutunum í lag þá gerir
það slíkt án þess að hika. Þetta er eins konar
vel meinandi mannfyrirlitning.
Í síðustu viku mætti lögreglan með þrjá
fíkniefnahunda í Tækniskólann í Reykjavík
til að leita að fíkniefnum á nemendum skól-
ans. Um kvöldið kom fram í fréttum Stöðvar
2 að skólayfirvöld hefðu óskað eftir leitinni. Fram að
þessu hafði sennilega ekki hvarflað að nokkrum borgara
þessa lands að í Tækniskólanum grasseraði umfangs-
mikill eiturlyfjavandi sem kallaði á innrás lögreglu.
Í fréttatíma Stöðvar 2 mætti mjúkmáll talsmaður skól-
ans og upplýsti að þarna væri um að ræða samvinnu
skólayfirvalda við lögregluna og með þessu væri verið að
vinna að forvörnum við skólann. Í þessu sérkennilega
forvarnarátaki vel meinandi skólayfirvalda voru allir
nemendur skólans skyndilega orðnir að hugsanlegum
fíkniefnaneytendum, lögbrjótum og glæpamönnum.
Ekki skemmtilegur stimpill að bera, þótt það hafi ein-
ungis verið eina dagstund.
Menn hljóta að spyrja sig hvað skóla-
yfirvöld Tækniskólans hafi verið að hugsa og
af hverju þeim hafi þótt í svo góðu lagi að
ganga á rétt nemenda og stimpla þá alla sem
hugsanlega afbrotamenn. En af fréttinni og
orðum talsmanns skólans varð ekki annað
ráðið en allt hefði þetta verið ákveðið af vel
meinandi fullorðnu fólki sem vildi hafa vit
fyrir öðrum og forða þeim frá að leiðast á
glapstigu. Þess vegna var lögregla kölluð til
og látin sýna nemendum að hafðar væru á
þeim gætur.
Nú hefur umboðsmaður Alþingis óskað
eftir upplýsingum og skýringum frá lög-
reglunni um það hvernig staðið hafi verið að
leit að fíkniefnum í Tækniskólanum. Ekki
er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að
umboðsmanni þyki sem þarna hafi verið staðið nokkuð
einkennilega að málum. Það ber að fagna því að í emb-
ætti umboðsmanns Alþingis sé hugsandi maður sem er
ekki tilbúinn að ganga braut rétttrúnaðar þar sem ein-
staklingar eru hiklaust sviptir persónufrelsi vegna
óljósra heildarhagsmuna.
Vafalaust finnst mörgum að innrás eins og sú sem
gerð var í Tækniskólann hafi verið ósköp saklaus vegna
þess að tilgangurinn hafi verið góður og þeir sem stóðu
fyrir þessum gjörningi séu vel meinandi. Því miður er
það þannig að vel meinandi fólk getur verið til skaða og
var það sannarlega í þessu tilfelli. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Vel meinandi mannfyrirlitning
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
ESB-viðræðunum
ýtt úr vör í apríl?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
átt ætti að koma í veg
fyrir að framkvæmda-
stjórn Evrópu-
sambandsins samþykki
á fundi sínum 24. febr-
úar að leggja til við aðildarríki sam-
bandsins að hafnar verði formlegar
viðræður um aðildarumsókn Íslands
að ESB.
Skv. heimildum Reuters-frétta-
stofunnar í Brussel í fyrradag mun
framkvæmdastjórnin senda frá sér
álit á umsókninni í næstu viku. Þetta
þýðir í raun að embættismenn ESB
eru búnir að fara yfir öll svör Íslands
við ítarlegum spurningalista fram-
kvæmdastjórnarinnar. Í álitinu verð-
ur fjallað um stöðu mála á Íslandi,
hversu vel það er í stakk búið til að
gerast aðildarríki og hvort það full-
nægi skilyrðum aðildar. Fram-
kvæmdastjórnin hefur ekki það hlut-
verk að ákveða að hefja viðræður
heldur er það í valdi aðildarríkjanna.
Álitið verður þvínæst tekið fyrir á
fundum í svokallaðri stækkunarnefnd
ráðsins, þar sem fulltrúar aðildarríkj-
anna eiga sæti.
„Síðan væntum við þess að það
verði tekið fyrir á fundi leiðtoganna
25. og 26. mars næstkomandi ef allt
gengur eftir,“ segir Stefán Haukur
Jóhannesson, aðalsamningamaður
Íslands og formaður íslensku samn-
inganefndarinnar.
Efnislegar viðræður í haust
Samþykki leiðtogafundurinn að
hefja formlegar aðildarviðræður við
Ísland í lok mars er reiknað með að
innan nokkurra vikna muni utanrík-
isráðherra halda á fund með starfs-
bróður sínum, utanríkisráðherra
Spánar, sem gegnir um þessar mund-
ir formennsku í ráðherraráðinu. Þá
verður viðræðunum formlega ýtt úr
vör og er talið víst að gangi þetta allt
eftir verði aðildarviðræðurnar komn-
ar á fulla ferð í vor og fram eftir
sumri. „Þá förum við í svokallaða
rýnivinnu þar sem okkar löggjöf og
löggjöf ESB eru bornar saman, skil-
greint hvað ber á milli o.s.frv. og sú
vinna mun taka einhverja mánuði,“
segir Stefán Haukur. Það er því ekki
fyrr en fer að líða vel á haustið sem
efnislegar viðræður hefjast.
Vinna samninganefndar Íslands og
tíu samningahópa sem fjalla um ein-
staka málaflokka fyrir aðildarviðræð-
urnar er komin vel af stað, að sögn
hans. Samningahóparnir hafa hver
um sig haldið einn til þrjá fundi. Aðal-
samninganefndin hefur fundað þrisv-
ar sinnum og kemur næst saman 25.
febrúar, daginn eftir fund fram-
kvæmdastjórnar ESB. „Við erum
núna fyrst og fremst að undirbúa
okkur og leggja vinnuna sem fram-
undan er niður fyrir okkur auk þess
sem aðalsamninganefndin hefur
fengið upplýsingar frá formönnum
undirhópanna.“
Vinna við það sem öllu skiptir á
þessu ferðalagi, þ.e. við mótun samn-
ingsmarkmiða, er aðeins að litlu leyti
hafin. Samninganefndin hefur álit
meirihluta utanríkismálanefndar sem
vegvísi þegar farið verður að útfæra
samningsmarkmiðin. Mun vænt-
anlega ekki reyna á þessi stóru mál á
borð við sjávarútvegs-, auðlinda- og
landbúnaðarmálin í viðræðunum við
ESB fyrr en í haust.
Reuters
Gefa grænt ljós Talið er víst að José Manuel Barroso og félagar í fram-
kvæmdastjórn ESB muni 24. febrúar mæla með aðildarviðræðum við Ísland.
Búist er við að leiðtogafundur
ESB ákveði í lok mars að hefja
aðildarviðræður við Ísland. Við-
ræðurnar fari á fulla ferð í vor en
ekki muni þó reyna á stóru hags-
munamálin fyrr en í haust.
16. júlí 2009: Alþingi samþykkir
að sækja um aðild að ESB.
23. júlí 2009: Utanríkisráðherra
afhendir formanni ráðherraráðs
ESB umsókn um aðild að ESB.
27. júlí 2009: Ráðherraráðið vísar
umsókninni til framkvæmda-
stjórnar.
9. september 2009: Íslensk
stjórnvöld fá langan spurn-
ingalista frá framkvæmdastjórn
ESB.
21. október 2009: Svörum við
spurningum framkvæmdastjórn-
arinnar skilað til Brussel.
4. nóvember 2009: Samn-
inganefnd skipuð.
9. desember 2009: Tíu samn-
ingahópar skipaðir.
Janúar 2010: Sendiherra ESB
tekur til tekur starfa á Íslandi.
24. febrúar 2010: Framkvæmda-
stjórn ESB mælir væntanlega
með aðildarviðræðum við Ísland.
SKREF FYRIR
SKREF
››