Morgunblaðið - 18.02.2010, Qupperneq 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Í GREIN hér í
blaðinu 27. janúar síð-
astliðinn fjallar Stein-
ar Matthíasson, kenn-
ari við frumgreinasvið
HR, um stöðu tækni-
fræðinnar við skólann
í ljósi þeirrar umræðu
sem sums staðar
heyrist að nám í
tæknifræði sitji á ein-
hvern hátt á hakanum
vegna uppbyggingar
verkfræðináms við skólann og
beinir eftirfarandi spurningu til
undirritaðs: „Er aðaláherslan við
deildina nú að byggja upp verk-
fræðinámið, mun þá tækni-
fræðinámið lognast út af eða
renna á einhvern hátt inn í verk-
fræðina?“
Spurningunni er auðsvarað.
Samhliða mikilli uppbyggingu
verkfræðináms við tækni- og
verkfræðideild HR síðastliðin ár
hefur verið unnið ötullega að því
að styrkja og endurbæta nám
okkar í tæknifræði,
sem stendur á traust-
um grunni frá
Tækniháskóla Íslands
og áður Tækniskóla
Íslands. Engin áform
eru um að leggja niður
nám í tæknifræði eða
sameina það á ein-
hvern hátt verk-
fræðinámi. Þvert á
móti munum við halda
áfram á þeirri braut að
efla núverandi náms-
brautir í tæknifræði og
byggja upp nýjar.
Útskrifuðum
tæknifræðingum fjölgar
Aðsókn í nám í tæknifræði hefur
verið góð undanfarin misseri og
hefur útskrifuðum tæknifræðingum
fjölgað talsvert eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Áberandi er
aukinn fjöldi útskrifaðra tækni-
fræðinga frá sameiningu Tæknihá-
skóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík árið 2005 og gert er ráð
fyrir svipuðum fjölda útskrifaðra á
næstu árum. Það sama má segja
um námsbrautir í iðnfræði sem
einnig voru til staðar við Tæknihá-
skóla Íslands fyrir sameininguna,
en iðnfræði er stutt hagnýtt tækni-
nám fyrir iðnaðarmenn sem kennt
er í fjarnámi. Aðsókn í iðnfræði
hefur aldrei verið meiri en eftir
sameiningu skólanna og á síðustu
árum hefur HR útskrifað margfalt
fleiri iðnfræðinga en árin þar á
undan eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd.
Mismunandi áherslur
Nám í tæknifræði og verkfræði
er náskylt en áherslur mismunandi.
Atvinnulífið sækist eftir báðum
þessum stéttum og tækni- og
verkfræðideild HR leggur metnað
sinn í að sinna námsbrautum á
báðum þessum sviðum út frá mis-
munandi forsendum og mark-
miðum þannig að sérstaða þeirra
sé tryggð. Í tæknifræðinni er lögð
meiri áhersla á hagnýta þekkingu
og nemandi öðlast starfsréttindi
sem tæknifræðingur að loknu
þriggja og hálfs árs BSc-námi. Í
verkfræði er meiri áhersla lögð á
fræðilegan grunn og réttindi til að
nota starfsheitið verkfræðingur
fást að loknu fimm ára námi, sem
skiptist í þriggja ára BSc-nám og
tveggja ára MSc-nám. Það er tví-
mælalaus styrkur tækni- og verk-
fræðideildar HR að bjóða upp á
tækninám á öllum stigum háskóla-
náms, frá diplómanámi í iðnfræði
til BSc-náms í tæknifræði og verk-
fræði og MSc-náms í verkfræði.
Einnig er í undirbúningi að hefja
doktorsnám við deildina á næstu
misserum, en umsókn þar að lút-
andi er nú til meðferðar hjá
menntamálaráðuneytinu.
Verkleg kennsla
aldrei blómlegri
Það er trú okkar við tækni- og
verkfræðideild HR að tæknimenn
verði best menntaðir með sterkri
fræðilegri undirstöðu í tengslum
við hagnýt verkefni þar sem nem-
endur fái að takast á við öll stig
verkefnis frá greiningu og hönnun
að smíði og rekstri. Sérstakt
átaksverkefni um uppbyggingu
tækjakosts og aðstöðu til verk-
legrar kennslu hófst við deildina
fyrir þremur árum og verkleg
kennsla við deildina hefur aldrei
verið blómlegri en núna. Mörg
skemmtileg nemendaverkefni hafa
litið dagsins ljós við deildina á síð-
ustu misserum og hafa
tæknifræðinemar oftar en ekki átt
stóra hlutdeild í þeim.
Nemendum fjölgar
Nám í tæknifræði hér á landi
hefur aldrei verið öflugra en ein-
mitt núna. Nemendur eru fleiri
en nokkru sinni fyrr, gæði náms-
ins mikil og áhersla á hagnýt
verkefni samhliða fræðilegu námi
hefur aukist á undanförnum ár-
um. Það sama á við um aðrar
námsbrautir tækni- og verk-
fræðideildar í iðnfræði og verk-
fræði. Ég hvet alla áhugasama
um nám í tæknifræði og annað
tækninám að kynna sér starfsemi
tækni- og verkfræðideildar HR á
www.hr.is.
Nám í tæknifræði aldrei öflugra
Eftir Gunnar Guðna
Tómasson »Nám í tæknifræði
hér á landi hefur
aldrei verið öflugra en
einmitt núna. Nem-
endur eru fleiri en
nokkru sinni fyrr og
gæði námsins mikil.
Gunnar Guðni
Tómasson
Höfundur er forseti tækni- og verk-
fræðideildar Háskólans í Reykjavík.
ÆTLI það sé til-
viljun að þegar at-
vinnuleysi er í há-
marki og þörf á
auknum tekjum í
þjóðfélaginu skuli
koma fram aðilar og
„viðra hugmyndina“
að opna spilavíti á Ís-
landi.
Rökfærslunni er
beitt á undarlegan
hátt, þetta er í raun
greiði við spilafíkla og ríkið; með
því að fá þessa spilamennsku upp
á yfirborðið fást af henni tekjur,
eftirlit verður betra, svo ekki sé
talað um hversu auðvelt verður að
nálgast spilafíkla og veita þeim
meðferð við það eitt að leyfa spila-
víti.
Það er reyndar nokkuð athyglis-
vert að velta fyrir sér hvernig á
að nálgast spilafíkla og veita þeim
meðferð, en þar sem þessir ágætu
aðilar hafa væntanlega fundið
góða lausn á því hljóta menn að
vera tilbúnir að bjóða upp á sam-
bærilega þjónustu í öllum Vínbúð-
um landsins, þ.e. að finna alkóhól-
ista og veita þeim meðferð!
Það er til mikils að vinna fyrir
hið opinbera að koma fjár-
hættuspili upp á yfirborðið, hægt
verður að hafa strangt eftirlit, afla
skatttekna og skapa störf eru
helstu rökin auk þess sem þetta sé
hvort sem er að mestu fyrir er-
lenda ferðamenn.
Öll þau rök sem notuð eru til að
styðja við málstað þeirra sem vilja
spilavíti eru nákvæmlega þau
sömu og færð eru fyrir því að rétt
sé að lögleiða vændi og eiturlyf.
Ég er ekki að ætla þeim sem
styðja við rekstur á spilavíti á Ís-
landi að þeir ætli sér að leyfa með
sömu rökum vændi og
eiturlyf, en gallinn er
sá að ef menn telja
þessi sömu rök ásætt-
anleg fyrir spilavíti,
þá hljóta þau að telj-
ast það þegar kemur
að vændi og eit-
urlyfjum.
Má ekki vænta þess
að næst verði stigið
fram og sagt að rétt
sé að lögleiða vændi,
enda stundi fólk kyn-
líf og hafi keypt
vændi lengi, betra sé að færa
vændi upp á yfirborðið og hafa
með því eftirlit, að hluti tekna
renni í ríkissjóð og svo væri þetta
svo miklu betra fyrir vændiskonur
því þær væru öruggari og fengju
stuðning.
Svo má nú alltaf skella því fram
að þetta væri aðallega hugsað fyr-
ir erlenda ferðamenn, þó svo Ís-
lendingum væri ekki bannað að
nýta sér þessa „þjónustu“.
Fyrir ekki svo löngu var boðið
upp á „Dirty weekend“ í Reykja-
vík, nú þegar byggja á upp nýtt
Ísland og leitast er við að end-
urvekja traust á Íslandi og Íslend-
ingum, á þá að bjóða upp á „Dirty
weekend with cash“?
Spilavíti
Eftir Guðmund Ár-
mann Pétursson
Guðmundur Ármann
Pétursson
» Öll þau rök sem not-
uð eru til að styðja
við málstað þeirra sem
vilja spilavíti eru ná-
kvæmlega þau sömu og
færð eru fyrir því að
rétt sé að lögleiða vændi
og eiturlyf.
Höfundur er rekstrarfræðingur.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali