Morgunblaðið - 18.02.2010, Page 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Í ÆSKU minni gaf
mér enginn meira af
sér en móðir mín og
enginn gerði meira fyr-
ir mig en hún. Hún var
alltaf til staðar og ég
gat ávallt leitað til
hennar. Hún gætti mín
og hélt utan um mig.
Hún stóð með mér og
var mitt varnarþing,
hún uppörvaði mig og
hvatti. Hún var uppátækjasöm, hún
lék við mig og hlustaði á mig, kenndi
mér og menntaði með reynslu sinni,
hefðum og sannri ást. Hún las fyrir
mig og sagði mér sögur og hún bað
fyrir mér og með mér. Hún virti
skoðanir mínar, stóð með mér, hélt í
höndina á mér og umfaðmaði mig.
Hjá henni var ég öruggur og gat allt-
af verið ég sjálfur, þurfti ekkert að
sýnast eða leika aðra. Tilgangur
hennar var að koma mér til manns,
manns sem hefði eitthvað að gefa,
hefði eitthvað fram að færa og ein-
hverju að miðla.
Kirkjunni oft líkt við móður
Þannig er kirkjunni oft einnig líkt
við móður. Móður sem gefur af sér
og er til staðar. Því að það er reynsla
okkar margra að kirkjan sé eins og
móðir sem við getum alltaf leitað til.
Móðir sem er okkar varnarþing,
uppörvar og hvetur á öllum stundum
lífsins, jafnt á dimmum dögum og
björtum. Hún hlustar og í henni er
gott að njóta kyrrðar. Í kirkjunni
höfum við frelsi til að vera við sjálf,
hún spyr ekki um afrek og fer ekki í
manngreinarálit. Hún miðlar okkur
af reynslu sinni, segir
okkur sögur og hún
biður fyrir okkur og
með okkur. Hún held-
ur í höndina á okkur
og hún umfaðmar okk-
ur jafnt í gleði og sorg.
Tilgangur kirkjunnar
er að vera okkur skjól,
uppörvun og hvatning.
Hún vill þannig stuðla
að þroska okkar svo
við verðum víðsýn og
umburðarlynd og bet-
ur í stakk búin til að
takast á við þau verkefni sem dag-
arnir kunna að færa okkur í fang.
Hún vill þannig stuðla að því að við
komumst til manns sem hefur eitt-
hvað fram að færa, gefa og ein-
hverju að miðla. Einstaklings sem
er hluti af stórri fjölskyldu ólíkra
einstaklinga sem þó nærast allir í
kærleika af sama borðinu. Ein-
staklinga sem öllum er ætlað að
bera ávöxt með lífi sínu, ávöxt sem
varir til eilífs lífs.
Ómetanlegt uppeldi
Ég virði því kirkjuna mína og
elska og er henni ómetanlega þakk-
látur fyrir allt það sem hún hefur
verið mér í uppeldi mínu. Slíku upp-
eldi gleymir maður ekki og því
kemur maður ekki fram við kirkj-
una sína eins og hún skipti mann
ekki máli. Því síður kastar maður
steinum að henni eða tekur að
sparka í hana. Maður sparkar jú
ekki í móður sína. Heldur leitast
maður við að launa henni með um-
hyggju og hlýju, kærleika og ást.
Með því að taka virkan þátt í störf-
um hennar bæði sem gefandi og
þiggjandi.
Tilheyrum sömu fjölskyldunni
Samband flestra við kirkjuna
breytist eðlilega nokkuð eftir ferm-
inguna þar sem við vonandi flest
tókum þá meðvituðu og upplýstu
ákvörðun að þiggja það að fá að vera
áframhaldandi börn. Börn Guðs, og
þiggja þannig leiðsögn hans og
styrk sem einstaklingar á þroska-
braut. Í því ljósi hlýtur það að telj-
ast eðlilegt hverjum einstaklingi að
halda áfram að láta muna um sig í
kirkjunni bæði sem gefandi og
þiggjandi ef við tökum okkur sjálf
alvarlega og meinum eitthvað með
ákvörðun okkar og trú. Því að kirkj-
an ert þú og þú ert kirkjan.
Það hlýtur að vera hverjum
manni eðlilegt og hollt að vilja leit-
ast við að kannast við uppruna sinn,
rækta fjölskylduböndin og hafa
manndóm til að skiptast á skoð-
unum í kærleika um það sem betur
mætti fara í fjölskyldulífinu. Þar
sem hver og einn gegnir sínu hlut-
verki, enginn má missa sín og allir
eru jafn mikilvægir við fjölskyldu-
borðið eða á því ómetanlega og óvið-
jafnanlega mannlífstorgi sem kirkj-
an er.
Maður sparkar
ekki í móður sína
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Maður sparkar jú
ekki í móður sína.
Heldur leitast maður við
að launa henni með um-
hyggju og hlýju, kær-
leika og ást.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fyrrv.
framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.
ÞAÐ VAR fróðlegt
að lesa grein um
kragasjúkrahúsin, en
það eru St. Jósefsspít-
ali/Sólvangur, Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja,
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands ásamt
Sjúkrahúsinu og
heilsugæslustöðinni á
Akranesi, í Morg-
unblaðinu 24. janúar
síðastliðinn. Þar kom fram gagn-
rýni á skýrslu heilbrigðisráðuneyt-
isins sem kom út fyrir síðustu jól
um endurskipulagningu sjúkra-
húsþjónustu á suðvesturhorninu.
Í greininni kemur fram að for-
stjórar kragasjúkrahúsanna, þau
Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
(HSS), Árni Sverrisson, forstjóri
St. Jósefsspítala/Sólvangs, Magnús
Skúlason, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðurlands (HSu), og
Guðjón Brjánsson, forstjóri
Sjúkrahússins og heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akranesi (SHA),
gagnrýna skýrsluna og úrvinnslu
upplýsinga. Þau segja að ekki sé
hægt að nota hana
þegar taka eigi mik-
ilvægar ákvarðanir og
breyta þjónustu og
skipulagi.
Kannski, eins og ég
skil af lestri grein-
arinnar, eru forstjór-
arnir ekki ánægðir
með skýrsluna og
telja hana og um-
ræðuna einhliða. Þau
töldu að skýrslan sem
unnin var á stuttum
tíma í vetur yrði unn-
in í sameiningu við
þau og Landspítalann en þegar
skýrslan kom síðan út höfðu þau
ekki séð hana og gátu því ekki
gert neinar athugasemdir við hana.
Þau nefna dæmi um ónákvæmni
og rangfærslur í skýrslunni og að
borin séu saman atriði sem eru
alls ekki sambærileg. Í því sam-
bandi nefna þau að ekki sé tekið
tillit til stöðugilda lækna og hvað
liggi á bak við aðgerðir og fæð-
ingar.
Í greininni þykir mér koma
glöggt fram óánægja forstjóranna
fjögurra með hugmyndirnar sem
koma fram í skýrslunni og að þær
verði að veruleika og ákvarðanir
teknar án þess að allir möguleikar
verði skoðaðir. Þau vilja fá for-
dómalausa og heiðarlega umræðu
um kragasjúkrahúsin gagnvart
Landspítalanum.
Ég tel að við sem þurfum að fá
klæðskerasniðna meðferð við
ólæknandi sjúkdómum græðum á
því hve vel hefur tekist að sérhæfa
sjúkrahúsin. Ég þekki eingöngu
vinnu á St. Jósefsspítala og þá
helst göngudeild meltingar-
sjúkdóma en eins og ég hef áður
sagt frá í þessum miðli hefur hún
eflst og dafnað síðustu ár og er
það óeigingjörnu starfi starfsfólks
spítalans að þakka. Eins tel ég að
sé á hinum kragasjúkrahúsunum
þótt ég þekki þau ekki af eigin
reynslu. Ég tek undir það sem
kemur fram í greininni að öll þessi
umræða um lokun deilda, upp-
sagnir starfsfólks spítalanna og
niðurskurð valda álagi á starfsfólk
og að erfitt verði að manna stöður
með fagfólki þegar þetta er yf-
irvofandi en það hefur líka áhrif á
okkur sem þurfum á þessari þjón-
ustu að halda. Lífsgæði okkar eru
undir því komin að við fáum góða
þjónustu. Það er ekki sjálfgefið í
mannlegum samskiptum að sjúk-
lingur, læknar og hjúkrunarfólk
nái saman en það er mjög mik-
ilvægt að svo sé. Ef öll þjónusta er
á sama stað eru meiri líkur á því.
Sjúklingar verða að eiga val.
Öll þessi umræða og það að þrír
heilbrigðisráðherrar hafa komið að
þessu á rúmlega einu ári ýtir bara
undir óöryggi sjúklinga. Nú stend-
ur til að loka deildum á Heilsu-
gæslu Suðurnesja (HSS), þeirri
fyrstu hinn 1. maí næstkomandi.
Hvað verður í framhaldi af því?
Hvaða sjúkrahúsi verður lokað
næst? Höfum í huga að það eru
ekki bara tölur á bak við þetta allt.
Það er veikt fólk.
Er lokun deilda/
sjúkrahúsa eina leiðin?
Eftir Þuríði Rúrí
Valgeirsdóttur »Hvaða sjúkrahúsi
verður lokað næst?
Höfum í huga að það eru
ekki bara tölur á bak við
þetta allt. Það er veikt
fólk.
Þuríður Rúrí
Valgeirsdóttir
Höfundur er leikskólakennari.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
ÞAÐ HEFUR verið
býsna fróðlegt að fylgj-
ast með viðbrögðum
talsmanna LÍÚ við fyr-
irhugaðri fyrning-
arleið, sem koma á til
framkvæmda við upp-
haf næsta fiskveiðiárs.
Í Kastljósþætti fyrir
skemmstu, þar sem
þau Ólína Þorvarð-
ardóttir alþingismaður
og Friðrik J. Arngrímsson (FJA)
skiptust á skoðunum, kom m.a. fram
hjá FJA að ef títtnefnd fyrningarleið
kæmi til framkvæmda mundi flotinn
sigla í land vegna þess að með upp-
töku hennar færu allir núverandi út-
gerðarmenn lóðbeint á hausinn innan
fárra ára. Í næstu andrá kvartaði
FJA sáran yfir því að ekkert lægi
fyrir um útfærsluna, en engu að síður
sýndu allir útreikningar að aðferðin í
framkvæmd mundi leiða gjaldþrot
yfir greinina í heilu lagi. Ja, miklir
menn erum við, Hrólfur minn, var
viðkvæðið norður í Höfðahverfi fyrir
margt löngu þegar vitleysan keyrði
úr hófi fram. Framganga FJA í
þessu máli hefur margoft kallað á
hann Hrólf vegna þeirra makalausu
endema sem blessaður maðurinn
lætur frá sér fara. Nýjasta trompið
til þess nú að knýja stjórnvöld til
þess að falla frá efndum gefinna lof-
orða er að hóta því að ef ekki verði
allt gert eins og LÍÚ boðar verði flot-
anum siglt í land og þar bundinn, þar
til stjórnvöld hafa áttað sig á því
hverjir ráða í þessu landi. Að mati
LÍÚ eru það ekki lýðræðislega
kjörnir fulltrúar þjóðarinnar heldur
hinn þrautþjálfaði grátkór, sem alltaf
hrín, ef ekki er farið að hans vilja í
einu og öllu. Að þessu sinni veður
LÍÚ-elítan villu þar sem öll trompin
að þessu sinni eru hjá stjórn-
arvöldum.
Eintómir jókerar
Ef útgerðarmenn sigla skipum sín-
um í land og hóta að binda þau þar til
fallið hefur verið frá hugmyndum til
breytinga á kvótakerfinu eiga stjórn-
völd ekki annan kost en að svipta við-
komandi skip öllum veiðiheimildum
sem leiðir til þess að áhvílandi lán,
sennilega flestra þeirra, falla í gjald-
daga. Þá verður viðkomandi lána-
stofnun að leysa skipin til sín og
koma þeim í annarra eigu? og rekst-
ur. Hingað til hefur alltaf verið löng
biðröð ungra og efnilegra manna og
kvenna sem vilja freista gæfunnar í
útgerðarrekstri; fá að tapa peningum
á pappírnum eins og alsiða er í þeim
rekstri. Þegar 1-2 útgerðir hafa
þannig skipt um eigendur er næsta
líklegt að þau skip, sem þá eru enn
bundin við bryggju í mótmælaskyni,
muni halda til hafs án teljandi lúðra-
þyts eða áberandi hótana.
Eins og staðan er í dag þarf sjáv-
arútvegsráðherra ekki að hafa
minnstu áhyggjur af bægslagang-
inum í FJA vegna þess að hann og
LÍÚ hafa engin tromp á hendi; þau
eru öll á þinni hendi. Núna er FJA að
gera hosur sínar grænar fyrir sjó-
mönnum til þess að fá þá til þess að
standa með útgerðinni í þessu sam-
eiginlega hagsmunamáli. Það er ekk-
ert nýtt að útgerðin
stilli málum þannig upp
þegar hún þarf á aðstoð
sjómanna að halda. Aft-
ur á móti eru hagsmun-
irnir bara sameiginlegir
þegar útgerðin telur sig
hafa af því hag. „Þú ert
vinur minn þegar ég vil
þér eitthvað“ er mottó
LÍÚ í samskiptum sín-
um við sjómenn. Það hef
ég sjálfur reynt.
Hvað um bændastéttina
Helstu rökin gegn fyrningunni eru
þau að greinin verði að búa við fyr-
irfram ákveðnar aflaheimildir fram í
tímann. Á sama tíma verða bændur
landsins að búa við tímabundna bú-
vörusamninga sem sjaldnast eru
endurnýjaðir fyrr en á síðustu
stundu. Þetta verða bændur landsins
að búa við í sínum rekstri en útgerðin
þolir ekki óvissu um það hvort þeir
þurfa að greiða leigu árlega fyrir 5%
þeirra aflaheimilda sem þeim var af-
hent til nýtingar, þ.e. veiða fyrir
góðri kvartöld. Hvernig væri að búa
þeim ámóta skilyrði og bændunum,
þ.e. að fyrningin hefjist en með því
fororði þó að núverandi handhöfum
verði tryggð endurúthlutun fimm
prósentanna næstu x árin án viðbót-
argjaldtöku. Væri þá ekki fulls jafn-
ræðis gætt á milli þessara tveggja at-
vinnugreina sem útgerðin mun taka
fegins hendi? Hræddur er ég um að
lausn að þessu tagi mundi standa
eitthvað í þeim LÍÚ-mönnum vegna
þess að útgerðin er ekki bara að
sækjast eftir því að fá að nýta auð-
lindina; hún er að sækjast eftir eign-
arhaldinu eins og glöggt má lesa í
viðtali við FJA í Morgunblaðinu 18.
janúar sl. Þar kemur eftirfarandi
orðrétt fram í svari FJA, þegar talið
berst að fyrningarleiðinni. „Þá stand-
ist fyrning aflaheimilda hvorki at-
vinnu- né eignarréttarákvæði stjórn-
arskrár að mati lögmanna sem
kannað hafa málið fyrir LÍÚ.“
Þarna lýsir FJA yfir því, án nokk-
urra vafninga, að LÍÚ sé að láta
kanna hvort einstakir útgerðarmenn
séu ekki búnir að eignast kvótann á
grundvelli þess að þeir hafa komist
upp með það að vasast með hann eins
og sína eign í kvartöld og eftir því
sem þeir fá að gera það lengur
aukast líkurnar á því að þeir mundu
vinna hann til eignar fyrir dóm-
stólum. Hefur ekki FJA þrástagast á
því að LÍÚ sé bara að fara fram á
nýtingarréttinn – en um hvers eign-
arrétt ætli hann sé að fjalla þarna?
Þessi framkoma minnir mig ögn á
úlfinn sem íklæddist sauðargærunni
en upp komst um strákinn Tuma eins
og oftast hendir.
Nýtingarréttur –
eignarréttur
Eftir Helga
Laxdal
Helgi Laxdal
» FJA hefur þrástag-
ast á því að LÍÚ sé
bara að fara fram á nýt-
ingarréttinn en um
hvers eignarrétt ætli
sauðargærubóndinn sé
hér að fjalla?
Höfundur er vélfræðingur
og fyrrv. yfirvélstjóri.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrif-
aðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein.
Móttaka aðsendra greina