Morgunblaðið - 18.02.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 18.02.2010, Síða 23
Umræðan 23KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 VEL ER staðið að málefnum eldri borgara í Kópavogi. Mjög öflugt félagsstarf er rekið í samvinnu við eldri borg- ara í bænum í Gjábakka og Gullsmára. Í næsta mánuði verður tekin í notkun ný félags- og þjónustumiðstöð í Boða- þingi fyrir eldri borgara, kaffi, nudd, hárgreiðsla og fleira. Aðstaðan í Boðaþingi verður ein- hver glæsilegasta sem völ er á. Þar verður einnig boðið upp á dagvist. Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 44 vist- rými, sem liggur að þjónustu- miðstöðinni, verður einnig opnað á sama tíma, sem er sameiginlegt verkefni ríkisins og Kópavogsbæjar en rekið af Hrafnistu. Sunnan við þjónustumiðstöðina er verið að reisa tæplega 100 leigu- íbúðir á vegum Hrafnistu og eru þær beintengdar inn í þjónustu- miðstöðina. Reiknað er með að fyrstu íbúar flytji þar inn seint á þessu ári. Í Boðaþingi eru einnig íbúðir sem eru byggðar á frjálsum markaði og munu íbúar þar geta nýtt sér þá þjónustu sem er í boði í þjónustumiðstöðinni. Einnig eru rekin hjúkrunarrými á vegum bæj- arins í Roðasölum ásamt dagvist. Í Gullsmára og á Skjólbraut eru rekin sambýli á vegum Kópa- vogsbæjar sem munu leggjast af við tilkomu þessarar nýju hjúkr- unarrýmisaðstöðu í Boðaþingi. Hlutfall bæj- arbúa 67 ára og eldri hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Á árinu 1990 var þetta hlutfall tæplega 7% en er í dag yfir 11%. Mikil fjölgun í þessum aldurshópi er til vitnis um að eldri borgarar kunna vel að meta þjónustuna í bænum. Í fjárhagsáætlun þessa árs sam- þykkti bæjarstjórn þá fyrir mér óskiljanlegu ákvörðun að láta 67 ára og eldri greiða fyrir aðgang að sundstöðum bæjarins. En slíkt hafði áður verið frítt fyrir þennan aldurshóp svo sem tíðkast í nágrannasveitarfélögunum. Mér finnst að bæði hafi eldri borgarar skilað sínu til samfélagsins og eigi það því inni hjá okkur hinum að fá frítt í sund og einnig tel ég að þessi tilhögun hafi ýtt undir hreyfingu og betra líkamsástand eldra fólks. Þennan sundskatt myndi ég vilja fella niður af eldri borgurum sem fyrst. Málefni aldraðra í Kópavogi Eftir Gunnar I. Birgisson Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver- andi bæjarstjóri í Kópavogi. ÞEGAR yfirstandandi kjörtímabil er senn á enda verður háværari sú krafa bæjarbúa að stjórnsýsla verði mark- vissari, dregið verði úr yfirbyggingu hennar ásamt því að bæjarbúar fái að koma að ákvarð- anatöku í stærri málum. Það er löngu tímabært að farið verði yfir hlut- verk fastanefnda bæjarins ásamt því að bæjarráði verði komið á fót. Hagsmunir bæjarins eru betur tryggðir með fækkun fram- kvæmdastjóra og sameiningu sviða auk þess að hverfa frá póli- tískum ráðningum í bæjar- stjórastól. Hlúa þarf að barnafjölskyldum Brýnasta verkefni þeirra sem koma að stjórn bæjarins að lokn- um kosningum er að hlúa vel að barnafjölskyldum og búa þannig um að Seltjarnarnes verði fýsi- legur kostur fyrir ungt fólk með börn. Neslistinn hefur barist fyrir þeirri hugsjón að laða barna- fjölskyldur til búsetu innan bæj- armarkanna í ljósi fækkunar barna á leik- og grunnskólaaldri á undanförnum misserum. Í síðustu kosningum töldu sjálfstæðismenn þennan málflutning firru en nú kveður við annan tón. Nú ber svo við að jafnvel bæjarstjóri tekur undir málflutning fulltrúa Neslist- ans ef marka má skrif hans. Það er hins vegar hvergi nærri nóg að taka undir mál, það þarf að veita þeim brautargengi. Sóknarfæri á erfiðum tímum Ljóst er að næstu misseri eiga eftir að reynast erfið og tekju- samdráttur bæjarins staðreynd. Hin fróma styrka fjármálastjórn virðist á undanhaldi og meg- ináhersla næstu miss- era verður á niðurskurð og hagræðingu í rekstri. Það skiptir þó miklu máli hvernig staðið er að slíkum að- gerðum. Mikilvægt er að vandað sé til verka, forgangsröðun skýr og kalla þarf eftir við- brögðum og áliti hags- munaaðila áður en mik- ilvægar ákvarðanir eru teknar. Það þarf víð- tækari samstöðu en fá- mennan stefnumótunarfund meiri- hlutans undir því yfirskini að um samráðsfund íbúa sé að ræða. Hinn 20. febrúar nk. fer fram prófkjör Bæjarmálafélags Sel- tjarnarness vegna vals frambjóð- enda á Neslista (sjá nánar www.xn.is). Ég gef kost á mér í 1.-2. sæti og óska eftir stuðningi Seltirninga. Ný framvarða- sveit og baráttan um Nesið Kristján Þorvaldsson Kristján Þorvaldsson Höfundur er fulltrúi Neslista í skóla- nefnd og frambjóðandi í 1.-2. sæti í prófkjöri Bæjarmálafélags Seltjarn- arness. Albert Jónsson | Forysta og framsýni í Kópavogi. Meira: mbl.is/kosningar Með og á móti VODAFONE mismunar börnum í nýju tilboði sínu, Krakkafrelsi, sem er tilboð fyrir börn viðskiptavina í svokallaðri Gull- þjónustu. Til- boðið nær ekki til barna nema þau eigi lögheimili hjá viðkomandi burtséð frá því þótt hann greiði fyrir símanúmer barnsins. Ein- hver hefði haldið að þetta væri hópur sem vildi vera í góðu síma- sambandi við börnin sín og því væn- legir viðskiptavinir. En svo er ekki að mati Vodafone og ekki laust við að viðhorfin sem í þessu birtist minni á gamlar sögur um sveit- arómaga og niðursetninga. Þetta eru viðhorf sem mér finnst allt of oft birtast hjá fyrirtækjum gagn- vart börnum í samsettum fjöl- skyldum og eru algjörlega úr takti við nútímann. Þetta varð mér tilefni til að stinga niður penna í Morgunblaðið og benda á þetta misrétti í þeirri von að hafa áhrif á Vodafone og e.t.v. önnur fyrirtæki til batnaðar. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, tekur gagnrýnina ekki til sín og svarar mér staff- írugur og bendir á hversu óskap- lega mikla peninga þessi þjónusta kosti fyrirtækið „Af þeirri ástæðu þurfum við að skilgreina þjónustuna þannig, að hún nýtist í raun og sann börnum á þeim heimilum sem eru skráð í Vodafone Gull. Eina raun- hæfa leiðin fyrir starfsmenn Voda- fone er að styðjast við skilgreiningu þjóðskrár á fjölskyldu, þegar við- skiptavinir vilja skrá börnin í Krakkafrelsi.“ Hrannar biður mig í leiðinni afsökunar á viðmóti þjón- ustufulltrúa sem ég talaði við, það séu mistök sem eigi ekki að verða. Hér verð ég fyrst að nefna að þeir tveir þjónustufulltrúar sem ég talaði við voru mjög liprir en fyr- irmæli þeirra voru skýr og lítið sem þeir gátu gert. Í bréfi mínu notaði ég orðið ljúfmannleg. Ég skil því ekki hvað Hrannar er að hnýta í þau. Það er hins vegar skilningur eða öllu heldur skilningsleysi fyr- irtækisins á fjölskyldum sem var inntak greinarinnar og sem end- urspeglast í svari Hrannars. Ekki vissi ég til að þjóðskrá fengist sér- staklega við að skilgreina fjöl- skyldur eins og Hrannar heldur fram og ekki skil ég af hverju eina raunhæfa leiðina sé að styðjast við lögheimilisskráninguna eins og hún birtist þar. Ég skil reyndar ekki af hverju það er svo mikið atriði að inneignin nýtist eingöngu börnum á þeim heimilum sem eru skráð í Vodafone Gull. Þar sem hver fullorðinn getur einungis skráð eitt barn sitt þá hlýt- ur það einu að gilda hvort það er barn sem býr annars staðar eða barn sem býr á sama heimili. Í starfsmannastefnu Vodafone stendur: „Jafnréttismál eru okkur hugleikin.“ Af framansögðu er ljóst að það er meira í orði en á borði hjá Vodafone, að minnsta kosti þegar börn eiga í hlut. TUMI KOLBEINSSON, kennari og áhugamaður um jafnrétti. Eru jafnréttismál Vodafone hugleikin? Eitt í orði, annað á borði Frá Tuma Kolbeinssyni Tumi Kolbeinsson Í TILEFNI af væntanlegri at- kvæðagreiðslu hinn 20. febrúar næstkomandi ætla ég, sem gamall og tryggur Íslandsvinur, að mæla eftirfarandi: Ég er harmi sleginn yfir þeim órétti sem íslenska þjóðin hefur verið beitt af Bretlandi, Hollandi og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar er um sögulegt brot á alþjóðalögum að ræða. Því skyldu saklausir menn gjalda fyrir glæpi einstaklinga sem þeir hafa ekki átt möguleika á að hindra? Því skyldu 300.000 saklaus- ir Íslendingar gjalda fyrir að bankaeftirlit Breta og Hol- lendinga brást al- gjörlega? Hafa t.d. Bandaríkjamenn bætt erlendum aðilum tapið hjá Lehmann Brot- hers eða Madoff? Ég er skelf- ingu lostinn yfir að forsætisráðherra Breta skuli hafa komist upp með að beita hryðjuverkalögum til þess að fram- kvæma þennan glæp, þetta rán. Það sýnir okkur glöggt til hvers hryðju- verkalögin voru samin. Ég er miður mín yfir að Danir og Svíar hafa auðsýnilega brugðist Íslendingum á alþjóðavettvangi. Ég ætla að bjóða mig fram í næstu þingkosningum í Danmörku, utan flokka. Nú segi ég við ykkur: Standið saman Íslendingar og segið „nei“ í kosningunum! Þá mun ég tala ykkar máli hvar sem ég fer. Við viljum vita hverjir stálu þessum peningum, hvert þeir fóru, og hversu alvarlega ýmsar eftirlits- stofnanir hafa brugðist. CARL HENRIK RØRBECK Danmörku. Til íslensku þjóðarinnar Frá Carli Henrik Rørbeck Carl Henrik Rørbeck BRÉF TIL BLAÐSINS NÚ VIRÐIST eiga að gera alvöru úr því að innkalla veiðiheimildir sjávarútvegsins smátt og smátt eða 5% á ári. Þetta á að gera á grund- velli þeirrar kenningar að „þjóðin eigi fiskinn í sjónum“. Hvað sem um það má segja þá á þjóðin ekki veiðiheimildirnar þegar búið er að afhenda þær ákveðnum mönnum til afnota og þar með fela þeim að sjá um fiskveiðarnar fyrir hönd þjóðarinnar. Enda rennur allt andvirði fisksins í þjóðarbúið. Það get- ur ekki annað! Þetta hlýtur að flokkast undir eignarnám. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja byggist alfarið á veiðiheimildum svo ef fyrirtækin eru svipt þessum heim- ildum þýðir það að öll fjárfesting þeirra er gerð verðlaus og ónothæf. Það er því æði fjandsamleg aðgerð að taka grundvöllinn undan rekstri fiski- skipanna og heimta svo að þau kaupi veiðiheimildir upp á nýtt. Þetta minnir helst á Al Capone og fjárkúgun hans. Spurning er hvort svona aðfarir standast eignarréttarákvæði stjórn- arskrárinnar. Þar segir í 67. gr. „Eign- arrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta eign sína af hendi nema almannaheill krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Eftir er að sjá hvort Alþingi metur það „almannaheill“ að stunda fjár- kúgun af þessu tagi en þá verður samt að borga „fullt verð“. Ætlunin er síðan að selja veiðiheimildirnar á uppboði til hæstbjóð- anda til eins árs í senn. Varla er þó meiningin að hæstbjóðandi kaupi allar þær heimildir, sem í boði eru, heldur líklega hitt að allir, sem vilja kaupa, borgi samkvæmt hæsta boði. Spurnig hvað hægt er að bjóða hátt í veiði- heimild til eins árs. Þegar veiðiheimildir eru keyptar í frjálsum viðskiptum verða þær varanleg eign, sem viðkom- andi getur notað sér um alla framtíð. Jafnvel hundrað ár. Samkvæmt því verður verðið til eins árs einn hundraðasti af núgild- andi markaðsverði. Og er þó eftir að meta áhættuna. Það verð, sem þannig fengist fyrir 5% aflaheimildanna, mundi hvergi nærri duga til að bera kostnaðinn við framkvæmdina. Einnig er á það að líta að árlegt gjald fyrir veiðiheimildir mundi hækka rekstr- arkostnað og þannig verka til lækk- unar á skattstofni. Heimildir, sem keyptar eru á frjálsum markaði og yrðu því varanleg eign, færast sem stofnkostnaður og hafa því ekki áhrif á skattstofn. Hins vegar mundu áhrifin af slíkum kaupum auka tekjur fyr- irtækisins og þar með hækka skatt- stofn þess. Nú eru fjölmörg útgerðarfyrirtæki, sem ekki eru rekin með verulegum hagnaði, sérstaklega þau sem eru rek- in meira af félagslegum ástæðum en viðskiptalegum. Þau eru æði mörg og eru víða grundvöllur mannlífs í byggð- arlögunum. Það er því augljóst að mörg fyr- irtæki gætu ekki borgað neitt fyrir aflaheimildir hvað þá „hæsta boð“ þótt enn sé á huldu hve hátt það yrði. Ætti þá bara að láta þessi fyrirtæki lönd og leið með tilsvarandi afleið- ingum fyrir landsbyggðina? Og ættu þá þeir sem eiga peninga að geta keypt þess meira? Jafnvel meira en þeir hafa nú? Þá væri kerfið farið að éta sinn eigin tilgang. Öryggisleysið í rekstri sjáv- arútvegsins í heild yrði svo algjört að ekki væri verjandi að leggja nokkra krónu í slíka starfsemi. Önnur fyrirtæki, eins og t.d. bank- arnir, hafa verið ásökuð fyrir að taka brjálæðislega áhættu og eru nú afleið- ingar þess komnar í ljós. Og nú á að neyða sjávarútveginn til að taka hlið- stæða áhættu! Það sem merkilegra er er það að einmitt þeir sem hæst láta um nauð- syn samstöðu samvinnu og sátta og allt það æða nú fram og splundra og spilla af fullkomnu hatri að því er virð- ist. Öfundsýkin kraumar undir og verð- ur brátt að hatri, miskunnarleysi, grimmd. Eignarnám? Eftir Pétur Guðvarðsson » Það eru aðallega tvær spurningar varðandi svokallaða fyrningarleið sem nauð- synlegt er að skoða vandlega. Pétur Guðvarðsson Höfundur er lífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.